Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Side 24
48
Afmæli
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990.
Ættu ekki hinir vel menntuðu að huga að þessum launamismun helst og fremst, segir greinarhöfundur.
Frá mótmælafundi BHMR-manna í vikunni.
Ábendingum
komið áleiðis
Það hefur verið býsna fróðlegt
að fmna og heyra áht hins almenna
manns í landinu á þeim þætti þjóð-
málaumræðunnar, sem hæst hefur
borið í sumar, deilu BHMR og ríkis-
valdsins.
Sjálfur ætla ég ekki að gerast þær
dómari þó ég hafi margt við launa-
stefnu hinna háskólamenntuðu aö
athuga og þó ég viðurkenni einnig
rétt þeirra til að ríkisvaldið virði
samning sinn við þá.
Skilaboð til háskólamanna
Ég ætla þess í stað aö tæpa á
nokkru því sem fram hefur komið
í viðræöum við fólk það sem annað-
hvort leggur leið sína hingað eða
hefur samband símleiðis.
Þess skal þá einnig getið að það
fólk sem ég heyri í er annars vegar
fólk sem verður að lifa á trygginga-
bótum einum eða svo til og svo
kunningjar og vinir utan af lands-
byggðinni sem hringja af og til og
m.a. er þar að finna fólk sem lifir
á marglofuðum „fijálsum" töxtum
frystihúsanna, svo dæmi sé tekið.
Ég segi þetta svona viljandi af því
að þetta fólk hefur oft beðið mig
skila til háskólamannanna að þeir
megi gjaman taka mið af þessum
töxtum í öllum launasamanburði
sínum við hinn almenna markað
þó auðvitað sé það ofurfjarri vel-
metinni virðingu þeirra að lúta svo
lágt eins og kona ein orðaði það við
mig á dögunum.
Já, því er ekki að leyna að þessu
fólki þykir hið háskólamenntaða
hreykja sér býsna hátt yfir almennt
erfiðisfólk og hefur það á tilfmn-
ingunni að þessu vel menntaða
fólki þyki því gerð hin versta lítils-
virðing ef líkja á því í einhverju við
rétta og slétta ræstingakonu, karl-
inn í saltfiskinum eða frysti-
húsa„kellinguna“.
Þessu fólki finnst einfaldlega að
því háskólamenntaða þyki verð-
gildi vinnunnar með sérfræði-
stimplinum svo margfalt æðra
striti erfiðismannsins aö engan
samanburð megi þar hafa. Og það
er jafnframt talað um lítilsvirðingu
á erfiðisvinnunni sem enga
menntagráðu á að baki.
Nú er margt hér af lítilli sann-
gimi mælt og alhæfingar eru alltaf
hæpnar en samt sækir það á mig
að þetta fólk kunni að hafa grátlega
mikið til síns máls.
Grátlega mikið segi ég því áður-
nefnd viðhorf eiga ekki samleið
með sannri mennt í einu eða neinu.
í stað klifurmúsakapphlaups
Margt af þessu annars ágæta
fólki hefur um of misst öll tengsl
KjaUaiinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
við uppruna sinn og telur að í eigin
menntun sé allur sannleikur og öll
verðmæti fólgin, annað komist
ekki þar í samjöfnuð. Slíkt verð-
mætamat er stórhættulegt og sem
betur fer hygg ég nú að það sé ekki
svo ýkja stór hópur sem það hefur
en því háværari og meira áberandi
er hann.
Verðmæti góðrar menntunar er
yfir allan efa hafið en sérfræði á
þröngu sviði kann oft að bitna á
víðsýni þess sem henni gefst á vald
og menntahrokinn margfrægi er
þá oft skammt undan og hann er
öðrum hroka leiðari af því að sönn
menntun á að sópa hvers konar
hroka á burt.
En tryggingaþegarnir mínir
horfa líka á launatölur og það að
vonum.
Þegar þeir eru að baska við að
framfæra sig af t.d. 40 þúsundum,
sem er algeng upphæð mánaðar-
lega, er vart við því aö búast að
samúð þeirra sé með þeim er gráta
þau grimmu örlög að hafa ekki
nema 120-130 þúsund til sömu eða
svipaðra lifsþarfa.
