Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1990. Afmæli Sigurður G. Flosason Sigurður G. Flosason, Langholti 3, Akureyri, er sextugur í dag. Sig- urður Gunnar er fæddur á Hrafns- stöðum í Ljósavatnshreppi og lauk kennaraprófi 1953. Hann var kenn- ari í barnaskólanum á Suðureyri á Súgandafirði 1953-1954 og bama- skólanum í Dalvík 1954-1957. Sig- urður hefur verið kennari í bama- skólanum á Oddeyri frá 1957, yfir- kennari frá 1970 og skólastjóri 1973- 1974. Hann var gæslumaður bama- stúkunnar Leiðarstjaman Dalvík 1954-1957, aðstoðargæslumaður barnastúkunnar Sakleysið á Akur- eyri 1957-1958 og gæslumaður bamastúkunnar Samúð á Akureyri frá 1965. Sigurður kvæntist 25. sept- ember 1955 Guðríði Þorsteinsdóttur, f. 22. október 1926, starfsmanni Öldrunardeildar Elliheimilins í Skjaldarvík. Foreldrar Guðríðar em: Þorsteinn Steinþórsson, b. áx Efri-Vindheimum á Þelamörk í Hörgárdal, og kona hans, Marzelína Hansdóttir. Börn Sigurðar og Guð- ríðar em: Flosi Þórir, f. 15. júlí 1954, starfar hjá Landssímanum á Akur- eyri; Þorsteinn Marinó, f. 28. ágúst 1961, iðnverkamaður á Akureyri; Þórunn Sigurlaug, f. 31. janúar 1964, hárgreiðslukona í Rvík, gift Adolf Inga Erlendssyni hótelstarfsmanni, og Steinþór Gunnar, f. 25. júlí 1971, matreiðslunemi á Akureyri. Systur Sigurðar em: Þóra Kristín, f. 26. september 1933, gift Gunnari S. Haf- dal, b. á Hrappsstöðum í Ljósavatns- hreppi; Hrafnhildur, f. 8. ágúst 1935, gift Birni Sigurðssyni, fyrrv. b. á Hnjúki í Ljósavatnshreppi; Guðrún, f. 10. nóvember 1940, vökukona Elh- heimilinu Hvammi á Húsavík, gift Sigurði Sigurðssyni vörubílstjóra, og Jónína Hanna, f. 5. maí 1943, fisk- vinnslukona í Rvík, gift Eymundi Magnússyni húsamálara. Fóstur- systur Sigurðar era: Hallfríður Ingi- björgRagnarsdóttir, f. 14. október 1939, verkakona á Húsavík, gift Érni Jenssyni fiskvinnslumanni, og Sig- ríður Sveinhjamardóttir, f. 31. ágúst 1952, gift Aðalgeiri Olgeirssyni, út- gerðarmanni á Húsavík. Foreldrar Sigurðar eru: Flosi Sig- urðsson, f. 7. nóvember 1904, d. 16 apríl 1979, b. á Hrafnsstöðum, og kona hans, Þóra Sigurðardóttir, f. 23. september 1903. Flosi var sonur Sigurðar, b. og kennara á Hrafns- stöðum, Jónssonar, b. á Skútustöð- um, Guðmundssonar, b. á Fjalb í Aðaldal, Jónssonar „háleggs" b. á Syðra-FjalU, Jónssonar. Móðir Sig- urðar var Katrín Sigurðardóttir, b. á Hóli í Kelduhverfi, Þorsteinsson- ar. Móðir Flosa var Guðrún Mar- teinsdóttir, b. á Lundarbrekku í Bárðardal, Halldórssonar, b. á Bjarnastöðum, Þorgrímssonar. Móðir Halldórs var Vigdís Hall- grímsdóttir, b. í Hraunkoti í Aðal- dal, Helgasonar, ættföður Hraun- kotsættarinnar. Móðir Guðrúnar var Kristín Jónsdóttir, þjóðfundar- manns á Lundarbrekku, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, ættföður Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Kristínar var Kristbjörg, systir Sigurðar á Hálsi, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Kristbjörg var dóttir Kristj- áns, dbrm. á IUugastöðum í Fnjóskadal, Jónssonar. Þóra er dóttir Sigurgeirs, hús- manns í Vík í Staðarhreppi, Jóns- sonar, húsmanns á Kóngsgaröi Ámasonar. Móðir Sigurgeirs var Guðrún Gísladóttir, b. á Kolgríma- stöðum í Eyjafirði, Þorsteinssonar og konu hans, Guðrúnar Kjartans- dóttur, b. á Kolgrímastöðum, Þor- steinssonar. Móðir Þóra var Hann- ína, systir Sveins skálds i Elivogum, föður Auðunar Braga skálds. Hann- ína var dóttir Hannesar, b. á Hryggj- um í Staðarfjöllum, Kristjánssonar, b. á Kirkjuskarði á Laxárdal fremri í Húnavatnssýslu, Jónssonar. Móðir Hannesar var Amþóra Ólafsdóttir, b. í Garðshorni, Guðmundssonar og konu hans, Þóru, systur Guðrúnar, móður Skáld-Rósu. Önnur systir Þóm var Guðrún eldri, langamma Sigurður G. Flosason. Guðrúnar, móður Friðriks Friðriks- sonar æskulýðsleiðtoga. Þriðja syst- ir Þóru var Sigríður, langamma Sig- urðar Nordals. Þóra var dóttir Guð- mundar, b. í LönguhUð, ívarssonar. Móðir Hannínu var Þóra Jónsdóttir, b. í Hvammkoti á