Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. 13 Lesendur Friður flokkur frambjóðenda ef af yrði. - Bera Nordal, Davíð Scheving Thorsteinsson, Sigmundur Guðbjarnason og Sveinn Einarsson Ekki ráð nema 1 tíma sé tekið: Hugleiðingar um forsetaframboð Sigrún Gunnarsdóttir skrifar: Mig langar til að koma á framfæri hugleiðingum sem fólk er ég var með í afmælisveislu um helgina stytti sér m.a. stundir við. Þannig var að í nýlegu hefti Frjálsrar verslunar var frétt um að vangaveltur væru þegar uppi um hver yrði næsti forseti ís- lands ef núverandi forseti gæfl ekki kost á sér áfram að tveimur árum liðnum. í blaðinu, sögðu menn, voru ákveð- in nöfn í umræðunni og þau birt ásamt mynd. Þetta voru þau Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra, Albert Guðmundsson sendi- herra, Guðrún Agnarsdóttir þing- kona, Valur Arnþórsson bankastjóri og Matthías Johannessen ritstjóri. - Var þar sagt aö núverandi forsætis- ráðherra ætlaöi sér til Bessastaða, en beri hins vegar á móti því að- spurður. Albert myndi ekki skorast undan framboði væri á hann þrýst og Valur bankastjóri ætti svo farsæl- an feril að baki, ásamt miklum metn- aði. Þetta var það sem haft var eftir Frjálsri verslun. - Ekki voru menn meira en svo sammála um þessar framkomnu persónur og sögðu sum- ir að fólk, sem hefði tengst stjórn- málum eitthvað að ráði, að ekki væri nú talað um menn sem hefðu verið framámenn í stjómmálaflokki til skamms tíma, væru ekki persónur sem höfðuðu lengur til fólks í forseta- embætti hér. - Ekki nema þá að for- seta- og forsætisráðherraembætti yrðu sameinuð. Menn voru einnig nokkuð sam- mála um að finna yrði forsetafram- bjóðanda sem væri sterkur karakter en virtur, gæti talað minnst tvö helst þrjú erlend tungumál auðveldlega og væri sáttur við að víkja úr embætti eftir tvö, en sitja lengst þrjú kjör- tímabil. Síðan byrjuðu vangaveltur um aðra og fleiri frambjóðendur. Varð þó fátt um nöfn og aðeins eitt kvenmannsnafn. - En nöfnin voru þessi: Bera Nordal hstfræðingur, Sveinn Einarsson dagskrárstjóri hjá RÚV, dr. Sigmundur Guðbjamason háskólarektor og Davíö Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri. - Þrátt fyrir mikinn heilastorm við leit að nöfnum til forsetaframboðs gátu menn ekki fundið önnur og betri. Þetta vildi ég láta koma fram að gefnu tilefni. - Og ekki er ráð nema í tíma sé tekiö. Dýrt fyrir unglinga í strætó Gunnar Halldórsson hringdi: Mér finnst vera orðið dýrt fyrir unglinga á aldrinum 12 til 16 ára í strætó þegar þeir greiða fullt far- gjald, kr. 55 í hvert skipti. Sum heim- ih eiga ipjög erfitt með að skaffa unglingum fargjaldapeninga dag hvern og stundum oft á dag. Við skulum gæta að því að unghng- ar frá 12 th 16 ára aldurs fá ekki sama kaup og fullorðnir í sumarvinnu sinni og því er það óréttlátt að láta þennan aldurshóp greiða sama gjald og fullorðna. Ég vh skora á ráðamenn þessara mála, t.d. borgarráð, að láta kanna þessa hluti betur og gera þarna úr- bætur því það er mála sannast að hér er um mikið réttlætismál að ræða og krakkar hafa rætt sín i milli um að hér sé beinlínis verið að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægst- ur hvað varöar gjaldtöku á vegum borgarinnar. - Þetta ætti að mega leysa farsællega að mínu mati. imimT FERÐABLAÐ II Miðvikudaginn 25. júlí nk. mun annað innlent ferðablað fylgja DV í blaðinu verður Qallað um útihátíðir um verslunarmannahelgina (4.-6. ágúst) en meðal annars efnis verður til dæmis fjallað um grill og gimilegar grilluppskrift- ir, nesti ferðalangsins og útbúnað, kort um ferða- möguleika, þ.e. rútuflug og ferjur, minnislista ökumannsins, BreiðaQarðareyjar hellaferðiro.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Ath! Skilafrestur auglýsinga er til 19. júlí. Auglýsingadeild Kennarar Kennara í hannyrðum og almennri kennslu vantar að Grenivíkurskóla. Gott frítt húsnæði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118 eftir kl. 19.00. Auglýsing um verklegt próf endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989 verður haldið verklegt próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa. Áætlað er að halda prófið í nóvember 1990. Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraun þessa sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármála- ráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 15. ágúst nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að full- nægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í september nk. Reykjavík, 17. júlí 1990. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. AUGLÝSING Kæru lesendur! Ég heiti Ásgrímur Björnsson. Ég þjálfaði mig andlega í átta mánuði. Ég ætla að segja ykkur frá því að það er til bók um það hvernig maður getur Íæknað sig af ýmsum sjúkdómum með jákvæðum staðhæfingum. Hún heitir „Hjálpaðu sjálfum þér“. Það er líka hægt að fara með jákvæð- ar staðhæfingar í sjálfsdáleiðslu. Þá er árangurinn miklu meiri. Svo er annað sem ég vil segja ykkur frá, það er að maður uppsker eins og maður sáir, þannig að þeir sem hegða sér illa, verða veikir eða hljóta meiðsl. Þeir geta læknað sig með því að hjálpa öðrum við að ná heilsu og láta sér líða vel. Það er hægt að lækna sig af hverju sem er með því að hjálpa öðrum við að ná heilsu. „Þetta augnablik er fullt af gleði. Nú kýs ég að njóta dagsins í dag. Ég er heilbrigð manneskja.“ Með því að segja þetta hundrað sinnum fyrir svefn í nokkra mánuði á maður að geta læknað sig af sykursýki. Þeir sem geta ekki læknað sig geta allavega látið sér líða betur með jákvæðum staðhæfingum. Það er hægt að lækna sig af krabbameini með því að segja hundrað sinnum fyrir svefn: „Ég fyrirgef af öllu hjarta og sleppi öllu taki af fortíðinni. Ég kýs að lifa gleðiríku lífi. Ég elska sjálfan mig og er sáttur. Ég er heilbrigð manneskja." Ef menn hafa ekki viljastyrk til að lækna sig og láta sér líða vel þá er hægt að fá kassettu hjá Lífsafli sem eykur viljastyrk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.