Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990.
Ungir tónlistarmenn stofna hljómsveit:
Caput með tón-
leika í september
- tónverk eftir Finn Torfa Stefánsson á fyrstu tónleikunum
Femir tónleikar eru fyrirhugaðir
í september með nýrri hljómsveit
sem hefur fengið nafnið Caput. Það
er hópur ungra tónlistarmanna sem
tekið hefur sig saman og stofnað
hljómsveitina. Upprunalega starfaði
hópur þessi sem Nýi músíkhópurinn.
Eitt markmiðið er að vinna náið með
íslenskum tónskáldum. Kolbeinn
Bjarnason flautuieikari, einn með-
lima í Caput, sagði á blaðamanna-
fundi, sem haldinn var í tilefni tilurð-
ar sveitarinnar, að nafnið Caput
væri fengið úr latínu og væri ekki
niðrandi merking eins og margir
gætu haldið þegar þeir heyrðu orðið
heldur gæti það meðal annars þýtt
það merkilegasta.
Caput skipa nítján hljóðfæraleikar-
ar og eru nokkrir þeirra búsettir er-
lendis. Hljómsveitin mun því koma
óreglulega fram. í september eru fyr-
irhugaðir fernir tónleikar og eru þeir
fyrstu á laugardaginn kemur, 1. sept-
ember, á litla sviðinu í Borgarieik-
húsinu. Þar verða eingöngu leikin
verk eftir Finn Torfa Stefánsson.
Verður um að ræða frumflutning á
verkum eftir Finn Torfa hér á landi.
Hann er tiltölulega nýkominn heim
eftir nám í Bandaríkjunum. Þar lauk
hann M.A. gráðu frá University of
California, Los Angeles (UCLA), 1989
og í framhaldi stundaði hann fram-
haldsnám í tónsmíðum um eins árs
skeið hjá Brian Ferneyhough og Ro-
ger Reynolds við University of Cali-
fomia, San Diego.
Stór hluti hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar Caput fyrir framan Hljómskálann. DV-mynd JAK
Aðspurður um verkin á tónleikun-
um sagði Finnur Torfi þau sýna þró-
un hans í tónlistinni síðastliðin fimm
ár og væri eitt frá hverju ári. Þá tók
Finnur það fram að hann væri sér-
staklega ánægður með hljómsveitina
og kvaðst þakklátur hvað ýmsir aðil-
ar hefðu brugðist vel við beiðnum
um styrki, hljómsveitinni til handa.
Aðrir hljómleikamir verða
fimmtudaginn 6. september í ís-
lensku óperunni. Verður þar flutt
kammertónlist, meðal annars eftir
ítölsku tónskáldin Donatoni og Li-
geti. Þá verður þar einnig frumflutt
eitt íslenskt verk eftir Jónas Tómas-
son sem hann kallar Sónötu XX og
hefur undirtitilinn í tóneyjarhafi. Er
verkið samið fyrir bassaflautu, klar-
inettu, bassaklarinettu og horn.
Þriðju tónleikarnir verða mánu-
daginn 10. september á litla sviðinu
í Borgarleikhúsinu. Verður þar flutt
tónlist fyrir sópran, flautur og slag-
verk. Þar á meðal eru tvö íslensk
verk, Bláa ljósið eftir Áskel Másson
og nýtt verk fyrir rödd og slagverk
eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
Lokatónleikarnir í þessari tón-
leikaröð verða svo 27. september og
eru þeir haldnir í samvinnu við Ung
Nordisk Musik. Verða þeir í Lista-
safni Sigurjóns. Þá má geta þess að
í október verða hljómleikar meö Cap-
ut þar sem sérstakur gestur verður
þýsk-brasilíski sellóleikarinn Matias
De Oliveira Pinto.
