Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990.
íþróttir
Pétur nr. 12
- í kúluvarpinu á EM í Split
Pétur Guðmundsson varð í 12.
sæti í kúluvarpskeppni Evrópu-
mótsins í Split í Júgóslavíu í gær-
kvöldi. Pétur varpaði kúlunni
19,46 metra sem er nokkuð langt
frá besta árangri hans. Sigurveg-
ari varö Austur-Þjóðveijinn Ulf
Timmermann en hann varpaði
lengst 21,32 metra.
Keppt var til úrshta í nokkrum
greinum í Spht í gær. Ilke
Wyludda, Austur-Þýskalandi,
varð Evrópumeistari í kringlu-
kasti kvenna og kastaði 68,46
metra. Önnur varð Olga Burova
frá Sovétríkjunum með 66,72
metra og þriðja Martina HeU-
mann, Austur-Þýskalandi, með
66,66 metra.
• Frakkinn Christian Plaziat
vann gullverðlaunin í tugþraut
og hlaut 8.574 stig. Hann hljóp 100
m hlaup á 10,72 sek., stökk 7,77
metra í langstökki, hljóp 110 m
grindarhlaup á 14,19 sek., stökk
2,10 metra í hástökki, kastaði
kringlu 44,36 metra, hljóp 400 m
hlaup á 47,10 sek„ varpaði kúlu
133,98 metra, stökk 5 metra í
stangarstökki, kastaði spjóti 54,72
metra og hljóp 1500 m hlaup á
4:27,83 mínútum.
• Grit Breuer frá Austur-
Þýskalandi varð Evrópumeistari
í 400 m hlaupi á 49,50 sekúndum.
Önnur varð Petra Schersing,
landa hennar, á 50,51 sekúndum
og þriðja Marie-Josee Perec frá
Frakklandi á 50,84 sekúndum.
• Bretinn Tom McKean vann
yfirburðasigur í 800 m hlaupi
karla og fékk tímann 1:44,76 mín.
Annar varð landi hans, David
Sharpe, á 1:45,59 mín. og þriðji
Pólveijinn Piotr Piekarski á
1:45,76 mín.
• Sigrun Wodars frá Austur-
Þýskalandi vann 800 m hlaup
kvenna á 1:55,87 mín. Önnur varð
landa hennar Christine Wachtel
á 1:56,11 mín og þriðja Lilia Nur-
utdinova frá Sovétríkjunum á
1:57,39 mín.
-SK
Arsenalsigur á Highbury
í gærkvöldi voru fjórir leikir í
1. deild ensku knattspyrnunar.
Arsenal sigraði Luton, 2-1. Dan-
inn Lars Elstrup skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Luton á 12.
mínútu en Paul Merson jafnaði
metin fyrir Arsenal á 38. mínútu.
Það var síðan Michel Thomas
sem tryggði Arsenal sigurinn
með marki á 69. mínútu.
• Coventry sigraði Everton,
3-1. David Speedie og Kevin
Challacher komu heimamönnum
í 2-0. Pat Nivén minnkaði mun-
inn en Tony Dobson skoraði
þriðja mark Coventry á 71. mín-
útu.
• Derby og ShefQeld Utd.
skildu jöfn á Baseball Ground,
1-1. Markahrókurinn Dean
Saunders skoraði fyrir Derby á
66. mínútu en Brian Deane jafn-
aði fyrir gestina á síðustu mínútu
leiksins.
• Þá sigraöi Wimbledon lið
QPR á útivelli, 0-1. Það var John
Fashanu sem skoraði eina mark
leiksins 10 mínútum fyrir leiks-
lok.
• í 2. deild var einn leikur.
West Ham og Plymouth skOdu
jöfn, 1-1. Þa fóru nokkrir leikir
fram í 1. umferð deildarbikar-
keppninnar og urðu úrsht þessi:
Bradford-Bury 2-0, Brighton-
Northampton 0-2, Bristol R-
Torquay 1-2, Exeter-Notts
County 1-1, Huddersfield-Bolton
0-3, Maidstone-Leyton 2-2,
Stoke-Swansea 0-0, WBA-Bristol
2-2. .
St Mirren tapaði
St. Mirren er úr leik í skosku
deildarbikarkeppninni eftir tap
gegn Hearts í gærkvöldi, 0-1, eftir
framlengingu. Aberdeen sigraði
Sranraer, 4-0, Himilton tapaði
fyrir Celtic, 0-1, Raith sigraði
Hibernian 1-0.
-GH
Knattspyrnustúfar
Heil umferð var leikin í
frönsku 1. deildinni í knattspymu
í gær. Marseille sigraði Borde-
aux, 2-0, og skoraði Pierre Papin
bæði mörk Marseihe. Önnur úr-
sht urðu þannig: Brest-Montep-
ellier 1-1, St Etienne-Caen 0-0,
Monaco-LiUe 1-1, Nancy-Aux-
erre 1-1, Paris SG-Lyon 3-0,Tou-
louse-Nantes 2-0, Sochaux-Toul-
on (H), Rennes-Nice 0-3.
• í Belgíu voru nokkrir leikir
háðir í gærkvöldi og Urðu úrslit
þessi: Anderlecht-St Truiden 1-0,
Charleroi-Mechelen 5-1, Club
Brugge-Lokeren 1-0, Standard-
Molenbeek 1-0, Ekeren-Antwer-
pen 2-2, Kortrijk-FC Liege 2-6,
Lierse-Cercle Brugge 4-0, Beer-
schot-Waregem 1-1.
