Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 11 Utlönd Gífurlegir þurrkar á Grikklandi: Neyðarástand blasir við Svona nokkuð félli embæftismönnum grísku vatnsveitunnar ekki í geð í Ijósi þess mikla vatnsskorts sem nú ríkir i landinu. Þessi mynd var tekin sumar- ið 1988 þegar hitabylgja gekk yfir Aþenu. Símamynd Reuter Siumutílokkurinn á Grænlandi: Barist um embætti formanns Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, hefur boðið sig fram í embætti for- manns stjórnarflokksins, Siumut- flokksins. Valdabaráttan innan flokksins heldur því áfram þar sem núverandi formaður flokksins, Lars Emil Johansen, gefur einnig kost á sér í formannsembættið. Formaður verður kjörinn á landsfundi þann 24. ágúst næstkomandi. Árið 1987 háðu þessir tveir stjórn- málamenn baráttu um embætti for- manns Siumutflokksins. í það skipti bar Lars Emil Johansen sigur úr býtum og hlaut hann fjórtán atkvæði en Jonathan Motzfeldt 11. Motzfeldt var formaður flokksins frá stofnun hans árið 1977 til ársins 1987 aö undanskildu stuttu tímabili frá 1979 til 1980 er Johansen gegndi formannsembættinu. Ritzau Grænlensku stjórnmálamennirnir Lars Emil Johansen og Jonathan Motz- feldt halda áfram baráttunni um embætti formanns Siumutflokksins. Gífurlegir þurrkar hrjá nú Grikki og segja sérfróðir menn að annað eins hafi ekki sést í heila öld. Þurrk- arnir ógna vatnsbirgöum íbúa Aþenu sem og lífsviðurværi bænda. Skemmdir á uppskeru eru metnar á einn milljarð dollara og nú liggja all- ir bændur á bæn og biðja um rign- ingu til að geta bjargaö því litla sem enn er von um að bjargað verði. EYDAP, vatnsveita gríska ríkisins, segir að fari ekki að rigna fljótlega muni íbúar Aþenu einungis hafa vatnsbirgðir til 1. nóvember, það er nema neysla verði skorin verulega niður eða aðrar leiðir til að auka vatnsbirgðir finnist. Uppskerubrestur „Uppskerubrestur nemur þegar 1 milljarði dollara eða sem svarar 12,8 prósentum af framleiðslugetu land- búnaðarins," segir Mihalis Papa- konstaniou landbúnaðarráðherra. Landbúnaður er ein helsta tekjulind Grikkja, nemur 13 prósentum af landsframleiðslu og veitir um íjórð- ungi vinnuafls landsins atvinnu. Veðurfræðingar segja að upphaf þurrkanna megi rekja til nóvember- mánaðar árið 1989 þó að úrkoma hafl farið minnkandi jafnt og þétt síðustu fjögur ár. Um miðbik Grikk- lands, þar sem helstu landbúnaðar- héruð landsins eru, er meðalúrkoma um 410 millímetrar á ári en frá nóv- ember á síðasta ári til maí á þessu ári - sem eru hinir hefðbundnu votu mánuðir - nam úrkoma einungis 199 millímetrum. Meðalúrkoma í Aþenu og nágrenni er um 400 millímetrar á ári en frá nóvember til maí fengu höfuðborgarbúar bara 69 millímetra úrkomu. Neysla verður að minnka Gríska stjórnin hækkaði vatnsverð um þrjú hundruð prósent þegar hún tók við völdum í aprílmánuði og það varð til að neysla dróst saman um fimmtán prósent. En litlar líkur eru á úrkomu og vatn og tími af skornum skammti. Því hafa grísk stjórnvöld hafið herferð til að fá íbúa Áþenu til að draga enn úr vatnsneyslu sinni, um frekari fimmtán prósent, að öðr- um kosti vofi yflr hörmungarástand. Fjölmiðlar leggja sitt af mörkum og hvetja fólk til að nota vatnsfotur í stað vatnsslanga þegar það þvær bíla sina og lóðir, að stytta tímann í sturtunni og að spara vatn við hvert tækifæri. „Ef við spörum ekki vatn kemur brátt sá tími að við verðum uppiskroppa með það,“ má sjá á stóru veggspjaldi á áberandi stað í Aþenu. í Ilikivatni og Mornosvatnsþrónni, sem sjá íbúum höfuðborgarinnar fyrir vatni, hefur minnkað mikið. Arið 1986 nam vatnsmagnið þar 545 milljónum rúmmetra en nam 150 milljónum rúmmetra í árslok árið 1989. Við eðlilegar kringumstæður sóifnast 500 milljón rúmmetrar vatns í Ilikivatn og þróna á ári hverju vegna rigninga. En á síðasta ári söfn- uðust einungis 145 milljónir rúm- metra. Vatnsþörf Aþenu nemur um milljón rúmmetrum dag hvern. Búist er við regni í desember en þangað til neyðast Grikkir til að spara við sig eigi þeir ekki að verða uppiskroppa með vatn löngu fyrr. Reuter Fjöldi bílasala, bíla- umboöa og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum geróum og í öllum veröflokkum meö góöum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugiö aó auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa aö berast í síöasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alladaga frá kl. 09.00til 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.001iI 14.00og sunnudaga frá kl. 18.OOtil 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ veröur aö berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeiid WA1 Kodak 3C^ÍI3iC3CT3C!!H!!!!-lC! ■ ■ 11 b í 11 ■! i,i 11 rnrrjL,!111 Þú færð myndirnar á 60 mínútum GÆÐAFRAMKOLLUN I I I I M~t ODDam Opnum ______L kl. 8.30 !■■■■■■■ 111 ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■TTTI LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF| Laugavegi 178-Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.