Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990. Utlönd Gorbatsjov vill hraða kornskurði Michail Gorbstsjov skorar á bændur í Sovétríkjunum að hraða kornskurði sem mest þeir mega til að koma í veg fyrir yflr- vofandi kornskort í landinu. Þegar er fariö að bera á skorti á brauöi í Moskvu og nágrenni og ef uppskeran gegnur ekki fljótt fyrir sig má búast við að skammta verði brauð. Gorbatsjov sakar bændur um að fara sér hægt við kornskurð vegna þess að þeir gera ráð fyrir hækkandi verði þegar líður á haustið. Gorbatsjov á að hafa sent bréf til flokksleiðtoga í öllum helstu kornræktarhéruðum og beðið þá að sjá til þess að bændur komi sér að verki, Ríkið sér um dreifíngu á korni í landinu og bændur verða að af- henda ríkiseinkasölunni ákveðna kvóta af uppskerunni. Bændur vilja hins vegar að þeir fái að njóta lögmála markaðarins og hagnaðar af hækkandi korn- verði. . Þá er talið að ef öll uppskeran kemur til skila á sama tíma geti hluti hennar eyðilagst vegna erf- iðleika við flutninga. Ljóst er að uppskeran verður góð í ár eftir mörg mögur ár en neytendur í borgunum eru ekki enn farnir að njóta ávaxtanna af góðærinu. í Sovétríkjunum gætir nú skorts á ýmsum sviðum. Fram- boð á neysluvarningi er með minnsta móti um leið og verið er að endurskoða úreltar aðferðir við að stýra framleiðslunni í landinu. Reuter Kyrrt 1 byggðum Mohawk-lndíána í Kanada: Herinn óhlýðnast boðum yf irvalda Hermenn Kanadastjórnar neita að fara eftir skipunum yfirboðara sinna um að stöðva allar matarsendingar til Mohawk-indíána sem ekki hafa látið vopn sín af hendi. Hermenn segja að boð yfirvalda geti aðeins orðið til að stofna lífi og heilsu kvenna og barna í hættu. Þegar herinn ruddi niður virkjum indíánanna komust margir þeirra undan með vopn sín. í gær um- kringdi herinn hóp um fimmtíu manna nærri bænum Oka. Þar í eru bæði vopnaðir stríðsmenn og einnig konur og böm. Eftir árangurslausar viðræður um að stríðsmennirnir láti af hendi vopn sín var hernum fyrir- skipað að einangra hópinn algerlega og koma í veg fyrir að matur og lyf berist til hans. Hermenn ákváðu að fara ekki eftir þessu boði og indíánarnir era ekki í svelti eins og ætlast var til. Indíán- arnir óttast margir að lögreglan muni leita hefnda fyrir lögreglu- mann sem lét lífið á fyrstu dögum deilunnar fyrir nærri tveimur mán- uðum. Þeir vilja því ekki láta af hendi öll vopn. Þessi illvíga deila snerist í upphafi um að Mohawk-indíánar vildu koma í veg fyrir að golfvöllur yrði lagður yfir stað sem þeir telja helgasta graf- reit sinn. Þeim hefur til þessa tekist að koma í veg fyrir það en deilumar hafa magnast og hrifið indíána með sér í öllum fylkjum Kanada. Reuter Vörður í áströlsku fangelsi hefur sýkst af eyðni eftir að einn fanginn réðst á hann vopnaður sprautu með blóði sem við rannsókn reynd- ist vera krökkt af eyðniveirum. Árásarmaðurhm er eyðnisjúkl- ingur og liafði átt í útistööum við fangavöröinn. Hann ákvað að hefna sín með þessum hætti. Fangavörðurinn heitir Geoffrey Pearce og er 21 árs. Hann segist ætla að reyna lifa lifinu áfram í von um að á næstu árum finnist lyf sem læknaö getur eyðni. Reuter Mohawk-indíánar við bæinn Oka neita að láta af hendi vopn sín af ótta við að lögreglan leiti hefnda fyrir lögreglumann sem lét lifið í átökum við indi- ána. Simamynd Reuter NU FARA ALLIR Á VÖLLINN! DAG 18.30 Miðasala Nú verða allir að mæta á völlinn - því að markmiðið er að komast alla leið Kringlan kl. 12-18 Austurstræti kl. 12-18 Sparta allan daginn Mætum öll okkar menn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.