Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. 5 Fréttir Búnaðarmálastjóri um breytta hestadóma: Rætt í kynbótanefnd að gera þessa tilraun - árangurinn verður metinn í haust „Það var rætt í kynbótanefnd að gera tilraun með kynbótadómana í sumar og það mjög að kröfu þeirra manna sem hafa farið fyrir gagnrýn- endum núna. Því er ekki að leyna að ekki eru allir á eitt sáttir í þessu máli. Þannig eru margar óánægju- raddir með framgöngu þessara manna sem hafa haft sig mest í frammi að undanfórnu. En það eru sáttaumleitanir í gangi. Að vísu voru engar ákvarðanir teknar á fundinum á dögunum en eðlilega heyrir mikið af þessum málum undir hrossarækt- amefnd sem mun funda einhvern tíma með haustinu," sagði Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri í samtali við DV. Hópur hrossabænda hitti búnaðar- málastjóra og stjórn Búnaðarfélags- ins á fundi í síðustu viku þar sem lögð var fram ályktun hinna fyrst- nefndu um skýrari verkaskiptingu milli iandsráðunauta í hrossarækt, endurskoðun framkvæmdar kyn- bótadóma og um heimild til að aftur- kalla kynbótadóma frá þessu ári. Mikil óánægja hefur verið meðal margra hrossabænda með störf kyn- bótanefndar í ár og hefur óánægjan beinst sérstaklega gegn Kristni Hugasyni, ritara og oddamanni kyn- bótanefndar. Þykir hrossabændum að forsendum kynbótadóma, varð- andi byggingarlag hesta, hafi verið breytt og þær gerðar strangari án undanfarandi umræðna í kynbóta- nefnd. „Það er alltaf hægt að deila um hrossadóma en það verður að hafa í huga að þetta var á vissan hátt til- raun til kéríisbreytinga og það stóð alltaf til að meta árangurinn að sumrinu loknu. Þetta verður allt til endurskoðunar þegar sumarsýning- um lýkur.“ - Nú beinist reiði bænda aðallega gegn Kristni Hugasyni sem sagður er standa öðrum fremur fyrir þess- um þreyttu forsendum: „Hann stendur ekki fyrir þeim. Við finnum engin rök fyrir því að reiðin skuh beinast sérstaklega gegn hon- um. Það hafa alltaf verið þrír menn í dómnefnd og þeir telja sig alla bera ábyrgð á kynbótadómunum." -hlh I I I I I I I I I I I I I I I I I I k MARKADSÞJÓNUSTAN Skipholti 19 3.hæd (fyrir ofan Radíóbúðina) sími: 2 6911 traust og vönduð VESTUR-ÞÝSK 2,5 tonna bílalyfta * Eigin þyngd 740 kg. * Sjálfvirkar armalæsingar. * Tekur lága bíla (12,5 sm undir sílsa). * Verð kr. 256.540 + vsk. TRYGGÐU ÞÉR STRAX LYFTU Á TILBOÐSVERÐI, KR. 223.600 Gengi 8/8 1990 Slys á VeUinum: Á svif- dreka með mótor Vegna fréttar um slys á Keflavíkur- flugvelli í DV í fyrradag, þar sem segir að maður hafi fallið í svifdreka og slasast töluvert, vildi Jón Sigurðs- son, formaður Svifdrekafélags Reykjavíkur, koma athugasemd á framfæri. Jón vildi ítreka að umræddur mað- ur, sem hryggbrotnaði reyndar, hafl verið að æfa sig á svifdreka með mótor eða „fisi“, eins og slík tæki hafa verið nefnd, en ekki hefðbundn- um svifdreka. Væri reginmunur á þessum tveimur fyrirbærum. í mót- ordrifna svifdrekanum væru allt önnur öfl að verki og væri það tæki stórhættulegt viðvaningum og flkt- urum. „Það er mjög mikilvægt að menn geri greinarmun á þessu tvennu, hefðbundnum svifdreka og mótor- drifnum. Það er afar slæmt fyrir svif- drekamenn þegar slysafréttir tengj- ast þeim á þennan hátt. Slys í hefð- bundnum svifdrekum eru fátíð, eins og tölur sýna fram á. Við höfum ver- ið að reyna að kaupa okkur trygging- ar en fréttir sem þessar gera okkur mun erfiðara fyrir í þeim efnum.“ -hlh Vagnstjórar í Reykjavík: ¥ilja gæslu í strætis- vagnana - þartilönnurlausnfinnst Fulltrúar vagnstjóra hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur hafa beint þeim tilmælum til vagnstjóra að þeir aki ekki síðustu ferðir í Breiðholt á fóstudags- og laugardagskvöldum nema viðunandi gæsla fáist í strætis- vagnana. Fulltrúarnir vilja að þessi háttur verði hafður á þar til önnur lausn verði fundin til öryggis fyrir vagnstjórana. Þá er þeim tilmælum einnig beint til vagnstjóra að þeir aki ekki frá unglingasamkomum, svo sem tón- leikum, skóladansleikjum og fleiri samkomum, ef ætla má að áfengi hafl verið haft þar um hönd. Þessi tilmæli voru samþykkt á fundi fulltrúanna í gær. Ástæðan er fólskuleg árás sem vagnstjóri varð fyrir í Breiðholti síðasthðið laugar- dagskvöld. -sme Parísarferð Forsala aðgöngumiða STEINAR Reykjavík: Skifan, Kringlunni og Laugavegi 33; Hljóðfærahús Reykjavikur, Laugavegi 96; Steinar, Austurstræti, Alfabakka 14, Glæsibæ, Laugavegi 24, Rauðarárstig 16 og Eiðistorgi; Myndbandaleigur Steina; Plötubúðin, Laugavegi 20. Hafnarfjörður: Steinar, Strandgötu 37. Akranes: Bókaskemman. Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga. isafjörður: Hljómborg. Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga. Akureyri: KEA. Húsavfk: Bókaverslun Þórarins Stefánsson. Neskaupstaður: Tónspil. Höfn: KASK. Vestmannaeyjar: Adam og Eva. Selfoss: Ösp. Keflavík: Hljómval. Einnig er hægt að panta miða í sima 91-667 556. Giróseðill verður sendur og er hann hefur verið greiddur verða miðarnir sendir um hæl. Munið að greiða strax. Munið: Flugleiðir veita 35% afslátt af verði flugferða gegn framvísun aðgöngumiða að risarokktónleikunum. Beint þotuflug til Akureyrar nóttina eftir risarokkið. SEL Athugið Sm '*™r Enn eru nokkrir miðar eftir á tónleika Whitesnake og Quireboys i Reiðhöllinni föstudaginn 7. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.