Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1990, Síða 32
44
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1990.
Menning
Listalína frá Alafossi
Viðvarandi rekstrarvandi Álafoss er hluti af tvö-
faldri harmsögu, annars vegar íslensks ullariðnaðar,
hins vegar íslenskrar hönnunar. í stórum dráttum er
söguþráðurinn þessi: Við íslendingar eigum kynstrin
öll af einhverri bestu ull sem þekkist. Við eigum einn-
ig harðan kjarna vel menntaðra textílhönnuða.
Hins vegar hefur aldrei tekist að skapa varanleg
tengsl þama í millum, sem er meginástæða þess að
stór hluti íslensku ullarinnar er jafnan sendur Sovét-
mönnum sem hluti af vöruskiptakvóta, og þess að ís-
lenskir textílhönnuðir hafa dregist aftur úr starfs-
bræðrum sínum annars staðar á Norðurlöndum í
meðhöndlun og úrvinnslu ullar. Sögulok.
Hefði aðeins htill hluti þess fjármagns, sem veitt
hefur verið til vinnslu og markaðsfærslu íslenska
fisksins, verið notað til þess að hlúa að íslenskum ulla-
riðnaði værum við nú stórveldi í hönnum og fram-
leiðslu nútímalegrar ullarvöru; klæðnaðar, áklæða,
teppa o. fl. Höfum hugfast að hið mikla Benetton vefn-
aðarvörufyrirtæki varð til í bakherbergi í lítilli ít-
alskri borg, Prato.
Værðarvoðir
Ekki hefur skort á skyndilegar hugljómanir ráða-
manna í íslenskum ullariðnaði. Áætlanir hafa verið
geröar, hönnuðir ráðnir og markaðsfræðingar hvattir
til dáða. Eftir nokkur misseri er allur vindur úr voðum
„átaksins“ og treflar í sauöalitunum hlaðast upp fyrir
næstu Sovétsendingu.
Því sækja að manni ákveðnar efasemdir í hvert sinn
sem tilkynnt er um nýtt „átak“ í ullariðnaði. Vonandi
skiptir sköpum aö óvenju skynsamlega virðist staöið
að nýjasta „átakinu“, sem er kynning Álafoss á værð-
arvoðum sem ganga undir nafinu „Art Line-Lista-
hna“. Þessar værðarvoðir eru unnar á Akureyri und-
ir yfirstjórn finnsks textílhönnuðar, Siw Schalin, en
höfundur sjálfrar „línunnar" er Guðrún Gunnars-
dóttir.
Sjal og stofustáss
Þessar voðir eru gerðar úr 100% lambsull, eru þunn-
ar, þétt ofnar og laufléttar, og því mjög frábrugðnar
þeim voðum sem Álafoss var áður með í sölu. Á minu
heimli hefur ein þessara nýju voða verið í notkun um
nokkurra vikna skeið og gert mikla lukku, sem
Guðrún Gunnarsdóttir textílhönnuður ásamt einni
værðarvoða sinna. Ljósm. Guðm. Ingólfsson
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
ábreiða, sjal og stofustáss.
í „línunni" (ekki nógu gott orð en brúklegt þó), eru
sex voðir, og er hver þeirra 130x200 sm að stærð. Lá-
réttar og lóðréttar áherslur eru einkenni á formgerð
þeirra, en litirnir, sex að tölu, eru djúpir, heitir og
fagurlega samstilltir. Er hönnun Guðrúnar til fyrir-
myndar að öllu leyti. Helst verður mér hugsað til
málverka Bandaríkjamannsins Ads Reinhardt. Fag-
menn hafa greinilega séð um markaðssetninguna. Stíl-
hreinir og htríkir kynningarbæklingar hafa verið
hannaðir, auk þess sem búin hefur verið til sérstök
gjafapakkning fyrir hstalínuna sem er svartur sex-
hyrndur kassi.
Heitir litir og kaldir
í kynningarbæklingum kemur fram að listalínan er
aðeins ein af þremur gerðum værðarvoða sem nú eru
í þróun hjá Álafossi. Verið er að vinna baðmullarsjöl,
127x152 sm, sem einkennast af svipaðri formgerð en
bjartara.litrófi, og svo stærri voðir úr tvinnuðu ullar-
bandi, jafnt í heitum litum sem köldum. Framleiðend-
um og hönnuöi óska ég til hamingju með áfangann.
Vonandi fara þeir ekki út af línunni.
H uggulegt formúlurokk
Kanadamenn hafa verið iðnir við það gegnum árin
aö framleiða rokkara fyrir alþjóðamarkaðinn. Má í
því sambandi nefna Bryen Adams, Richard Marx og
hka hljómsveitir á borö við Loverboy og Rush.
Nýasta afurðin af þessu tagi frá Kanada er svo söng-
konan Alannah Myles sem hefur gert það gott í sumar
bæði vestan hafs og austan með plötu sem ber nafn
hennar.