-HK
Stærsta bókasýning í Evrópu í Gautaborg:
Island og íslensk menning í sviðsljósinu
- tvö hundruð íslendingar taka þátt í nær 50 dagskráratriðum
Island verður heldur bctur í sviðs-
ljósinu í Svíþjóð dagana 13. til 16.
september en þá verður í Gautaborg
ein stærsta bókasýning í Evrópu,
Bok & Bibliotek ’90. Aðalumfjöllun-
arefni sýningarinnar er ísland. Auk
þess verður í tengslum við bókasýn-
inguna boðið upp á fjölda íslenskra
menningarviðburða í Gautaborg sem
draga mun athyghna að íslandi.
Um það bil 200 íslendingar fara til
Gautaborgar til að taka þátt í nær
50 dagskráratriðum af ýmsu tagi. Á
blaðamannafundi, sem haldinn var í
tilefni bókasýningarinnar, kom fram
að líkast til væri þetta umfangsmesta
kynning á íslenskri menningu sem
gerð hefði verið í Evrópu.
Bok & Bibliotek er einkafyrirtæki
og sitja í stjóm fulltrúar frá öllum
Norðurlöndum. Fulltrúi íslands er
Anna Einarsdóttir. Þátttökuaðilar í
sýningunni í ár eru um eitt þúsund.
Búist er við sama fjölda gesta og sáu
sýninguna i fyrra en þeir vora 60.000.
Þá má geta þess að 1200 blaðamenn
hafa tilkynnt komu sína. Af þessu
má sjá að umfjöllun um ísland og
íslenska menningu mun vera mikil
í fjölmiðlum meðan sýningin stendur
yfir og er vonast tll af íslenskum
aðilum, sem taka þátt í kynning-
unni, að sýningin veki langtímaá-
huga á íslenskri menningu.
Forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, mun opna sýninguna í heild á
íslenska sýningarsvæðinu fimmtu-
daginn 13. september. Þar á eftir
heldur forsetinn blaðamannafund en
tekur síðan þátt í dagskráratriði um
„sprák och identitet" ásamt prófess-
or Sture Allen frá sænsku akademí-
unni og finnska rithöfundinum Lars
Huldén. Forsetinn mun einnig opna
sýningu á íslenskum handritum á
Röhsska safninu og vera heiðurs-
Nefndin sem unnið hefur að undirbúningnum: Sigrún Valbergsdóttir, Anna
Einarsdóttir, formaður nefndarinnar, og Lars-Áke Engblom, forstjóri Nor-
ræna hússins DV-mynd Brynjar Gauti
l-índgren
Að undanförnu hefur mikið verið skrifað um íslenskar bókmenntir i Sviþjóð.
gestur ásamt Silviu drottningu við
hátíðarsýningu íslensku óperunnar
í Stora Teatern í Gautaborg.
Margir íslenskir rithöfundar munu
flytja erindi á bókasýningunni. Með-
al þeirra eru Guðrún Helgadóttir,
Njörður P. Njarðvík, Þórarinn Eld-
járn, Kristín Steinsdóttir, Einar
Kárason, Sigurður A. Magnússon,
Steinunn Sigurðardóttir, Thor Vil-
hjálmsson, Einar Már Guðmunds-
son, Svava Jakobsdóttir, Vigdís
Grímsdóttir og Matthías Johanness-
en.
Bókasýningin er stór hluti íslensku
kynningarinnar en það er fleira ís-
lenskt sem boðið verður upp á. Mest-
ur fjöldi íslendinga mun fylgja ís-
lensku óperunni en um það bil 130
manns eru á vegum hennar og eru
fyrirhugaðar þrjár sýningar. Sérstök
íslandsvika verður í menningarmið-
stöð í samvinnu við Norræna húsið.
Þar verða grafik og listmunasýning-
ar auk kvikmyndasýninga. Þaðan
verða einnig sendar út fimm sjón-
varpsdagskrár um ísland. Þá má geta
þess að rekin verður kaffitería, Café
Reykjavik, meðan á sýningunni
stendur og verður þar boðið upp á
íslenska smárétti og drykki.
