Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990.
Útlönd
Fimm kúbanskir flótiamenn yfir
gáfu spænska sendiráðiö í gær og
eru það meö allir Kúbumennirnir
farnir úr sendiráðinu. Alls voru
M átján flóttamenn sem leituðu
skjóls í sendiráðinu í júli síðast-
liðnum.
Að sógn starfsmanns spænska
sendiráðsins hafði fimmenningun-
um venð lofað af yfirvöldum a
Kúbu að þeir yröu ekki látnir sæta
refsingu fyrir aðgerðir sínar.
Vfirvold á Kubu lýst u þv i fliotlega
yfir aö enginn fiottamannanna
fengi að fara úr landi. Samskipti
Síöastl Kubumaðurinn ylirgefur yfirvalda á Spáni Og Kúbu hafa
spænska sendiróðið í Havana. veriö stirð vegna málsins en nú er
Simamynd Reuter vonást tiJ aö þau batni.
Friðarviðrædur í Djakarta
Leiötogi Rauðu khmeranna í Kambódíu, Khieu Samphan, og sonur Si-
hanouks prins, leiðtoga bandalags skæruliðasamtaka í landinu, skiptu
um skoðun í morgun og héldu til friðarviðræðna í Djakarta í Indónesíu.
Khieu Samphan hafði sagt í gær að enginn úr rööum Rauðu khme-
ranna myndi taka þátt í viðræðunum þar sem forsætisráðherrann, Hun
Sen, yrði ekki viðstaddur. Hun Sen neitaði að fara eftir að Sihanouk
ætlaðí aö senda son sinn sem fulltrúa sínn.
Litið hefur verið á viðræðumar í Djakarta sem mikilvægan liö í tUraun-
unum til aö koma á fríði í Kambódíu þar sem borgarastríð hefur geisað
í yfir áratug. Viðræðumar koma i kjölfar samkomulags fastafulltrúa í
Öryggisráöi Sameinuöu þj óðanna um áætlun til aö binda enda á stríðið.
Allende jarðsettur í forsetareit
Jarðneskar leifar Allendes, fyrrum forseta Chile, voru fluttar til Santiago
í gaer. Á myndinni mé sjá konu snerta kistu forsetans fyrrverandi.
Símamynd Routcr
Nokkrum klukkustundum eftir sprengjutilræði í Santiago í Chíle þyrpt-
ust þúsundir manna út á götur höfuöborgarinnar til að heiöra minningu
Salvadors Allende, fyrrum forseta, sem var borinn til grafar þar í gær.
Allende lét lífið í valdaráni hersins 1973. Hermenn höfðu jarðaö hann í
flýti í ómerktri grof í strandbænúm Vina del Mar.
En jafnve! sautján árum eftir dauða Allendes efndu andstæðingar hans
til mótmæla. Nokkrum klukkusttindum fyrir athöfnina í kirkjugarðinum
sprungu fimm sprengjur sem ollu töluverðum skemmdum. Að sögn lög-
reglunnar voru öfgasinnaðir hægri menn að verki.
Við athöfnina voru viðstaddir margir tignir erlendir gestir. Meðal þeirra
voru Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, Danielle Mitterrand,
eiginkona Frakklandsforseta, og Lisbet Palme, ekkja Olofs Palme, fyrrum
forsætisráðherra Svíþjóöar.
Höfuðstöðvar Stasi herteknar
Um þrjátíu Austur-Þjóðverjar efndu til mótmæla i aðalstöðvum austur-
þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, I gær. Fullyrtu þeir að öryggislögreglan
hefði enn ekki verið leyst upp fyrir fullt og allt. Kröfðust mótmælendur
aðgangs að skjölum öryggislögreglunnar auk þess sem þeir heimtuðu
brottrekstur fyrrum starfsmanna öryggislögreglunnar sem nú stunda
önnur störf á vegum ríkisins.
Lögreglumenn umkringdu bygginguna og forseti austur-þýska þingsins
flýtti sér á vettvang til að fá mótmælendur til að gefast upp. Einn þeirra
var handtekinn, að því er sagði í frétt austur-þýsku fréttastofunnar ADN.
Lestarslys í frönsku Ölpunum
Frá slysstað víð Salnt-Marcellín.
Franskur lestarstjóri beíð bana
og sjötíu og fjórir slösuðust í gær
er árekstur varð milli 'franskrar
farþegaiestar og spænskrar hrað-
lestar sem í voru fjögur hundruð
farþegar á ieiöínni frá Barcelona
tíl Genf. Áreksturinn varð er lest-
amar mættust skamrat frá jára
brautarstöðinrú í Saint-Marcellxn
sem er í um 30 kílómetra fjarlægð
frá Grenoble í frönsku Ölpunum.
Enn er ekki vitað hvers vegna
áreksturinn varð og hefur rann-
sókn nú verið hafln. Lestarstjóra
spænsku hraðlestarinnar tókst að
bjarga sér nokkrum sekúndum áð-
Símamynd Reuier ur en lestirnar rákust s;miau.
Símamynd Reuter
Flóttamenn í Jórdaníu bíða eftir matarskömmtum.
