Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990.
Úflönd
Afsagnar forseta Indónesíu kraf isi
Rúmlega ílmmtíu stjóniarand-
stœöingar í Indónesiu hafa undir-
ritað bænaskjal þar sem i'arið er
fram á aö forseti landsins, Suharto,
segir af sér embætti og heimili auk-
ið lýðræði í þessu fimmta stærsta
ríki heims. Að baki þessu skjali
standa rúmlega fimmíu stjórnand-
stæðingar, ílestir þekktir í stjórn-
málum í lndónesíu. Orörómur um
að slik krafa kæmi fram hefur ver-
ið á kreiki í landinu í nokkurn tíma
en fréttin um það kom samt á óvart.
Þetta er fimmta kjörtímabil Su-
hartos en hann hefur setið á valda-
stóli í nærfellt aldafjórðung. í skjali
stjórnarandstæðinga er þess kraf-
ist að hann láti af embætti og að
framvegis verði valdaseta forseta
takmörkuð við tvö kjörtímabil.
Fyrirhugaö er að gengið verði til Mynd afforsetahjónum Indónesíu.
atkvæða um forseta árið 1993, ári Símamymi Reuter
eftir almennar kosningar. Suharto hefur ekki skýrt frá því hvort hann
hyggist bjóða sig fram.
Mannskæð sprengja á Indlandi
Að minnsta kosti fjónr létust og tuttugu slösuðst þegar öflug sprengja
sprakk í Nýju Dehli, höfuðborg Indlands, í gær, aðeins tæpum sólarhring
áður en hátíðahöld vegna þjóðhátíöardagsins eiga aö hefjast. Sprengjan
sprakk skömmu fyrir miðnætti í garði í noröausturhluta borgarinnar.
Fjöldi fólks hafði safnast saman í garðinum að sögn sjónarvotta.
Grunur leikur á að aðskilnaðarsinnar standi að baki tilræðinu en alls
hafa þijú þúsund manns týnt lífi í sprengiuárásum aðskilnaðarsinna það
sem af er ári. í Punjab-héraði látast að meðaltali tuttugu manns á degi
hveijum vegna baráttu íbúa héraðsins fyrir sjálfstæði. Auk Punjab berj-
ast íbúar tveggja annarra héraða, Kasmír og Assam, fyrir aðskilnaði.
Sonur Brandos laus
Marlon Brando ásamt syni sínum, Christian, í réttarsal í Kaliforníu í gær.
Simamynd Reuter
Syni leikarans íræga Marlon Brandos, Christian Brando, hefur verið
sleppt úr haldi lögreglu gegn tveggja milljón dollara tryggíngu eða sem
svarar til hundrað og tuttugu milljónum íslenskra króna. Marlon Brando
lagði fram fjögurra milljón dollara höll sína í Holly wood í Bandaríkjunum.
sem veð fyrir tryggingarfé piltsins. Christian Brando hefur verið ákærð-
ur fyrir moröið á kærasta hálfsystur sinnar. Morðið átti sér stað á heim-
ili Brandos í Hollywood i maí síðasthðnum og var kærastinn, Dag Drol-
let, skotinn til bana. Christian segir að skotiö hafi hlaupið úr byssunni
af slysni í átökum um skotvopnið milli sins og Drollet.
Marlon Brando segir að mál ákæruvaldsins gegn syni sinum sé byggt
á sandi. Það mesta sem þeir geti sakfellt hann fyrir er manndráp af slysni.
Dómarinn í málinu setti kvaðir á lausn Christians, meðal annars að hann
fari reglulega til læknis til að taka áfengis- og fíknieíhapróf. Christian
er áfengissjúklingur auk þess sem hann neytir eiturlyija.
Nýtt hneykslismál í Argentínu?
Maria Julia Alsogaray, háttsettur
ráðgjafi Carlosar Menem, forseta
Argentínu, hefur ákveðið að lög-
sækja tímarit nokkurt fyrir að
birta „óviðurkvæmilegar" myndir.
Tímaritið, Humour, birti myndir
af nær nöktum líkama ungrar
konu og var mynd af andliti ráð-
gjafans sett í stað andlits ungu kon-
unnar á myndunum. Líkaminn var
aftur á móti ekki Alsogarays.
Alsogaray er ekki allsendis óvön
því að djarfar myndir af henni birt-
ist í fjölmiðlum. í júli lét hún
mynda sig, að því er virtist, í feldi
einum fata fyrir tímaritið Noticias
og olii mikilli hneykslan. í grein
sem birtist með myndunum var
gefiö í skyn aö ástarsamband væri
milli Menems og Alsogaray. For- Maria Jutia Aisogaray, ráðgjafi
setinn sagðí aftur á móti að þau argentinska forsetans, hefur
væru einungis vinir. Síðar kvaðst ákveðið að lögsækja timarit nokk-
Alsogaray sjá eftir að hafa heimilað urt fyrir að birta „óviðurkvæmileg-
birtingu myndanna. ar“myndir. Símamynd Reuter
Fylkingar námsmanna og lögreglu á háskólalóðinni í Seoul í Suður-Kóreu í morgun. Lögreglan beitti á endanum
táragasi á námsmennina. Símamynd Reuter
Vaxandi órói í Suður-Kóreu:
Lögregla barðist við
námsmenn í morgun
Óeirðalögregla í Suður-Kóreu
beitti í morgum táragasi til að brjóta
á bak aftur mótmæli þúsunda náms-
manna á háskólalóðinni í Seoul.
Námsmennirnir voru að krefjast
þess að haldið yrði sérstaklega upp
á fullveldisdag þjóðarinnar við
landamæri Norður-Kóreu.