Alannah leikur nokkuð hefðbundiðamerískt iðnað-
arrokk eða þessa blöndu af rokki sem gælir pínulítið
við að vera þungarokk, er mjög melódískt og kraftmik-
ið en bhtt sem sunnanblærinn inná milli. Hér má líka
kenna blúsáhrif og er það síst til skaða.
Obbinn af lögunum á plötunni er eftir þá Christop-
her Ward og David Tyson og stjóma þeir upptökum
Nýjarplötur
Sigurður Þ. Salvarsson
jafnframt. En það era samt ekki prýðisgóðar lagasmíð-
ar þessara manna sem lyfta þessari plötu upp úr með-
almennskunni heldur vegur þar þyngst feiknagóð
söngrödd og söngur Alönnuh Myles. Stúlkan hefur
mikið raddsvið og kraftmikla rödd, passlega hása til
að gefa rokklögunum réttan blæ og rólegu lögunum
sjarma.
-SþS-
Mánudaga - föstudaga.
9.00 - 22.00
Laugardaga. 9.00 - 14.00
Sunnudaga. 18.00 - 22.00
Andlát
Indíana Gísladóttir, Dalbraut 27,
Reykjavík, áður til heimilis á Akur-
eyri, lést á Borgarspítalanum þriðju-
daginn 14. ágúst.
Kristín Guðmundsdóttir, dvalar-
heimilinu Hraunbúðum, Vest-
mannaeyjum, andaðist þriðjudaginn
14. ágúst.
Gunnar E. Bjarnason, Suðurgötu 64,
Hafnarfirði, andaðist 14. ágúst.
Jarðarfarir
Magnús Guðmundsson frá Odda,
Reyðarfirði, sem lést á heimili sínu,
Miðvangi 22, Egilsstöðum, 9. ágúst
sl. verður jarðsunginn frá Reyðar-
fjarðarkirkju fimmtudaginn 16.
ágúst kl. 14.
Aldís Ösk Sveinsdóttir verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 16. ágúst kl. 15.
Séra Óskar J. Þorláksson, fyrrum
dómprófastur, Aragötu 15, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.30.
Þórarinn Árnason frá Stóra-Hrauni
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík fóstudaginn 17.
ágúst kl. 15.
a||®3
-
,
Sigrún Eiríksdóttir lést 7. ágúst. Hún
fæddist í Þykkvabæjarklaustri í
Vestur-Skaftafellssýslu þann 2. júní
1911. Foreldrar hennar voru þau
hjónin Rannveig Jónsdóttir og Eirík-
ur Ormsson. Sigrún var tvígift. Fyrri
maður hennar var Heinrich Durr,
þau slitu samvistum. Þau eignuðust
þijár dætur. Seinni maður Sigrúnar
var Páll ísólfsson en hann lést árið
1974. Þau eignuðust eina dóttur. Út-
för Sigrúnar verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Tilkynningar
Nýtt póst- og símahús
á Kópaskeri
Nýtt póst- og símahús hefur veriö form-
lega tekiö í notkun á Kópaskeri. Húsiö
er 137 fermetrar og 557 rúmmetar aö
stærö. í húsinu hefur veriö komiö fyrir
nýrri stafrænni símstöö með 258 númer-
um. Hafa 214 númer nú þegar verið tekin
í notkun. Starfsemi Pósts og sima á Kópa-
skeri hefur um langt árabil farið fram í
gömlu íbúðarhúsi sem hefur nú hin síð-
ari ár hentað illa fyrir afgreiðslu- og
tækjabúnað. Með tilkomu þessa húss
breytist aðstaða öll, jafnt fyrir starfs-
menn sem viðskiptavini, í það horf sem
best gerist nú. Þjónustusvæði póst- og
símaafgreiðslunnar nær yflr Presthóla-
hrepp, Öxarfiarðarhrepp og Keldunes-
hrepp. Stöðvarstjóri Pósts og síma á
Kópaskeri er Kristveig Árnadóttir.
Hjónaband
Þann 21. júli voru gefm saman í hjóna-
band af séra Frank M. Halldórssyni
Shannon M. Sears og Davíð Skúlason.
