Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1990, Qupperneq 27
MID^KVt^f?;1#5- SEPJEMBER ;. 51
dv________________________________________________________LífSsstOI
DV kannar verð á smurbrauðsstofum:
Allt að helmings verð-
munur á smurðu brauði
Neytendasíða DV gerði í gær verð-
könnun á smurðu brauði á höfuð-
borgarsvæðinu. Könnunin náði yfir
kokkteilsnittur, kafíisnittur, þrjár
tegundir af átta manna brauðtertum,
þrjár tegundir af tólf manna brauð-
tertum og hálfum brauðsneiðum.
Mikill verðmunur var jafnan á milli
hæsta og lægsta verðs, eða frá 23%
og upp í 97% Tekið var meðalverð á
blönduðum snittum. Brauðstofa Ás-
laugar var með tvær stærðir af kokk-
teilsnittum og gefið er upp verð á
báðum. Gera má ráð fyrir aö um ein-
hvern stærðarmun á snittum og
brauðum sé að ræða milii brauðstofa
og að áleggið sé misvel útilátið. Einn-
ig skal það tekið skýrt fram að ekk-
ert mat er hér lagt á gæði heldur ein-
ungis leitast við að gera samanburð
á verði.
Kokkteilsnitturnar voru ódýrastar
hjá Brauðstofunni Birninum og kost-
uðu þar 57 krónur. Dýrastar voru
þær hjá Brauðbæ og Stúdíó-Brauði,
kostuðu 70 krónur. Mismunur á
hæsta og lægsta verði var því 23%.
Kaffisnittur kostuðu frá 56 krónum
hjá Brauðstofunni Birninum og
Brauðstofunni Gleymmérei upp í að
kosta 80 krónur í Veitingahöllinni.
Munurinn þar er einnig 23%
Átta manna brauöterta með laxi
var ódýrust hjá Brauðstofunni
Gleymmérei, kostaði þar 2.300 krón-
ur. Dýrust var hún hjá Brauðbæ,
kostaði 3250. Mismunur á hæsta og
lægsta verði var 41%
Atta manna brauðterta með annað-
hvort skinku eða rækjum var ódýr-
ust hjá Veitingamanninum og kost-
aði þar 2221 krónu. Dýrust var hún
hjá Brauðbæ en þar kostaði hún 2850
krónur. Verðmunur var 28%
Tólf manna brauðterta með laxi
var ódýrust í Veitingahöllinni og
kostaði þar 2290 krónur. Dýrust var
hún í Smurbrauðsstofu Nýja Köku-
hússins, kostaði 4519 krónur. Verð-
mismunur var 97% en það var mesti
munur á milli sömu vörutegundar.
Neytendur
Það hlýtur að vera mönnum um-
hugsunarefni þegar helmings verð-
munur er á sömu vörutegund hvort
slíkt getur talist eðlilegt.
Tólf manna brauðterta með annað-
hvort skinku eða rækjum var ódýr-
ust í Veitingahöllinni og kostaði þar
2290 krónur. Dýrust var hún í Smur-
brauðsstofu Nýja Kökuhússins þar
sem hún kostaði 3319 krónur. Mun-
urinn á hæsta og lægsta verði var
því 45%. Veislan á Seltjarnarnesi var
einungis með 16 manna brauðtertur
og kostuðu þær 2800 krónur.
Hálfar brauðsneiðar kostuðu frá
220 krónum upp í 320 krónur. Þar er
miðað við að keyptar séu 20 brauð-
sneiðar eða fleiri. Ódýrastar voru
þær í Matborðinu en dýrastar hjá
Veislustöð Kópavogs. Mismunur á
hæsta og lægsta verði var 45%
-hge
Strætisvagnar Akureyrar:
Fargjöldin
hækka
og lækka
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Fargjöldum strætisvagna á Akur-
eyri var breytt fyrir skömmu og
gildir breytingin til áramóta.
Helsta breytingin er sú að nú
greiða 12-16 ára unglingar sama
fargjald og börn 7-12 ára. Barnafar-
gjöld hækka úr 17 í 20 krónur og
20 miða kort úr 225 í 265 krónur.
Unglingar á aldrinum 12-16 ára
greiða því þetta fargjald en greiddu
áður fullorðinsgjald, 55 krónur, og
815 krónur fyrir 20 miða kort. Nem-
endum í framhaldsskólum verður
gefinn kostur á 25% afslætti af far-
gjöldum.
dýrar í Eyjum
Reiður Vestmannaeyingur hafði
samband við neytendasíðuna í gær
og hafði verið að lesa um verð á kart-
öflum á Reykjavíkursvæðinu. Kvað
hann kartöfluverð í Eyjum allt að
helmingi hærra en í Reykjavík og
nefndi tölur máh sínu til stuðnings.
Við slógum á þráðinn til þeirra
verslana í Vestmannaeyjum sem
selja kartöflur og könnuðum verðið.
Hæst var það í Tanganum. Þar
kostaði kílóið 130 krónur. Verslunin
Hressingaskálinn seldi kílóið á 110
krónur, Eyjakjör á 113, Eyjakaup á
109 krónur, Heimaver á 92 krónur
og hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja
kostaði kartöflukílóið 94 krónur.
-hge
Gífurlegur verðmunur er á smurðu brauði.
Kokkteil- snittur Kaffi- snittur Brauðtert. m. laxi, 8 m. Brauðtert. m. laxi, 12m. Hálfar brauðsneiðar
Matborðið 68 75 Sggjj 2 j § g 220
Brauðst. Ingu 57 67 2500 240
Brauðst.Áslaugar 60-64 69 2700 3200 250
Brauðbær 70 74 3250 3600 275
Stúdíóbrauö 70 75 2500 2920 300
Brauðst. Björninn 57 65 2450 300
Brauðst. Gleymmérei 58 65 2300 2700 250
Veislan, Seltjarnarnesi 63 73 sjá texta 230
Veitingahöllin 65 80 2290 310
Skútan (Snekkjan), Hafnarf. 65 76 2395 2660 250
Veitingamaðurínn 59 70 2431 2906 250
Veitingaþj. Lárusar 60 70 2700 250
Veislust., Kópav. 62 70 320
Smurbrauðsst. Ástu 65 69 2390 2890 260
Smurbrst. Nýja Kökuh. 68 76 2981 4519 250
Hæsta verð: 70 80 3250 4519 320
Lægsta verð: 57 65 2300 2290 220
Mism. á hæsta og lægsta í % 23% 23% 41% 97% 45%
Kartöflur eru sagðar allt að helmingi dýrari i Eyjum en í Reykjavík.