Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. 9 Utlönd Morðum llnnir 1 Suður-Afríku þegar fleiri en 500 liggja í valnum: Lögreglan gat komið í veg fyrir manndrápin - segir blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela eftir átökin síðustu daga Nelson Mandela sakar ríkis- stjórnina í Suður-Afríku um hvem- ig komið er í landinu. Hann segir að hún hafi ekki gripið inn í átökin fyrr en hundruð manna voru fallin í valinn og nánast orðið vonlaust verk að stilla til friðar. „Ég skil ekki af hverju svo marg- ir hafa verið drepnir þegar lögregla og her em með allan þennan mann- afla til að stöðva ófriðinn," sagði Mandela. Lögreglan gekk þó fram af meiri ákveðni í gær við að stöðva átökin. Það em þó einkum unglingar af ættbálki xhosa sem berjast enn í nágrenni Jóhannesarborgar. Zúlú- menn em þar í miklum minni- hluta, aðallega farandverkamenn, sem nú hafa orðið að láta undan síga í baráttunni. Lögreglumenn gengu á milli fylk- inga í gær en xhosar segja að það geri hún fyrst nú þegar mesti móö- urinn er mnninn af zúlúmönnum. Xhosar eru í miklum hefndarhug enda hefur mannfall í þeirra röðum verið miklu meira en hjá andstæð- ingunum. „Feður okkar em fallnir og böm- in einnig. Nú viljum við ljúka verk- Lögreglan í Suður-Afríku hefur gengið á milli ættbálka blökkumanna og komið að mestu í veg fyrir blóðsút- hellingar. Á sama tíma eru búðir zúlúmanna víggirtar og þar búast menn við árásum á hveri stundu. Simamynd Reuter inu,“ heyrðust unglingar hrópa að lögreglunni og sungu Guð blessi Afríku. Morðum linnti þó í gær eftir að á sjötta hundrað manna hafa fallið síðustu ellefu daga. Lögreglumenn hafa vaktað verbúðir zúlúmanna sérstaklega og tókst að koma í veg fyrir að xhosar læddust þar inn til hryðjuverka. Zúlúmenn hafa tekið upp á því síðustu daga með merkja sig sér- staklega með rauðum hárböndum. Þeir hafa víða vígbúist í verbúðun- um og eru tilbúnir að mæta árásum xhosa ef þeir sleppa í gengum raðir lögreglumanna. Xhosar ganga nú með hvít hár- bönd til að greina sig frá zúlúmönn- um. Þeim tókst á nokknnn stöðum í vesturhluta Jóhannesarborgar aö komast inn á heimili zúlúmanna sem þar búa og eyðileggja allt inn- anstokks og kveikja í. í Soweto grýtti hópur 500 ungl- inga lögregluna en hún beitti tára- gasi gegn manfjöldanum og hand- tók níu ungmenni. Heitingar halda þó áfram milli blökkumanna þótt átökin séu ekki jafnblóðug og áður Reuter Mannræningjar 1 Líbanon: Boða frelsun gísla í dag Búist er við að í dag fái einn vest- rænn gisl í Líbanon frelsi. Það er ír- anska fréttastofan Irna sem hefur látiö ligga að þessu og vitnar til óþekkts heimildarmanns. í ffétt Irna kemur fram aö gíslinn, sem nú fær frelsi, er Brian Keenan. Hann er 39 ára gamall íri sem kenndi ensku viö ameríska háskólann í Beirút þar til honum var rænt í apríl árið 1986. Til þessa hefur það verið hlutverk sýrlenska hersins í Líbanon að taka við frelsuðum gíslum og flytja þá til Damaskus. Nú í morgun höfðu Sýr- lendingar enga vitneskju um aö þeir ættu að taka við gísl. Nú eru 13 gíslar í haldi í Líbanon hjá flokkum sem talið er að fylgi íran aö málum og þegar gíslar hafa fengið frelsi hefur tilkynningin jafnan kom- ið fyrst frá íran. í vor var nokkrum gíslum sleppt og vonaðist íranska stjórnin þá eftir að sambúðin við Bandaríkin mundi batna. Stjóm Bandaríkjanna ákvað að víkja ekki frá fyrri stefnu að krefj- ast þess að allir gíslar í Líbanon verði látnir lausir án skilyrða. Við það hættu íranir að frelsa fleiri gísla þar til nú. Fyrr í sumar var þó það boð látið út ganga að sleppa ætti gíslum úr haldi en þegar á reyndi varð ekkert úr því. Fréttum um