í tilefni bókasýningarinnar hefur
verið gefiö út í samvinnu Máls og
menningar og Bokklubben Norden,
smásagnasafnið Tanken strövar vida
(Hugurinn reikar víða). Inniheldur
sú bók smásögur eftir 25 íslenska rit-
höfunda. Verður bókin kynnt og seld
á bókasýningunni.
Hér hefur aðeins verið getið nokk-
urra íslenskra dagskrárliða af þeim
íjölmörgu sem verða í Gautaborg
dagana 13. tfi 16. september. Víst er
að íbúar Gautaborgar verða varir við
ísland og íslendinga meöan á þessari
stórubókasýningustendur. -HK
3í
Meiming
■■■■■
!§i$I
umsóknir
„Það hafa borist til Norræna
kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins
um fjörutíu umsóknir og lang-
flestar þeirra eru um framleiðslu-
styrki til kvikmyndagerðar og
sjónvarpsefnis. Auk þess er tals-
vert óskað eftir styrkjum til dreif-
ingar mynda,“ sagði Ólafur
Ragnarsson bókaútgefandi, sem
er fulltrni íslands í stjórn sjóðs-
ins, en úr honum verður úthlutað
á næstu dögum. Sjóðurinn hefur
til umráða um 430 milljónir ís-
lenskra króna sem skiptast á
milli þeirra sem sjóðsstiórnin
velur úr umsóknum sem borist
hafa.
„Nokkrar umsóknir koma frá
íslandi og eru þær um fram-
leiðslustyrki fyrir leiknar myndir
og heimildarmyndir og einnig
varðandi undirbúning fyrir sjón-
varpsþáttagerð og stuttar mynd-
ir, en engin íslensk umsókn er
um dreifingarstyrk.“
Ekki vildi Ólafur gefa upp
hverjir það væra sem heföu sótt
um styrk hér á landi, sagði það
hafa verið samkomulag nefndar-
innar að gefa ekki upp nein nöfn
fyrr en styrkveiting hefði farið
fram. Hann sagðist vera bjart-
sýnn á það að eitthvað af þessum
íslensku umsóknum fengi já-
kvæðar undirtektir og styrk í
leiðinni. Eins sagði hann að ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn
gætu tengst samnorrænum verk-
efnum sem kæmu til greina um
styrkveitingu. -HK
Fyrstu þrjár bækurnar sem koma
út í ritsafni Halldórs Laxness i
Þýskalandi.
gef ið út í
Þýskalandi
í Þýskalandi hefur nú verið
hafin útgáfa á ritsafni Iialidórs
Laxness. Það er bókaforlagiö
Stedl sem stendur að þessari
viðamiklu útgáfu, en áður hafa
komið út hjá rnörgmn útgáfufyr-
irtækjum mismunandi útgáfur á
verkum skáldsins. Sumar bók-
anna í ritsafninu hafa ekki komið
út áöur í Þýskalandi. Fyrstu þrjár
bækurnar sem koma út era Vef-
arinn mikli frá Kasmír, Kristni-
hald undir Jökli og Atómstöðin.
Mikill áhugi hefur verið á verk-
um Halldórs Laxness í Þýska-
landi um langt árabil og hefur
athygli tjölmiðla og almennings
sérstaklega beinst að verkum
hans að undaníörnu eftir að sýnd
var í SDR sjónvarpsstöðinni
heimildarmynd Stöðvar 2 um
skáldiö. Þá var sýnd 20. ágúst síð-
astliöinn kvikmyndin Kristni-
hald undir Jökli á besta sjón-
varpstíma, en SDR sjónvarps-
stöðin stóð að gerð kvikmyndar-
innar á sínum o'ma. í þýskri gerð
heitir myndin Am gletcher og
hofur sjónvarpsstöðin nú tilnefnt
hana sem framlag sitt til þýskra
sjónvarpsverðlauna. Það er
Vaka-Helgafell, útgefandi verka
Halldórs Laxness hér á landi, sem
annaðist sölu á útgáfurétti rit-
safnsins.