Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990.
11
I
Utlönd
Byltingarmenn i Austur-Evrópu sögðust i vetur vilja lifa í réttarriki en hafa enga reynslu af sliku. Upplýst hefur
verið um siðleysi leiðtoga kommúnistanna en nú eru það óbreyttir borgarar sem fremja afbrotin. Myndin er af
mótmælendum á Wenseslastorgi í Prag í nóvember síðastliðnum. Símamynd Reuter
Glæpaaldaí
Austur-Evrópu
Skuggahlið lýðræðisbylgjunnar í
Austur-Evrópu er nú að koma í ljós.
Óbreyttir borgarar leyfa sér það sem
áður var bannað og síðasta hálfa árið
hefur afbrotum á öllum sviðum fjölg-
að gífurlega. Er talað um að algjört
stjórnleysi ríki í löggæslunni.
Mótmælendur og byltingarmenn
lýstu því yflr eftir nýfengið frelsi að
þeir vildu lifa í réttarríki en í Aust-
ur-Evrópu hafa menn ekki neina
reynslu af shku. Það sem einkenndi
gömlu kommúnistalöndin var ekki
bara pólítísk kúgun heldur siðleysi
ráðamanna sem höfðu rétt til þess
sem þeir vildu.
Mynstrið var svipað í öllum lönd-
um en mesta athygli vakti þó upp-
ljóstrunin um tilhneigingu austur-
þýskra ráðamanna til að gera ekki
mun á eignum ríkisins og því sem
menn höfðu til einkanota.
í skýrslu um spillingu og valdamis-
beitingu ráðamanna í Austur-Þýska-
landi, sem lögð var fram á þingi í
febrúar, kom fram að stjórnmálaráð-
ið áleit það ekki bara sjálfsagt að
nota vörur og verða sér úti um ýmsa
þjónustu heldur einnig að selja varn-
ing.
Svipuð spilling ríkti reyndar í Pól-
landi á áttunda áratugnum en þar
batt Samstaða, hin óháðu verkalýðs-
samtök, enda á ástandið og Edward
Gierek, leiðtogi kommúnistaflokks-
ins, var látinn svara til saka. í Búlg-
aríu er það komið í dagsins ljós
hversu marga bústaði leiðtoginn
Zjivkov hafði tfl umráða og í Tékkó-
slóvakíu og í Júgóslavíu er nú verið
að koma upp um starfsemi ýmissa
smákónga.
Studdu hryðjuverkamenn
En þessi glæpastarfsemi var bara
hluti myndarinnar. Upplýst hefur
verið að þessar stjórnir studdu al-
þjóðleg hryðjuverkasamtök. Lög-
reglan í Tékkóslóvakíu segir að þar
hafi verið æfingabúðir fyrir arabíska
hryðjuverkamenn og í A-Þýskalandi
gátu félagar úr Rauðu herdeildinni,
vestur-þýskum hryðjuverkasamtök-
í Austur-Þýskalandi, þar sem reiður
almúginn réðst inn í aðalbygginar
öryggislögreglunnar í janúar, hafa
menn minni áhyggjur af afbrotum
en annars staðar í Austur-Evrópu.
Eftir nokkra mánuði verður það v-
þýsk lögregla sem laetur til skarar
skríða gegn þeim sem ekki virða lög
og reglur. Simamynd Reuter
um, búið undir fölsku flaggi með
samþykki yfirvalda.
Nú eru það borgararnir í Austur-
Evrópu sem fremja afbrotin. Þús-
undir stunda svartamarkaðsbrask
með gjaldeyri og þeim ijölgar einnig
stöðugt sem stela, ræna og myrða.
Á fyrstu fjórum mánuðum þessa
árs fjölgaði afbrotum í Búlgaríu um
tíu prósent en mestan óhug vakti
aukning morða og nauðgana.
Pólska þingið lýsti því yfir í síðast-
liðnum mánuði að almenningur
byggi við mikið óöryggi, afbrotum
hefði fjölgað um sextíu og níu pró-
sent og að æ færri mál væru rann-
sökuð. í Varsjá eru ránmorð og inn-
brot á allra vörum.
Árásir á sígauna og Víetnama
Þær fréttir, sem berast frá Tékkó-
slóvakíu, þykja enn óhugnanlegri.
Þar hafa tékknesk krúnurökuð ung-
menni ráðist á sígauna og víet-
namska farandverkamenn.
