Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. Viðskipti Könnun DV í gær á ótrúlegri þjónustu Hagstofunnar: „Þú verður bara að leggja á og hringja aftur, vinur“ - Hagstofan gefur upplýsingar í smáskömmtum DV gerði í gær skyndikönnun á þjónustu Hagstofunnar eftir að einn lesandi blaðsins úr viðskiptalífmu hafði þá ótrúlegu sögu að segja um stofnunina að hún gæfi upplýsingar um kennitölur í smáskömmtum og hringja yrði aftur og aftur til að fá þessar upplýsingar. Taldi maðurinn að hann hefði orðið vitni að íslands- meti allra íslandsmeta í svifaseinum vinnubrögðum kerfisins. Og væri þá mikið sagt. Saga mannsins reyndist rétt. Gefnar eru upp fimm kennitölur í einu og er viðkomandi beðinn að hringja aftur til að fá næstu fimm og svo koll Eif kolli. Vinsamleg rödd sagði að nöfnin væru of mörg Þetta mál byrjaði á því að maðurinn, sem rekur ásamt öðrum fyrirtæki hér í bæ, þurfti vinnu sinnar vegna að hringja í Hagstofuna og fá kenni- tölur þrettán einstaklinga og fyrir- tækja. Vinsamleg rödd á Hagstofunni svaraði manninum því til að þetta væru of mörg nöfn og hann gæti að- eins fengið hluta þeirra að þessu sinni en hann yrði síðan að hringja aftur til fá fleiri kennitölur uppgefn- ar. Maðurinn trúði vart eigin eyrum og sagði að þau skyldu þá bara byrja á upptalningunni. Þeir sem hringja i Hagstofuna og biðja um kennitölur verða vitni að hinu ótrúlega. Upplýsingar eru gefn- ar í smáskömmtum. „Þú verður bara að leggja á og hringja aftur, vinur.“ „Sæl aftur, eigum við þá ekki að halda áfram“ Greiðlega gekk aö gefa upp þessar fimm kennitölur. Að því loknu sagði hann:„Og hvað nú? Viltu að ég hringi strax aftur til að fá næstu fimm nöfn?“3 Svariö lét ekki á sér standa: „Já, þú verður bara að leggja á og hringja svo aftur, vinur.“ Hann lagði á, hringdi strax aftur og sagði:„Sæl aftur, eigum við þá ekki að halda áfram.“ Það varð úr, næstu fimm kennitölur komu. Hann hringdi síðan í þriðja skiptið og klár- aði dæmið, fékk síðustu þrjár kenni- tölurnar. DV sannreyndi þessa sögu manns- ins í gær. Valin voru af handahófi tólf nöfn og heimilisföng. Hringt var eftir hádegi, klukkan rúmlega hálf tvö. Gefið var samband við Þjóðskrá Hagstofunnar. Spurt var hvort ekki væri hægt að fá kennitölur þessa fólks. „Fyrst þær eru tólf þá höfum við þær sex og sex“ Svarað var ljúflega að ekki væri tekið við svo mörgum nöfnum í einu. Blaðamaður spurði þá hvort ekki væri best að taka fimm nöfn eða svo. Þá var sagt: „Raunar er skammtur- inn hjá okkur fimm kennitölur í einu en fyrst þetta eru tólf kennitölur skulum við hafa þær sex og sex.“ Allt í besta lagi með það. Þegar sex kennitölur höfðu verið gefnar upp sagði undirritaöur að sex væru eftir. Þá var sagt:„Já, ef þú ert með sex í Fréttaljós Jón G. Hauksson viðbót þá ætla ég að biðja þig um að hringja aftur.“ Lagt var á og sagði undirritaður starfsfélögum sínum að hið ótrúlega skammtamál um Hagstofuna, sem rætt hefði verið á ritstjórnarfundi morgunsins, virtist vera rétt. Því miður, allar línur eru uppteknar, hringdu beint Aftur var hringt í Hagstofuna. Langur tími leið en ekki náðist sam- band. Enn var reynt. Það hringdi og hringdi og loks náðist samband. Beð- ið var um Þjóðskrána og var þá svar- Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka: Ekki hægt að rökstyðja vaxtalækkun fyir en nú - fyrir stuttu héldu menn að það yrði verðbólgusprenging Verðbólga og vextir bankanna o mmm imwii iiiíiiií iijiiiii* i«»»ii]i mæmm ■■ jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst s« Veröbólgan og nafnvextir bankanna á almennum óverðtryggðum skulda- bréfum. Raunvextir eru nú um 11 prósent á þessum lánum. Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, segir að ekki hafi verið hægt að rökstyðja vaxtalækkun i ágúst eða byrjun september. „í ágúst héldu menn að það yrði verðbólgu- sprenging vegna samninganna viö háskólamenn hjá ríkinu en komið var í veg fyrir þá sprengingu með lögum." Vextir bankanna haf a ekki lækkað eins og verðbólgan - nú eru yflr 11 prtsent raunvextir á (iverfttryatftum lánum Frétt DV í gær um að vextir bank- anna að undanförnu hafi ekki lækk- að í takt við lækkandi verðbólgu. Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka, segir vegna fréttar DV í gær um að vextir bankanna að und- anfómu hafi ekki lækkað í takt við lækkandi verðbólgu, að ekki hafl verið hægt aö rökstyðja vaxtalækk- un fyrr, í ágúst eða byijun septem- ber, þar sem ekki hafi þá verið séð fyrir að verðbólgan færi lækkandi. „í ágúst héldu menn ekki að verð- bólgan myndi lækka heldur að það yrði verðbólgusprenging vegna samninganna við háskólamenn hjá ríkinu. En komiö var í veg fyrir þá verðbólgusprengingu með lögum.