Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rlts tj^rn Auglýsinga- - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Skákþingíslands: Héðinn vann Þröst ( Skákþing íslands hófst á Höfn í Homafirði í gær og var hart barist í fyrstu umferð. Jón L. Ámason vann Þröst Árnason, Margeir vann Björg- vin Jónsson, Hannes Hlífar vann Tómas Bjömsson og Snorri Bergsson vann Sigurð Daða. Mesta athygli vakti sigur Héðins Steingrímssonar á Þresti Þórhalissyni. Þá er Halldór Grétar taiinn hafa betri stöðu í bið- skák gegn Árna Á. Árnasyni. -SMJ Alþjóðlegarallið: Ásgeirog Bragi með forystuna Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guð- mundsson á MS Metro 6R4 bifreið sinni eru með forystuna að loknum fyrsta degi alþjóðlega Kumho-ralls- ins sem hófst í Reykjavík síðdegis í gær. Eknir voru um 220 kílómetrar frá Reykjavík um Suðumesin og þeir Ásgeir og Bragi eru með 47 sekúndna forystu á þá Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Escort sem eru í öðru sæti. í þriðja sæti eru síðan Stein- grímur Ingason og Guðmundur Jónsson á Nissan bifreið, 42 sekúnd- um á eftir Rúnari og Jóni. Rallið heldur áfram í dag og verður lagt upp frá Hjólbarðahöllinni við Fellsmúla í Reykjavík klukkan 16 og komið þangað aftur um klukkan 22 í kvöld. Þá verður keppnin hálfnuð en henni lýkur á laugardag. -VS Akureyri: Skullu saman á Leirubrúnni Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii;. Geysilega harður árekstur tveggja bifreiða varð á Leirubrú á Akureyri seint í gærdag og voru allir úr bif- reiðunum tveimur, alls fjórir, fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur ökumaður annarrar bifreiðar- innar misst vald á henni í miklum vatnselg sem var á brúnni og lenti bifreið hans framan á hinni. Einn hinna fjögurra, sem fluttur var á sjúkrahús, var mikið slasaður en í morgun var ekki nánar vitað um meiðsli hans. Bifreiðarnar tvær eru gjörónýtar. LOKI Hvað er ein ríkisstjórn á móti álveri? Fórnum ekki álveri fyr ir Alþýðubandalagið „Alþýðubandalagið hefur í ár- anna rás verið á móti stóriðju á íslandi og staðið í vegi fyrir því og heft framfarir. Þeir létu undan i þessu máh vegna skynsamlegs málatilbúnaðar iðnaðarráðherra og þrýstings frá verkalýðssamtök- unum. Nú hafa þeir fundið flöt til að taka upp fyrri stefnu,“ sagði Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðuflokksins, um ummæli Steingríms J. Sigfússonar land- búnaðarráðherra í DV í gær um að þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefði í raun hafiiað byggingu álvers ef það verður á Reykjanesi. - Hefur iðnaðarráðherra svo víð- tæk völd í þessu máli að hann geti knúið þaö í gegn án samþykkis Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn? „Nei. En þá verða stærri atburðir aö gerast. Við getum ekki fórnað þjóðarliagsmunum fyrir setu Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn," sagði Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars hefur þingflokkur Alþýðuflokksins þá stefnu að hlíta mati þeirra fyrir- tækja sem að álverinu munu standa. Það mat tekur mið af hag- kvæmni og umhverfisþáttum til margra ára. Alþýðuflokkurinn vill ekki standa fyrir þvi að fóma gríð- arlegum fjármunum i mörg ár til að setja álver niður þar sem það er óhagk\ræmt. Það er því alls ekki ólíklegt að álmálið geti leitt til stjórnarslita. Talið er langlíklegast að Atlants- ál-hópurinn vilji setja álverið niður á Keilisnesi. Það sé bæði hag- kvæmast út frá peningasjónarmiö- um og eins sé mtnnst hætta á alvar- legum afleiðingum mengunar þar. Eins og Steingrimur J. Sigfússon lajidbúnaðarráðherra sagði í DV í gær þá mun Alþýðubandalagið ekki samþykkja álver á Keilisnesi. Karl Steinar, þingmaður krata, segir nú að slik afstaða mundi nán- ast sjálfkrafa leiða til stjórnarslita. -gse Það er vist óhætt að segja að gullið flæði um götur, slíkt er verðið á þorskkílóinu um þessar mundir. Þessi fisk- verkandi hefur verið að flýta sér aðeins of mikið með farm sinn hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar og misst hann niður fyrir vikið. Á Hafnarfjarðarmarkaðnum hefur fiskverð verið geipihátt eins og á Faxamarkaði. DV-mynd S Veðriö á morgun: Norðlæg átt um mestallt landið Norðlæg átt verður um mestallt landið, víðast fremur hæg. Við norðurströndina verður þokuloft og dálítil rigning eða súld sums staðar norðanlands en bjart veö- ur að mestu sunnanlands og vest- an. Hiti verður 7-12 stig, hlýjast sunnanlands. Stútur stakk af Þrír aðilar voru teknir fyrir ölvun- arakstur í Reykjavík í nótt. Einn þeirra var eitthvað óánægður með gang mála og stakk af. Hann fór heim til sín með lögregluna á hælunum. Þar hélt hann uppteknum hætti og skreið út um gluggann og hljóp af stað. Hann náðist þó fljótlega og rétt- vísinni varð framgengt. -pj Metverð á Faxamarkaði: Þorskkílóið í134 krónur Metverð náðist á Faxamarkaði í gær þegar þorskur komst upp í 134 króna meðÉdverð. Þetta var hluti af stórum slægðum þorski sem var yfir 10 kiló að þyngd. Hér er um að ræða svokallaðan „saltarafisk" sem á að fara í saltfisk. Fiskurinn var úr Snæ- björgu frá Ólafsfirði og var um að ræða 5 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Faxa- markaði þá er feikilegur slagur um fisk þessa dagana. Mikið er siglt með afla og menn reyna því allt til að ná til sín fiski til að standa við gerða samninga. Það var til dæmis ekki bara stóri þorskurinn sem komst í gott verð í gær því smærri fiskurinn fór einnig á mjög háu verði, eða á milli 92 og 103 kr. kílóið. -SMJ Einn sá ódýrasti í bænum ÍSVAL v/Rauðarárstig cöTjfTesNAKe DAGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.