Persaflóadeilan:
Utanríkisráðherra
íraks til Moskvu
Utanríkisráðherra íraks, Tareq
Aziz, lagði í morgun af stað frá
Bagdad til Moskvu, að því er írösk
fréttastofa greindi frá. Tilkynnt var
að um stutta heimsókn yrði að ræða.
Michail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, og George Bush, forseti
Bandaríkjanna, munu hittast í Hels-
ingfors í Finnlandi á sunnudaginn
og er talið líklegt að viðræður þeirra
muni aðallega snúast um ástandið
viö Persaflóa. Sovésk yfirvöld hafa
lýst því yfir að þau séu mótfallin
valdbeitingu til að leysa málið.
Talsmaður Gorbatsjovs gaf í skyn
í gær að Sovétforsetínn hygðist
leggja til að leitað yrði nýrra leiða á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að
leysa deiluna fyrir botni Persaflóa.
Fyrr um daginn hafði utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, Eduard Sé-
vardnadze, sagt að leiðtogafundur-
inn myndi marka þáttaskil í viðleitn-
inni til að binda enda á deiluna.
Hussein Jórdaníukonurigur sneri
heim í gær eftir að hafa heimsótt leið-
toga nokkurra Afríku- og Evrópu-
ríkja. Skipuleggur konungurinn nú
aðra ferð til Bagdad.
í morgun bárust fréttir af því að
um hundrað vestrænna kvenna og
barna hefðu flogið frá Bagdad
snemma í morgun til Amman í Jórd-
aníu. Stuttu áður en flugvél þeirra
lenti í Jórdaníu komu hundrað og
fimmtíu vestrænar konur og börn til
Frankfurt frá Amman. Þetta eru
fyrstu hóparnir sem fá að fara frá
írak frá því um helgina er sjö hundr-
uð útlendingar yfirgáfu landið. Með
flugvélunum sem sóttu útlendingana
til Amman voru flutt tonn af matvæl-
um og hjálpargögnum handa flótta-
mönnunum í Jórdaníu sem búa við
hrikalegt ástand.
Bandaríski flotínn hertók í gær ír-
askt flutningaskip á Omanflóa.
Fyrstu fréttir hermdu að skipinu,
sem var með farm af tei, yrði stefnt
til hafnar í Oman en bandaríska
varnarmálaráðuneytið vildi ekki
staðfesta það. Að sögn talsmanns
ráðuneytísins veitti áhöfn skipsins
ekki viðnám og þurftí ekki að skjóta
viðvörunarskotum. Skipið lagöi úr
höfn í Sri Lanka en yfirvöld þar eru
sögð hafa fullvissað Vesturlönd um
að ekki yrðu leyfðir flutningar til
íraks frá Sri Lanka vegna viðskipta-
bannsins. Heimildarmenn segja aö
þó að taka skips með tefarm virðist
ekki mikilvæg í augum heimsins
skipti það miklu máli fyrir íraka sem
drekka mikið te.
Samkomulag viröist nú í augsýn
milli fulltrúa allra stjómarandstöðu-
afla í írak um að sameina krafta sína
til að steypa Saddam Hussein íraks-
forseta af stóli. Frá þessu greina
heimildarmenn úr röðum kúrdískra
skæruliöa. Viðræður fulltrúanna eru
sagðar fara fram í Damaskus í Sýr-
landi.
Kúvætbúar eru enn sagðir veita
íröskum hermönnum mótspyrnu, að
sögn flóttamanna sem komið hafa til
Vesturlanda. Segja þeir að heyra
megi skothríð öðru hvoru þó ekki
ríki stríðsástand. Kúvætar saka ír-
aska hermenn um að láta greipar
sópa hvar sem er og eru þeir meira
að segja sagðir stela umferðarljósum
og dýrum úr dýragörðum.
Reuter
Noor Jórdaníudrottning ekur Richard Branson, fulltrúa breska fiugfélagsins
Virgin Atlantic, frá flugvellinum í Amman. Með vél flugfélagsins voru flutt
tonn af matvælum og teppum handa flóttamönnum.
Símamynd Reuter
Norðmenn loka sendi-
ráðinu í Kúvæt
Norðmenn hafa ákveðið aö loka
sendiráði sínu í Kúvæt. Lokað var
fyrir vatn til sendiráðsins fyrir viku
og rafmagnslaust hefur verið þar í
nokkra daga. Norsku sendiráðs-
starfsmennimir fara til Bagdad en
ekki er vitað hvort þeir Norðmenn
sem enn eru í Kúvæt fari með þeim.
Nokkrir Norðmenn hafast við í
sendiráðinu í Bagdad.
Sænski sendiherrann og sam-
starfsmaður hans munu dvelja
áfram í Kúvæt þar til annað hefur
verið ákveðið. Astandið hjá þeim er
sagt vera betra en hjá starfsmönnum
norska sendiráðsins. Ekki hefur ver-
ið lokað fyrir vatn og rafmagn hjá
þeim og þeir geta enn verið í beinu
sambandi við sænska utanríkisráöu-
neytið. Norsku sendiráðsstarfs-
mennirnir gátu hins vegar ekki verið
í beinu sambandi við norska utanrík-
isráðuneytið.
NTB