Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990.
25
Menning
Einleikur á sembal
Sumartónleikar í Skálholti héldu sínu striki
um verslunarmannahelgina. Ann Wallström
fiðluleikari var einleikari og konsertmeistari
í Árstíðunum eftir Antonio Vivaldi. Þá hélt
Helga Ingólfsdóttir einleikstónleika á sembal
þar sem hún lék verk eftir Leif Þórarinsson
og J.S. Bach. Því miður átti gagnrýnandi DV
einungis kost á að sækja síðamefndu tónleik-
ana.
Sónötu Leifs Þórarinssonar er lýst í efnis-
skrá sem hugleiðingu um mynd Gunnars
Arnar Gunnarssonar „Ferðlag inn í ævin-
týri“. Þetta er splunkunýtt verk og var frum-
flutt þama. Auk Sónötu var flutt verk eftir
Leif frá 1979, sem nefnist Fantasía. Þrátt fyrir
aldursmun er ætlun höfundar sú að verkin
bæði séu flutt saman, enda um úrvinnslu á
sömu stefjum að ræða eftir því sem segir í
efnisskrá.
Tónamáhð í báðum þessum verkum er út-
víkkað tónalitet. Þríhljómar og hefðbundin
stefræn úrvinnsla er áberandi. Inni á milli
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
bregður fyrir ómstríðari köflum. Verkin eru
bæði svolítið rapsódísk, eins og verið sé að
leika af fingrum fram og á það vel við um
hugleiðingu. Höfundur dregur að sér kunnug-
legan efnivið úr ýmsum áttum, allt frá gamla
Bach yfir í djass og freistar þess að móta úr
honum nýja sjálfstæða heild. Vandinn við
eclecticisma af þessu tagi er að ná fram heild-
stæðri byggingu og hætta er á sundurgerð. í
Sónötu tókst höfundi ágætlega að leysa þenn-
an vanda. Sjálfstætt efni verksins er þar nægi-
lega sterkt til að ráða jafnan ferðinni, en ann-
að efni verkar til skrauts og litbrigða. Útkom-
an er einkar fallegt og vel gert verk. í Fantas-
íu ,eru margir einstakir hlutir góðir en bygg-
Helga Ingólfsdóttir lék verk eftir Leif Þórar-
insson og J.S. Bach.
ingin á köflum ekki nægilega sterk og líður
verkiö í heild fyrir það.
Ricercar úr Tónafórn J.S. Bach, sem byggir
á stefi eftir Friðrik mikla, er mjög dýrt kveð-
ið verk með þröngt skornum stakki og algjör
andstæða verka Leifs að þessu leyti. íslend-
ingar vita manna best að það fer ekki endi-
lega saman dýr kveðskapur og góður. Það er
aðeins hjá snillingum eins og Bach sem hug-
myndaflugið er nægilega mikið til að gæða
svo þröngt form lífi. Stef hins gamla Prússa-
kóngs er merkilega krómatískt og skemmti-
legt. Síðasta verkið á tónleikunum var þáttur
úr fiðlusónötu Bachs í C-dúr, umritaður af
höfundi fyrir sembal. Hljómaði það ágætlega
jafnvel þótt fiðlugerðin sé auðvitað kunnug-
legri.
Flutningur Helgu Ingólfsdóttur á verkum
þessum var mjög góður að vanda og hefur
áður verið rætt um kosti þessarar ágætu lista-
konu í þessum pistlum. Örlitlar snurður í
Ricercarinu var það eina sem finna mátti að.
c
Bandalög 2 - hinir & þessir
Breiddin
eykst
íslenskar safnplötur eru orðnar
árviss viðburður á sumrin enda
kjörið tækifæri fyrir hljómplötu-
fyrirtækin til að koma á framfæri
lögum með ýmsum aðilum sem
annaðhvort eru með plötu í smíð-
um fyrir jólavertíðina eða eru á
sveitaballarúntinum og þurfa á
auglýsingu að halda. Svo eru hka
þeir sem ekki eru í stakk búnir til
að fylla heila plötu með frambæri-
legu efni en eiga kannski eitt
þokkalegt lag í pokahorninu.
Reynslan af þessum safnplötum
hingað th hefur verið misjöfn og
þær verið ærið misjafnar að gæð-
um. Nú virðist hins vegar hafa tek-
ist betur tíl en oftast áður og á það
við um báðar innlendu safnplö-
turnar sem hafa komið út í sumar.
Báðar plöturnar sýna svo ekki
verður um vhlst að breiddin í ís-
lensku poppi er að aukast jafnt og
þétt og þá á ég ekki bara við fjölda
hljómsveita eða einstakhnga held-
ur aukið framboð af góðri íslenskri
popptónlist.
