Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Aðgerðir kennara Það er þungt hljóðið í kennurum. Að undanförnu hafa þeir komið saman til kennarafunda sem að nafninu til eru haldnir til undirbúnings fyrir vetrarstarfið. Það er hins vegar að heyra að mestur tíminn hafi farið í umræður um viðbrögð vegna bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. Þau lög bitna á kennurum í Hinu ís- lenska kennarafélagi ef hægt er að tala um að lækkun verðbólgu og átak í efnahagsmálum sé til tjóns. Það hefur hver sína skoðun á því hvort lífskjörin batni með fleiri krónum í umslagið ellegar lækkun á vöxtum og stöðugleika í verðlagi. Hitt er rétt að kjarasamningur við kennara og há- skólamenntaða ríkisstarfsmenn var undirritaður og samþykktur og síðan kippt til baka eins og frægt er orðið. Samningsrétturinn og gerður samningur er með öðrum orðum virtur að vettugi og ekki óeðlilegt að slík aðgerð kalli fram mótmæli af hálfu þeirra sem fyrir því verða. Ríkið hefur margsinnis gripið inn í gerða kjara- samninga, ýmist með bráðabirgðalögum, gengisfelling- um eða skattaálögum og að því leyti er út í hött að bráð- birgðalögin flokkist undir stjórnarskrárbrot eða ger- ræði. Það sem er aftur á móti óvenjulegt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd að félagsdómur hafði staðfest samninginn og ríkisstjórnin átti sjálf aðild að honum. Hún þurfti að setja lög til að banna sjálfri sér að framfylgja sínum eigin samningi. Hún hafði dómsorð að engu. Kennarastéttin er að vonum vonsvikin og sárreið þessum málalokum. Það réttlætir hins vegar hvorki hefndarhug né skæruhernað af hennar hálfu eins og talsmenn kennara hafa verið boða í fjölmiðlum. Slíkt sæmir ekki stéttinni og það samrýmist ekki starfmu. Kennarar bera ábyrgð á nemendum og námi þeirra og það væri að hengja bakara fyrir smið að láta nemendur gjalda fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Nemendur hafa fengið ærið nóg af því að vera fórnarlömb í deilum ríkis- valdins og kennara. Hvað eftir annað hefur skólastarf raskast á undanförnum árum vegna verkfalla og kjara- deilna. Um það er ekki að sakast lengur, en ef kennsla fer úr skorðum í vetur vegna óánægju kennara með kjör sín eru það ekki lengur löglega boðuð verkfóll sem því valda heldur hefndir kennara, skotgrafahernaður, sem á sér enga afsökun. Æðsta stjórnvald landsins, ríkisstjórnin, hefur gripið til lagasetningar, sem fullyrt er að styðjist við meiri- hluta á alþingi. Ef bornar eru brigður á lögmæti og rétt- mæti bráðabirgðalaganna, á að sækja það mál fyrir dómstólum. Ekki inni í kennslustofum eða með heimskulegum strákapörum á borð við þau sem for- svarsmenn kennara hafa verið að lýsa. Slíkar aðgerðir munu síst bæta stöðu kennara. Almenningsálitið mun snúast gegn þeim og hjálpa ríkisvaldinu til að traðka enn frekar á samningsrétti kennara. Skólinn er ekki vígvöllur og nemendur eiga ekki að vera peð í valda- tafli og skæruhernaði stéttarátaka. Þar með er ekki sagt að kennarar þurfi að gefast upp. Ef málstaður þeirra er réttur og kröfur þeirra sann- gjarnar mun sá tími renna upp að kennslustarfið njóti þeirrar virðingar og þeirra launakjara sem sanngjarnt er. Kennarar þurfa að vinna máli sínu fylgi meðal al- mennings, meðal stjórnmálamanna og meðal annarra launþega. En á meðan eiga þeir að ganga að starfi sínu af þeirri alúð og þeirri ábyrgð sem af þeim er ætlast til. Ellert B. Schram „Tónlistarhús mun rísa af því að við höfum öll þörf fyrir það,“ segir greinarhöfundur m.a. Hér mun rísa tónlistarhús! Af hverju mun tónlistarhús rísa í Laugardalnum? Af því að þjóðin þarfnast þess. Þetta er kannski glannaleg yfir- lýsing og margir tilbúnir að hæðast að svo fortakslausri trú á hvað þjóðin þarf að hvað ekki. Það hefur ekki heldur skort vantrú á aö tón- hstin eignist samastað við hæfi í höfuðborginni. Margverðlaunaður arkitekt hefir teiknað glæsilegt hús þar sem gert er ráö fyrir að mætt verði þörfum margs konar tónlist- arflutnings. Auðvitað er dýrt að teikna og hanna^líkt hús sem gegna á margs konar starfsemi. Það er ekki eins og að byggja það verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem risið hefur um landið, og þá einkum á höfuð- borgarsvæðinu, með ævintýraleg- um hraða á undanfórnum árum. Tónhstarhús er alveg sérstök bygg- ing sem ekki er neinni annarri lík. I upphafi þessa greinarkorns sagði að þjóðin hefði þörf fyrir þetta hús. Það er sjálfsagt og eöh- legt að sú fullyrðing sé rædd nánar og leitað raka fyrir henni. Hvað er menning? Þegar íslendingar hófu sjálfstæð- isbaráttu sína á nítjándu öld var það sagan og tungan sem réðu mestu um að árangur náðist. Sög- una