Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. 27 x>v Lífsstm DV kannar verð á gosdrykkjum: Allt að 62% munur milli landshluta í gær, þriöjudag, geröi DV verð- könnun á gosdrykkjum í eins og hálfs lítra umbúöum. Mikinn verömun var að fmna milli verslana. Mestan verðmun var aö finna á Pepsi og 7- Up, allt aö 62%. Getur þessi mikli munur að nokkru leyti skýrst af því að lágt verð var boðið víða fyrir verslunarmannahelgina og að ekki hafi verið búið að hækka það á ný. Leitað var upplýsinga um sjö gos- drykkjategundir í 10 verslunum víðs vegar um landið. Lægsta verð á ís Cola frá Sól var að finna hjá Samkaupi í Keflavík en þar kostaði 1 'A htri 89 krónur. Dýr- astur var drykkurinn í Fjarðarkaupi þar sem hann kostaði 118 krónur. í Skagaveri á Akranesi, Höfn í Selfossi og Miklagarði við Sund í Reykjavík var hann alls staðar á sama verði, "99 krónur. Hagkaup í Kringlunni seldi flöskuna á 107 krónur. Munur milli hæsta og lægsta verðs var því 33%. Drykkurinn var ófáanlegur á flórum stöðum af tiu. Kannáð var verð á appelsíni frá Sanitas og var ekki tekið tillit til þess hvort það var sykurlaust eða ekki. Um 10% munur var á hæsta og lægsta verði. Er það minnsti verð- munur sem kom í ljós í könnuninni. Dýrast var að kaupa drykkinn á ísafirði en þar kostaði hann 180 krón- ur. Ódýrastur var hann í Miklagarði við Sund en þar kostaði hann 164 krónur. Meðalverð var tæpar 170 krónur. Verðmunur á Pepsi og 7-Up frá Sanitas var mestur af þeim drykkj- um sem kannaðir voru. Var hann 62% sem hlýtur að teljast verulegt. Dýrast var að versla hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga á Höfn í Horna- firði en þar kostaði flaskan af Pepsi 190 krónur. Hins vegar kostaði sami Verð á Pepsí 1,5 lítri ísafjörður Akranes Q7Í Keflavík Hafnarfjörður Egilsstaðir Ö9Q) Höfn Geysimikill munur er á verði gosdrykkja á milli verslana. Er listinn hér á síðunni til glöggvunar þeim sem fylgjast vilja með þessum málum. drykkur og sama magn 117 krónur hjá Fjarðarkaupi í Hafnarfirði. Með- alverð var í kringum 165 krónur. Annars staðar á landsbyggðinni var verð þó nokkuð undir því hæsta og má nefna að hjá Skagaveri á Akra- nesi var það 171 króna. 20% verðmunur var á appelsíni frá Agh Skahagrímssyni og var verð hæst á Austurlandi. Aftur var það Kaupfélag Austur-Skaftfellinga sem var með hæsta verð en ekki var verslunin ein á báti og hafði Kaup- félag Héraðsbúa á Egilsstöðum með í för en á báðum þessum stöðum var verðið 195 krónur. Mikhgarður við Sund var hins vegar meö lægsta verðið og léttist buddan um 163 krón- ur þar. Verð á gosdrykkjum frá Vífilfelli var einnig hæst hjá Kaupfélagi Aust- ur-Skaftfelhnga og kostaði l'A lítri af Sprite frá Vífilfelh 205 krónur. Lægst Neytendur var verðið í höfuðborginni hjá Hag- kaupi í Kringlunni, 149 krónur. Mun- urinn var 38%. Coca Cola frá Vífilfelh var einnig á 205 krónur austur á Höfn. í Mikla- garði við Sund kostaði sama magn 174 krónur og var verðmunur í þessu tilfelh 18%. Ekki verður þeirri spurningu svar- að hér í hverju þessi mikli verðmun- ur á mihi verslana á einstökum vöru- tegundum er fólginn. Skýringu má þó að einhverju leyti finna i því að flutningskostnaður hefur áhrif til hækkunar. Einnig eiga framleiðend- ur það til að bjóða verslununum vör- una á sérstökum kjörum og skilar það sér til neytandans í lækkuðu verði. Þetta getur orsakað skekkju í samanburði. Fleiri skýringar, sem ekki er minnst á hér, eru að öllum líkindum einnig th staðar en bent skal á að frjáls álagning er á gos- drykkjum. -tlt Samkaup Keflavík Skagaver Akranesi Kaupfél. ísf. Ísafirði Kaupfél. Eyf. Hrisalundi Akureyri Kaupfél. A-Skaft. Höfn, Hornaf. Kaupfél. Héraðsbúa Egilsstöðum Verslunin Höfn Selfossi Hagkaup Kringlunni Reykjavík Mikligarður við Sund Reykjavik Fjarðarkaup Hafnarfirði Munurá hæsta og lægsta verði Is Cola, 1 'á I 89 99 99 107 99 118 33% Sanitas appelsín, 1 'A I 165 171 180 165 178 170 165 164 165 10% Pepsi, 1 'A I 165 171 180 165 190 178 170 165 151 117 62% 7-Up, 1 'h I 165 171 178 165 190 178 170 139 117 62% Egilsappelsín, 1 'A I 178 185 192 181 195 195 175 174 163 175 20% Sprite, 1 'h I 179 175 192 179 205 195 170 149 174 150 38% Coke, 1 'h I 179 • 175 192 179 205 195 180 175 . 