Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 18
26 FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. Iþróttir Útreikningar SSP veðbankans í London um gengi íslensku liðanna í EM í knattspymu: Möguleikar KA, Fram og FH á sigri nánast engir -1 á móti 2000 að Fram vinni Evrópukeppni bikarhafa. Liverpool spáð sigri í Englandi Samkvæmt útreikningum SSP veöbankans í London eiga íslensku félögin ekki beint mikla sigurmögu- leika í Evrópumótunum í knatt- spymu, enda varla viö því að búast. Möguleikarnir á því að KA verði Evrópumeistari era taldir vera 1 á móti 5000, möguleikarnir á aö Fram sigri í Evrópukeppni bikarhafa 1 á móti 2000 og möguleikar FH á að vinna UEFA-bikarinn 1 á móti 3000! AC Milan líklegast í Evrópukeppni meistaraliða Evrópumeistarar AC Milan frá Ítalíu eru taldir líklegir til að hampa Evr- ópubikamum þriðja árið í röð. Möguleikar þeirra eru taldir 1 á móti 3,2. Bayern Múnchen frá Vest- ur-Þýskalandi er í öðra sæti með 1 á móti 5 en síðan koma Napoli frá ítal- íu og Real Madrid frá Spáni með 1 á móti 5,5. Næstu lið þar á eftir eru Marseille (1/10), Glasgow Rangers (1/15), Dinamo Bukarest og Porto (1/20). KA er næstneðst ásamt La Valetta frá Möltu en Union frá Lux- emburg neðst með 1/10000. Mótherjar KA, CSKA frá Búlgaríu, eru í 14.-15. sæti með 1/80. Juventus á toppnum í Evrópukeppni bikarhafa Juventus frá Italíu þykir sigur- stranglegast í Evrópukeppni bikar- hafa með möguleikana 1 á móti 3,25. Barcelona frá Spáni er næst með 1 á móti 5 og síðan Sampdoria frá Ítalíu með 1 á móti 5,5. Þá koma PSV Eind- hoven (1/6,5), Manchester United (1/10), Steaua og Dinamo Kiev (1/15). Fram er í 29.-31. sæti ásamt Sliema frá Möltu og Famagusta frá Kýpur en fyrir neðan eru Bray frá írlandi með 1/5000 og Hesperange frá Lúx- emborg með 1/10000. Djurgárden frá Svíþjóð, sem mætir Fram, er í 18.-19. sæti með 1/100. Inter efst í UEFA-bikarnum ítalir þykja líka sennilégir til afreka í UEFA-bikaraum því þar er Inter Milano á toppnum með 1 á móti 6,5. Köln frá Vestur-Þýskalandi er næst með 1 á móti 8 og síðan Bayer Lever- kusen frá sama landi með 1 á móti 12. Síðan koma Frankfurt, Mechelen, Dortmund, Aston Villa, Anderlecht, >/<' ' , U, y'ívú.: ' * V * ' -t. - |jg|J| f j|i • Pétur Arnþórsson Framari sést hér i leik gegn KR. Pétur og félagar eiga ekki mikla möguleika á sigri i Evrópukeppni bikarhafa ef marka má útreikn- inga SSP veðbankans í London. DV-Brynjar Gauti Beniica og Roma, öll með 1 á móti 15. FH er í 61.-62. sæti en fyrir neðan eru Hibemians frá Möltu með 1/5000 og Avenir Beggen frá Luxemborg með 1/10000. Andstæðingar FH, Dundee United frá Skotlandi er í 20.-23. sæti með 1/40 og er samkvæmt því metið það öflugasta af þeim liðum sem mæta íslensku félögunum. Liverpool spáð yfirburðum í Englandi Miðað við útreikninga SSP ætti Live- rpool að hafa mikla yfirburði í ensku knattspymunni í vetur. Það gefur lítið í aðra hönd að veðja á meistar- ana, þeir eru með möguleikana 1 á móti 1,8. Annars er röðin í ensku 1. deildinni þessi: Liverpool (1/1,8), Tottenham (1/7), Arsenal (1/9), Manchester Un- ited (1/12), Everton (1/14), Aston Villa (1/15), Nottingham Forest (1/16), Chelsea (1/30), Leeds (1/33), Manc- hester City (1/66), QPR (1/66), South- ampton (1/66), Norwich (1/66), Derby (1/80), Coventry (1/100), Crystal Palace (1/100), Wimbledon (1/150), Shefíleld United (1/150), Luton (1/200) og Sunderland (1/250). í 2. deild er Shefíield Wednesday spáð sigri en í næstu sætum ættu að verða West Ham, Newcastle, Old- ham, Swindon og Millwall, en Hull, Plymouth og Brighton er spáð botn- sætunum. Borgar sig ekki að veðja á Rangers Fyrir þá sem fylgjast með skosku knattspyrnunni er Ijóst að enginn sem veðjar á Glasgow Rangers verð- ur ríkur. Möguleikar skosku meist- aranna eru taldir enn meiri en hjá Liverpool í Englandi, eða 1 á móti 1,45. Annars er röðin þar þessi: Ran- gers (1/1,45), Celtic (1/4,5), Aberdeen (1/8), Dundee United (1/16), Hearts (1/20), Hibernian (1/100), og síðan koma St. Mirren, Dunfermline, St. Johnstone og Motherwell, öll með 1/250. Míianóliðin efst á Ítalíu í útreikningum fyrir ítölsku 1. deild- ina koma fyrir sömu lið og eru á toppnum í Evrópumótunum. Inter Milano er spáð sigri með 1 á móti 3,5 en AC Milan er skammt undan með 1 á móti 3,75. Síðan koma Juventus (1/4), Napoli (1/5,5), Sampdoria (1/12) og Roma (1/16), en önnur lið eru langt þar fyrir neðan. -VS Kvennaknattspyma: Helena varð markahæst -lokatölur úr 1. deild kvenna Keppni í 1. deild kvenna lauk um síðustu helgi en þá léku lið KA og ÍA á Akureyri. Skagastúlkur sigruðu með miklum yfirburðum, 1-7. Júlía Sigursteinsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Skagaliðið, Anna Lilja Valsdóttir tvö og þær Sigurlín Jóns- dóttir og Elín Davíðsdóttir eitt mark hvor. Linda Hersteinsdóttir náði að minnka muninn fyrir KA. Lokastaðan 1. deild kvenna 10 8 0 2 19-5 24 10 7 1 2 20-9 22 Valur...........10 4 2 4 21-12 14 KR..............10 3 3 4 17-19 12 Þór.............10 3 1 6 11-16 10 KA..............10 1 1 8 6-33 4 Helena Ólafsdóttir varð markadrottning Helena Ólafsdóttir, KR..............7 Sigrún Óttarsdóttir, UBK............6 Guðrún Sæmundsdóttir, Val...........6 Júlía Sigursteinsdóttir, LA.........5 Ellen Óskarsdóttir, Þór.............5 Bryndís Valsdóttir, Val.............5 -ih Sport- stúfar Tveir leikmenn 3. deildar liös Reynis frá Árskógsströnd voru úr- skurðaöir í þriggja leikja bann á fundi aganeftidar KSÍ í fyrradag. Það eru Kristján Sigurðsson, sem á dögunum var rekinn af velli í þriðja sinn á tímabilinu, og Friðrik Magnússon sem fékk tveggja leikja bann vegna bjottvísunar og eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Tveir aörir úr 3. deild, Trausti Hrafnsson h)á BÍ og Sigur- jón Dagbjartsson úr Haukum, feng- u eins leiks bann. Tveir leikmenn 4. deildar liðs Gróttu fengu tveggja leikja bann, þeir Kristján V. Björg-' vinsson og Kristján Pálsson. Þá var Hjálmar HaUgrímsson, fyrirliði 2. deildar liðs Grindvíkinga, úrskurð- aður í tveggja leikja bann en ekki eins leiks bann eins og sagt var í DV x gær. IrakogKúvæt bæði á Asíuleikana? írakar hafa tilkynnt að sameinað lið íraks og Kúvæts muni keppa á Asiuleikunum sem fram fara í Kína í næsta mánuöi. Sendiherra íraks í Japan skýrði frá þessu í gær og sagöi ekki annað koma til greina þar sem Kúvæt væri nú hluti af Irak. SendiherraKúvæts sagði hins vegar að þjóð sín tæki þátt í leikun- um þótt þaö yrði karmski aðeins á táknrænan hátt. Kínverjar hafa sagt að bæði írakar og Kúvætmenn væru velkomnir til leikanna. Heyrst hefur að knattspyrnulands- lið Kúvæt hyggi á þátttöku í leikun- um en það var erlendis á keppnis- ferð þegar írakar réðust inn í landið þann 2. ágúst. Knattspyrnu- liö íraks er þegar komið til Kína og muft dvelja þar við æílngar og keppni fram að leikunum. Romario meiddur aftur Brasiliski knattspymumaðurinn Romario, sem leikur með PSV Eindhoven í Hollandi, var borinn af velli á lokarainútunum þegar PSV lék við Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni á þriöjudagskvöld- ið. Romario var þá að leika fyrsta leik sinn með félaginu síðan hann fótbrotnaði i mars og var búinn að skora tvö mörk í 5-0 sigri, Hann meiddist á hné og ekki er ljóst hve alvarleg meiðslin eru en hann verður ekki með PSV í næstu leikj- um. Reykjavíkurmótið í handbolta að hefjast Reykjavíkurmótið í handknattleik hefst á laugardaginn kemur, 1. september, bæði í meistaraflokki karla og kvenria. Mótið fer allt fram í Seljaskólanum. Byrjað verður klukkan 13 á laugardag og þá eru þrír leikir í kvennaflokki, Víking- ur-ÍR, Valur-KR og Fram- Árrnann. Að lokum mætast Fram ogÁrmann í karlaflokki. Það vekur athygli aö Valsmenn taka ekki þátt í mótinu í karlaflokki að þessu sinni. UBK ÍA....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.