Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Fréttir Kvenf angavtrðir í fyrsta skipti að Utla-Hrauni - hefur mælst mjög vel fyrir hjá fóngum Tveir kvenfangaverðir hafa starf- að í sumar að Litla-Hrauni og hefur þeirri nýbreytni verið tekið afar vel áf fóngum. Þetta er í fyrsta skipti sem kvenmenn gegna starfi fangavarða að Litla-Hrauni. Að sögn Gústafs Lilliendals, forstjóra fangelsisins, voru konumar, sem eru frá Selfossi, ráðnar til sumarafleysinga: „Þetta hefur gengið prýðilega í sumar. Þær tvær sem hér um ræðir eru þó aðeins ráðnar til loka ágúst- mánaöar enda verða fastráðnir menn í sínum störfum í vetur. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að konur verði ráðnar í þessi störf í framtíðinni," sagði Gústaf í samtali viðDV. Gústaf sagði að hlutfall kvenfanga- varða væri víða orðið hátt í fangels- um erlendis: „Ég hef spurst fyrir um þetta í ýmsum fangelsum í Danmörku. Þar voru svörin einhliða á þá lund að það hefði gefist ákaflega vel að hafa kven- fólk í stöðum fangavarða. Hér á Litla-Hrauni er tiltölulega lít- ið um átök og það em alltaf nógu margir karlmenn á vakt ef slíkt kem- ur upp. Hér era fjórir á vakt á nótt- inni, fimm á kvöldin en mun fleiri á daginn þegar vinna er í gangi,“ sagði Gústaf. I dag gegna níu konur starfi fanga- varða í fangelsunum höfuðborgar- svæðisins - tvær konur era fanga- verðir í Síöumúla, tvær í Hegningar- húsinu og fimm í Kópavogsfangels- inu. „Þetta hefur mælst vel fyrir, sagði Guðmundur Gíslason, forstöðumaö- ur fangelsanna, í samtali við DV. -ÓTT Minkur slapp úr Húsdýra- garðinum Minkur slapp úr greni sínu í Húsdýragarðinum snemma í morgun. Að sögn Daníels Guð- mundssonar starfsmanns slapp hann ekki út úr garðinum og hélt hann sig nálægt greninu. „Hann náðist fljótlega. Þetta er mannvanur búrminkur sem hef- ur verið hér frá því í vor. Það hefði verið öllu verra ef villi- minkur hefði verið á svæðinu," sagði Daníel í samtali við DV í morgun. -ÓTT Forsjárdeilumálið harðnar: Faðirinn kemur frá Spáni að ná í barnið - myndbandsupptaka frá geðlækni lögð fyrir 1 ráðuneyti Gísli Baldur Garðarsson, lögmaö- ur foðurins í forsjárdeilumáhnu, sem DV hefur greint frá, segir að faðir bamsins hafi verið væntanlegur frá Spáni í gær eða í dag. Ekki tókst að fá staðfest hvort hann væri kominn í morgun. Pétur Gunnlaugsson, lögmaður konunnar, sem fógeti úrskurðaði í varðhald í allt að sex mánuði í fyrra- dag, segir að fógetaembættið hafi staðið ólöglega að tilraun til að fá konuna hneppta í varöhald. Til inn- setningar kom ekki. „Ég tel einnig að lögmaður manns- ins hafi staðið ólöglega aö því að fara með lögreglu að heimili eldri systur bamsins,“ sagði Pétur í samtali við DV. Lögreglan hefur hætt afskiptum af máhnu. Barnið er nú hjá móður sinni á óþekktum stað. „Hér er ekki um refsimál að ræða,“ sagði Pétur. Gísh Baldur, lögmaður konunnar, hefur farið fram á það við ríkissak- sóknaraembættið að framkvæma opinbera rannsókn á hvar barnið sé niður komið. Rannsóknarlögregla ríkisins staðfesti í morgun að máhð væri ekki komið þangað. Ekki náðist til Braga Steinarssonar í morgun, en hann fer með máhð af hálfu ríkissak- sóknaraembættisins. Barnaverndaryfirvöld hafa vísað aðhum málsins á dómsmálaráöu- neytið. Lögmaður konunnar hefur lagt inn skýrslu og myndbandsupp- töku af viðtali bamageðlæknis við níu ára stúlkuna sem dehan snýst um. DV greindi frá niðurstöðum skýrslunnar í gær. -ÓTT Tekjur skemmtikrafta: Bubbi og Megas með vinnukonuútsvar - Áætlaö á stærstu nöfnin í skemmtiiðnaðinum Tekjurá mán. '89 í þús.kr. Áverðl. ágúst'90í þús. kr. Ómar Ragnarsson* 625 724 Þórhallur (Laddi) Sigurðsson* 521 603 Örn Árnason* 375 434 