“ Valur segir ennfremur að bankam- ir hafi gert samning við aðila vinnu- markaðarins á fyrstu mánuðum árs- ins í tengslum við þjóðarsáttina um aö hraða lækkun vaxta til að ná markmiðum um lága verðbólgu. Jafnframt hafi verið samið um að bankarnir myndu meta verðbólguna með sama hætti þannig að útreikn- ingarnir byggðust á verðbólguspá fyrir tvo mánuöi fram í tímann og raunveralegri veröbólgu liðins mán- aðar. Bankarnir hafa haft þjóðarsáttina að leiðarljósi „Bankarnir hafa staðið fullkom- lega við sitt og haft þetta samkomu- lag um þjóðarsáttina að leiðarljósi. Vextir hafa verið lækkaðir og enginn efast um að bankamir hafa átt veru- legan þátt í að koma verðbólgunni möur.“ - Nú htur þaö einkennilega út í fijálsri samkeppni að bankamir séu alhr langtímum saman með svo til sömu vexti? Eru bankamir með sam- ráð? „Nei. Bankamir hafa fyrst og fremst komið sér saman um að meta verðbólguna með sama hætti vegna samningsins um þjóðarsáttina. Ann- að ekki. Þó munurinn sé lítill á vöxt- um bankanna tel ég ekkert óeðlilegt við það. í fijálsri samkeppni er það svo að markaðurinn myndar ákveðið verð á vöm og þjónustu og eru sam- keppnisaðilar ævinlega allir nálægt því verði. Þaö sama er að segja um vexti bankanna." Ríkið þrýsti raunvöxtum upp Um þaö hvers vegna meðalvextir á verðtryggðum skuldabréfum bank- anna hafi hækkað úr 8 prósentum í byrjun sumars í 8,2 prósent um mitt sumar, í miöri þjóðarsátt, segir Valur að raunvextir á markaðinum hafi hækkað þegar fjármálaráðuneytið hati hækkað vextina á spariskírtein- um til stórra kaupenda úr 6 prósent- um í 7 prósent. „Ríkið er stór samkeppnisaðili á peningamarkaðinum. Þegar það hækkar vexti á spariskírteinum hlýt- ur það að vera leiðandi og þrýsta á vaxtahækkun á markaðinum í heild sinni. Nú er ríkiö hins vegar búið að ná sölumarkmiðum sínum og um leið hætt að bjóða stórum kaupend- um 7 prósent vexti á spariskírteinun- um.“ -JGH að að því miður væru allar hnur þangað uppteknar og viðkomandi beðinn um að hringja seinna og þá í beinan síma 609850. Eftir nokkra bið náðist samband og seinni sex kennitölumar voru gefnar upp. Sagan var sannreynd. Þess skal getið að ' undirritaður kynnti sig ekki sérstaklega sem blaðamann á DV og taldi Hagstofan því að um venjulegan viðskiptavin úti í bæ væri að ræða. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 ib.Sp 6mán. uppsögn 4-5 ib.Sb 12mán.uppsögn 5-5,5 lb 18mán. uppsögn 11 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib Sértékkareikningar 3,0 Allir Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allir nema Ib Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib.Bb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6,6-7 lb Sterlingspund 13-13,6 Sp Vestur-þýsk mörk 6,75-7,1 Sp Danskar krónur 6,5-9,2 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv.) (1)* kaupgengi Almennskuldabréf 12,25-14,25 Ib Viðskiptaskuldabréf(1) ♦ kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð 4 Skuldabréf 6,5-8,75 Ib Utlán til framleiðslu Isl. krónur 14-14,25 Sp SDR 11-11,25 Ib Bandaríkjadalir 9,75-10 ib Sterlingspund 16,5-16,7 Sp Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Sp Húsnæðislán 4,0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Överötr. ágúst 90 14,2 Verðtr. ágúst 90 8,2 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala sept. 2932 stig Lánskjaravísitala okt. 2934 stig Byggingavisitala sept. 551 stig Byggingavísitala sept. 172,2 stig Framfærsluvísitala júlí 146,8 stig Húsaleiguvísitala hækkaði 1,5% l.júlí. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,077 Einingabréf 2 2,761 Einingabréf 3 3,344 Skammtímabréf 1,712 Lífeyrisbréf Kjarabréf 5,034 Markbréf 2,681 Tekjubréf 2,026 Skyndibréf 1,502 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,441 Sjóðsbréf 2 1,768 Sjóðsbréf 3 1,702 Sjóðsbréf 4 1,456 Sjóðsbréf 5 1,025 Vaxtarbréf 1,7215 Valbréf 1,6185 Islandsbréf 1,054 Fjórðungsbréf 1,054 Þingbréf 1,054 Öndvegisbréf 1,049 Sýslubréf 1,057 Reiðubréf 1,040 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 650 kr. Eimskip 544 kr. Flugleiðir 213 kr. Hampiðjan 173 kr. Hlutabréfasjóður 170 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 171 kr. Eignfél. Alþýðub. 131 kr. Skagstrendingur hf. 410 kr. Islandsbanki hf. 171 kr. Eignfél. Verslunarb. 140 kr. Oliufélagið hf 557 kr. Grandi hf. 188 kr. Tollvörugeymslan hf. 110 kr. Skeljungur hf. 593 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.