Bandalög 2 inniheldur tólf ný ís-
lensk lög með tiu flytjendum;
hljómsveitirnar Sáhn hans Jóns
míns og Todmobhe eiga tvö lög
hvor, aðrar eitt lag.
Bubbi Morthens ríður á vaðið
með lag í klassiskum Bubbastíl,
gott lag en Bubba hefur oft tekist
betur upp; Sáhn hans Jóns míns á
tvö lög í svipuðum dúr^jg lögin á
plötunni frá því um jól, eitt létt og
annað rólegt grípandi, popplög sem
eru líkleg til vinsælda. Ný dönsk
kemur sterk til leiks með stórgott
lag, Nostradamus, rokklag með
þungri undiröldu og gamaldags út-
setningu. Todmobile á tvö lög, það
fyrra frekar venjulegt rokklag en
það síðara guhfalleg ballaða sem
minnir skemmthega á Strawbs sál-
ugu. Friðrik Karlsson gefur fors-
mekkinn af því sem verður boðið
upp á á sólóplötu hans síðar á ár-
inu, pottþéttur gitardjass í laginu
Grasrótarblús. Loðin rotta, sem er
útibú frá Rikshaw, býður upp á
Blekkingu, þokkalegt rokklag en
ekkert meira. Karl Örvarsson kem-
ur svo verulega á óvart með mjög
gott lag af væntanlegri breiðskífu,
1700 vindstig, kröftuga melódíu þar
sem andi Strawbs sálugu svífur
enn yfir vötnunum. Rafn Jónsson
og félagar í Gal í Leó flytja
skemmthegan rokkara, Ég vil fara
í frí, og svo eru tvö bónuslög á
geisladiskinum, annað áróðurslag
gegn eiturlyíjum eftir Jakob Magn-
ússon sem Hjálparsveitin flytur,
það er að segja samsafn af valin-
kunnum poppsöngvurum, lag í týp-
ískum hjálparsveitastíl. Hitt lagiö
er með Mezzoforte, í hefðbundnum
djassrokk-sth.
Að lokum má geta þess að ég
> sakna textablaðs með geisladiskin-
um þar sem að auki kæmu fram
upplýsingar um flytjendur og ann-
að í þeim dúr. -SþS
Stuðmenn - Hve glöð er vor æska
Jöfn gleði út í gegn
Margur hélt að þegar Valgeir
Guðjónsson hætti i Stuðmönnum
yrði heldur betur skarö fyrir skhdi
hjá þeirri ágætu sveit. Og vissulega
er eftirsjá í Valgeiri í Stuðmönnum
en á þessari nýju plötu sannast
gamla máltækið maður kemur í
manns stað enn og aftur. Hve glöð
er vor æska er nefnhega fyrsta
plata Stuðmanna þar sem Valgeir
kemur hvergi við sögu.
Sem fyrr eru Stuðmenn í góðu
skapi á þessari plötu, bæði í textum
og túlkun, og standa enn vel undir
nafni sem skemmthegasta hljóm-
sveit landsins. Textar hljómsveit-
arinnar eru með því besta sem ger-
ist á íslenskum plötum og íjöl-
breytheiki viðfangsefnanna óenda-
legur. Þórður Árnason gítarleikari
er í stöðugri sókn sem textahöfund-
ur og má heita að hann sé orðinn
höfuðskáld Stuðmanna með þess-
ari plötu.
Lögin eru líka hin fjölbreytile-
gustu og það er óneitanlega mikhl
styrkur fyrir hljómsveit sem Stuð-
menn hversu margir liðsmenn
sveitarinnar eru liðtækir lagasmið-
ir. Hér er rokkaö, blúsað, soulað
og lagst í blíðar bahöður og allt þar
á mhli eftir því hverju andinn blæs
Stuðmönnum í brjóst. Það má segja
að platan sé jafngóð út í gegn og
það verður að segjast fyrir mína
parta að þetta er jafnbesta plata
Stuðmanna í mörg herrans ár.
-SþS
Frá tröðinni að Reykholti. Skúlptúr eftir Pál Guðmundsson i forgrunni. DV mynd Al.