Skaga, Sveinsson- ar og konu hans, Ingibjargar Magn- úsdóttur. Sigurður verður aö heim- an á afmælisdaginn. Andlát Jóhannes Guðnason Jóhannes Guðnason, Hverfisgötu 58, Reykjavík, andaðist þann 18. ágúst síðastliðinn. Jóhannes fæddist 29. september 1921 á Suðureyri við Súgandafjörð. TVeggja ára fór hann í fóstur hjá Áma Sigurðssyni, pósti og segla- saumara, og Sigríöi SvanhUdi Sig- urðaróttir, afasystur sinni á ísafirði, og ólst upp hjá þeim. Þegar Jóhann- es var orðinn stálpaður fór- hann á sumrin í sveit til foreldra sinna og gott samband var á miUi hans og systkina og foreldra. Sextán ára settist hann í Hólaskóla og lauk námi sem búfræðingur tveimur ámm seinna. Jóhannes fluttist ung- ur til Reykjavíkur. Hann vann við bifreiðaréttingar, fyrst hjá BUsmiðj- unni og Columbus en síðan sjálf- stætt. Hann keypti Eldavélaverk- stæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar og framleiddi Sóló-eldavélar í um þrjááratugi. Jóhannes kvæntist Aldísi Jónu Ásmunsdóttur, f. 9. maí 1922. For- eldrar hennar voru Ásmundur Jónsson sjómaður og kona hans, Sigríður Magnúsdóttir, sem bæði erulátin. Böm Jóhannesar og Aldísar eru fimm: Sigríður, f. 10. júní 1943, kenn- ari í Keflayík, gift Ásgeiri Árnasyni kennara; Ásmundur, f. 11. október 1945, b. í Saurbæ, sambýUskona hans er Margrét Guðbjartsdóttir; Auður, f. 9. júní 1947, bankafulltrúi í Rvík, gift Haraldi Lárassyni húsa- smíðameistara; Guðni Albert, f. 27. nóvember 1951, prófessor í Stokk- hólmi, kvæntur Bryndísi Sverris- dóttur þjóðháttafræðingi, og Arn- bjöm, f. 2. október 1958, kennari í Rvík. Barnabörn Jóhannesar og Aldísar era tólf og eitt barnabarna- bam. Systkini Jóhannesar voru tíu. Þar af komust níu tU fullorðinsára. Eitt lést fimm ára og einn bróðir drukknaði með JúU árið 1958. Systk- ini Jóhannesar á lífi era: Guðrún, búsett á Flateyri; Þorleifur, búsettur á Suðureyri; Sveinn, búsettur í Reykjavík; Guðmundur Amaldur, búsettur á Suöureyri; Einar, búsett- ur á Suðureyri; Guðni Albert, bú- settur á Flateyri; Gróa, búsett í Reykjavík, og María Auður, búsett í Reykjavík. Foreldrar Jóhannesar vora: Jóhannes Guðnason. Guðni Jón Þorleifssson, f. 1888, d. 1970, b. 1 Botni í Súgandafirði, og kona hans, Albertína Jóhannes- dóttir, f. 1893, d. 2. janúar 1989. Guðni var sonur Þorleifs, b. á Gils- brekku, Sigurðssonar b. á Látram í Mjóafirði, Þorleifssonar. Útför Jóhannesar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag klukkan 13.30. j FYRSTU SKREFW ERU - SMÁAUGLÝSMGAR! Magnús Haraldsson Magnús Haraldsson sjómaður, Hafnargötu 50B, Bolungarvík, nú vistmaður á Sjúkrahúsi Bolungar- víkur, er áttatíu og fimm ára í dag. Magnús fæddist í Bolungarvík og hefur búið þar alla tíð. Hann giftist Sigríði Níelsdóttur, f. 17. október 1900, d. 2. nóvember 1961. Þau eign- uðust sjö börn og af þeim eru þrjú á lífi: Ágústa, f. 15. ágúst 1929; Margrét, f. 24. október 1930; og Sig- urður, f. 8.'maí 1936. Magnús á tvo bærður, þá Eggert ogMarís. Foreldrar Magnúsar vora Harald- ur Stefánsson og Ágústa Marísdótt- ir. Þau bjuggu í Bolungarvík. Magnús Haraldsson. Til hamingju með afmælið 24. ágúst HaHdóra ísleifsdóttir, Karl Gunnlaugsson, Skólastíg 14A, Stykkishólmi. Garðarsbraut28,Húsavík. --------------------------------- Hanna Sveinbjörnsdóttir, ðC Ava Sunnubraut4,Keflavík. Ingeborg Sveinsson, Egilsgötu 32, Reykjavík. Þorbjörg Pálsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. 70 ára Gunnfríður Friðriksdóttir, Hvanneyrarbraut 60, Sigluflrði. Klara Klængsdóttir, Brúarlandi, Mosfellsbæ. Óskar Jóhannesson, Bólstaöarhlíð27, Reykjavík. Ingunn Pálsdóttir, Stafholti 10, Akureyri. Asta Erna Oddgeirsdóttir, Kleppsvegi70, Reykjavik. Oddur Reynir Vilhjálmsson, Hjallabraut 72, Hafnarflrði. Jóhann Jóhannsson, Eikarlundi 8, Akureyri. EinarSveinsson, Flókagötu 57, Reykjavfk. Hulda Jónasdóttir, Strandarhöfða. Vestur-Landeyjum. Ólafur Orrason, Ljósheimmn 20, Reykjavik. 2 7 0 2 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.