Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990.
Útlönd
* námsmenn
Lögregla nálaegt Höföaborg i Suð-
ur-Afrlku skýtur á námsmenn.
Símamynd Reuter
Suður-afrísk lögregla skaut í gær
fuglahöglum, gúmmíkúlum og
táragasi aö námsmömium við
Höíðaborg sem mótmæltu ofbeld-
inu í úthverfum blökkumanna. Að
minnsta kosti tíu manns særðust í
skothríðinní.
Talsmaður lögreglunnar sagði
mótmælagöngu námsmanna hafa
verið ólöglega og að námsmenn
hefðu kastað gijóti að lögregiu og
farartækjum er óku fram hjá há-
skólanum. Lögreglan kvaðst ekki
hafa skotið gúmmíkúium að náms-
mönnum.
Lýst eftir vitni
Allar tilraunir til að hafa upp á fyrsta vélstjóra á farþegaferjunni
Scandinavian Star, sem eldur kom upp í 7. apríl síðastliðinn, hafa verið
árangurslausar. Vélstjórinn er einn þeirra skipveija sem aldrei var yfir-
heyrður í fyrstu tveimur umferðum sjóprófanna.
Nú telja þeir sem rannsaka slysiö að hann geti veitt mikilvægar upplýs-
ingar þegar næsta umférð sjóprófa fer fram í októberbyrjun.
Franskir bændur mótmæla
Simamynd Reuler
Lögreglan í Gainesviile í Flórída reyndi í gær að fullvissa skelfmgu
lostna íbúa bæjarins um að allt yrði gert til aö ná þeim sem myrti fimm
stúdenta á grimmilegan hátt.
Aö sögn lögreglustjóra bæjarins leikur grunur á aö morðinginn, eða
morðingjarnir, séu enn á staðnum. Sagði lögreglan að ekki væri vitað
hvort um einn eða fieiri morðingja væri að ræða. Lögreglan taldi ekki
útilokaö að fyrsta morðið hefði átt sér stað á fimmtudaginn í síðustu viku
en fyrstu líkin fundust á sunnudaginn. Fjögur hinna myrtu voru ungar
konur á aldrinum 17 til 23 ára. Einn karlmaöur var meðal þeirra sem
voru myrör og var hann sambýlismaöur eins fómarlambanna.
Reuter og Hit7.au
Franskir bændur siepptu um fimmtíu kindum fyrir framan byggingu
Evrópuþingsins í Strasbourg í gær. Voru bændur meöal annars aö
mótmæla verðlækkun á kjöti. Simamynd Reuter
Bændur um allt Frakkland efndu til mótmæla í gær vegna iækkaðs
verð á kjöti. Einníg voru bændur að mótmæla því aö þeim hefðu ekki
borist bætur vegna mikilla þurrka í landinu.
Við landamæri Vestur-Þýskalands hindruöu bændur umferð og lenti
þeim saraan við óeirðalögreglu. Átta lögreglumenn meiddust í átökum
viö fjögur hundruö bændur í Evreux í Normandí sem geröu árás að opin-
berum skrifstofum. Við Strasbourg hindruðu bændur umferð um brú og
í miðbæ Clermont-Ferrand rifu þeir niður umferðarskilti. Einnig komu
bændur fyrir heyi á jámbrautarteinum. í Angers beitti lögregla táragasi
til aö dreifa hundruöum mótmælenda sem köstuðu grjóti að skattstofunni.
Bændur fullyrða að aukinn innflutningur frá öðrum Evrópubandaiags-
ríkjum, einkum frlandi, og frá Austur-Evrópu hafi oröið til þess að verð
á nautakjöti hafi lækkaö um sex prósent frá því í júní.
Fólksfjölgun á Grænlandi
Þann 1. janúar síöastliðinn voru íbúar Grænlands orðnir 55.558 og haíði
þeim íjölgað um 387 frá því 1. janúar 1989. Af þessum 55.558 eru 46.142
fæddir á Grænlandi en flestir hinna eru fæddir í Ðanmörku.
Mesta íjölgunin hefúr orðiö í bæjunum. Á landsbyggðinni eru íbúarnir
9.582 og hefur þeim aðeins fiölgað um 56.