Myndlist á M-hátíð
Fyrir nokkrum árum hófu menntamálaráðuneytið
og sveitarstjórnir víða um land samvinnu um svokall-
aðar M-hátíðir í þeim thgangi að glæða menningar-
starfsemi í aðskhjanlegum byggðarlögum og gefa þeim
jafnframt kost á að njóta ýmissa menningarviðburða
höfuðborgarinnar. í lok mars hófst M-hátíð á Vestur-
landi og hefur staðið yfir í allt sumar. í héraðinu hafa
farið fram leiksýningar, tónleikar, þar á meðal vel
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
heppnuð Schubert-messa, bókmenntakynningar og
listsýningar, að viðbættum sérstökum guðsþjónustum
og öðrum samkomum með menningarlegu sniði.
Reykholt í Borgarfirði hefur verið höfuðstaður þess-
arar hátíðar og ekki að ófyrirsynju, þar sem hann
verður að teljast einn af hornsteinum íslenskrar
menningar.
Listamenn borgfirskrar ættar
í gamla skólahúsinu á staðnum, sem sjálft er eitt af
ótalmörgum byggingum Guðjóns Samúelssonar,
þekktasta arkitekts íslendinga, var sett upp listsýning
sem undirrituðum gafst tækifæri til að sjá fyrir
skömmu. Að því mér skilst, hefur sá háttur verið hafð-
ur á að senda myndlist úr Reykjavík á þessar M-
hátíðir, annaðhvort úr Listasafni íslands eða Lista-
safni ASÍ. Heimamenn í Borgarfirði, undir forystu
Elísabetar Haraldsdóttur leirlistamanns á Hvanneyri,
tóku hins vegar þá ákvörðun að einskorða sýninguna
við núlifandi listamenn borgfirskrár ættar eða starf-
andi í héraðinu.
Réttlætir sýningin fyllilega þá ákvörðun, enda státar
hún af nokkrum listamönnum sem þegar hafa markað
djúp spor í íslenska myndlist og listhönnun, ég nefni
aðeins Ásgerði Búadóttur frá Borgamesi, Elísabetu
Haraldsdóttur, Jónínu Guðnadóttur frá Akranesi,
Magnús Tómasson, starfandi í Hraunhreppi, Pál Guð-
mundsson frá Húsafelh, Sigríði Ásgeirsdóttur frá Hvít-
ársíðu og Vigni Jóhannsson frá Akranesi.
í kallfæri við Snorra
Gamla skólahúsið að Reykholti er betur til sýningar-
halds fallið en margir hafa sjálfsagt þorað að vona.
Skólastofurnar eru bjartar, hæfhega stórar og rúma,
með litlum thfærslum, um fimmtíu verk. Auk þess er
mikið staðarprýði að skúlptúrum þeirra Páls Guð-
mundssonar og Guttorms Jónssonar sem standa á
túninu fyrir framan skólahúsið í kallfæri við sjálfan
Snorra Sturluson. Á sýningunni eru verk eftir tuttugu
listamenn, sum þekkt og áður th sýnis í Reykjavík,
eins og raunar flest verk þeirra sem nefndir eru hér
að ofan. Önnur eru eftir nýútskrifað listafólk eða hsta-
menn sem ekki hafa haldið margar sýningar utan
héraðs. Meðal þeirra fyrrnefndu er Áslaug Jónsdóttir,
útskrifuð úr Skolen for Brukskunst í Kaupmanna-
höfn. Hún sýnir þrjú málverk með óhlutbundnu sniði,
einkaleg í litum en ef til vill einum of rammger í bygg-
ingu. Verk Helenu Guttormsdóttur, sem er nýsloppin
úr MHÍ, þekkti ég ekki fyrir, en ef marka má stakt
málverk hennar á sýningunni virðist hún vinna með
einfóld fígúratíf form, mörkuð sterkum útlínum, á
stórum, móðufullum myndflötum.
Fjöll og keröld
Ég veit álíka mikið um Helgu Magnúsdóttur, einnig
nýútskrifaða úr MHÍ, en við þetta tækifæri sýndi hún
meðal annars stórbrotna en kannski ekki mjög einka-
lega fjallsmynd. Kristín María Ingimarsdóttir skar sig
síðan mjög úr fyrir samsettar myndir með raunsæju
sniði. Þekktust þessara ungu myndlistarkvenna er
sennilega Svanborg Matthíasdóttir, höfundur vold-
ugra mynda af nokkurs konar meta-keröldum, ílátum
fyrir yfirnáttúrulega skynjan. Óhætt er að binda tals-
verðar vonir við allar þessar listakonur.
List annarra innanhéraðshstamanna, sem ekki hafa
verið nefndir, hefur tæplega eins sterkt svipmót, er
þó hvorki viðvaningsleg né lágkúruleg.
Eftir viðtökum sýningarinnar að dæma, virðist full
ástæða fyrir Borgfirðinga að halda áfram sýningar-
haldi í Reykholti.
r
jC