Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 24 Fréttir Ökuleikni á Patreksfiröi: Sigurvegarar í ökuleikni á Patreksfirði. Stúlkurnar í meirihluta Brynjar M. Valdimarsson, DV, Ökuleikni ’90: Konumar létu sig ekki vanta í öku- leikni eins og í fyrra þegar lögreglu- þjónninn á staðnum var settur í kvennariðil. Keppnin fór fam í ágætu veðri við slökkvistöðina á staðnum. Sigarvegari í kvennariðli varð Þóra Sif Kópsdóttir með 237 refsistig, önn- ur varð Kristín Fjeldsted. Jafnar í þriðja sæti urðu Kristín Gísladóttir og Katrín Anna Eyvindardóttir með 292 refsistig. í karlariðli sigraði Eyvindur Bjarnason með 177 refsistig, annar varð Ágúst Ólafsson með aðeins 6 refsistigum meira eða 183 refsistig og þriðji varð Ólafur B. Baldursson með 235 refsistig. í riðli byijenda var Silja Björg Jóhannsdóttir með 443 refsistig. Viö hefðum gjarnan viljað sjá fleiri 17 ára ökumenn keppa í ökuleikninni. Börnin kepptu á hjólunum á sama tíma, þar sigraði í riðli 9-11 ára Gísli Ásgeirsson með 72 refsistig, annar varð Ámi Freyr Valdimarsson með 79 refsistig og þriðji Gunnar Oddur Halldórsson með 101 refsistig. í eldri riðli sigraði Magnús Björnsson með 77 refsistig, annar varð Grímur Grét- arsson með 90 refsistig og þriðji Leiknir Kristjánsson með 102 refsi- stig. Gefandi verðlauna var Vátrygg- ingafélag íslands. Gefandi verðlauna í reiðhjólakeppni vár að vanda Fálk- inn hf. Ökuleiknin í Stykkishólmi: Hörð keppni í reiðhjólakeppni - sjö refsistig skilja að fyrsta og fjórða keppanda Biynjar M. Valdimarsson, DV, Ökuleikni 90: Vegna Ökuleikni 9Þ0 höfum við nú ekiö yfir 3 þúsund km um misjafna vegi Islands. Allt eru þetta vegir sem tengja saman byggðir landsins. Vegir hafa verið mjög mismunandi og höf- um við oft spurt okkur hvort við væmm komnir í óbyggðir, svo slæm- ir hafa vegir oft á tíðum verið. Verst- ir hafa vegir verið á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þrátt fyrir þetta er bæði A bíll og tjaldvagn í góðu lagi en bOhnn er af gerðinni Mitsubishi L 300, lengri gerð, og tjaldvagninn er Combi Camp. Ökuleikni í Stykkishólmi fór fram við bestu aðstæður og var þátttaka þokkaleg. Sigurvegari í karlariðli var Kolbeinn Bjömsson með 182 refsi- stig, annar varð Jóhann Gunnlaugs- son með 191 refsistig og þriðji Guð- mundur Hreiðarsson með 222 refsi- stig. í kvennariðli var Edda Sóley Kristinsdóttir með 269 refsistig og í riöli byrjenda var Guömann Már Guðmannsson með 280 refsistig. í reiðhjólakeppni var hart barist í riðh 9-11 ára og skildu aðeins sjö refsistig fyrsta og fjórða keppanda að. Sigurvegari varð Birkir Pálsson með 66 refsistig, annar Helgi Reynir Guðmundsson með 68 refsistig og jafnir í þriðja sæti urðu Marinó Ingi Emilsson og Daníel Hans Hlynsson með 73 refsistig. í eldri flokki sigraði Ágúst Jensson með 49 refsistig, ann- ar varð Þorgeir Snorrason með 53 refsistig og þriðji Gunnlaugur Einar Kristjánsson með 76 refsistig. Gefandi veölauna var Búnaðar- bankinn. Ökuleikni Sauðárkróki: Næstbesti árangur sumars- ins í karla- og kvennariðlum t j BrynjarMValdiinarsson,DV-ökuleikiú’90: Rúnar Gíslason var með aðeins 128 refsistig samanlagt sem er aðeins 3 refsistigum frá besta árangri í sumar í karlariðh, annar varð Bergur