Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUE. 18. JÚLÍ 1990. 9 Utlönd PLO og Bandaríkin: Litlar horfur á viðræðum Minni horfur eru nú en nokkru sinni á að viðræðumar milli banda- rískra yfirvalda og Frelsisamtaka Palestínu, PLO, verði teknar upp á ný. Þetta er mat stjómarerindreka sem segja að svo virðist sem viðhorf aðilanna séu ósættanleg. Egypsk, sænsk og bresk yfirvöld hafa reynt að koma aðilunum saman en án ár- angurs. George Bush Bandaríkjaforseti sleit viðræðunum 20. júní síðastlið- inn þar sem PLO neituðu að fordæma árásartilraun palestínskra skæm- Uöa á strendur ísraels í maí. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, tjáði utanríkis- ráðherrum arabaríkja i Túnis um helgina að PLO myndu aldrei sætta sig við skilyrði Bandaríkj amanna. Hófsamir leiðtogar innan PLO reyndu aö koma í veg fyrir ákvörðun Bandaríkjamanna með því að lofa rannsókn á árásartilraun skæruliða- samtakanna. Sögðu þeir að ef rann- sókn leiddi í ljós að beina hefði átt árásinni gegn óbreyttum borgurum gæti það leitt til refsiaðgerða af hálfu Palestínska þjóðarráðsins, útlaga- þings Palestínumanna og valda- mestu stofnunar þeirra. En þessir sömu hófsömu leiðtogar segja núna að með því að setja skil- yrði opinberlega hafi Bandaríkin gert þaö ómögulegt fyrir Arafat að koma til móts við þau án þess að fæla marga venjulega Palestínu- menn frá PLO. Margir Palestínumenn styðja hemaðaraðgerðir gegn ísrael sem svar við nær daglegum morðum á Palestínumönnum á herteknu svæð- urnnn. PLO, sem njóta stuðnings araba- rikja, hafa nú lagt fram nýjar kröfur varðandi viðræðumar. A meðan á viðræðunum stóð, sem nú hefur ver- ið slitið, gagnrýndu PLO Bandaríkin fyrir að hafa einungis áhuga á fram- kvæmd viðræðnanna og að þau not- uðu þær til að takmarka athafna- frelsi PLO. Ráðgjafi Arafats tjáði Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu, segist aldrei ganga að skilyrðum Bandaríkjamanna fyrir viðræðum. Teikning Lurie. fréttamanni Reuterfréttastofunnar að mögulegt væri að hefja viðræð- umar á ný ef PLO hefðu tryggingu fyrir því að þær snemst PLO í hag. Stjómarerindrekar segjast hins vegar ekki sjá neina möguleika á því að yfirvöld í Washington dragi í land með skilyrði sín. Taka þeir fram að það hafi tekið PLO fimmtán ár að verða við skilyrðum þeim sem Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, setti fyrir viðræðum. Arafat varð við þessum skilyrðum á fréttamannafundi í Genf í desember 1988 þegar hann hafnaði hryðjuverk- um og viðurkenndi tilvemrétt ísra- els. Reuter Litháar stofna gæslusveitir Litháar hyggjast setja á laggirnar eigin hersveitir, að því er sovéska fréttastofan Tass skýrði frá í morg- un. „Hver íbúi Litháen, sem náð hef- ur nítján ára aldri og er nægjanlega heilsuhraustvu- til að gegna her- skyldu, er skyldugur til ... veija landið," segir í bráðabirgðalögum sem fyrirhugað er að taki gildi í haust. Ungir Litháar þurfa að uppfylla tólf mánaða herskyldu í nýjum gæslusveitum sem munu einkum veija landamæri Litháen og helstu byggingar í lýðveldinu, sem og skipu- lögðum björgunar- og slökkviliðs- sveitum. Litháen er eitt nokkurra lýðvelda Sovétríkjanna sem nú reyna að hnikra sér undan yfirráðum stjórn- arinnar í Moskvu. Þing þess lýsti yfir sjálfstæði í mars síðastliðnum en samþykkti að fresta gildistöku yfirlýsingarinnar eftir að sovésk stjórnvöld beittu íbúana efnahags- legum þvingunaraðgerðum svo vik- um skipti til að freista þess að þvinga það til að gefa eftir. Frestun gUdistö- kunnar átti að ryðja veginn fyrir við- ræður viö sovéska ráðamenn um sjálfstæði. Forseti Litháen, Vytautas Landsbergis, kvaðst í gær telja að viðræðumar myndu hefjast í fyrsta lagi í september. Reuter Hörmungarslys í fjallgöngu - 40 flallgöngumenn láta lífiö í Sovétríkjunum Fjömtíu fjallgöngukappar frá fimm þjóðlöndum létust þegar skriða hreif þá með sér af toppi Leníntinds í Pamír-fjallgarðinum í Mið-Asíu- lýðveldum Sovétríkjanna í síðustu viku. Tahð er að jarðskjálftakippur hafi komið skriðunni, sem varð mönnunum að bana, af stað. Þetta slys er eitt alvarlegasta slys í sögu fjallgangna í Sovétríkjunum ef ekki heiminum. Árið 1952 létust fjörutíu í fjallgöngu á Everest-fjalli en það fékkst aldrei staðfest. Skriðan hreif fjallgöngumennina með sér þar sem þeir voru í búðum á stórri syllu í um sex þúsund metra hæð í fjallinu. Slysið geröist á fóstudag að því er sovéskir emb- ættismenn skýrðu frá í gær. í fyrstu var talið að 43 hefðu látist en síðar fundust þrír sem komust lífs af. Fregnir voru mjög óljósar frá slysstaðnum og hefur mikill spjór á slysstað hindrað björgunar- menn í starfi. Lík fómarlambanna enn ekki fundist. Flestir í leiðangr- inum voru sovéskir eða 27 en auk þeirra vom Tékkar, ísraelar, Sviss- lendingar og Spánveiji með. Lenín-fjall er þriðja hæsta fjall Sovétríkjanna. Það er í Pamír-fjall- garðinum á landamærum lýöveld- • anna Kirgísíu og Tadjhikístan skammt frá landmærum Sovétríkj- anna og Kina. Reuter T6C Litsjónvarpstæki W' ' WKm■<£ 14” Gerð 3614 ^ kr. 21.950 stgr. 20” Gerð 5181 m/fjarst. kr. 35.950 stgr. 5 ára ábyrgð á myndlampa VÖNDUÐ VERSLUN HUÓMCO FAKAFEN 11 — SIMI 688005 I Ódýr telefaxtæki!! Aðeins kr. 64.890,- EFAX -100 meö vsk Við getum nú aftur boðið þessi vönduðu tæki á sama frábæra verðinu. (Síðasta sending seldist upp á viku) Pantanir óskast staðfestar. PEGASUS HF. Ármúla 38 sími: 91-688277 68 55 22 mi'im

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.