Heimili þeirra verður í Dallas, Texas.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
Ný heilsumiðstöð
í Kjörgarði
Ný heilsumiöstöð, sem ber nafnið Dalur,
hefur hafið starfsemi sína í Kjörgarði að
Laugavegi 59 í Reykjavík og er hún rekin
af Þuríði Jónu Gunnlaugsdóttur. Þar er
boðið upp á margvíslega þjónustu, svo
sem fótaaðgerðir, svæðameðferö, nudd
og nýja megrunaraðferð (Thermo-trim)
sem um leið er mýkjandi og styrkjandi
fyrir vöðva og vefi og hefur sýnt sig að
hún hefur góð áhrif á liðagigt og vöðva-
bólgur. Þuríður Jóna hefur langa reynslu
innan hefðbundinnar hjúkrunar og
heilsugæslu sem sjúkraliði. Hún hefur
stundað nám í sálaifræöi viö háskólann
í Lundi í Svíþjóö. Auk fótaaðgerða og
svæðameðferðar hefur hún lært aku-
punktur, kinesiologi, tauganudd og
reiki-heilun i viðurkenndum skólum í
. Svíþjóð og Danmörku. Einnig hefur hún
sótt námskeið í irisgreiningu og nám-
skeið varðandi náttúrumeðul og heilsu-
ráðgjöf í því sambandi. Hún hefur rekið
heilsumiðstöð í Svíþjóð í sjö ár. Grund-
vallaratriði svæðameðferöarinnar, sem
er þungamiðjan í starfsemi Þuríðar, er
ævagömul en hefur í nýjum útfærslum
notið vaxandi viðurkenningar á Vestur-
löndum um nokkurt skeið. Einnig er boö-
ið upp á klassískt nudd fyrir herðar, bak
og höfuð við streitu, spennu og höfuð-
verk. Þuríður hefur einnig sérhæft sig í
léttu tauganuddi.
Sýningar
Myndlistarsýning í Galleríi
Sævars Karls
Nú stendur yfir í Galleríi Sævars Karls,
Bankastræti 9, myndlistarsýning Halld-
óru Emilsdóttur. Hún stundaði nám viö
Myndlista- og handíðaskóla íslands, mál-
aradeild 1982-1987 og Gerrit Rietveld
Academie í Amsterdam 1987-1989. Halld-
óra hefur haldið tvær einkasýningar og
tekiö þátt i nokkrum samsýningum.
Myndirnar eru unnar með vatnshtum á
pappír og eru án titils. Sýningin stendur
til 31. ágúst og er opin á verslunartíma,
frá kl. 9-18.
Fjökniðlar
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þórarinn Árnason
frá Stóra-Hrauni
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
17. ágústki. 15.
Blóm og kransar afbeðið en þeim sem vildu minnast hans
er bent á liknarsjóði.
Kristín Þórarinsdóttir
Lára Þórarinsdóttir Beck
Elísabet Þórarinsdóttir
Elín Þórarinsdóttir
Inga Þórarinsdóttir
Gyða Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Einar Nikulásson
Halldór Beck
Stefán Gíslason
Hans Gústafsson
ÓlafurG. Eyjólfsson
Hafliði Guðjónsson
Krækt í hrút
Ekkert fer meira í taugarnar á
mér en þegar auglýsingum er bland-
að saman við dagskrárgerð. Þetta
hefur viljað bera við á ftjálsu stöðv-
unum alla tíð. Ástæðan er augljós,
fyrirtækin kosta þættina og vilja
hafa eitthvaö fyrir sinn snúö í stað-
inn. Fjárhagsstaða einkaljósva-
kanna á auðvitað alla sökina og
manni finnst þaö ansi hart að fjár-
mögnunin skuli þuría að koma á
þennan hátt en ekki í venjulegum
auglýsingatímum.
Heiðar Jónsson var með stuttan
pistil á Aðalstöðinni í gærkvöldi um
karlmenn í stjörnumerkjum. Þetta
var greinilega sett upp sem grín sem
enginn ætti að taka alvarlega og all-
ir geta skemmt sér yfir. Það var því
hrein eyðilegging á gamansemínni
þegar Heiðar í tvígang benti fólki
að fara í ákveöiö stjömukortafyrir-
tæki til að fá að vita meira um sig.
Efþetta fyrirtæki tók þátt í kostnaði
þáttarins átti hreinlega að gefa því
kost á auglýsíngum i auglýsingatím-
um stöðvarinnar. Hitt með stjörnu-
merkin - ég er heppin að hafa krækt
í hrút.
Sjónvarpið hóf sýningar á bresk-
um fræðsluþætti sem nefnist Á
langferðaleiðum. Þáttur sem lofar
mjög góðu enda Bretar sérfræðing-
aráþessusviði.
Og í allt annað: Margir nýir frétta-
menn era nú á báðum stöðvum.
Óneitanlega tekur maður eftir þessu
nýja fólki og hvernig það ber sig að.
Til dæmis gleymdist alveg að taka
eftir hvaö Jón Baldvin sagði um ís-
lenskaaöalverktaka í Sjónvarpinu
því öll athyglin beindist að skjálf-
andi míkrafóninum. Þá er stúlka ein
á Stöð 2 sem les erlendar fréttir af
slíkum eldmóð og með þannig
hreimi að maöur gæti haldið að hún
væri búin að gleyma íslensku máli.
Annars er fataval fréttamanna á
margan hátt umhugsunarvert.
Hvemig skyldi t.d. standa á því að
fréttamenn Stöðvar 2 eru ávallt bet-
ur til hafðir og i skemmtilegri litum
en kollegar þeirra á hinni stöðinni.
Kannski þaö væri rannsóknarefni
fyrir Heiðar Jónsson á Aðalstöð-
inni. -Markús Örnmyndi kannski
vifiakostaþáttinn...
-ELA