Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990. Fréttir Stuðmenn: Fá frest til að greiða vask „Stuömenn hafa frest til 5. október til aö gera upp vask af rokkhátíðinni sem haldin var í Húnaveri um helg- ina, það er hinn lögbundni uppgjörs- frestur sem allir skattskyldir aöilar eiga,“ segir Ólafur Ólafsson, lögfræð- ingur hjá ríkisskattstjóra. Þegar tíminn verður útrunninn og ef Stuð- menn hafa ekki gert upp tekur ríkis- skattstjóri ákvörðun um hvert verð- ur næsta skref í málinu. Lauslega áætlað er talið að virðis- aukaskattur af hátíðinni nemi tæp- um fjórum milljónum króna. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér reglugerð þann 9. júní síðastUðinn og í henni er kveðið á um að inn- heimtumenn ríkissjóös skuU inn- heimta virðisaukaskatt af aðgangs- eyri dansleikja og öðrum samkomum sem eru tvímælalaust skemmtana- skattsskyldar. Um miðjan júní sendi ríkisskattstjóri frá sér tUkynningu tU allra skattstjóra þar sem segir að greiða beri vask af útihátíðum um verslunarmannahelgina. -J.Mar italska herskipið San Giorgio lagðist að Ægisgarði í Reykjavikurhöfn á sunnudag og verður hér þar til á fimmtu- dag. Um borð eru 457 menn, þar af 220 sjóliðsforingjaefni sem eru að fara sina fyrstu þjálfunarferð um Atlants- hafið. Skipið er almenningi til sýnis í dag og á morgun milli klukkan 16 og 18. Þessi hópur leikskólakrakka kom við á Ægisgarði til að skoða herskipið í gær. DV-mynd S VíkíMýrdal: Langþráður þurrkur Páll Pétursson, DV, Vtk í Mýrdal' Það var búin að vera vætutíð í Mýr- dalnum í þijár vikur samíleytt þegar breyting varð á fyrir síðustu helgi. Þá kom langþráður þurrkur. Góður kafli hafði verið fyrir vætutíðina, þá álíka langur þurrkkafli. Nokkrir bændur voru langt komn- ir eða búnir með heyskap áður en fór að rigna en einnig voru sumir ný- byrjaðir eða ekki byijaðir að hirða. Það hefur verið mikil spretta undan- farið og orðið tímabært að ljúka slætti áður en gras fer að vera of sprottið. Flestir bændur hér um slóðir unnu alla verslunarmannahelgina við að ná inn heyi og nýttu til þess góða veðrið. Það veit enginn hvað það endist lengi. Eimskip hyggst auka hlutaféð um 86 milljónir Stjórn Eimskips hefur gert tillögu um að auka hlutafé félagsins um 86 milljónir króna og efna til hlutafjár- útboðs á sölu bréfanna. Hluthafa- fundur hefur verið boðaður 28. ágúst um þessa tillögu stjórnarinnar. Heildarhlutafé í Eimskip eftir þessa 86 milljóna hlutafjáraukningu verður 930 milljónir króna. Núver- andi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé en búist er við að um helmingur hlutafjárins í útboðinu, 43 milljónir, komi til sölu á almenn- um markaði. -JGH Uppfyllingarefni mokað á bila innan við Strákagöngin. DV-mynd Örn Hjalti Einarsson í Hofi: Ég þjóf starta ekki jólunum „Þetta er ekki beint jólaskreyting. Ég var að fá jóladúka sem er mikil vinna við. Það getur tekið allt að þijá mánuði að klára þá. Það stendur enginn við þetta tíu tíma á dag. Dúk- arnir eru úr filtefni og á þeim eru palhettur, perlur og fleira.-Eins var ég að fá jólasokka og fleira. Ég þjóf- starta ekki jólunum," sagöi Hjalti Einarsson, verslunarmaður í Hann- yrðaversluninni Hofi við Ingólfs- stræti í Reykjavík. í síðasta mánuði voru settar jóla- vörur í glugga verslunarinnar. Hjalti Einarsson var á árum áður þekktur handboltamarkmaður með FH og landsliðinu. Hann var meðal annars kjörinn íþróttamaður ársins árið 1971 fyrir unnin afrek í hand- boltanum. „Áður fyrr þótti mér engin jóla- stemning fyrr en ég fann eplalykt," sagði Hjalti Einarsson. -sme Sigluijarðarhöfn: Jarðvegsskipti vegna stálþils Öm Þórarinsson, DV, Fljótum; Búið er að vinna fyrir fjórar millj- ónir króna viö höfnina á Siglufirði í sumar. Þessu fjármagni var varið til jarðvegsskipta undir og framan við væntanlegt stálþil sem vonir standa til að komið verði fyrir á næsta ári. Að sögn Þráins Sigurðssonar bæjartæknifræðings er búið að vinna fyrir þá fjárveitingu sem veitt var til hafnarinnar á þessu ári. Siglfirðingar vonast til að fá aukið fjármagn þannig að hægt verði að setja niður um 60 metra langt stálþil til vesturs frá togara- bryggjunni á næsta ári. Krafa þingflokks sjálfstæðismanna: Ríkisstjórnin víki Vegna afnáms kjarasamninga BHMR og setningar bráðabirgðalaga hefur þingflokkur sjálfstæðisflokks- ins sent frá sér ályktun. Þar segir meðal annars: „Með handarbakavinnubrögðum og með því að ganga þvert á gildandi samninga, sem ríkisstjórnin sjálf hefur gert, og gegn ítrekuðum eigin yfirlýsingum hefur hún glatað trausti viðsemjenda sinna og virð- ingu þjóðarinnar. Við þessar aðstæð- ur er það skilyrðislaus krafa þing- flokks sjálfstæðismanna að ríkis- stjórnin víki þegar í staö og þjóðinni verði gefinn kostur á að kjósa á ný til alþingis svo mynda megi ríkis- stjórn sem farið geti með stjórn landsmála á trúverðugan hátt.“ -ÓTT Jólavörur komnar í glugga verslunarinnar Hof við Ingólfsstræti. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.