Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGUST 1990.
15
Nýtt, sameinað Þýskaland gæti orðið fyrirmynd:
Valddreifing
Þegar múrinn var fallinn var grundvöllur Austur- og Vestur-Þýskalands
einnig horfinn, segir m.a. í greininni.
Nýtt, sameinaö Þýskaland er
staðreynd sem ekki veröur þokað
úr þessu. Og þaö gerðist hraðar en
nokkur hafði búist við: enn ein
sönnun þess að breytingar verða
tíðum hraðar ef þær verða á annað
borð og einnig sönnun þess að
múrvirki heimsku og grimmdar
eru eins og hús reist á sandi: þau
er hægt að fella. En vitaskuld eru
spurningarnar margar og svörin
færri þegar slíkir atburöir verða:
hvað ber tíminn í skauti sér?
Það veit enginn nákvæmlega.
Gott veganesti
Eftir athurði síðastliðins hausts
varð í raun ljóst að Þýskaland hlyti
að sameinast fyrr en síðar. Þessi
tiltekna tvískipting byggðist á múr-
virki sem stóð fyrir efnalega og
menningarlega rangskiptingu ekki
síður en misskiptingu frelsis. Þegar
múrinn var fallinn var grundvöllur
þessara tveggja tilteknu ríkja,
Austur- og Vestur-Þýskalan'ds,
einnig horfmn.
Nú spyrja menn vitaskuld: er
Þjóðverjum treystandi fyrir einu,
stóru ríki? Er ekki sagan nægileg
sönnun þess að svo sé ekki? Svarið
er vissulega ekki einhlítt, enginn
veit hvað framtíðin ber í skauti
sér, enginn getur fullyrt um það
hvemig þetta ríki mun þróast ná-
kvæmlega. En það leggur upp með
gott veganesti í þeirri þróuðu vald-
dreifingu, sem vestur-þýskt stjórn-
kerfi byggist á.
Fyrri sameinuð stórveldi á þess-
ari öld í Þýskalandi byggðust á
miðstýringu: keisaraveldið og veldi
nasismans, auk Weimarlýðveldis-
ins, sem féll meðal annars vegna
ákvæða um miðstýringu forseta.
Vestur-þýskt stjórnkerfi byggist á
hinu gagnstæða, mjög þróðuð kerfi
valddreifingar, sem nær frá sveit-
arstjórnum gegnum fylkjastjórnir
og upp í landstjórnina sjálfa.
Kjallarinn
Einar Heimisson
háskólanemi,
Freiburg, Vestur-Þýskalandi
Lýðræði — alltaf
Nokkrar mikilvægar staðreyndir
um þýskt lýðræði:
Fylkjaskipting: Sameinuðu Þýska-
landi verður skipt upp í fylki, sem
hvert um sig hefur sjálfstæða pen-
ingastjórn og menntastjórn. Hvert
fylki hefur þannig ráðstöfunarrétt
að mestu yfir eigin aflafé, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Tvískipt löggjafarvald: Auk þess
mynda fulltrúar fylkjanna hið svo-
nefnda Fylkjaþing (Bundersrat),
sem hefur ásamt Sambandsþinginu
(Bundestag) löggjafarvald í hönd-
um.
Löggjafarsamkomurnar eru
þannig tvær og kosnar á mismun-
andi hátt í aðskildum kosningum.
Ríkisstjórnin styðst við meirihluta
í Sambandsþinginu en ekkert
tryggir að hún hafi einnig meiri-
hluta í Fylkjaþinginu. Svo er ein-
mitt nú að þótt við völd sé hægri-
sinnuð ríkisstjórn er vinstrimeiri-
hluti í Fylkjaþinginu.
Samspil stjórnmálablokka: Kost-
irnir af þessari skiptingu eru aug-
ljósir: hún þýðir að sé lítill munur
á stærðum hinna pólitísku blokka,
á önnur blokkin erfiðara með að
hafa öll völd í landinu á kostnað
hinnar, eins og til dæmis er í Bret-
landi.
