Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. íþróttir Sport- stúfar • Unglingaráð körfu- knattleiksdeildar ÍBK verður meö körfu- knattleiksskóla fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7-15 ára. Kennslan fer fram í íþrótta- húsinu við Sunnúbraut dagana 27.-31. ágúst og verður þátttak- endum skipt í tvo hópa, 7-12 ára og 13-15 ára. Kennarar verðaþeir Guðbrandur Stefánsson og Stefán Amarson og landsliðsmennirnir Falur Harðarson, Jón Kr. Gísla- son og Guðjón Skúlason. Einnig mun bandariski körfuknattleiks- maðurinn Tom Litle aðstoða við ■ kennsluna. Æft verður tvisvar á dag, yngri hópurinn mun æfa 9- 11 og 13-15. Eldri hópur frá 11-13 og 15-17. Þátttökugjald er 900 krónur og verður hægt að skrá sig í fyrstu tímunum. St. Mirren fékk heimaleík • í gær var dregið um það hvaða lið mætast í þriðju umferö skosku déildabikarkeppninn- ar í knattspymu. Drátturinn litur þannig út: Dunfermline - Queen of the South, Partick - Dundee Utd„ Aberdeen - Stranraer~Rait- h-Hibernian, Rangers-Kilm- arnock, Hamilton - Celtic, Mot- herwell-Clyde, St. Mirren- Hearts. Öruggur sigur Dundee Utd • Dundee United, sem mætir FH-ingum í Evr- ópukeppni félagsliða í knattspyrnu, sigraði lið Alloa, 3-0, í 2. umferð skosku deildabikarkeppninnar í fyrra- kvöid. Staöan í hálfleik var 1-0. 16 ára piltur Iék sinn fyrsta leik fyrir Dundee Utd. í stöðu iram- hetja og skoraði eitt af mörkun- um þremur. FH mæta skoska lið- inu í fyrri leiknum á Kaplakrika þriðjudaginn 18. september og síðari leikurinn verður í Dundee fímmtudaginn 4. október. Milligart til Everton Everton festi í gær kaup á Mike Milligan frá 2. deildar liðinu Oldham og var kaup- verðið 1 milljón pund. Milligan er 23 ára miðvallarleikmaður og hefur leikið raeð b-Iandsliöi íra. Haxra leikur væntanlega meö hinu nýja félagi sínu gegn Leeds Utd. í fyrstu uraferð ensku knatt- spymunnar sem hefst á morgun. Einar veröur með Einar Vilhjálmsson spjótkastari verður á meðal keppenda á Evr- ópumeistaramótinu í frjálsum íþróttiun sem hefst í Split í Júgóslavíu um helgina. Óvíst var hvort Einar gæti verið með vegna meiðsla en nú er orðið ljóst aö hann verður meö. Forsala Vals og KR f'"jjU' 'I Valsmenn og KR-ingar I I verða bæði með for- | /7»| sölu á bikarúslitaleik- II "r 11 rn# inn á sunnudaginn. Hjá Valsmönnum verður hægt aö kaupa miða í Valsheimilinu og í Kringlinni ætla þeir að setja upp bás hjá versluninni Sportval og selja miða í dag og á morgun. KR-ingar verða með forsölu í KR-heimilinu og á morgun og laugardag veröa þeir með forsölu á Eiðistorgi. Þá veröur forsala í Laugardai á laugardag frá kl. 10- 16 og á leikdegi frá kl. 10. Þá ætla KR-ingar aö gefa sérstaka bók til handa stuðningsmönnum sínum. í hana er hægt að safha eiginhandaráritun leikmanna meistaraflokks og eru rayndir af hveijum og einum í bókinni. Með fyrstu 500 miðunum sem seljast í forsölunni fylgir ókeypis bók. • Sigurður Jónsson er enn óhepp- inn með meiðsli og verður ekki í hópi Arsenal gegn Wimbledon. „Þetta er virkilega svekkjandi að þurfa að standa í meiðslum rétt eina ferðina en sem betur fer er ekki um alvarleg meiðsli að ræða í þetta sinn. Ég vona að ég geti farið að æfa af fullum krafti eftir helgina,“ sagði Sigurður Jónsson hjá Arsenal í sam- tali við DV í gær. Sigurður Jónsson var kominn í mjög gott leikform en um síðustu helgi varð hann fyrir meiðslum í æfingaleik gegn Brighton. Þegar um 40 mínútur voru liðnar af leiknum fékk Sigurður högg á lærið og varð að fara af leikvangi. Við læknisrann- sókn kom í ljós að blætt hafði inn á vöðva. „Ég byrjaði að æfa á þriðjudaginn en