Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990. 13 A.G.S. skrifan Ég er alveg að riftia úr reiöi eft- ir að hafa lesið grein á baksíðu DV undir fyrirsögninni „Kona handtekin vegna forsjárdeílu". - Þar er sagt frá forsjárdeilu konu nokkurrar við fyrrverandi eigin- mann sinn sem búsettur er á Spáni. Hann hefur fengið forræöi yfir barni þéirra og ef mig minnir rétt, þá kom þetta mál upp 1 fy rra. En það sem stingur mig mest er setningin „...barnið og móðir hennar neita hins vegar að það fari aftur utan til fóður síns... “ Þaö er greinilegt að barniö vill ekki vera hjá fóður sínum og það hefur margoft komið fram. Hvers konar mannvonska er þetta eig- inlega - að ætla að neyða barnið úr landi gegn vilja sínum? Og hvers konar félagsraálaráð búum við eiginlega við? Varla getur móöir barnsis verið svona vanhæf til umönnunnar þegar barnið vill hvergi annars staðar vera. Það þyrfti að stokka algjörlega upp hjá barnavemdar- ráði og félagsmáiabákninu. Það er greinilegt að þar situr fólk sem alls ekki er starfl sínu vaxið. Þetta hefur sýnt sig aftur og aftur þegar verið er að rífa börn upp frá heimilum sinum á algjörlega röngum forsendum. Þegar kennarar barnanna, sál- fræðingar og allt það fólk sem umgengst það daglega segir að ekkert ami að barninu, að það sé greinilega hamingjusamt og á- nægt, en hiö opinbera stendur fast á því aö rífa barnið burt - þá er eitthvað að, og það meira en lítiö. - Hvaða rétt hefur hópur fólks á launum hjá ríkinu til að eyöileggja barnssál og valda barni óbætanlegu tjóni? Ég skora á alla þá sem hug og þor hafa að mótmæla þessum órétti og láta heyra i sér. - Og viö þíg, móður þessa bams, vil ég segja: Gefstu aldrei upp. Það er til mikið af fólki sem styður þig. Ég vona svo sannarlega, aö þessu máli ijúki á farsælan hátt - fyrir barnið. Lesendur Baráttan í Hafnarfirði i næstu þingkosningum stendur á milli Guðmundar Árna Stefánssonar og Kolbrúnar Jónsdóttur - að mati bréfritara. Pólitískir þankar úr Haf narf irði Gaflari skrifar: Hér í Hafnarfirði er rétt aðeins hafin póhtísk umræða um væntan- legar þingkosningar að vori. Eins og margir vita komu kratar hér í bæ út með stórsigur síðast. Framsóknar- menn fundust ekki, en kommar eiga sitt fylgi, sem sé einn þingmann, Geir Gunnarsson, hinn ágætasta mann. - Sjálfstæðismenn eru í sárum eftir bæjarstjórnarkosningarnar og virðast að flestu leyti vera í eins kon- ar dvala. Búast má við að Guðmundur Árni Stefánsson bjóði sig fram. Ef svo fer, munu margir Hafnfirðingar kjósa hann. Þetta þýðir að Sjálfstæðis- fiokkurinn. má vara sig, hann á að- eins eina atkvæðabeitu á móti Guö- mundi Árna. Ferskan og fríðan full- trúa sem fólk talar mikið um, en eigi veit ég hvort hann er tilbúinn í þenn- an mikla slag. - Það er stolt okkar hér í Hafnarfirði, Kolbrún Jónsdótt- ir, sem gekk til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn í síðasta þingi. Það er engin spurning, ef velja á milh Guðmundar Árna og Kolbrúnar aö þá kemur hulduher Alberts Guð- mundssonar Sjálfstæðisflokknum th hjálpar svo að flokkurinn bíði ekki afhroð í Hafnarfirði vegna rangra frambjóðenda eins og skeði í bæjar- stjórnarkosningunum sl. vor. Sjálfstæðismenn og konur; við þurfum á átkvæðum að halda, við hér á Reykjanesi getum ekki tapað tveimur þingmönnum eins og skeði í þeim síðustu - til Borgaraflokksins. - Nú fara þeir á silfurfati til Al- þýöuflokksins. Spurningin er: viljum við Kolbrúnu eöa Guðmund Árna - og einn th? Hringið í síma milli kl. 9 og 16, eða skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. Fiskvinnslustörf Óskum að ráða nokkrar stúlkur, vanar snyrtingu og pökkun. Ennfremur nálgast síldarfrysting og vantar okkur þá nokkra starfsmenn. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 97-81200 Kask, fiskiðjuver, Höfn, Hornafirði 'fc. '/V\ ÚCr.vNbl mmm ■ TILBOÐ FRVSTIKISTUR MÁL H x B x D STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B 20 31.950 90 x 98 x 65 2751 B 30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 B 50 43.470 ÁRATUCAREYNSLA DÖNSK CÆÐATÆKI A CÓÐU VERÐI V/SA 77 Samkort iií SAMBANDSINS a VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 6812 66 LJOSMVNDASAMKEPPNI OG FERÐAMALAARS EVRÓPU1990 Skilafrestur er til 1. september iðfangsefni keppninnar er ferðalög og útivist og verða myndirnar að tengjast þv> efni á einhvern hátt. Þær geta verið bæði svarthvítar og í lit eða litskyggnur af ferðalögum og útivist innanlands sem utan. Glæsilegir vinningar eru í boði fyrir bestu myndirnar. 1. Lundúnaferð fyrir tvo með Flugleiðum. Innifalin er hótelgisting með morgunverði í þrjár nætur. 2. Farseðlar að eigin vali fyrir tvo til áætlunar- staða Flugleiða innanlands. 3. Dvöl á Edduhóteli, Ferðaskrifstofu íslands, að eigin vali fyrir tvo, gisting og morgun- verður í fimm nætur. enda skal myndirnar til DV fyrir 1. september og merkja þær: Ljósmyndasamkeppni, DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Með myndunum skal fylgja lokað umslag með nafni, heimilisfangi og símanúmeri þátttakenda. 4. Hringmiði fyrir tvo kringum landið með sérleyfisbílum BSÍ. 5. Helgarferð fyrir tvo í Þórsmörk með Ferða- skrifstofu BSÍ og Austurleið. 6. -10. Bókaverðlaun. Sú mynd, sem verður í fyrsta sæti í þessari ljósmyndakeppni, mun taka þátt í sérstakri keppni á vegurn Ferðamálaárs Evrópu 1990 í Grikklandi seint á þessu ári. Þar munu ellefu- Evrópuþjóðir auk íslands keppa urn bestu myndina um ferðalög og útivist. f F.Rfj vSkklf VíOF A ÍSI.AMjS FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.