Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Fréttir Nýtt morgunblað boðað næsta vor - hlutafé þarf aö nema hundruðum milljóna Agúst Þór Ámason, fréttamaöur á Útvarpinu, hefur boðað útkomu nýs morgunblaðs í vor. „Blaðið á að vera stöðugt í stjómarandstöðu og vera gagnrýnið á uppbyggilegan hátt. Það á ekki að vera hægra eða vinstra blað heldur vönduð gul pressa.“ Ágúst sagði að þeir sem stæðu að þessu blaði stefndu að þvi að gefa út blað sem yrði 16-24 síður að stærð en ekki væri meiningin að hafa mikla btadýrð í blaðinu. Hann vbdi ekkert gefa upp um hverjir stæðu á bak við blaðið en það yrði opinberað mjög fljótlega. Aðspurður um hvort Þor- geir Baldursson í Odda og Habdór Guðmundsson í Máb og menningu væm með í þessu samfloti sagði hann: „Ekki enn sem komið er.“ Hann vbdi btið tjá sig um hverjar áherslumar yrðu á þessu nýja blaði en sagði aö þetta yrði gagnrýniö fréttablað með fréttaskýringum. Engin flokkslína yrði á blaðinu og þetta yrði flokksóháðara en önnur blöð á markaðnum. Hann vbdi ekki nota orðið óháð því það orð væri bannorð síðan DV tók það upp. Þegar hann var spurður að því hver væri stofnkostnaður við blaðið sagði hann að 20-30 mhljónir væri heppbegt hlutafé sem ætti að duga tb þess að lifa af fyrsta árið. Tb sam- anburöar má nefna að ársvelta Tímans er tabn vera um eða yfir 200 milljónir. Magnús Ólafsson, sem var ritsjóri á NT á sínum tíma, segir að arðsem- in þurfi að vera gífuleg ef svona dæmi eigi að ganga upp. „Ef fjár- magn er fyrir hendi er miklu snið- ugra að labba með það niður í Fjár- festingarfélag. Á sínum tíma reikn- uðum við þetta dæmi fram og tb baka og komumst að þessari niðurstöðu. Persónulega er ég undrandi á því að þeir ætb aö setja á stað morgunblað en ekki síðdegisblað. Lausasalan er miklu léttari í vöfum en áskriftir. Þetta blað keppir aldrei við Mogg- ann, það þyrfti að vera svipað og Bild eða eitthvað í þá áttina.“ Magnús sagði kostnaðinn viö að setja svona blað af stað vera gífurleg- an og hann mundi aldrei fara af stað sjálfur nema hann hefði níu stafa tölu á bak við sig, eða í minnsta lagi 100 mbljónir. Það þarf að tryggja prentun á blaðinu, en prentsmiðjan mundi örugglega krefjast því sem næst staðgreiðslu, aðgang að hús- næði, öll tæki, gífurlega mikið af auglýsingum og svo mætti lengi telja. Þá yrði blaðið að vera tilbúið að vera rekið með um 20% rekstrarhalla fyrst um sinn auk startgjaldsins. Óskar Guðmundsson, ritstjóri Þjóölífs, trúöi því varla að nokkur alvara væri á bak viö þetta. Upphæð- in sem þeir nefndu bentu tb þess að þeir væru í einhverju öðru lífi en íslensku efnahagslífi. Hann sagðist giska á að það þyrfti 200-300 mbljón- ir tb þess að stofnsetja svona blað. Óskar sagði að margir hefðu velt þessu fyrir sérog markaðurinn bæði um þetta. „Abir sem vbja heiðarlega samkeppni við Moggan og kolkrabb- ann í íslensku efnahagsbfi koma til greina sem hugsanlegir aðilar að slíku blaði.“ DV hafði samband viö Þorgeir Baldursson í Odda, Habdór Guð- mundsson í Máb og menningu og nafna hans í Hvíta húsinu. Enginn þeirra vbdi kannast nokkuð viö blað- ið eða að þeir hefðu átt í nokkrum viðræðum við þessa aðila og reyndar kannaðist enginn þeirra við Ágúst Þór. -pj Maðurinn með taglið er ekki að fara að sá, ekki slá, heldur tyrfa. Svo er bara að muna eftir þvi að: - græna hliðin á að snúa upp. Bæjarfélög og húseigendur hafa fengið gott tækifæri að undanförnu til að fegra lóðir og garða enda hefur veðrið verið gott um allt land. Reykjavikur- borg mun til að mynda tyrfa og sá í svæði sem samsvara tugum þús- undum fermetra í sumar. DV-mynd JAK Systkinin í afmælinu. Aftari röð frá vinstri: Edda, 37 ára, búsett i Danmörku, Ágústa, 43 ára, búsett í Bandaríkjun- um, Hafdís, 30 ára, búsett í Bandarikjunum og Ásdís, 34 ára, búsett á Akranesi. Sitjandi frá vinstri: Árni Ingi, 41 árs, búsettur í Mosfellsbæ, og Hörður, 20 ára, búsettur á Akranesi. DV-mynd Sigurður Sögulegur samfundur á Akranesi: Sex systkini