frelsun gísla nú erþvítekiðmeðfyrirvara. Reuter Búddamunkar í eyðnipróf Tælendingar, sem vilja gerast einlífl munkanna og þeim fyrir- þess að munkarnir nýta sér oft Búddamunkar, verða að gangast munað að líta á kvenmenn, hvað þjónustu vændiskvenna sem þeira undir eyðnipróf áður en þeir fá að þá aö snerta fulltrúa veikara kyns- er þó bannað. Eyðni er útbreidd fara inn fyrir veggi klaustranna. ins. meðal vændiskvenna í TælandL Með umsókn um inngöngu í ein- Þessar nýju reglur koma í kjölfar Þá hefur ábóti i klaustri nokkru hverja af reglum munkanna verð- þess að uppgötvast hefur að eyðni verið dregirm fyrir æösta ráð ur því að fylgja eyðnivottorð frá er mjög útbreidd meðal Búdda- hreyfingar búddista í landinu og lækni. munka sem þó ættu ekki að sýkjast látinn svara fyrir að kona hefúr Þá hefúr líka veriö ákveðið að efþeirfæruíeinuogöllueftirkröf- kennt honum bam. Þetta er enn hommum skuli meinuö aðganga að um Búdda. eitt kynferðishneyksliö sem búdd- klaustrunum eftir því sem slíkt er Fyrr í þessum mánuði var upp- istar verða að sitja undir og því hægt. I klaustrunum verður líka í lýst að 144 munkar eru smitaðir af hefur verið ákveðið að siðbæta framtíðinni lögð ríkari áhersla á eyðni. Smitið var aðallega rakið til hreyfmguna. Reuter Armenar sjálfstæðir: Rússneski herinn verður að f ara Armenar hafa lýst yfir sjálfstæði landsins og kraflst þess að fá full yfir- ráð yfir vörnum þess og utanríkis- málum. Þá vilja Armenar fulla stjórn yfir efnahagsmálum landsins og ætla að sameina hið umdeilda hérað, Nag- omo-Karabakh, móðurlandinu. Armenska þingið samþykkti með miklum meirihluta að lýðveldið stofnaði sinn eiginn her og gekk þar með lengra en önnur lýöveldi Sovét- ríkjanna hafa gert í sjálfstæðisviö- leitni sinni. Yfirleitt hafa sjálfstæð- iskröfumar beinst að forræði yfir efnahagsmálum og rétti til að móta sjálfstæða efnahagsstefnu. í yfirlýsingu Armena vantar ekkert ahnað en að segja að fullu skilið við stjórnina í Moskvu því að jafnvel er gert ráð fyrir að gefa út sérstakan gjaldmiðil fyrir landið og hætt að nota rúblur. Armenína hefur líka fengið nýtt nafn. í stað þess að heita Sovétlýð- veldið Armenía heitir þaö nú Lýð- veldið Armenía. Erlendur her má aðeins fara inn í landið með leyfi stjórnarinnar. Þá er gerð krafa um að Armenar fái sinn skerf af dýmm málmum og gjaldeyri í vörslu stjóm- arinnar í Moskvu. í yfirlýsingunni er talað um að hún sé fyrsta skrefið í átt að fullkomnu sjálfstæði landsins en ekkert er út- skýrt hver verða næstu skref í þá átt. Reuter Fjöldi fólks frá Litháen gekk að landamærunum við Pólland og mótmælti varðstöðu KGB þar. Símamynd Reuter Mótmæli við pólsku landamærin: Vilja að KGB hætti landamæravörslu Um 30 þúsund manns frá Litháen gengu að landamærunum við Pól- land, undir þjóðfána landsins og syngjandi ættjarðarlög, til að mót- mæla því að KGB hefur landamæra- vörslu þar á hendi. Mótmælendumir kröfðust þess að landamæranna yrði framvegis gætt af réttum fulltrúum ríkistjómar landsins. Hermenn á brynvöröum bílum mynduðu vamariínu um 50 metra frá landamærunum þannig að allt fólkið komst ekki alveg að þeim. Efnt er til mótmælanna í tilefni af því að 51 ár er liðið frá því Hitler og Stalin gerðu með sér griðasáttmál- ann alræmda þar sem endi var bund- inn á sjálfstæði Eystrsaltsríkjanna. Um 500 manns fóm yfir landamær- in til að sýna með táknrænum hætti að þau væm ekki virt. Herinn lét þessa for fólkins óátalda. Mikil rigning var þegar mótmælin stóðu yfir en fólkið lét það ekki á sig fá heldur hélt söngnum áfram meðan hermennimir hlustuðu og biðu átekta. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.