Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990.
Fréttir
Ríkistogarinn Hafþór verður sleginn hæstbjóðanda:
Skiptir varla sköpum
fyrir Suðurnesjamenn
- segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
„Þaö er stefna ráðuneytisins að
taka því tilboði í togarann sem er
metið best. Það er eftir þeim reglum
sem gilda í almennum viöskiptum
hér í landinu og ég fæ ekki séð að
það sé hægt að bregða út af því. Okk-
ur er skylt aö virða viðskiptaleg sjón-
armið viö sölu þessa skips,“ sagði
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra en ráðuneytið er nú að fara
yfir þau 14 tilboð sem bárust í ríkis-
togarann Hafþór.
Að sögn ráðherra er búið að ræða
við alla þá sem sendu inn tilboð og
er aðeins eftir að meta þau.
Togarinn hefur verið um margra
ára skeið á Vestfjörðum og sagði ráö-
herra að ísfirðingar hefðu lengi vel
verið að íhuga að kaupa togarann og
hefði þess vegna lengi verið beöið
eftir tilboði frá þeim. Menn-í ráðu-
neytinu hefðu hins vegar orðið
þreyttir á að bíða eftir viðunandi til-
boði og þess vegna hefði togarinn
verið boðinn til sölu á almennum
markaði. Eitt tilboðanna er reyndar
frá ísfirðingum.
- Nú hafa Suöurnesjamenn sótt það
fast að fá togarann. Hverjir eru
þeirra möguleikar?
„Þeirra tilboð verður að sjálfsögðu
skoðað með sambærilegum hætti og
tilboð annarra aðila. Það er rétt að
erfiðleikar eru í þeirra atvinnulífi
eins og reyndar víða annars staðar á
landinu.
Það verður hins vegar að taka mið
af því að Hafþór er skip sem fyrst
og fremst hefur rækjuveiðiheimildir
og verður ekki rekið nema með því
að frysta rækjuna um borð. Hann
þarf því jafnframt á viðbótarveiði-
heimildum að halda. Ég get nú ekki
séð að koma þessa skips til Suður-
nesja muni skipta sköpum því það
mundi vanta afla þar til vinnslu.
Jafnframt veröur að gæta þess að
rækjuveiðin fer fyrst og fremst fram
fyrir norðvestan landið. Ég segi þetta
ekki vegna þess að ég sjái ekki vanda
Suðumesjamanna en það verður
engin björgun nema fyrir því sé
þokkalegur rekstrargrundvöllur,“
sagði ráðherra.
-SMJ
Fíkmefinalögreglan upplýsti viðamikið fíkniefnamál:
Játuðu sölu og neyslu
á rösku kílói af hassi
Tveirmennumtvítugthafajátað þeir voru handteknir þann 24.
að ýafa flutt inn, selt og dreift 1,3 ágúst síöastliðinn. Greiðlega gekk
kílóum hassi hér á landi. Mennirn- aö upplýsa málið að sögn Reynis
ir vom handtekriir af flkniefnalög- Kjartanssonar hjá fíkniefnadeild
reglunni er þeir vom með um eitt lögreglunnar.
hundrað grömm af hassi í fórum Höfðu mennimir náð að seija
sínum - það eina sem eftir var af nær allt efnið hér á landi, 1,2 kíló.
þvf sem þeim hafði tekíst aö flytja Það eina sem eftir var vom um eitt
inn til landsins og koma í dreif- hundrað grömm en það höfðu þeir
ingu. í fórum sínum er þeir voru hand-
Við yfirheyrslur játuðu þeir aö teknir. Töluverðs hluta efnisins
hafa flutt efniö inn til landsins i hofðu mennirnir þó neytt sjálfir
tvennu lagi með flugvél frá Lúxem- með vinum og kunningjum.
borg. Fyrri ferðin var farin seinni Nokkrir voru yfirheyrðir vegna
hlutan í júli en sú seinni i ágúst. málsins. Fíkniefnalögreglunni
Hér var um að ræða samtals 1.300 þótti ekki ástæða til aö óska eftir
grömm af hassi. úrskurðí um gæsluvaröhald yfir
Tvímenningarnir sáu sjálfir um neinum vegna málsins þar sem
að flytja efnið inn til landsins. játningar lágu fljótlega fyrír. Málið
Mennimir vom búnir að selja og er talið upplýst að fullu og bíða
dreifa mestum hluta þess þegar mennirnir nú dóms. -ÓTT
Flugleiðir:
Hækka f argjöld
í byrjun október?
Flugleiðamenn vinna nú að út-
reikningum á hækkunarþörf far-
gjalda og munu aö sögn Einars Sig-
urðssonar blaðafulltrúa leggja inn
hækkunarbeiðni til samgönguráðu-
neytisins í vikulokin. Ef fallist verð-
ur á beiönina hækka fargjöld í byrj-
un október.
Einar sagði að óvenjulegt ástand á
eldsneytismörkuðum gerði það að
vérkum að útreikningar á hækkun-
arþörfinni væru vandasamir og þeir
vildu gefa sér tíma til að meta raun-
hæfa þörf. Ennfremur sagöi hann að
á'móti kæmi að gengisþróun hefði
vérið þeim hagstæð að undanfómu
og myndi það koma til mótvægis.