Stöðugt lýðræði: Þessi skipting lýð-
ræðisins tengist vitaskuld hug-
myndum um það að það sé alltaf,
stöðugt fyrir hendi og ekki aðeins
á nokkurra ára fresti. Kosið er til
fylkjanna á mismunandi tímum
þannig að meirihluti í Fylkjaþing-
inu er stöðugum breytingum háð-
ur.
Beint lýðræði: í sameinuöu Þýska-
landi verður sömuleiðis skýr
möguleiki á beinu lýðræði á sveit-
arstjórnargrundvelli; kjósendur
geta hvenær sem er farið fram á
kosningar um tiltekin málefni og
nægir að tíu prósent þeirra geri það
til að kosning verði að fara fram.
Tvöföld atkvæði í þingkosningum:
Hugmyndin á bak við þetta ákvæði
er sú að kjósendur geti um leið
kosið annars vegar lista, kosið
stefnu og hins vegar stutt tilteknar
persónur, sem þeir hafa trú á. Hlut-
fallskosning og persónukosning
eru þannig sameinaðar.
Fimm prósent regla: Flokkar verða
að fá að minnsta kosti fimm pró-
sent atkvæða í þingkosningum. Lit-
ið er á flokkakerfið sem mikilvæga
undirstöðu þjóðfélagsins sem við-
heldur tilteknum pólitískum stöð-
ugleika. Stefnt er að færri en breið-
ari flokkum, greinilegri útlínum
stjórnmálanna, færri og smærri
umbúðum utan um skoðanir.
Er líka alltaf lýðræði
hjá okkur?
Undirstaða nýs, sameinaðs
Þýskalands verður þetta vald-
dreifða stjórnkerfi, sem tryggir það
að fáir geta aldrei ráðið yfir mörg-
um: Raunar er tæpast hægt að
hugsa sér stjórnkerfi sem í grund-
vallaratriöum er fjarlægara mið-
stýrðu stórveldi. Valddreifingin er
nauðsynleg undirstaða farsæls
þjóðfélagskerfis og raunar for-
senda þess að það sé heilbrigt og
virki rétt: valdiö á alltaf og á öllum
tímum að koma frá þjóðinni sjálfri,
hún stjórnar sér sjálf en er ekki
stjórnað að ofan og ber þannig sjálf
stöðugt ábyrgð á sjálfri sér. Vald-
dreift þjóðfélag á miklu erfiðara
með að sýkjast og visna en mið-
stýrt enda á það sér miklu fleiri
mikilvæg burðarlíffæri, sem bæta
hvert annað upp.
Og þá komum við vitaskuld að
spurningunni: Gæti árangur þessa
þýska stjórnkerfis orðið okkur fyr-
irmynd? Gætum við aukið vadd-
dreifingu og eflt lýðræði? Auðvitað.
Við búum við kosningakerfí sem
mismunar fólki stórlega eftir bú-
setu. Um leið höfum við óþarflega
miðstýringu frá suðvesturhorninu;
landsbyggðin, sjávarplássin, hand-
hafar undirstöðugreinanna hafa of
lítil völd yfir eigin aflafé, svo eitt-
hvað sé nefnt. í þriðja lagi skortir
algjörlega möguleikann á beinu
lýðræði í sveitarstjórnum í íslenskt
þjóðfélag. Það er grundvallaratriöi
sem tilheyrir þroskuðu þjóðfélagi
þar sem kjósendur hafa alltaf og á
öllum tímum völdin í sínum hönd-
um.
Lýðræði - alltaf, það er stað-
reynd, sem á við um þýskt stjórn-
kerfi fremur en ýmis önnur. Við
ættum að gaumgæfa okkar lýð-
ræði, fara yfir einstaka þætti þess
og spyrja svo að lokum:
Er líka alltaf lýðræði hjá okkur?
Einar Heimisson
„Valddreift þjóðfélag á miklu erfiðara
með að sýkjast og visna en mistýrt,
enda á það sér miklu fleiri mikilvæg
burðarlíffæri sem bæta hvert annað
upp.“
Ert þú hetja?