Hat á sígaunum ríkir um alla Aust-
ur-Evrópu þar sem þeir eru neðst í
þjóðfélagsstiganum. I Tékkóslóvakíu
hafa sígaunar fyrst og fremst búið í
Slóvakíu en margir þeirra hafa nú
flutt til Prag. Yfirvöld í höfuðborg-
inni láta ekki hjá líða að benda á að
sígaunar standi að baki tíu prósenta
afbrotanna. Fjöldi sígauna í Prag er
langt undir tíu prósentum allra höf-
uðborgarbúa. Sígaunar reyna nú að
veija sig og hafa um alla Austur-
Evrópu myndað eigin stjórnmála-
flokka og samtök.
Mikil andúð hefur ríkt á ví-
etnömskum farandverkamönnum í
Tékkóslóvakíu. Nú eru þeir á heim-
leið þar sem samningum við þá hefur
verið sagt upp. Tékkum þykja þó
flutningarnir ekki ganga nógu hratt
fyrir sig, sérstaklega eftir að Víet-
namarnir fóru að verja sig gegn árás-
um.
Kaupa vopn af hermönnum
Frá Tékkóslóvakíu berast einnig
þær fréttir að íbúarnir reyni að
kaupa vopn af þeim sovésku her-
mönnum sem nú eru á heimleið.
Skotvopn, handsprengjur, skotfæri
og hnífar eru eftirsóknarverðir hlut-
ir. í allri Austur-Evrópu hafa yfir-
völd tekið þau vopn sem öryggislög-
reglan, félagar í kommúnistaflokkn-
um og aðrir höfðu á heimilum sínum.
í Búlgaríu voru meira segja byssur
veiðimanna gerðar upptækar.
Föngum þeim sem sleppt var í jan-
úar síðastliðnum er kennt um helm-
ing allra afbrotanna í Tékkóslóvakíu.
Ránum, morðum og inbrotum hefur
fjölgaö og telur lögreglan að fólk sé
þeirrar skoðunar að lýðræði þýði að
því leyfist hvað sem er.
Skortur. er á lögreglumönnum í
landinu en tekin hefur verið sú
ákvörðun að þeir sem unnið hafa
fyrir öryggislögregluna og hafa
nokkum veginn óflekkað mannorð
eigi að ganga til liðs við lögregluna
og reyna að bæla niður glæpaölduna.
DN
ÞORLÁKSHÖFN
Nýr umboðsmaður okkar frá 15. ágúst er Unnur
Jónsdóttir, Oddabraut 17, sími 98-33779.
RÍKISSPÍTALAR
Dagheimilið Sólbakki
Fóstra og starfsmaður óskast til starfa frá 1. septemb-
er nk. við dagheimilið Sólbakka við Vatnsmýrarveg.
Nánari upplýsingar veitir Bergljót Hermundsdóttir
forstöðumaður í síma 601593.
Dagheimilið Sunnuhlíð v. Klepp
Öskum eftir að ráða fóstrur og starfsmenn til starfa
í heilar og hálfar stöður. Sveigjanlegur vinnutími.
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Vigfúsdóttir for-
stöðumaður í síma 602584.
Reykjavík 15. ágúst 1990
VERKEFNA- OG NÁMSSTYRKJASJÓÐUR
KENNARASAMBANDS ÍSLANDS AUGLÝSIR
EFTIR UMSÓKNUM UM NAMSLAUN
Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að úthluta námslaunum
til kennara sem hyggjast stunda nám skólaárið
1991-1992. Um er að ræða styrkveitingar skv. a-lið
6. greinar um Verkefna- og námsstyrkjasjóð KÍ frá
15. febrúar 1990.
Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á náms-
leyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Hlut-
fall launagreiðslna verður í samræmi við umfang
námsins.
Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem fæst á skrif-
stofu Kennarasambanduíslands/Grettisgötu 89,105
Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. september nk.
ARFAX 1000
FJÖGUR TÆKI í EINU
SlMI, SÍMSVARI, MYNDSENDIR
OG LJÓSRITUNARVÉL
Hefur þú kynnt þér ARFAX 1000 hágæðamyndsenditækið?
Hagstættverð • sjálfvirkt endurval • tvöfalt skammval • 100
minnishólf • leiðbeiningar á skjá • sjálfvirk villugreining • há-
hraðavinnsla • hraðsending • tímastillt sending • fjarstýrð send-
ing • sjálfvirk móttaka skilaboða
HEILDSALA • SMÁSALA
Karl H. Björnsson
Sími 642218 og 45622 Fax 45622
Umboðsmenn:
Nýja fdmuhústð, Akureyri Húsgagnalofiið, ísafirðl
sími 96-27422 sími 94-4566
L