Mordingja leitað
Varnarmálaráðherra Bretlands, Tom King, um borð i bresku herskipi í Bahrain í gær. Hann hefur verið á þriggja
daga ferðalagi um Persafióasvæðið. Símamynd Reuter
Iraksforseti:
Engar leyni-
legar viðræður
Saddam Hussein íraksforseti hefur
vísað á bug þeirri frétt að írakar eigi
í leynilegum samningaviðræöum við
Bandaríkin. Hann kveðst hins vegar
reiðubúinn til að íhuga allar tillögur
um hvemig binda megi enda á deil-
umar. í viðtali við bandarísku sjón-
varpsstöðina CBS ítrekaði íraksfor-
seti að írakar myndu ekki verða
fyrstir til að hefja stríð. Aöeins tveir
Vesturlandabúar, sautján ára gömul
bresk stúlka og bamshafandi
spænsk kona,fóru frá írak í morgun
en írösk yfirvöld höföu tilkynnt að
öllum vestrænum konum og börnum
væri heimilt að fara frá írak frá og
með deginum í gær. Breska stúlkan
kvaðst ekki hafa veriö í haldi íraskra
yfirvalda heldur hefði hún dvalið
meðal vina í Bagdad.
Dagblað í New York greindi frá því
í gær að írakar væru að reyna að
semja leynilega við Bandaríkja-
menn. Hefðu þeir boðist til að fara
frá Kúvæt og láta gísla lausa gegn
því að efnahagsþvingunum gegn
þeim yrði aflétt. Auk þess áttu þeir
að hafa farið fram á ömggar sigling-
ar um Persaflóa og yfirráð yfir
Rumailah olíusvæðinu við landa-
mæri Kúvæts. Að sögn blaðsins hafði
Scowcroft, þjóðaröryggisráðgjafa
Bandaríkjanna, verið afhent tilboðið
af fyrrum háttsettum bandarískum
embættismanni. í Hvíta húsinu segja
menn að Scowcroft hafi borist hug-
myndir um lausn deilunnar. Þar
neita menn hins vegar að tjá sig um
hvort þær hafi komið frá írak.
Sendiherra íraks í Washington
sagði í gær að auk kvenna og barna
yrðu karlmenn einnig látnir lausir
ef Bandaríkin lofuðu að ráðast ekki
á land hans. Bandaríkin höfnuöu
þessu boði. Sendiherrann tilkynnti
bandarískum embættismönnum
formlega að írakar myndu sleppa
öllum erlendum konum og börnum
eins fljótt og hægt væri að koma því
í kring. Líklegast myndu þau fara
gegnum Jórdaníu eða Tyrkland.
írakar hafa sagt að konurnar og
börnin þurfi vegabréfsáritanir og að
sendiráð erlendra ríkja þurfi að út-
vega nafnalista. Um ellefu þúsund
Vesturlandabúar og Japanir eru inn-
lyksa í írak og Kúvæt og hundruð
þeirra hafa verið fluttir til hernaðar-
lega mikilvægra staða.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, Javier Perez de Cuellar,
kvaðst í gær sjá þess merki að írakar
gætu orðið samvinnuþýðir. Fram-
kvæmdastjórinn mun í dag eiga við-
ræður við utanríkisráðherra íraks,
Tareq Aziz, í Amman í Jórdaníu.
Heimsmarkaðsverö á hráolíu
lækkaði í gær í kjölfar ákvörðunar
OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja,
að auka framleiðsluna og í London
var verðið á tunnuna 25,60 dollarar
eða einum dollara lægra en á þriðju-
deginum.
Heruppbyggingin í Saudi-Arabíu
heldur áfram og í gær tilkynntu
Bandaríkjamenn um sölu á vopnum
til Saudi-Araba fyrir 2,2 milljarða
dollara. Bandaríska sjónvarpsstöðin
NBC greindi frá því í gærkvöldi að
sérsveitir innan bandaríska hersins,
„grænu húfurnar", og bandaríska
leyniþjónustan, CLA, veittu and-
spyrnuhreyfingunni í Kúvæt aðstoð.
Reuter
Friöaráætlun Cicciolinu:
Vill sofa hjá
Saddam
„Ég er tilbúin til að sofa hjá Sadd-
am Hussein ef það gæti orðið til að
milda huga hans,“ segir ítalská þing-
konan og klámdrottningin Ciccio-
lina. Þetta er áætlun hennar um að
koma á sáttum í Persaflóadeilunni.
Cicciolina lét þessi orð falla í sjón-
varpsþætti á Ítalíu. Hún er jafnvel
tilbúin til að ganga enn lengra því í
tilboðinu felst að Saddam má gera
þaö sem honum best líkar við hana.
Viiji hann þaö fylgir með í kaupun-
um að hann verður að sleppa öllum
gíslum strax.
Enn hafa engin viðbroögö komið
frá Saddam við þessu tilboði en Cicc-
iohna er þolinmóð og tilboðið stend-
ur enn.
Cicciolina telur að nótt með Saddam
geti leyst deiluna við Persaflóa.
Símamynd Reuter