Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGÚR 15. ÁGÚST 1990.
41
Ólyginn
sagði...
John
Malkovich
sem lék skúrkinn í Dangerous
Liaisons stendur á tímamótum í
lífi sínu. Hann hefur sagt skilið
við konuna sína eftir sex ára
hjónaband og er að flytjast bú-
ferlum frá Bandaríkjunum til
Englands. „Ég ætla að segja skilið
við fortíðina," segir Malkovich.
„Ég fer ekki til Bandaríkjanna í
náinni framtíð, ekki einu sinni til
að vinna.“ Malkovich fer þó ekki
einn til Englands. Hann er strax
búinn að finna sér kærustu og
fregnir herma að þau eigi von á
barni.
Sviðsljós
Á þessari mynd sjáum við verðlaunahafa í Flipp-Open. Talið frá vinstri: Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Herbert Guðmundsson, Rósa Guðbjartsdóttir,
Jónas Haraldsson, Óttar Sveinsson, Geir Þórðarson, Bergur Garðarsson, Yngvi Halldórsson og Halldór Bragason.
DudleyMoore
hinn lágvaxni á ekki í vandræð-
um með að næla sér í kvenmenn.
Þær dragast að honum og láta
smæð hans ekki á sig fá enda eru
þær undantekningarlaust mun
hærri en hann.
Moore, sem orðinn er 55 ára
gamall, var nú fyrir skemmstu
að skilja við þriðju konuna sína,
Brogan Lane. Lane er leikkona
og það voru fyrri konur hans
tvær einnig.
DonnyOsmond
sló rækilega í gegn árið 1977 og
söng sig inn í hjörtu ungra
stúlkna um allan heim. En gæfan
er fallvölt og stjarna hans hrap-
aði fljótt. Núna er Donny orðinn
32 ára gamall og staðráðinn að
slá í gegn á ný.
Hann er bitur vegna gamalla
tíma. „Þegar einhver nær að slá
í gegn þá er nauðsynlegt að sá
hinn sami fómi öllu fyrir frægð-
ina. Fólkið í kringum hann not-
færir sér frægð hans og reynir
að komast áfram á hans kostnað.
Þetta er nákvæmlega þaö sem
kom fyrir mig,“ segir Donny. Nú
er hann hins vegar staðráðinn
í því að vera vel undir frægð-
ina búinn ef hún kemur á nýjan
leik.
Árlegt golfmót starfsmanna DV haldið í Hvammsvík:
Flipp-Open í sól og sumaryl
Það var fríður hópur starfsmanna
DV sem lagði leið sína síðastliðinn
laugardag í blíðskaparveðri í Hval-
fjörðinn. Þar, á hinu glæsilega úti-
vistarsvæði Laxalónsmanna, skyldi
haldið árlegt golfmót DV sem gengur
undir nafninu Flipp-Open.
í Hvalfirðinum var eins og annars
staðar vestanlands mikil bhða með
nær stanslausri sól og hafði það góð
áhrif á keppendur sem léku við
hvern sinn fingur og voru slegin per-
sónuleg met sem og önnur met.
Flipp-Open var haldið í þrettánda
sinn í ár. Er ávallt farið eitthvað út
fyrir bæinn og golfleikurinn samein-
aður skemmtiferð. Og eins og mörg-
um er kunnugt er ekki aðeins golf í
Hvammsvík heldur einnig boðiö upp
á veiði og hesta. Verðlaun í golf-
mótinu voru vegleg og voru gefin af
Japis og fleiri velunnurum DV.
Mot a i Honoi
Jóhannes Reykdal afhendir sigurvegara mótsins, Óttari Sveinssyni, farand-
gripinn góða og hengir um háls honum verðlaunapening. Auk þess fékk
hann vandað útvarpstæki í verðlaun.
Magnús Ólafsson, sá fjölhæfi skemmtikraftur, lét sér ekki nægja að leika
golf heldur brá sér á hestbak í lokin.
Eitthvað virðist Gunnar Andrésson
Ijósmyndari vantreysta sjóninni hjá
Jónasi Haraldssyni fréttastjóra, alla-
vega sér hann ástæðu til að sýna
honum hvar holan er. DV-myndir S
Þrir hressir blaðamenn, kátir að loknum leik. Talið frá vinstri: Sigurjón M. Egilsson, Gísli Kristjánsson og Óttar
Sveinsson.