Bessi Bjarnason 330 383 Björk Guðmundsdóttir* 312 362 Pálmi Gestsson* 312 362 Egill Ólafsson 263 305 Sigurður Sigurjónsson 233 270 ValgeirGuðjónsson 163 188 Einar Örn Benediktsson* 125 145 Haukur Morthens 121 140 Jakob Frímann Magnússon 90 104 Helgi Björnsson 86 100 Bubbi Morthens 86 100 Magnús (Megas) Þór Jónsson 64 74 Ragnhildur Gísladóttir 45 52 'Áætlað á viðkomandi Það sem vekur kannski mesta at- hygh er að áætlað er á þá aðUa sem raða sér í efstu sætin. Ómar Ragnars- son lendir hér í fyrsta sæti eins og hann gerði reyndar einnig þegar fjöl- miðlafólk var skoöað á dögunum. Laddi er annar og Örn Árnason „auglýsingakóngur" er þriöji. Áætl- að er á þá alla. Bessi Bjarnason er í fjórða sæti með tæpar 400.000 krón- ur. Áætlað er á báöa „sykurmolana" en áætlunin er miklum mun hærri á Björk en Einar Örn, hvernig sem á því stendur. Þriðji „molinn", Bragi Ólafsson, var áætlaður með enn minni tekjur. Margir skemmtikraftar þurfa hins vegar að „lepja dauðann úr skel“. Skötuhjúin Jakob og Ragnhildur eru þannig með lágar tekjur þótt Jakob „skattaskUvísi" hafi helmingi hærri tekjur en RagnhUdur sem rétt nær lágmarkstekjum. Þá raða fóstbræð- urnir Megas og Bubbi sér í neðstu sæti listans. í fyrri dálkinum era sýndar skatt- skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í seinni dálkinum era þessar sömu tekjur sýndar framreiknaðar til verðlags í ágúst 1990. Þá er miðað við hækkun framfærsluvísitölu sem nemur 15,86% frá meöaltah ársins 1989 til ágústmánaðar 1990. Ekki má blanda saman hugtökun- um tekjur og laun og einnig verður það að vera ljóst að seinni dálkurinn sýnir framreiknaðar tekjur í fyrra, ekki tekjur þessara aðila í dag. -PÍ Rafmagnstruflun: Orsökin ffyrir seinkun DV Útkomu DV seinkaði í morgun. streng við húsgrann í nágrenninu. álagstíma blaðsins. Viðgerð tók um Orsökin var að skurðgrafa sleit raf- Þetta geröist klukkan 9.15 - á mesta tværoghálfaklukkustund. -ÓTT Haustið er ekki langt undan eins og sjá má á þessari mynd. Rigningin hefur lamið hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur undanfarna daga og hitastigið fer lækkandi dag frá degi. DV-mynd BG Kristján Bemburg, DV, Belgia: Ef ^ 8enSur aö oskum °8 Skriður _—------— ..... kemst á samningaviðræður getur Samkvæmt fréttum, sem bárust allt gerst á næstu dögum,“ sagði snemma í morgun, eru góðar líkur Michel Verschuren, framkvæmda- á þyí - að Arnór Guöjohnsen, sem stjóri Anderlecht, i samtali við DV leikið hefur undanfarin ár með í morgun. belgíska félaginu Anderlecht, verði Verschuren vildi ekki með kominn að hjá nýju félagi i næstu nokkru móti nefna hvaða félög viku en af hálfu forráðamanna væru í viðræðum við Anderlecht, Anderlecht er mikill áhugi á að þaö eitt myndi skaöa samningavið- þessi mál verði komin sem allra ræður. Anderlecht kom i fyrra- fyrst í farsæla höfn. kvöld frá Spám þar sem liöið lék DV náði i framkvæmdastjóra nokkra æíhigalciki og má tclja full- Anderlecht rétt áður en blaðið fór víst aö hreyfing hafi þar komist á í prentun og hafði hann eftirfar- málin. Anderlecht lék meðal ann- andi um málið aö segja: ars við Barcelona og tapaði, 1-3. „Það eru félög frá Frakklandi og Anderlecht verðlagöi Arnór á um Spáni sem hafa sýnt mikinn áhuga 140 milljónir fyrir nokkram vikum á að fá Arnór í sínar raöir og það en nú þykir ljóst að þessi upphæð htur út fyrir að hann veröi búinn hafi lækkað nokkuð. Þrátt fyrir ít- aö finna sér nýjan vinnuvoitanda í rekaöar tilraunir blaðsins tókst næstu viku. Við leggjum þunga ekki að ná tali af Amóri Guð- áherslu á að mál Arnórs fái lausn johnsen í morgun. og þaö mun ekki standa á okkur. .jks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.