Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EÝJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hræðslan við Þjóðverja Breski viðskiptaráðherrann, Nicholas Ridley, varð að láta undan þrýstingi og segja af sér vegna ummæla sinna um Þjóðverja og Efnahagsbandalagið. Hér á landi kann það að koma spánskt fyrir sjónir að ráðherrum sé refsað fyrir viðtöl sem þeir eiga við íjölmiðla enda er það nánast óþekkt að íslenskir ráðherrar standi ábyrgir gagnvart skoðunum sínum eða ummælum. En í Bretlandi og reyndar víða annars staðar er ekki óal- gengt að ráðherrar víki úr ríkisstjórn, bæði vegna um- mæla sem koma ríkisstjórninni illa og eins vegna þess að þeir vilja frekar víkja en sitja uppi með ákvarðanir sem brjóta í bága við skoðanir þeirra. Þar standa menn og falla með orðum sínum og skoðunum og eru ekki minni menn fyrir. Því verður ekki mótmælt að ummæli Ridleys um Þjóðverja voru óviðeigandi. Það er ekki smekklegt né við hæfi ábyrgra stjórnmálamanna að líkja forystu- mönnum og stjórnmálaöflum í Þýskalandi við Adolf Hitler. Ridley gekk of langt. En skyldi ekki leynast sannleikskom í þeim orðum hans, að þróunin í Evrópu sé hagstæð Þjóðverjum og eins hitt að Evrópubandalagið færir valdið smám saman úr höndum fólksins yfir til skrifstofubáknsins í banda- laginu? Innihald ummæla Ridley var einmitt í þá vemna að vara við andlýðræðislegum völdum þeirra sautján framkvæmdastjóra Evrópubandalagsins sem koma til með að hafa langmestu áhrifin í Evrópu þegar fram líða stundir. Það er opinbert leyndarmál að Evrópuþingið er mátt- laus stofnun og kjaftasamkunda sem hefur hvorki stj órnskipuliga né pólitíika itööu til að beita gér, Bákn= ið @r svo risavaxið að iinstakir þingniinn lvrópubanda= lagsins kaffærast í pappírshaugnum og missa ^ónar á aðalatriðunum, Með sameiningu Þýskalands og yfirburðastöðu þýska marksins á peningamarkaðnum er enginn vafi á því að Þjóðverjar munu smám saman sölsa undir sig mikil völd og áhrif og verða leiðandi afl í Evrópu. Nú em uppi umræður og tillögur innan Evrópubandalagsins um aukna póhtíska íhlutun EB og þá um leið skerðingu á fullveldi einstakra ríkja eins og fullveldishugtakið hefur verið skilgreint. Ummæli Ridleys voru í tengslum við þá stefnumörkun, en hann er einmitt í hópi þeirra bresku stjórnmálamanna sem hafa varað við þeirri þró- un. Ráðherranum Ridley hefur verið hegnt fyrir að segja upphátt það sem aðrir hugsa. Hann hefur látið í ljós ótta við uppgang Þjóðveija í hinni nýju Evrópu. Þrátt fyrir allt tahð um sameiningu og samvinnu, stendur það enn í mönnum að sætta sig við afsal sjálfsákvörðunar einstakra þjóða. Þjóðerniskenndin er enn rík í Evrópu og við sjáum af atburðunum í Sovétríkjunum og meðal þjóðarbrotanna í Austur-Evrópu að þjóðernið er líf- seigt. Hann er líka lífseigur, hrokinn og yfirgangurinn, hjá þeim þjóðum sem hafa drottnað í álfunni öldum saman. Það tekur langan tíma að láta þá hugsjón ræt- ast að gera Evrópu að einni samstæðri heild. í hita augnabhksins eru ummæh breska ráðherrans viðkvæm og óviðeigandi. En í þeim leynast hugsanir, sem blunda víða um Evrópu og segja mikla sögu. Ann- ars vegar stendur löngunin og nauðsynin til að taka þátt í bandalagi Evrópu og hins vegar hræðslan gagn- vart meintum yfirráðum annarra. Það logar lengi í gömlum glæðum. Ellert B. Schram „Væri betur að fleiri gerðu svo rækilega úttekt á umhverfi sinu með tilliti til aðstöðu og aðstæðna fatlaðra", segir greinarhöfundur m.a. í grein sinni. Bráðgott fram- tak í Breiðdal Fyrir framan mig liggur árangur merkilegrar vinnu sem fram- kvæmd var í fremur litlum skóla úti á landsbyggðinni - nánar tiltek- ið austur í Breiðdal. Þetta er afrakstur viku vinnu nemenda í grunnskólanum þar sem þemað eða viðfangsefnið var um málefni fatlaðra. Nemendur 4.