Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Fréttir Hraðfrystihús Stokkseyrar: 280 milljóna aðstoð hef ur ekki dugað stjómin óskar eftir greiðslustöðvun Stjóm Hraðfrystihúss Stokkseyrar hefur samþykkt að leita eftir greiðslustöðvun fyrir fyrirtækið. Að mati sveitarstjóra Stokkseyrar- hrepps stendur núverandi rekstur einfaldlega ekki undir skuldum fyr- irtækisins þrátt fyrir umtalsverða aðstoð hlutafjársjóðs og Atvinnu- tryggingarsjóðs. Hraðfrystihúsið hefur fengið 121 milijon úr hlutafjársjóði. í tengslum við það voru lagðar inn í fyrirtækið 45 milljónir í nýju hlutafé. Af því voru 29 milljónir frá heimamönnum; sveitarfélaginu, verkalýðsfélaginu og einstaklingum. Aðrir nýir hluta- hafar voru Olís, Tryggingamiðstöðin og Skeljungur. Þessu til viðbótar voru skuldir aö verðmæti 15 milljón- ir felldar niður. Samanlögð aðstoð við fyrirtækið í gegnum hlutafjársjóð nam því um 181 milljón króna. Þrátt fyrir þessa miklu aðstoð hef- ur Atvinnutryggingarsjóður ekki enn afgreitt 100 milljón króna skuld- breytingalán þrátt fyrir að það sé búið að þinglýsa skuldabréfum fyrir þeirri upphæð. Að mati sjóðsins væri fyrirtækið einfaldlega of illa sett þrátt fyrir 100 milljón króna skuld- breytingu. „Þetta er ekki nóg til aö fyrirtækið geti lifaö,“ sagði Grétar Zóphonías- son, sveitarstjóri á Stokkseyri. „Kvótinn eins og hann er í dag stendur ekki undir þeim skuldum sem eru á fyrirtækinu. Við gripum til fáránlegra örþrifaráða árið 1987 þegar við seldum bát til að bjarga okkur út úr vandræðum. Þetta gerði ekki annað en að rýra getu frysti- hússins til að standa undir rekstrin- um. Þaö þarf að skera miklar skuldir af fyrirtækinu ef núverandi rekstur á að bera sig. Ef við seldum alla bát- ana með þeim kvóta sem þeir hafa þá færum við nálægt því að eiga fyr- ir skuldum. Hins vegar yrðu 80 til 90 prósent af íbúum staðarins þá at- vinnulaus,“ sagði Grétar. -gse Síldartunnum úr Isnesinu skipað upp á Eskifirði. DV-mynd Emil Sfldarvertíðin undirbum Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Það styttist óðum í næstu síldarver- tíð og farið er að undibúa söltunarp- lönin fyrir vertiðina. Flutningaskipið ísnes kom með fullfermi af plast- tunnum hingað til Eskifjaröar frá Noregi sl. föstudag og fóru sex þús- und tunnur í land hér. Eskiíjörður hefur verið einn af helstu síldarsöltunarstöðum lands- ins undanfarin ár og á síöasta ári var saltað hér hjá sex stöðvum. SOdveiðar í nót eru yfirleitt leyfðar frá 10. október. Arnarnesbrúin formlega opnuð Vígsla áfanga á Hafnarfjarðarvegi, um Arnarneshæð, fer fram á morg- un, föstudag. Mun vegamálastjóri þá afhenda samgönguráðherra Arnar- nesbrúna og aðliggjandi vegamann- virki. Ráðherra mun síðan opna þessa leið formlega fyrir umferð. Athöfnin fer fram á Arnarnesbrúnni klukkan 15. -hlh í dag mælir Dagfari ísland lánar Sovét Eitt helsta efnahagsvandamál ís- lendinga undanfarna áratugi hefur verið gegndarlaus skuldasöfnun erlendis. Um tíma leit út fyrir að komandi kynslóðir réðu ekki við skuldasúpuna og afborganirnar og annaðhvort var fyrir íslendinga að hætta að eiga börn eða þá hitt að koma upp framleiðsluhvetjandi samræöi karla og kvenna. Ef ís- lendingar hættu allt í einu að eiga böm og þjóðin dæi út með þessari eða næstu kynslóð var auðvitað enginn eftir til að borga skuldimar og þá gæti þjóðin slegið og slegið án þess að hafa áhyggjur af fram- tíöinni. Alltaf era það samt einhverjir sem svíkja Ut þegar