Hólm Aðalsteinsson með 169 refsistig og þriðji Róbert Jacob með 184 refsistig, hann hefur aðeins búið hér á landi í eitt ár en hafði aðeins 20 refsistig í '*• umferðarspurningum sem er mjög gott. í kvennariðli var Jódís Einardóttir best með 199 refsistig sem er annar besti árangur í kvennariðh í sumar. Önnur var Halla Guðmundsdóttir með 223 refsistig, þriðja var Katrín M. Andrésdóttir með 240 refsistig. í riðli byrjenda var Ásta Einars- dóttir með 289 refsistig. Hjólreiðakeppni fór fram á meðan keppendur í ökuleikni svöruðu spurningum. í eldri riðh sigraöi Andri Sigurgeirsson með 49 refsistig, annar varð Hólmar Logi Sigmunds- son með 57 refsistig og þriðji Hreiðar Örn Steinþórsson með 58 refsistig. í riöh 9-11 ára sigraöi Garðar Víðir Gunnarsson með 117 refsistig, annar varö Skarphéðinn Stefánsson með 121 refsistig, þriðji Einar Björgvin Eiðsson meö 145 refsistig. Gefandi verðlauna var bifreiða- verkstæði Kaupfélags Skagfiröinga. Ökuleikni á Selfossi: Hjólreiðakeppnin geysihörð - eitt stig á miILi fyrsta og annars keppanda Brynjar M Valdimarsson, DV-ökuleikni ’90: Aöeins eitt stig var á milli Benjamíns Árnasonar, sem fékk 64 refsistig, og Björns Daða Björnssonar meö 65 refsistig en þeir kepptu í riðh 9-11 ára í reiðhjólakeppninni, þriðja var svo Kristín Arna Bragadóttir með 105 refsistig. í eldri riðli sigraði Guð- brandur Sigurðsson með 63 refsistig, annar varð Hlynur Einarsson með 70 refsistig og þriðji var Bent Larsen meö 78 refsistig. Þegar hjólreiðakeppni lauk fór fram ökuleikni. í karlariðli sigraði Bjarni Ólafsson með 188 refsistig, annar varð Þórarinn Bjarnason með 200 refsistig og þriðji Steindór Guð- mundsson með 210 refsistig. Kvennariðh vann Sigurborg Ólafs- dóttir með 235 refsistig, önnur varð Guðbjörg Sigurðardóttir með 275 refsistig og þriðja Sigurlín Bjarna- dóttir með 315 refsistig. Gefandi verðlauna var Tótasam- lokur og Guðnabakarí. Ökuleikni á Hvammstanga: Hjón sigruðu Brynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikni ’90: Hjónin Jóhanna Sigurða Ágústsdótt- ir og Guðmundur Vilhelmsson sigr- uðu hvort í sínum riðli í ökuleikni á Hvammstanga og koma þau þvi sam- an th úrshtakeppni í Reykjavík dag- ana 1. og 2. september. Guðmundur sigraði í karlariðhnum með 166 refsi- stig, annar varð Brynjólfur Magnús- son meö 181 refsistig og þriðji varð Bragi Arason með 216 refsistig. Jóhanna sigraði í kvennariðlinum með 295 refsistig, önnur varð Rósa D. Benjamínsdóttir með 304 refsistig og þriðja varð Ásdís Jónsdóttir með 351 refsistig én hún kom akandi frá Steinadal á Ströndum eingöngu til að taka þátt í ökuleikninni. í riðh byijenda sigraði Stefán Grét- arsson með 239 refsistig sem er átt- undi besti tími byijanda í sumar, annar varð Ólafur Björnsson með 242 refsistig. í hjólreiðakeppni0 fil ll ára sigraði Egih Sverrisson með 52 refsistig, annar varð Sveinn Ingi Bragason með 129 refsistig, þriðja varð Hólm- fríður Birna Guðmundsdóttir með 135 refsistig. í riðli eldri en 11 ára sigraði Einar Valur Gunnarsson með 56 refsistig, annar varð Arnar Karl Bragason með 60 refsistig og þriðji varð Hörður Gylfason með 65 refsi- stig. Sigurvegarar í reiðhjólakeppni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.