-6. bekkjar þar höfðu virkilega kynnt sér hinar margvíslegu hliðar fötlunar og af- leiðingar hennar svo og umhverfi allt og aðstæður heima fyrir. Úttekt á umhverfi Hér hefur greinilega ekki verið um yfirborðskennda flausturs- vinnu áð ræða heldur vandlega unaipbðns könnun jwr sem ótrm lega margt hefur verið tekið tii umflöilunar og athugunsr, @eta §Hai þes§ §em gert er því ailtof mik= ið almennt tómlæti ríkir um mál- efni fatlaðra, svo almennt aö stund- um þykir mér §em vandamálið þurfi að knýja dyra hiá fólki tfi þess að farið sé að gefa því gaum. Hér er athygli og umhugsun hinna ungu virkilega vakin og vinnan á örugglega eftir að skila sér í viðhorfi þessa fólks á lífsleiö- inni sem og það hversu margir íbú- ar sveitarfélagsins komast við könnunina í snertingu við vanda- málin í allri sinni fiölbreytni. Alls voru 43 í könnuninni spurðir spjörunum úr. Nemendur og kenn- arar í Breiðdal undir forystu Óm- ars Bjamþórssonar skólastjóra eiga milda þökk fyrir svo vandaða vinnu, vinnu sem skfiar fólki svo nálægt viðfangsefhinu sem raun ber vitni. Væri betur aö fleiri gerðu svo rækfiega úttekt á umhverfi sínu meö tfihti til aöstöðu og aðstæðna fatlaðra. Ég tæpi aöeins á því helsta sem nemendur unnu að og skfiuðu út- tekt á í glöggum súlu- og línuritum svo og beinum svömm og upplýs- ingum. Skemmtilegt var að sjá hversu viðhorf vom ólík eftir aldri við- mælenda en þeim var skipt í 20 ára og yngri, 2(M0 ára, 40-60 ára og 60 ára og eldri. Spurningar og viðfangsefni I stuttri kjallaragrein em ekki tök á að fara grannt ofan í svör en getið nokkurra spuminga og við- fangsefna. Spurt var um persónuleg kynni viðkomandi af fötluðum, hversu hið opinbera tæki á málum þeirra, hversu almennt væri á málefnum Kjallariim Helgi Seljan félagsmálafullirúl $SÍ fatlaðra tekið, en þar voru hin nei- kvæðu svör alger. Þá var spurt um viðhorf viðkom- andi ef það kæmi fyrir að þau fötl- uðust eða eignuðust fatlað barn og viðhorf gagnvart fötluðum bömum og skólagöngu þeirra. Sömuleiðis var spurt um hversu viðkomandi litist á aö vinna meö fötluðum, hvort fatlaöir ættu aö vistast á stofnunum og var viöhorfið þar jákvætt, sem helgast áreiðanlega af því að Vonarland eystra er vin- sæll staöur sem slíkur og viðhorf mjög jákvæð til Vonarlands sem telst óneitanlega stofnun þó af minnstu gerð sé. Þá var spurt um val atvinnurek- enda á starfsfólki og var þar um mjög jákvæða niðurstöðu að ræða fyrir fatlaða og gleðilega um leið. Hins vegar kom í ljós að 14% að- spurðra vildu ekki vinna með fötl- uðum (í hjólastól, sjónskertum) og kom það mjög á óvart, ekki síst með tfiliti til þess að innan við 5% sama hóps vfidu ekki að bam þeirra væri í bekk með fötluðum en þar hafa fordómar þó verið öllu- meira áberandi. Svo var spurt um atvinnumögu- leika fatlaðra á Breiðdalsvík og 14 vinnuveitendur spurðir. Spurt var um möguleika á að nýta einhentan, einfættan, andlega fatlaðan, heym- arlausan, blindan eða lamaðan starfsmann tfi einhverrar iðju. Þá kom í ljós að 12 af 14 treystu sér ekki tfi að ráða blindan starfskraft, 9 ekki andlega fatiaðan og 6 ekki heyrnarlausan. Óneitanlega at- hyglisverð niðurstaða. Alhr svör- uðu því hins vegar játandi að réttur allra fatiaðra til þátttöku í atvinnu- lífinu væri ótvíræður. Þá var gerð afar ítarleg úttekt á hinum ýmsu stofnunum í bænum með tilliti til aðgengis - bæði inn í stofnunina og inni, og var það að vonum heldur dapurleg lesning en öraggt má telja að svipuð niður- staða heföi fengist hvar sem borið heföi verið niður eystra eða annars Staðar á landinu. Hvort einbvepar úrbætur verða í {þamhalúinu §Hal ó§agt látið en ömgglega hefur verið við ein- hveiju eða einhverjum hreyft með svo vandaðri úttekt eða öðru skal ekki trúað. Hér skal ekki frekar frá greint þó að full ástæða væri tfi þess. Aðeins svo lítil saga í lokin sem sýnir máske hversu menn líta mis- jafnt á hlutina. Tfi mín komu tveir menn þegar ég var aö glugga í skjöl Breiðdæl- inga og skrifa kjallarann. Oðmm þótti þessi iðja hin merki- legasta og hann hvatti mig mjög til að koma þessu ágæta verki nem- enda í Breiðdal á framfæri í fiöl- miðlum. Hinn átti ekki nógu sterk vand- lætingarorð yfir þeirri ætian minni að skrifa kjallaragrein um svona „smotterí“, eins og hann komst svo smekklega að orði með tilheyrandi athugasemd um „fatlafót" og „landsbysidiota“. Eflaust átti þetta sumpart að vera í gríni gert en grátt þótti mér það spaugið því greintieg sannfæring var aö baki að hluta tfi. Athugasemdimar sannfærðu mig hins vegar endanlega um nauðsyn þess að vekja athygli þeirra er vfidu hugleiða þessi mál á svo þörfu og merkfiegu framtaki. Helgi Seljan „Þá var spurt um val atvinnurekenda á starfsfólki og var þar um mjög já- kvæða niðurstöðu að ræða fyrir fatlaða og gleðilega um leið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.