Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990.
9
Utlönd
Ringulreiðin heldur áfram í stríðinu í Líberíu:
Hugsanlegt að
Prince Johnson
seenna
- Bandaríkjastjómtelursögurumdauðahansrangar
Óstaðfestar sögusagnir um dauða
uppreisnarleiðtogans Prince Jo-
hnson í Líberíu hafa enn aukið á
ringulreiðiuna sem ríkir í landinu.
Fyrrum vopnabræður hans í Þjóð-
frelsisfylkingunni lýstu því yfir í gær
að þeir hefðu fellt hann í fyrirsát og
boðuðu þá sýningu á líki leiðtogans
fallna en í morgun hafði ekkert kom-
ið fram sem tekið gæti af öll tvímæli
um afdrif Prince Johnson.
Prince Johnson hafði farið fyrir
annarri fylkingunni sem sótti að
Samuel Doe forseta undanfarna
mánuði. Johnson keppti þar um
völdin við Charles Taylor, leiðtoga
Þjóðfrelsisfylkingarinnar. Báðar
þessar fylkingar eru fyrir nokkru
komnar til höfuðborgarinnar
Monrovíu en vígi forsetans þar
stendur enn.
Talsmaður Þjóðfrelsisfylkingar-
innar segir að Prince Johnson hafl
falhð í fyrirsát rétt norðan við höfuð-
borgina. Þar á líkið að vera til sýnis
á plantekru en fréttamenn sem fóru
til að kanna máhð fundu ekkert sem
tekiö gæti af tvímæh um afdrif
sækruliðaforingjans.
í Bndaríkjunum hafa komið fram
upplýsingar um að Prince Johnson
sé enn á lífi. Utanríkisráðuneytið þar
hefur sagt að þessar heimildir séu
áreiðanlegar og breska útvarpið hef-
ur fengið upphringingu frá manni
sem kynnti sig sem Prince Johnson
en gat ekki sannað að hann væri sá
eini rétti.
Prince Johnson og Charles Taylor
voru vopnabræður í baráttunni gegn
Samuel Doe þar til í febrúar á þessu
ári þegar Taylor stóð fyrir réttar-
höldum þar sem Doe var dæmdur til
dauða. Johnson sagði þá að Taylor
hefði einungis áhuga á völdum fyrir
sjálfan sig en ekki að koma á lýðræði
í landinu.
Prince Johnson hefur lýst ánægju
sinni með að erlendar friðarsveitir
komi til landsins og stihi þar til frið-
ar ef fijálsar kosningar fylgja í kjöl-
farið. Sögur hafa verið á kreiki um
að Bandaríkjastjórn styðji Prince
Jonson bak við tjöldin í Washington
er því neitað.
Prince Jonson er fyrrum höfuðs-
maður í her Samuels Doe forseta og
þar var Charles Taylor einnig hátt-
settur foringi. Þeir studdu báðir Doe
þegar hann rændi völdum árið 1980
en árið 1987 skildi leiðir endanlega
og nú hafa uppreisnarmenn allt
landið á valdi sínu fyrir utan hluta
af höfuðborginni þar sem Doe verst.
Reuter
Prince Johnson, hinn vígreifi skæruliðaforingi í Líberiu. Enn hafa fréttir um
dauða hans ekki verið staðfestar og hugsanlegir banamenn hans hafa
engar sannanir lagt fram. símamynd Reuter
Þrír breskir her-
f lugmenn farast
Þrír flugmenn úr breska flughern-
um fórust þegar tvær orrustuþotur
af gerðinni Tornado rákust á norð-
austur af Englandi í gær. Fjórða
manninum var bjargað með þyrlu.
Hann hggur nú stórslasaður á
sjúkrahúsi.
Önnur flugvéhn kom frá herstöð í
Vestur-Þýskalandi en hin hafði bæki-
stöðvar á Englandi. í fyrstu taldi
strandgæslan að önnur vélin hefði
verið bandarísk af gerðinni A-10 en
það hefur verið borið til baka.
Talsmaður flughersins hefur ekk-
ert viljað segja um aðdraganda slyss-
ins. Þó er vitað að báðar vélarnar
voru á æfingu og svo virðist sem flug-
menn þeirra hafi ekki vitað hvor af
örðum.
Reuter
Rúmenía:
Herinn neitar hug-
myndum um valdarán
Herinn í Rúmeníu hefur gefið út
sérstaka yfirlýsingu þess efnis að
hann hafi ekki í hyggju að ræna völd-
um í landinu. Fréttir hafa borist um
samsærishygmyndir meðal foringja
í hernum sem hafi hug á að koma á
einræði hans. Þessu er harðlega neit-
að af foringjunum.
í yfirlýsingunni segir að herinn
verði hér eftir sem hingað til trúr
desemberbyltingunni þegar Ceau-
sescu flokksleiðtoga og einræðis-
herra var steypt af stóli.
Einkum er tahð að óreiða á efna-
hagslífi landins hafi vakið upp hug-
myndir meðal einhverra í hernum
um að koma á betra skipulagi undir
stjórn hersins, í það minnsta þar til
ástæður batna.
Reuter
Hestum f órnað á
altari djöf ulsins
Yfirvöld í Mexíkóborg hafa tekið í
sína vörslu þrjá lögreglumenn sem
grunaðir eru um að hafa drepið eitt
hundrað og fimmtíu hesta og fórnað
djöfhnum þeim. Hestarnir hafa verið
að finnast æ síðan í maí, hangandi í
tijám, í nágrenni bæjarins Tecpan
de Galeano í suðvesturhluta Mexíkó.
Hausarnir hafa verið skornir af til
hálfs.
Lögreglumennirnir viðurkenna að
hafa drepið skepnurnar „ánægjunn-
ar vegna og til að fórna þeim djöfhn-
um,“ sagði Antonio Sohs, bæjarritari
í Tecpan de Galeano.
Reuter
MAC eigendur!
Diskatilboóió framlengt til
17. ágúst Missió ekki af þessu
einstaka tækifæri!
MICROTÖLVAN hefur ákveðið að flytja inn eina safnsendingu af
hörðum diskum til að seðja hungur þeirra fjölmörgu sem hafa nýlega
keypt Apple Macintosh Plus tölvu. Með safnsendingu er hægt að halda
niðri liöum eins og fjármagnskostnaði, flutningskostnaöi og meö því
að halda álagningu óbreyttri, en láta viðskiptavinina njóta hag-
ræðisins, fæst þetta ótrúlega tilboösverð.
Og þaö er ekki verið að bjóöa upp á neina afganga! Micronet CPK-20
(20Mb) diskurinn er nýjasta tækni, hraðvirkur (27ms) og kemur
tilbúinn til notkunar!
Allt sem þarf til að notfæra sér þetta tilboð er að panta og greiða
15.000 króna staðfestingargjald fyrir 17. ágúst n.k. og verða diskarnir
síðan afgreiddir 10.-15. september n.k.
MICROTÖLVAN
Sudurlandsbraut 12 -108 Reykjavík - s. 688944