Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1990, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1990. Sviðsljós Ólyginn sagði... Cheyenne Brando varö fyrir miklu áfalli er hún frétti aö fyrrverandi unnusti sinn, Dag Drollet, ætti laundótt- ur. Dóttir hans er orðin fjögurra ára. Móðirin er frönsk, Tituana Degage. Hún heldur því fram aö eina ást Dags í lííinu hafi verið hún sjálf. „Bestu daga lifs síns átti hann meö mér. Dóttir okkar er hans eina barn sem þekkir hann,“ segir Tituana. Cheyenne vissi ekkert um þes'sa dóttur Dags. Sem kunnugt er hef- ur bróöir Cheyenne verið ákærö- ur fyrir morðið á Dag Drollet. Ekki hefur enn verið dæmt í þvi mái'. Amold Schwarzenegger er fleira til lista lagt en að leika í kvikmyndum. Hann á htla dótt- ur með konu sinni Maríu og á þvi heimili ríkir jafnrétti. Arnold skiptir á bami sínu eins og María og ferst það vel úr hendi. Að vísu gekk það hálfbrösuglega til að byrja með en þá var bleian komin um háls bamsins er móðirin kom aðvífandi. En síöan hefur allt gengið eins og í sögu. Til að byrja með fannst Amold það ekki samræmast virðingu sinni að skipta á dótturinni. En það vandist. Auk þess var María hörð á því aö feður ættu að skipta á bömum sínum líkt og mæðum- ar. Daryl Hannah átti ekki sjö dagana sæla þegar hún var bam. Þegar hún var sjö ára gömul skildu foreldrar henn- ar. Það tók mikið á hana og hún dró sig inn í skel. í nokkra mán- uði neitaði hún að tala við nokk- um mann og vildi helst vera ein. Á tímabih sögðu læknar að Daryl væri einhverft bam. En annað átti eftir að koma í ljós. Móðir hennar giftist aftur og stjúpfaðir hennar, Jerry Wexler, vildi gera aht sem hann gæti tÚ að Daryl tæki gleði sína á ný. Hann gaf henni hesta, leyfði henni að fara í bahetttíma, ferðaðist með hana til Evrópu, Karíbahafsins og bú- garðs sfns í Colorado. Jerry, sem er fasteignasah frá Chicago, tókst það sem hann ætlaöi sér. Stuttu seinna tók Daryl gleði sína á ný. Hún kom út úr skelinni og varð eins og böm era flest. Það er óneitanlega nokkur svipur meö þeim Stallone-bræórum, Frank og Sylvester. Frank Stallone: lifði í skugga bróður síns Allir vita hver Sylvester Stahone er. En þaö eru færri sem vita að hann á yngri bróðir sem heitir Frank Stallone. Frank hefur ekki átt sjö dagana sæla og þurft að líða fyrir það að vera í skugga stóra bróður. Frægð Sylvester hefur ekki fært Frank frægð að sama skapi. Frank kveðst hafa verið orðinn þekktur löngu áður en Sylvester fór að leika í kvikmyndum. Hann byrjaöi ungur að leika með hljóm- sveitum og aðeins 15 ára gamah hafði hann komið fram í 17 kvik- myndum. En eftir að stóri bróðir varð frægur fór aht á hinn versta veg hjá Frank. „Þetta hefur ekki ahtaf veriö auðvelt líf. í dag á ég í fyrsta skipti fínan bíl og góða íbúð. Eg hef ekið um á annars flokks bílum lengi. Ég gleymdist þegar Sylvester varð frægur og margir héldu að ég ætlaði að komast áfram á hans nafni. En það er mikih mis- skilningur," segir Frank. Erfitt líf Á unga aldri sendi móðir Franks hann í píanótíma og gítartíma. Á ungslingsárum fór hann að spila með hljómsveitum og.flutti ungur aðheiman. Móðir hansstuddi hann ahtaf í baráttunni en fósturfaðir hans vildi að hann lærði lögfræði. Líf Franks fór aö ganga illa eftir að fyrsta Rocky myndin varð vin- sæl. „Ég hefði getað farið iha út úr þessu tímabih. En ég vissi að það þýddi ekki að gefast upp. Mér datt ekki í hug að biðja bróður minn um hjálp, það bara kom ekki til. Ég er ánægður fyrir hans hönd vegna velgengni hans en ætla ekki að komast áfram á hans frægð." En öll él birtir upp um síðir. Frank bauðst að skrifa tónlist fyrir mynd Johns Travolta, Staying alive. Myndinni var vel tekið og tónhstin í myndinni var útnefnd til Grammy verðlauna. Síðan þá hefur Frank gengið allt í haginn. Hann er farinn aö leika þá tónhst sem hann hefur hvað mestan áhuga á. Þeir tónlistarmenn sem Frank heldur mest upp á eru Frank Sin- atra, Elvis Presley og Mario Lanza. Hann vih ekki semja og spha tón- hst eftir pöntunum heldur þá mús- ík sem hann hefur hvað mestan áhuga á. Frank er trúaður maður. Hann trúir á hjónabandið en hefur ekki enn fundið þá einu réttu. „Ég vona að ég eigi eftir að finna réttu kon- una. Hún á að vera góð húsmóðir, hugsa um heimihð og vhja eignast mörg böm með mér.“ Frank kvíðir engu í framtíðinni. Móðir hans, sem er atvinnu- stjömuspekingur, hefur spáð því að hann eigi eftir aö ná langt og verði næsti Frank Sinatra. Hópurinn var mjög ánægður með íslandsferöina. Frá vinstri eru hjónin Lauren og Bret en hann er frændi systranna, systurnar Afton, June, Elaine og Luene Leifson og þá vinkona systranna, Charlene Wellard. DV-mynd Ómar Garðarsson Vestur-íslendingar á ferð í Eyjum: I leit að uppruna sínum Ómar Garðarsson, DV, Vestmaiuiaeyjum; Fyrir skömmu vora á ferð í Vest- mannaeyjum sjö Bandaríkjamenn frá Utahríki. Sex þeirra eru Vestur- íslendingar og eiga þeir ættir að rekja th Eyja. Þrátt fyrir leit hefur þeim ekki tekist að finna nema einn ættingja á íslandi. f hópnum vora fjórar systur en afi þeirra var Sigurður Þorleifsson frá Brennu undir Eyjaíjöllum en amma þeirra var Hjálmfríður Hjálmars- dóttir frá Vestmannaeyjum. Ferðalangarnir voru mjög hrifnir af landinu en þetta var önnur ís- landsferö þeirra. Veðrið var gott þá daga sem þau dvöldust hér. í nágrenni þeirra í Utah búa um 250 manns sem eiga ættir sínar að rekja til íslands. Fyrstu helgina í ágúst er þar árlega haldin íslend- ingahátíð sem kölluð er Spanish fork eða spænski gaffallinn. Allar upplýsingar um ættingja þeirra era vel þegnar. Hægt er að skrifa th Bret Leifson, 3828 W. Edgewater Cir., West Vahey City, Utah 84120, USA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.