• f HoUandi urðu úrslit þessi:
FC Twente-Den Haag 2-1, Schied-
am-Feyenoord 0-0.
• Þrír vináttulandsleikir i
knattspyrnu fóru fram í gær-
kvöldi. í Portúgal skildu heima-
menn og heimsmeistarar V-Þjóð-
verja jafnir, 1-1. Lothar Matthaeus
skoraði fyrir heimsmeistarana en
Riu Aguas jafnaði fyrir heima-
menn. í Moskvu töpuðu Sovét-
menn fyrir Rúmenum, 1-2. Mic-
hailichenko skoraði fyrir Rússa en
Leketush og Lupescu skoruðu
mörk Rúmena. Þá skildu Finnland
og Tékkóslavía jöfn, 1-1.
-GH
Magnús í SS
Magnús Már Ólafsson, einn fremsti sundmaður landsins, hefur til-
kynnt félagaskipti úr Þór, Þorlákshöfn, yfir í Sundfélag Suðumesja
(SS) og keppir undir merkjum þess í vetur. Hann er að flytja til Kefla-
víkur og stundar þar nám í vetur.
„Við eram mjög ánægðir með að fá Magnús í okkar raðir og erum
nú með tvo af bestu sundmönnum landsins, hann og Eðvarð Þór Eð-
varðsson, í okkar félagi. Þeir era jafnframt einu A-landsliðsmennirn-
ir sem æfa hér heima um þessar rnundir," sagði Jón Helgason, stjórn-
armaður hjá SS, í samtaU við DV í gær.
Sundfélag Suðumesja hefur ráðið til sín vestur-þýska þjálfarann
Martin Rademacher og hann er þegar tekinn til starfa. „Hann er mjög
fær þjálfari og við völdum hann úr hópi átta vestur:þýskra umsækj-
anda,“ sagði Jón Helgason. -VS
::
.
í.' íjs
Æsispennandi úrsUtaleik
Vals og KR í bikarkeppni KSÍ
í gærkvöldi lauk með sigri
Vals, 5-4. Liðin höfðu leikið
í 240 mínútur án þess að fá fram úrsUt
og því varð að grípa til vítaspyrnu-
keppni. Bjöm Rafnsson KR-ingur og
Snævar Hreinsson, Val, misnotuðu
vítaspyrnur og staðan því 4-4 eftir
fimm spymur. Gunnar Skúlason mis-
notaði þessu næst vítaspyrnu fyrir KR
en Sigurjón Kristjánsson skoraði af
öryggi fyrir Val og lokatölur því 5-4 og
Valur bikarmeistari.
Spennan var ótrúleg er vítaspymu-
keppnin hófst í myrkrinu. Á óvart kom
er Bjöm Rafnsson var látinn taka víta-
spyrnu, sem var varin, fyrir KR-inga
en hann hafði í úrslitaleikjunum báð-
um misnotað fjölmörg góð marktæki-
færi. Þá fannst KR-ingum mark Stein-
ars Adolfssonar í vítakeppninni vafa-
samt en skot hans fór í stöngina og
þaðan í bak Ólafs í markinu og í netið.
Vildu margir þeirra meina að eftir að
knötturinn hafði farið í stöngina hefði
spyrnunni verið lokið.
KR-liðið lék vel í gærkvöldi en þó var
enginn betri en Rúnar Kristinsson sem
var yfirburðamaður á vellinum. Hjá
Val var Einar Páll Tómasson bestur.
Þetta var sjötti bikartitill Valsmanna
og örugglega sá ódýrasti. í gærkvöldi
voru það KR-ingar, sem ekki hafa unn-
ið íslandsmót eða bikarkeppni í 23 ár,
sem voru mun betri aðilinn og verð-
skulduðu svo sannarlega sigur. KR-
ingar fengu urmul marktækifæra en
þau fóru öll forgörðum. Valsmenn áttu
varla marktækifæri í leiknum í gær-
kvöldi og sigur þeirra var þjófnaður svo
ekki sé meira sagt. Ekki er hægt annað
en að minnast á framkomu stuðnings-
manna Valsliðsins í garð Atla Eðvalds-
sonar. Þeir púuðu og hrópuðu ókvæðis-
orð að Atla fyrir leikinn og á meðan á
leiknum stóð. Var greinilegt að það fór
í taugamar á stuðningsmönnum Vals
að hinn snjalli leikmaður Atli Eðvalds-
son skyldi ekki leika í búningi Vals-
manna.
KR-ingar geta sjálfum sér um kennt
að hreppa ekki bikarinn. Það hefur
ekkert lið efni á því að misnota svo
mörg marktækifæri sem KR í gær-
kvöldi. KR-ingar vora mun betri aðil-
inn í leiknum sem þó var langt frá þvi
að vera vel leikinn. Vesturbæjarliðinu
virðist fyrirmunað að vinna langþráð-
an titil og vonbrigði KR-inga í gær voru
ótrúleg og er það auðskilið. En svona
er knattspyman. Það sem gildir er að
koma tuðrunni í net andstæðinganna
og það fengu KR-ingar að reyna í gær-
kvöldi.
Valsmenn léku mjög illa í gærkvöldi
og líklega einn slakasta leik sinn í sum-
ar. Sævar Jónsson styrkti þó vörnina
en hann verður þó enn að bíta í það
súra epli að fara í leikbann (sjá frétt til
hhðar).
Furðulegur leiktími
og vitlaus dagur
Þegar líða tók á leikinn í gærkvöldi var