þá fór að blæöa aftur inn á vöðv- ann og þá var ákveðið að ég skyldi taka mér frí frá æfingum út þessa viku. Þetta er allt að koma og ég mætti bjartsýnn á æfinguna á mánu- daginn kemur,“ sagöi Sigurður. „Ég hefði að öllum líkindum verið á varamannabekknum gegn Wimble- don á laugardaginn kemur en von- andi tekst mér fljótlega að komast á skrið aftur og vinna mér sæti í aðal- Uðinu. Liðið hefur ekki virkað sann- færandi í æfingaleikjum að undan- fomu og miðjuleikmennimir hafa ekki staðið sig vel. Þetta kemur betur í ljós þegar deildarkeppnin hefst. Leikurinn á laugardaginn gegn Wimbledon verður mjög erfiður enda hefur okkur ekki gengið of vel á útivelli gegn Wimbledon. Eg hef trú á eins og undanfarin ár að Liverpool verði meistari en Arsenal, Totten- ham og Aston Villa koma einnig til með að berjast um meistaratitilinn. Leeds á einnig eftir að koma á óvart en hins vegar hef ég ekki mikla trú á Shefíield United,“ sagði Sigurður Jónsson. • Guðni Bergsson verður í byrjun- arliði Tottenham gegn Manchester City. Sigurður sagðist að lokum vera ákveðinn í að mæta í landsleikinn gegn Frökkum 5. september næst- komandi ef allt gengi að ósk- um. Guðni í byrjunarliði Tottenham gegn City Guðni Bergsson hefur átt fast sæti í hði Tottenham í æfingaleikjum á síð- ustu vikum og staðið sig vel. í gær tilkynnti Terry Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, byijunar- liðið gegn Manchester City og verður Guðni í stöðu hægri bakvaröar eins og fyrr. „Eg ætla bara vona að okkur gangi vel í upphafi keppnistímabilsins en það hefur óneitanlega loðað við Mðið að byija illa en við ætlum ekki að láta það koma fyrir núna. Við höfum ekki tapað leik á undirbúningstíma- bilinu og núna síðast unnum við So- uthend, 4-1, og þar á undan West Ham með sömu markatölu. Leikur- inn við West Ham var góðgerðarleik- ur fyrir Ray Clemence og náðum við að kveðja hann með góðum leik. Ég er í góðum formi og er bjartsýnn á framhaldið," sagði Guðni Bergsson, leikmaður Tottenham, í samtali við DV í gær en þá var hann nýkominn af æfingu. Guðni sagöi að ef Tottenham léki að eðlilegri getu ætti liðiö að verða í baráítunni um titiUnn í ár. Þetta verður samt eltingaleikur við Liv- erpool, sem virðist vera jafnsterkt og undanfarin ár. Arsenal, Aston Villa og jafnvel Manchester United eiga örugglega eftir að spjara sig vel. NýUðarnir, Leeds United, eiga góðu liði-á að skipa og það kæmi mér ekki á óvart þeir yröu ofarlega á sínu fyrsta ári í 1. defld í mörg ár. • Þorvaldur Örlygsson býst við að verða á bekknum þegar Forest mætir QPR. Þorvaldur líklega á varamannabekknum „Brian Clough, framkvæmdastjóri liðsins, hefur verið að reyna ýmsa leikmenn allt undirbúningstímabiUð en hann er með því að koma sem flestum í leikform fyrir keppnistíma- biUð. Ég hef fengið að spreyta mig í mörgum þessara leikja en það verður að koma í ljós hvort ég verð í liðið gegn QPR á laugardaginn. Innst inni reikna ég ekki með að verða í liðinu, byrja Uklega á bekknum,“ sagði Þor- valdur Örlygsson hjá Nottingham Forest, í samtali við DV í gær. Þorvaldur skoraði eitt marka Nott- ingham Forest í 5-0 sigri gegn Mans- field í fyrrakvöld. Þorvaldur var lítið áberandi í fyrri hálfleik en í þeim síðari náði hann sér á strik og skor- aði þá markið. „Undirbúningurinn fyrir tímabUið hefði mátt vera mun betri en í síð- ustu viku dvaldi liðið í vikutíma á Ítalíu við æfingar. Margir leikmenn liðsins eru með lausa samninga og það getur allt eins farið svo að ein- hveijir lykilmenn fari frá félaginu á næstunni. Des Walker á enn í við- ræðum við ítalska liðið Juventus og