komu saman í fyrsta sinn á ævinni Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Það var heldur en ekki ánægjulegur samfundur systkina hjá bömum Emmu Árnadóttur og Garðars Magnússonar fyrir stuttu. Systkinin, sem em sex að tölu, hittust þá í fyrsta sinn öll saman á lífsleiðinni í tilefni af 65 ára afmæb móður þeirra. Þrjú systkinanna búa erlendis og skýrir það að hluta af hveriu þau hafa aldrei hist öb saman. Eitt þeirra ólst upp hjá ömmu sinni og hefur búið í Danmörku frá unga aldri. Ámeshreppur: Trillukarlar hraktir af miðunum Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Eldri mönnum hér um slóðir finnst það slæmt að geta ekki stundað handfæraveiðar að eigin vbd á Reykjafirðinum vegna þess að 20-70 tonna bátar leggja net sín í firðinum alveg frá klósettlögnum hér við land- steinana og yfir á djúpmiðin. Þetta er víst leyfilegt hjá stóra bát- unum; það er svo margt öfugstreym- ið í þessu þjóðfélagi okkar. En ekki er það nú stórmannlegt af áhöfnum stóm bátanna með öb sín fullkomnu tæki aö hrekja 2-3 tonna smátribur á djúpmiðin 1 þeirri misjöfnu veðr- áttu sem verið hefur hér aö undan- fomu. Byltingarkenndur tækjabúnaöur: Vonast til að þetta sé byrjunin á nýju ævintýri - segir framkvæmdastjóri Sokkaverksmiöjunnar Trico Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Sannkölluð bylting kemur tb með að verða á framleiðslumöguleikum sokkaverksmiðjunnar Trico hér á Akranesi með haustinu með tbkomu nýs fullkomins tölvubúnaðar sem fyrirtækið var að fá frá Japan. Um er aö ræða búnað til þess aö hanna mynstur í sokka og pijónavél sem getur saumað mynstur jafnt sem merki í sokka. Sbkur búnaður hefur ekki verið fyrir hendi hérlendis tb þessa en í 4-5 ár hjá leiðandi sokka- fyrirtækjum í heiminum. „Ég er að vonast tb að þetta verði byrjunin á nýju ævintýri,“ sagði Logi Arnar Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Trico, er DV ræddi við hann. „Þessi búnaður kemur tb með að gerbreyta framleiðslumöguleikum fyrirtækisins og vonandi verður þetta upphafið að enn frekari mark- aðssókn okkar.“ Búnaöurinn sem hér um ræðir kemur frá Nagata Seiki í Japan og kostar um hálfa þriðju mibjón króna. Annars vegar er um að ræða tölvu, þar sem mynstur eru hönnuð, og hins vegar pijónavél sem vinnur úr upplýsingum tölvunnar. Eftir að mynstur hefur verið hannað eru upplýsingamar úr tölvunni færðar yfir á snældu og hún síðan sett í prjónavébna sem síðan spbar hana og vinnur í samræmi við það sem á henni er. Logi sagði reksturinn á yfirstand- andi ári hafa gengiö þokkalega. Árið heföi byijað bla en frá því í maí hefðu hjóbn snúist á fullu og salan aukist jafnt og þétt. „Haustið lítur vel út og meö tilkomu þessara tækja aukast mögulebcar fyrirtækisins verulega. Þessi búnaður hefur gerbreytt af- komu margra sokkaverksmiðja í Evrópu og að sjálfsögðu vonast ég tb þess að áhrifin verði sambærileg hér,“ sagði Logi. Sfld í silunga- netunum Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Það er venja að leggja sbunganet hér frá landi í ágústmánuði, smástubba í fjönma en enginri silungur hefur veiðst í netin ennþá að því undan- skbdu að í Veiðbeysufirði fengu þeir 12 stykki. Hins vegar hafa 2-3 sbdar flækt sig í öll silunganetin og stundum fleiri. Þetta er milbsbd, feit og hinn fínasti matur, flökuö og steikt í eggjum og raspi. Þegar við hjónin vorum búin að borða hina hebögu kvöldmáltíð núna nýlega þá kom Jónas Jónsson skipstjóri frá Reyðarfirði ásamt konu sinni í heimsókn og bauð ég þeim heiðurshjónum aö borða. Þau sögð- ust aldrei hafa trúaö því sbdin væri svona góður matur. Jónas er búinn að veiða mikla síld um ævina á bát- unum kunnu, Gunnari og Snæfugb. Mikb aflakló en hætti fyrir nokkrum árum sem skipstjóri, enda orðinn 72 ára. Þeim hjónum fannst að vonum veg- urinn frá Bjarnarfirði og hingað á Gjögur slæmur og ekki bætti úr að þoka og rigning var þegar þau komu. Hins vegar besta veður daginn eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.