þjóðarsáttir era gerðar og þess vegna er erfitt fyrir stjómvöld eða sérfræðinga að láta þau boð út ganga aö bameign- um skuh hætt. Einhver þver- móöskufiúl hjú í BHMR myndu áreiðanlega hlaupa út undan sér og neita aö láta gelda sig. Hinn möguleikinn er svo sá að efna til aUsheijarbarneigna og verðlauna fólk fyrir hvert barn og flölga svo þjóðinni að skuldabyrðin dreiföist á fleiri herðar og koma þannig í veg fyrir aRsherjargjald- þrot. Þessar voru áhyggjur stjóm- málamanna og þá sérstaklega þeirra sem sátu í stjórnarandstöðu hveiju sinni. Þeir sem komust í stjóm héldu áfram að slá og slá og það jafnvel þótt það væru sömu mennirnir og höfðu áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna skulda- söfnunar hinna. Þessum áhyggjum fylgdu svo aðr- ar áhyggjur, nefnUega þær að ís- land gæti vart haldiö sjálfstæði sínu með því að vera efnahagslega og íjárhagslega háð öðmm ríkjum og útlendum lánardrottnum. Efna- hagslegt forræði og sjálfstæði yröi fyrir bí ef skuldirnar héldu áfram að hrannast upp í erlendum bönk- um. Svo kom að því að Ólafur Ragnar Grímsson tók við fjármálaráð- herraembættinu og þá brá svo við að Ólafur hætti að slá erlendis og fór að slá hérlendis, með þeim góða og ævintýralega árangri að íslend- ingar fóm að lána sjálfum sér. Þetta er afar hentug aðferð vegna þess að enginn getur farið á haus- inn við þaö að skulda sjálfum sér og komandi kynslóðir geta fæðst og lifað í trausti þess að skuldirnar stafi af lánum sem þær fengu hjá sjálfum sér. Þær verða færðar bæði debet og kredit í fæðingarvottorðin. Nú er lánastaða íslendinga orðin svo góð að íslendingar em farnir að bjóða útlendingum lán í staðinn. Þannig hefur Landsbankinn boðiö Sovétríkjunum að lána þeim fyrir skuldum svo að þeir geti borgað íslendingum fiskinn sem þeir hafa keypt af okkur. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta er tilboð sem Sovétmenn geta ekki neitað. íslendingar selja þeim fisk án þess að Rússamir þuríí að borga. Svo þegar kemur að skuldadögum ætla Islendingar að lána Rússunum svo að þeir geti borgað það sem þeir skulda íslend- ingum. Eina áhyggjuefni Rússa er vitaskuld það að efnahagslegu sjálfstæði þeiira staíi hætta af lána- fyrirgreiðslu íslendinga og svo geti farið að Sovétmenn verði það háðir íslendingum og skuldum vafnir aö íslendingar eignist Sovétríkin upp í skuldirnar! Hvað íslensku þjóðina varðar er þetta óhemjusniðug aðferð til að losna við fisk sem enginn annar vill kaupá. Síldina, karfann, trosið og jafnvel skreiðina sem þeir eru hættir að éta í Nígeríu. íslendingar selja og senda allt ómetið út til Sov- ét, senda Sovétmönnum reikning fyrir matargjöfinni og lána þeim svo fyrir trakteringunum. Þetta endar með því að íslendingar vita ekki aura sinna tal í útistandandi skuldum erlendis og Landsbank- inn stórgræðir á því að eiga inni hjá Rússum. Þessi lánaviðskipti gera meira. Þau krefjast þess að Kaninn og Nató verði hér áfram til að verja landið fyrir árásum Sovétmanna sem vilja taka landið herskildi eins og Saddam Hussein hertók Kúvæt þegar hann var farinn að skulda Kúvæt svo stórar upphæðir að hann haföi ekki efni á því að borga þær. Það sama gæti Rússunum dottið í hug og þess vegna þarf varnarliðið að vera áfram. Þannig sláum við margar flugur í einu höggi með því að bjóða Sovétmönn- um lán til að borga okkur fyrir fisk- inn sem þeir borða en hafa ekki efni á að borga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.