liðið missti mikið ef hann færi frá félaginu. Takmark mitt er að ná föstu sæti í Uðinu en að öðru leyti leggst tímabiUð vel í mig. „Ég tel Liverpool vera með sterk- asta liðiö en ég tel að Manchester United komi einnig tU með að blanda sér í toppbaráttuna. Það er mikil pressa á leikmönnum United að standa sig vel í ár en Uðið hefur alla buröi tU að standa sig vel. Leeds hef- ur frísku liði á að skipa og það er mín trú að liðið verði ofarlega," sagði Þorvaldur Örlygsson. -JKS Stórleik Fyrs -eðaver Stórleikurinn í íslenskri knatt- spyrnu, sjálfur bikarúrsUtaleikur- ; inn, fer fram á LaugardalsvelUnum i á sunnudaginn kl. 14. Að þessu sinni ] eru það stórveldin Valur og KR sem i leiða saman hesta sína og víst er að margir bíða með óþreyju eftir leikn- um sem sumir vilja kafla draumaúr- sUtaleik. Valur og KR hafa aðeins einu sinni áður mæst í úrsUtum keppninnar, árið 1966, og þá sigruðu KR-ingar, 1-0. Þeir hafa ásamt Frömurum oft- i ast orðið bikarmeistarar eða 7 sinn- < um en síðast var það árið 1967. Vals- 1 menn hafa fimm sinnum unnið bik- s arinn, síðast árið 1988. I I „Dagsform okkar ; skiptir mestu“ I „Við Valsmenn tökum þennan leik I eins og hvém annan í sumar. Þó er ; meira í húfi eða sjálfur bikarinn og s kannski sá eini í sumar. Við gerum ] okkur grein fyrir því að leikurinn i Austanstúlkur á leiðinni upp ÚrsUtakeppni 2. defldar kvenna i knattspyri hófst í Vestmannaeyjum í gær. Þróttur, N< kaupstað, lék gegn Tý, Vestmannaeyjum, sigraði Þróttur, 3-1. TýsstúUcurnar náðu forystu í fyrri hálfle með marki Söm Ólafsdóttur. Skömmu síð náði Harpa Hermannsdóttir að jafna fyrir Þri og áður en flautað var fil leikhlés skoraði Ses elía Jónsdóttir annaö mark fyrir Þrótt. Það v síðan Anna Jónsdóttir, tvíburasystir Sessel: sem innsiglaði sigur Þróttar skömmu fyi leikslok. Segja má að stúlkumar úr Þrótti séu komn með annan fótinn upp í 1. deUd því tvö af Uðu um þremur komast upp. Þær leika síðari lc sinn í úrslitakeppninni í kvöld en þá mæta þ: Uði KS frá Siglufirði. Síðasti leikur úrslii keppninnar fer fram á laugardaginn kl. 14 þá leika Týr og KS. Ingvar úr leik Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Ingvar Guðmundsson, einn burðarása kna spymuUðs Keflvíkinga, leikur ekki meira m Uðinu í 2. deUdinni á þessu keppnistímabi Ingvar slasaðist á handlegg í leik gegn Selfo: á dögunum, olnbogi fór úr Uði, og þær þrj vikur, sem eftir eru af tímabUinu, eru ekki n fyrir hann tU að ná bata. Enska knattspyman hefst á morgun: Sigurður enn frá vegna meiðsla - missir af fyrsta leik, Guðni með, Þorvaldur á bekknum BADMINTONDEILD KR Æfingar byrja 9. september nk. Skráning stendur yfir. Betur en á horfðist - Guðmundur í einnar viku hvild „Þetta fór betur en á horfðist, menn ótt- uðust að krossbönd í hnénu hefðu skadd- ast, en áðan kom í ljós að liðband haíði tognað. Ég á að hvUa mig í eina viku og missi því af fyrsta leik úrvalsdeUdarinnar, gegn Hearts á laugardaginn, en get hugs- anlega spUað þegar við mætum sama Uði í deUdabikarnum á miðvikudag,“ sagði Guðmundur Torfason, leikmaður með St. Mirren í Skotlandi, í samtali við DV í gærkvöldi. Guðmundur meiddist og fór af velli eftir aðeins 7 mínútur þegar St. Mirren lék v Arbroath í deUdabikarnum í fyrrakvöl „Ég ætlaöi að taka boltann viðstöðular á lofti og skjóta á markið þegar varna maður sparkaði í mig, ofan við hnét sagði Guðmundur. Hann sagðist ekki reikna með ööru i að verða tílbúinn aö leika með íslensl landsliðinu þegar það mætir Frökkurr Evrópukeppninni á LaugardalsveUinu þann 5. september. -1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.