174 176 18% Politiken: Staðall á sólarkremum ekki alls staðar sá sami Þegar tími gefst og sól skín í heiði er freistandi að leggjast léttklæddur út og njóta bhðunnar. Léttur roði á húðinni er oft fylgifiskur þessarar vinsælu iðju, svo að ekki sé minnst á þá sem virkilega hafa orðið illa úti vegna sólbruna. Til að sjá við þessu er víst betra að nota góöa vörn fyrir húðina en hana er að finna í formi sólarkrema sem seld eru undir ýms- um vörumerkjum. Ef rétt er að mál- um staðið eiga að finnast allar upp- lýsingar á umbúðunum um hversu sterk vörnin er og á hver og einn að geta fundið það krem sem hentar best hveiju sinni. Samkvæmt danskri könnun virðist þó vera mis- ræmi í þeirri vörn sem gefin er upp á umbúðunum vegna þess að notaðir eru tveir mælikvarðar til að ákvarða styrkleika hennar. Eitt sinn var hægt að ganga út frá þeirri einföldu reglu að sólarolíur eða krem með vamarstyrkleikann fióra gáfu húðinni fiórum sinnum meiri vöm gegn sólarljósi en þegar ekkert var notað. Nú virðist sem þumalputtaregla þessi sé úr sögunni því þýska DIN-vömin er työfalt áhrifaminni en bandaríska FDA- vörnin. Það verður því að kanna fyrst hvort verið sé að miða við bandarískan eða þýskan staðal þegar keypt er vörn gegn sóhnni og lesið er á umbúðirnar. Sólarolíur- og krem verja húðina gegn útfiólubláum geislum og varna því að hún brenni. Það er því nauð- synlegt fyrir alla sem ekki eru vanir sól og ætla sér að fá lit á húðina að nota einhvers konar vörn. Dæmi um þau krem sem nota þýsk- an mæhkvarða (DIN), samkvæmt könnuninni, eru: Cosmea, LdB, Nat- Ekki virðist vera sama hvort keypt er bandarísk eða þýsk sólarolía, segir í umfjöllun danska dagblaðs- ins Poiitiken. usan, Biotherm og Lancome. Nokkur dæmi um þau krem sem innihalda mun sterkari vörn og nota FDA- mælikvarðann eru: Clinique ogBuin. -tlt Nýttlyfvið mjólkuróþoli Frændur okkar Svíar munu í haust setja á markaðinn töflur, undir nafninu Kerutabs, sem vinna eiga gegn mjólkuróþoh. Vonast er til að þetta nýja lyf geri þeim sem af þessu þjást lífiö léttara. Skortur á ákveðnu ensími í melt- ingarfærum veldur laktósaóþoh. Mjólkursykur brotnar ekki niður í hkamanum og mjólkin fer ómelt í gegnum meltingarveginn. Getur það valdið ýmiss konar verkjum í kvið og magatruflunum. Óþol sem þetta er aðallega að finna hjá fuhorðnu fólki og hafa fá tilfelli greinst meðal barna hér- lendis. Hvatinn getur verið til stað- ar í líkamanum á barnsaldri og dugað fram á unglingsár. Á fuhorð- insárum getur þessi hvati horfið og veröa menn þá viðkvæmir fyrir mjólkurvörum hvers konar. Er mjög slæmt að neyta íss og súkkul- aðis ef óþolið er til staðar. Töflumar, sem væntanlegar eru, innihalda ensímið sem vantar th að mjólkursykur brotni niður í líkam- anum. Miklar rannsóknir hafa ver- ið gerðar og hefur hingað th verið vandamál að búa th hvata sem gef- inn er í töfluformi því hann hefur ekki getað staðist aðra meltingar- hvata og brotnað mjög fljótt niður. Mun tíminn því leiða í ljós hvort þetta nýja lyf gefst vel í framtíðinni. Laktósaóþol er óalgengt á norð- urhveli jarðar. Um það bil 3% Svía hafa einkenni laktósaóþols og mun hlutfalhð vera svipað hérlendis. Hvatann vantar í um 80% kyn- flokka af þeidökkum stofni. -tlt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.