-hge
Þjóðleikhúsið:
Fimm umsóknir bárust
Fimm umsóknir bárust um stöðu
Þjóðleikhússtjóra, frá fiórum ein-
staklingum og tveim sem sóttu sam-
an um stöðuna. Umsækjendur eru
Hlín Agnarsdóttir, María Kristjáns-
dóttir Stefán Baldursson og Þórhild-
ur Þorleifsdóttir og Hafliöi Arn-
grímsson og Guðjón Petersen, sem
sóttu saman um stööuna.
Líklegast þykir að barátta um emb-
ættið standi á milli Stefáns Baldurs-
sonar, leikstjóra og fyrrverandi leik-
hússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur, og Þórhildar Þorleifsdóttur, al-
þingismanns og leikstjóra.
-HK
Þorsteinn Pálsson:
Fullveldi Eystrasaltslandanna
I ávarpi sínu við setningu Æðsta
ráðsins, þings Litháen, sagði Þor-
steinn Pálsson m.a. að Sjálfstæðis-
flokkurinn mundi leggja til á Alþingi
aö ísland viðurkenndi fullveldi allra
Eystrasaltslandanna. Einnig mun
hann leggja til í Norðurlandaráði að
Eystrasaltslöndin fái þar stöðu
áheymarfulltrúa.
-pj
Fimm katta saknað 1 viku:
Köttur skotinn með riff li
- síðan hefur verið hringt, hlegið í símann og skellt á
„Á fostudagsmorguninn, þegar ég
kom heim, heyrði ég eins og barns-
grát úti við hlöðu og þar lá einn kött-
urinn nær dauða en lífi,“ sagði
Hreinn Pálsson, ábúandi á Gunnars-
hólma, sem hefur saknað fimm katta
síðan á miðvikudag í síðustu viku.
„Ég sá strax að hann var meö skot-
gat á skrokknum við framlöppina.
Ég fór með hann á dýraspítalann þar
sem þeir sögðu að hann hefði verið
skotinn með rifíli og einnig hefði
verið reynt að hengja hann með ól-
inni. Þar var honum lógaö. Ég fór
síðan til nágrannans sem viður-
kenndi að hafa skotið tvo af köttun-
um en við vitum betur, hann hefur
skotið þá alla. Það þarf að taka
byssuleyfið af þessum manni. Síðan
ég kærði manninn hefur verið hringt
hingað, hlegiö í símann og svo skellt
á. Nú þorum við ekki að fara öll frá
bænum í einu, við erum hrædd um
að næst skjóti hann hundinn."
Nágranninn vill ekki kannast við
aö hafa drepið kettina hans. Hins
vegar segist hann hafa drepið villi-
ketti, sex ketti og ellefu kettlinga.
Þegar Hreinn kom til hans sagðist
hann hafa drepið tvo ketti kvöldið
áður en ekki hans ketti.
Hreinn Pálsson átti sjö ketti. Nú á hann aðeins tvo eftir.
Vottorð dýralæknis sem álitur að um
skotsár hafi verið að ræða.
DV-myndir Brynjar Gauti
„Þegar ég drap þá fór ég út í grenið
með hákarl, dró þá hingað að bæn-
um, negldi þá við spýtu og skaut þá
svo úr glugganum. Enginn þeirra var
með ól. Þetta voru allt villikettir og
höfðust ekki við á Gunnarshólma,
ef svo væri þá væru það sveltir kett-
ir. Nágrannarnir og fólk í sumarbú-
stöðunum hefur verið að kvarta yfir
þessum villiköttum. Tveir þeirra
komust inn og rifu í konuna mína
þannig að hún er særð eftir.“
Þorsteinn Sigurðsson, sumarbú-
staðareigandi á staðnum, segir að oft
hafi verið brotist inn í bústaðina og
meðal annars hafi verið stolið frá
honum 22 kalíbera rifili 0g skotum
Ekki kannaðist hann við neina villi-
ketti í hverfinu:
-pj
Loðnan ófundin
Skip Hafrannsóknarstofnunar,
þau Ami Sigurjónsson og Bjarni
Sæmundsson, hafa verið við seið-
arannsóknir fyrir Noröur-, Austur-
og Vesturlandi og á Grænlands-
hafi. í þessum leiðöngrum hefur
og verið leitað að tveggja og þriggja
ára loðnu en mjög lítið hefur fund-
ist af henni.
„Við fundum nokkurt magn af
ársgamalli loðnu en hún verður
ekki veiðanleg fyrr en 1991. Skip
Hafrannsóknarstofnunar munu
fara til loðnuleitar í byijun október
og vera við leit þann mánuð og í
nóvember. Þá hlýtur loðnan að
finnast,“ segir Sveinn Sveinbjörns-
son fiskifræðingur.
Engin skip munu nú vera á
loðnumiðunum, hvorki islensk né
erlend. -J.Mar