Og ég segi í einlægni sjálfur: Ætti
nú ríkisvaldið ekki að gæta sín
gagnvart þessum launamismun og
ættu ekki hinir vel menntuðu að
huga að honmum helzt og fremst í
stað endalauss samanburðar við
aðra með hærri laun en vel aö
merkja oft minni réttindi, einkum
ef litið er til örorku og elli.
Væri máski ráð að snúa sér að
lagfæringum í lægstu þrepum
launastigans, jafna og bæta úr
brýnni neyö í stað klifurmúsakapp-
hlaups ójafnaðarins, sem þeir há-
skólamenntuðu ástunda helzt og
fremst að mati þeirra sem álengdar
standa með lífsframfærslu sína í
þriðjungi þess, sem aðrir telja aum-
lega smán.
Ég hlýt að koma þessum boðum
á framfæri þó ég taki ekki undir
allt.
Skýr skilaboð
Og svo kom rúsínan í pylsuend-
ann frá málvini minum sem leit
hér inn í morgun og baö mig nú
blessaðan að verja æru og heiður
minnar gömlu stéttar.
Einhver ágætur fulltrúi þeirrar
stéttar, forkólfur í þokkabót hafði
fjallað um kjaramál kennara út frá
kurteisi.
Þessi málvinur minn sagði kenn-
arann hafa sagt að nú loks ætluðu
kennarar að fara að verða kurteis-
ir, svo skelfilega kurteisir að
kennsla nemendanna yrði að víkja.
Ég sá þetta ekki né heyrði en ég
sannfrétti síðar að svo fjarstæðu-
kennt, sem mér þótti þetta, var
þetta víst dagsatt.
Hið kurteisa andsvar kennara-
stéttarinnar var nefnilega kurteist
um of, svo öllum virðist hafa runn-
ið til rifja hve rugluð stéttin var
orðin, þ.e. hinn háskólamenntaði
hluti hennar, sem hafði gleymt
kurteisisskyldunni öll þessi ár en
ætlaði nú að gleyma kennsluskyld-
unni.
Er nema von að venjulegu fólki
ofbjóði? sagði málvinur minn og ég
held ég sé ekki að veija svona hjá
minni gömlu kæru sétt enda er ég
ekki svona lærður. Ég þykist svo
sem vita að blessað háskólafólkið,
sem er heitt í hamsi, eðlilega, vísi
svona „þjóöarsálarrugli" á bug
með öllu. En það eru því miöur
alltof mörg sannleikskorn í þessu
„rugh“ sem ég hefi aö hluta til
komið til skila.
Þetta eru skýr skilaboö þeirra
mörgu er hér mæla og ég geri þau
í verulegum mæli að mínum.
Helgi Seljan
„Já, því er ekki að leyna að þessu fólki
þykir hið háskólamenntaða hreykja sér
býsna hátt yfir almennt erfiðisfólk.“
Anna Guðný
Jónsdóttir
Anna Guðný Jónsdóttir húsmóðir,
Tunguseli 1, Reykjavík, er sextug í
dag.
Anna Guðrún fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp í vesturbænum við
Bræðraborgarstíginn og á Brekk-
ustíg. Hún lauk bamaskólaprófi og
stundaði nám við Húsmæðraskól-
ann að Staðarfelh. Anna var síðan
húsmóðir alla tíö, fyrstu hjúskapar-
árin í vesturbænum, í Kópavogi
1960-70, síðan á Háaleitisbrautinni
og loks í Tunguseh þar sem hún nú
býr.
Anna giftist 28.4.1949 Guðmundi
Karlssyni, f. í Reykjavík 31.8.1919,
d. 13.3.1979, brunaverði, blaða-
manni, m.a. hjá Vísi og Vikunni, og
loks verslunarmanni. Faðir Guð-
mundar var Karl Óskar Bjarnason,
f. 16.10.1895, d. 25.3.1960, vara-
slökkviliðsstjóri í Reykjavík, sonur
Bjama Jakobssonar, trésmiðs í
Reykjavík, og Sólveigar Ólafsdóttur,
ljósmóður frá Hhði í Reykjavík.
Móðir Guðmundar var Kristín Lo-
vísa Sigurðardóttir, f. 23.3.1898, d.
31.10.1971, alþingismaður í Reykja-
vík, dóttir Siguröar Þórólfssonar,
skólastjóra á Hvítárbakka í Borgar-
firði, og Önnu Guðmundsdóttur,
skipstjóra í Hafnarfirði, Ólafssonar.