Þú veist að barnið er inni í brenn-
andi húsinu og þú gætir bjargað
því. Þú sérð að maðurinn er að
sogast niður í hringiðuna. Þú gætir
hugsanlega náð honum. Þú gengur
fram á hóp af unglingum sem eru
að misþyrma gamalli konu. Þú
gætir stokkið hnarreistur fram.
Sennilega finnst þér að þú myndir
gera allt þetta.
Þú átt auðvelt með að setja þig í
spor hetjunnar. í huganum stekk-
urðu inn í húsið og færir grátandi
móður barnið sitt. Þú hendir þér á
ystu nöf og hrífur manninn úr
dauðanum. Unglingarnir flýja sem
fætur toga er þú stekkur fram með
tvöfoldu herópi.
En raunveruleikinn er oft annar.
Eiturgufur berja þig til jarðar og
slökkvihðsmenn hrasa um þig er
þeir reyna að bjarga barninu.
Hringiðan gómar ykkur báða.
Orðalaust dregur unglingur upp
byssu og skýtur þig.
Ekki einfalt mál
Flestir geta verið sammála um
að rétt sé að koma nauðum stödd-
um náunga til hjálpar. Sumir álíta
að slík hjálparhvöt sé innbyggð í
konur og menn. Aðrir telja sig ein-
faldlega vera að hlýða kristnu boði
um náungakærleik, samanber sög-
una um miskunnsama Samveijann
sem flestir hafa einhvern tímann
lesið eða heyrt. Og allir geta verið
sammála um að einhver náunga-
kærleikur sé nauðsynlegur til þess
að samfélög virki.
KjaUarinn
Sr. Baldur Kristjánsson
En hvað á náungakærleikurinn
að ganga langt? Hver segir að þú
eigir að leggja þig í lífshættu fyrir
aðra? Það getur verið óbærilegt að
vita af barni inni í brennandi húsi,
sjá mann sogast í iðuna eða horfa
á unglinga misþyrma konu. En
málið er ekki eins einfalt og virðist
í fyrstu. Þú berð nefnilega ábyrgð
gagnvart fleirum en því nauðum
stadda fólki sem verður á vegi þín-
um.
Heima bíður þín sennilega fólk
sem þarfnast þín. Þú átt líklega
börn. Þú ert ef til vill í miðjum klíð-
um við að ala þau upp, veita þeim
skjól, vernd, leiðsögn, ást og um-
hyggju. Verður þú ekki að vega
ábyrgð þína gagnvart þeim móti
ábyrgð þinni gagnvart hinúm
nauðum stadda?
Hversdagslegt líf
Sumir hafa haldið því fram að
gagnvart yfirvofandi hetjudáð
væru aðeins til tvenns konar
manneskjur. Annars vegar þær
sem umhugsunarlaust stykkju öðr-
um til bjargar og hins vegar þær
sem hugsuðu sig um.
Við kunnum flest að greina frá
dæmum um hið fyrrnefnda. Stund-
um er hetjan til frásagnar, stund-
um ekki. Það er hins vegar líklegt
aö flest okkar fylli seinni flokkinn.
Hiki þegar á hólminn er komið,
ur?
hugsi sig um og samkvæmt kenn-
ingunni: Aðhafist ekkert sem gæti
verið lífshættulegt.
Líf okkar flestra er það hvers-
dagslegt að við komumst aldrei að
því hvorum hópnum við tilheyrum.
En til eru þeir sem bögglast með
sektarkennd alla ævi vegna þess
að þeir reyndu ekki aö fremja
hetjudáð heldur fóru með löndum
eða hurfu af vettvangi. Þeir geta
huggað sig við það að flestir hefðu
gert það sama.
Sr. Baldur Kristjánsson
.. til eru þeir sem bögglast með sekt-
arkennd alla ævi vegna þess að þeir
reyndu ekki að fremja hetjudáð heldur
fóru með löndum eða hurfu af vett-
vangi.“