geymdu íslendingar, minning- una um sjálfstæða þjóð sem setti sér eigin lög og leysti vandmál sín án þess að aðrar þjóðir kæmu þar við sögu. Sundruð þjóðin glopraði svo sjálf- ræðinu niður en gleymdi þó aldrei að hún hafði eitt sinn vérið sjálf- stæð. Tungan, málið sem talað var í landinu, var þó ef til vhl öflugasta röksemdin fyrir því að þjóðin gat gert sér vonir um að verða fuh- valda á þessari eyju „yst á norður- slóðum“. Ein þjóð í einu landi, ein tunga, sameiginlegur menningarafur og trú: Þetta voru þau tromp sem ís- lendingar höfðu á hendinni þegar þeir lögðu út í þá baráttu fyrir al- geru sjálfstæði sem lauk á Þingvöll- um 17. júní 1944. ísland varö sjálf- stætt ríld á sögulegum og menning- arlegum grundvelh. Hvað kemur þetta tónlistarhúsi við? Sjálfstæð þjóð er því aðeins sjálfstæö að hún eigi sér menningu. Við hvað er hér átt með menningu? Skapandi starf á sviði lista, vísinda og fræöa, jafnframt tilfmningu fyr- ir því hvað er gott og siölegt þjóð- félag. Allir þessir þættir verða að fara saman svo unnt sé að tala um raunverulega sjálfstæða þjóð. Hins vegar verður aö gæta þess að einangrast ekki, loka ekki dyr- um á ný og framandi viðhorf, nýjar og frumlegar hugsanir, nýjar og frjóvgandi hugmyndir. Islensk KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent menning er þá fyrst í hættu að íbú- ar þessa lands telja sig sjálfum sér næga og fara meö islenska menn- ingu eins og brothættan hlut sem þurfi að veíja í uh svo hún brotni ekki. En það verður að bera virð- ingu fyrir eigin menningu og hvorki ofmeta hana né vanmeta. Fyrst og síðast á þó að stunda menningarstarfsemi í landinu á sem flestum sviðum. Ef engin væri listastarfsemi Hér á landi er Þjóðleikhús sem byrjað var að byggja þegar heims- kreppa gekk yfir heiminn og sveigði vissulega ekki hjá íslandi. Þjóðminjasafn gaf þjóðin sér við lýðveldisstofnunina. Þjóðarbók- hlaða mun verða tekin í notkun eftir fáein ár, þrátt fyrir ótrúlega skammsýni og' vandræðahátt stjórnmálamanna okkar. Háskóh var stofnaður af fátækri þjóð fyrir nær áttatíu árum. Nú á þjóðin hka fagurt Listasafn. Allt eru þetta stofnanir sem bæta mannlíf í landinu, enda þótt margir hafí ekki komið auga á gildi þeirra. Þeir hinir sömu ættu að hugsa sér að þessar stofnanir væru ekki til. Þeir ættu að hugsa sér að allt svokallað æðra nám landsins bama færi fram við erlenda há- skóla. Þeir ættu að ímynda sér aö leikstarfsemi væri að öhu leyti í höndum áhugafólks (og er þá alls ekki verið að varpa rýrð á mikil- væga starfsemi áhugahópa á flest- um sviðum lista). Þeir ættu aö íhuga að hvergi væri sómasamlegt hús yfir verk okkar bestu mynd- listarmanna. En fyrst og síðast ættu þeir að hugsa sér hvemig þjóöfélag okkar væri ef engin listastarfsemi væri í landinu. En sem betur fer er hér margt gott gert í menningarefnum þótt ríkið sé aðsjált þegar að því kemur að eíla skapandi menning- arstarf í landinu. Við höfum ráð á því Tónhstarhús er eitthvað sem þjóðin þarfnast. Þar með er ekki sagt að allir þegnar ríkisifls vilji slíkt hús eða muni koma þangað og þaðan af síður að þeir sjái þörf fyrir það. Vafalaust er slíkt hús í margra augum fjarstæða ein og sóun á fjármunum að byggja það. Látum svo vera. Viö skulum ekki neyða neinn til að hafa yndi af fógmm hlutum né skilja mikhvægi þess að í landinu séu skilyrði til hámenningar. En án hámenningar (ef við viljum kalla það svo) þá væri fátt hér sem réttlætti sjálfstæöi landsins. Framlag okkar til heimsmenn- ingarinnar er ef til vill það eitt að sýna fram á að fámenn, afskekkt þjóð getur tekið þátt í menningar- starfi, skapað eitthvað nýtt og flutt þegnum sínum margt það sem best hefir verið hugsað og skapað af mannlegum anda um aldir. Bygg- ing tónlistarhúss er hluti af sjálf- stæðisbaráttu íslendinga, menn- ingarlegri og stjórnmálalegri. Og það mun rísa fyrir áhuga nógu margra sem skhja mikilvægi þess að skapa listum í landinu bærilega aöstööu og skilja hka að án öflugrar hstastarfsemi munum við drukkna í flóði aðkominna menningaráhrifa í stað þess að laga þau að okkar þjóðlífi, hugsunarhætti og menn- ingu. Og við höfum ráð á því. Þjóð sem eyðir hundruðum þúsunda króna í áfengi fyrir eina sumarhelgi getur séð af nokkrum hundruðum þús- unda króna til að hlú að göfugri starfsemi. Tónhstarhús mun rísa af því að við höfum öll þörf fyrir það þótt sum okkar geri sér ekki grein fyrir hve sú þörf er brýn, einmitt nú. Haraldur Ólafsson „íslensk menning er þá fyrst 1 hættu að íbúar þessa lands telja sig sjálfum sér næga og fara með íslenska menn- ingu eins og brothættan hlut...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.