Börn Önnu Guðnýjar og Guð-
mundar era Jón Gunnar, f. 28.9.
1949, stýrimaður á Akureyri,
kvæntur Margréti Völu Grétars-
dóttur og eiga þau þijú börn; Krist-
inn Óskar, f. 22.7.1954, sjómaður í
Keflavík, kvæntur Höllu Harðar-
dóttur og eiga þau eitt barn, auk
þess sem Kristinn á eitt bam frá
fyrra hjónabandi; Ólafur Sveinn, f.
10.11.1958, matreiðslumeistariog
nemi í markaðs- og viöskiptafræði í
Svíþjóð, en sambýliskona hans er
Kristín Ragnarsdóttir og eiga þau
tvö böm; Guðrún Hrefna, f. 20.6.
1960, skrifstofustjóri í Reykjavík,
gift Hilmari Snorrasyni skipstjóra
og eiga þau tvö börn.
Anna Guðný á þrjú alsystkini sem
öll eru á lífi. Þau eru Kristmundur,
f. 27.3.1929, verslunarmaður í
Reykjavík, kvæntur Sigríði Júhus-
dóttur og eiga þau fjögur böm;
Margrét, f. 7.11.1937, húsmóðir í
Kópavogi, giftTeiti Símonarsyni
bifvélavirkja og eiga þau þijú böm,
auk þess sem Margrét á eitt barn frá
Anna Guðný Jónsdóttir.
fyrra hjónabandi, og Magnea Stein-
ey, f. 29.4.1941, ritari, búsett á Sel-
tjarnarnesi, gift Guöna Ólafi Guðna-
syni kennara og eiga þau þijú börn.
Foreldrar Önnu Guðrúnar voru
Jón Sveinsson, f. 28.4.1897, d. 2.1.
1953, sjómaður og verslunarmaður
í Reykjavík, og Guðrún Krist-
mundsdóttir, f. 14.11.1900, d. 22.12.
1978, húsmóðir í Reykjavík.
Systir Jóns var Ingibjörg, móðir
Sveins Björnssonar, kaupmanns og
forseta í SÍ. Bróðir Jóns var Guð-
mundur Ingi, aðstoðarpóst- og síma-
málastjóri. Jón var sonur Sveins,
b. og búfræðings á Hálsi í Grandar-
firði, Sveinssonar. Móðir Jóns var
Guðný Eggertsdóttir, systir Krist-
jáns, fóður Eggerts, stórkaupmanns
íReykjavík.
Guðrún var dóttir Kristmundar,
sjómanns í Hafnarfirði, Eysteins-
sonar, b. í Hraunsholti í Garða-
hreppi, ættfóður Hraunsholtsættar-
innar, Jónssonar. Eysteinn var
bróðir Kristjáns, fööur Vigdisar
myndhstarkonu og Þorsteins, íþrót-
takennara og ghmumanns. Móðir
Guðrúnar var Ehn, systir Valgerð-
ar, móður Guðmundar Einarssonar,
hstamanns frá Miðdal, föður Errós
myndlistarmanns og Ara Trausta
jarðfræðings. Elín var dóttir Jóns,
formanns á Bárekseyri á Álftanesi,
Guðmundssonar, og Sigríðar Júh-
önu Tómasdóttur, systur Margrétar
Zoega, langömmu Einars Bene-
diktssonar sendiherra.
Reynir
Kristinsson
Reynir Kristinsson, vörubifreiða-
stjóri á Vörubifreiöastöðinni Þrótti,
til heimihs að Ljósheimum 14A,
Reykjavík, er sextugur í dag.
Reynir fæddist í Reykjavik og ólst
þar upp, á Njálsgötunni.
Hann kvæntist 26.10.1957 Ernu
Haraldsdóttur húsmóður, f. 17.11.
1939, d. 13.6.1977.
Dætur Reynis og Ernu eru Ehn,
f. 9.3.1958; Vilborg, f. 28.4.1959;
Kristín, f. 15.6.1961, og Erna, f. 2.9.
1968.
Foreldrar Reynis: Kristinn Kristj-
ánsson, f. 3.6.1903, d. 23.3.1963, bif-
reiðastjóri og sérleyfishafi, og Vil-
borg Sigmundsdóttir, f. 2.9.1906,
fyrrv. kaupmaður í Reykjavík.
Reynir verður aö heiman á af-
mæhsdaginn.
Gerum ekki margt í einu
við stýrið..