Námsmennimir notuðu barefli úr
járni gegn lögreglunni þegar þeir
reyndu að koma átta langferðabílum
út af háskólalóðinni. Ferð þeirra var
heitið að landamærunum. Það eru
stjómvöld í Norður-Kóreu sem
standa fyrir hátíðahöldunum viö
landamærin en stjórnin í Seoul hefur
gert allt til að koma í veg fyrir að
þegnar hennar taki þátt í þeim.
í átökunum í morgun vom nokkrir
lögreglumenn hætt komnir þegar
þeir urðu fyrir bensínsprengjum.
Námsmenn urðu fyrir einhveijum
meiðslum við barsmíð lögreglunnar
en þegar síðast fréttist var enginn
alvariega sár.
Slagsmálunum lauk á þann veg að
langferðabílamir komust ekki af há-
skólalóðinni og lögreglunni tókst að
dreifa námsmönnunum þar sem þeir
stóðu þéttast við hlið háskólans.
í langferðabílunum vom að sögn
lögreglunnar um 400 námsmenn. Til-
gangurinn með hátíöahöldunum við
landamærin er að minnast þess að
45 ár eru liðin frá því landið losnaði
undan hernámi Japana.
Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja
nota þetta tilefni til að krefjast sam-
einingar ríkjanna á Kóreuskaganum
undir forystu þeirra. Hugmyndir um
sameiningu og viðræður við stjórn
Norður-Kóreu eiga miklu fylgi að
fagna meðal námsmanna í Suður-
Kóreu. Þessar hugmyndir eiga líka
fylgi að fagna meðal klerkastéttar-
innar í Suður-Kóreu.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu segja að
aflt tal um sameiningu sé út í hött
þegar íbúar í norðrinu fá ekki einu
sinni að feröast frjálsir ferða sinna
úr landi. Hugmyndir stjómarinnar
þar um sameiningu fái ekki staðist
nema komið verði á lágmarkslýðrétt-
indum.
Reuter
Morð á flóttamönnum í Vestur-Þýskalandi:
Llk knattspyrnu-
manns graf ið upp
Talið er líklegt að lík austur-
þýska knattspyrnumannsins Lutz
Eigendorf verði grafið upp til að
komast að því hvort honum hafi
verið byrlað eitur áður en hann lét
lífið í bílslysi í Vestur-Þýskaiandi
árið 1983.
Eigendorf hafði flúið frá Austur-
Þýskalandi og er talið að hann sé
einn þeirra flóttamanna sem aust-
ur-þýska stjómin lét myrða. Fréttir
hafa verið um það í Vestur-Þýska-
landi undanfarna daga að dauða-
sveitir á vegum stjómarinnar í
Austur-Þýskalandi hafi myrt fjöl-
marga flóttamenn á liðnum árum.
Sérfræðingar eru ekki á einu
máli um hvort leifar af eitri geti
fundist í líki sem legið hefur í gröf-
inni í sjö ár. Verði það talinn mögu-
leiki er líklegast að lík Eigendorfs
verði grafið upp.
Það sem vakið hefur upp gran-
semdir um aö Eigendorf hafi verið
myrtur em upplýsingar komnar
frá fyrrum starfsmönnum Stasi,
hinnar illræmdu leynilögreglu
Austur-Þýsklands. Þeir fullyrði aö
Eigendorf hafi verið myrtur að
undirlagi yfirmanns Stasi.
Fleiri flóttamenn urðu fyrir barð-
inu á Stasi. Starfsmenn Stasi segja
að aðaflega hafi verið notað eitur
til að myrða mennina. Einnig hafi
slys verið sett á svið og morðin
jafnvel látin líta út sem sjálfsmorð.
Talsmaður innanríkisráðuneytis
Vestur-Þýskalands segir að ráðu-
neytið hafi aflað sér leynilegra upp-
lýsinga um máhð og þeim hafi ver-
iö komið áleiðis til réttra aðila.
Mál Eigendorfs og annarra flótta-
manna hafa vakið mikla athygh í
Vestur-Þýskalandi og talsmaður
innanríkisráðuneytisins sagði að
stjórnin tæki þær mjög alvarlega
og hygðist komast til botns í mál-
inu. Reuter
Pakistan:
Kosningarnar verða haldnar
Hinn nýi forsætisráðherra Pakist-
ans, Ghulam Mustafa Jatoi, segir að
rannsókn á meintri spillingu stjóm-
ar Benazir Bhutto muni ekki verða
til að seinka kosningunum sem hafa
verið boðaðar 24. október.
Margir Pakistanir óttast að ásak-
animar á hendur Benazir verði not-
aðar sem tylliástæða fyrir frestun á
kosningunum. Jatoi hélt sjónvarps-
ræðu í gær þar sem hann sagði að
„ekkert geti orðið til að fresta kosn-
ingunum.
Jatoi hefur sagt að stjóm Benazirs
sé sú spilltasta í Pakistan allt frá því
ríkið var stofnað fyrir 43 árum. Hann
hefur jafnframt fullyrt að enginn
fyrram stjórnarliða, sem gerst hafi
sekir um glæpi, sleppi við refsingu.
Benazir hefur fengið saðfest að hún
megi fara úr landi en hún hefur hug
á að fara til fundar við móður sína
sem dvelur nú í London.
Hún segist full efasemda um að
kosningarnar verði haldnar í haust.
Verði þær haldnar sé engin ástæða
til að treysta núverandi stjórn til að
gæta hlutleysis.
Lögreglan í Karachi notaði í gær
táragas til að dreifa stuðningsmönn-
um Benazirs en að öðm leyti hefur
verið rólegt í landinu eftir valdatöku
Jatoi. Reuter