Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
Utlönd
Hussein Jórdaniukonungur og Saddam Hussein íraksforseti eru hliö við
hliö á nýju dagatali sem var til sölu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær.
Velvilji Jórdaniukongungs í garð íraksforseta hefur sætt gagnrýni af hálfu
Bandaríkjamanna, Saudi-Araba og annarra þjóða við Persaflóa. Á dagatal-
ið eru orðin „Guð er með okkur“ letruð. Simamynd Reuter
því að eyðileggja allar olíulindir við
Persaflóa.
Mikill órói var á verðbréfamörkuð-
um í Evrópu og Japan í gær vegna
ótta manna um stríð við Persaflóa
og það jafnvel áður en síðasta yfirlýs-
ing íraka var birt. Verð á hlutabréf-
um var það lægsta sem af er þessu
ári en olíuverð hækkaði og fór tunn-
an í 35 dollara.
Hemaðaruppbygging Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra held-
ur áfram við Persaflóa. Bandarískir
hermenn á svæðinu eru nú að
minnsta kosti hundrað og fimmtíu
þúsund og herskip Bandaríkjanna
þar em yfir fjörutíu. Alls em her-
menn Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra við Persaflóa yfir tvö
hundmð þúsund.
Frá Hvíta húsinu í Washington
bárust þær fregnir í gær aö Bush
forseta langaði til að heimsækja
bandarísku hermennina við Persa-
flóa. Ekki var sagt hvenær hann
myndi vilja láta verða af heimsókn-
inni. Samkvæmt skoðanakönnun
ABC-sjónvarpsstöövarinnar banda-
rísku og blaðsins Wall Street Joumal
segjast 56 prósent Bandaríkjamanna
vera hlynntir hernaðaraðgerðum
Bandaríkjanna til þess aö reka íraka
frá Kúvæt ef efnahagsþvinganir
hefðu ekki neytt þá til að hörfa innan
þriggja mánaða.
Háttsettir indverskir embættis-
menn sögðu í morgun að írakar
hefðu leyft að indverskar flugvélar
yrðu sendar eftir innlyksa fndveij-
um í írak og Kúvæt. Sögðu embætt-
ismennimir íraka hafa fallið frá fyrri
skilyrðum um aö flugvélar sem
kæmu til íraks yrðu að flytja mat-
væh. fndversk yfirvöld hafa staðið í
samningaviðræðum við íraksstjóm
um flutninga á þegnum sínum frá
því að innrásin í Kúvæt var gerð.
Reuter
Iraksforseti:
Búið ykkur
undir stríð
Saddam Hussein íraksforseti sagði
írökum í gær að búa sig undir stríð.
Byltingarráð hans sendi í gærkvöldi
frá sér yfirlýsingu, þá harðorðustu
til þessa frá því að innrásin í Kúvæt
var gerð, þar sem sagði að írakar
myndu aldrei hörfa. Var gert hlé á
dagskránni í íraska sjónvarpinu til
þess að sjónvarpa yfirlýsingunni sem
virtist vera svar við viðvörun Bush
Bandaríkjaforseta um hertar aðgerð-
ir yfirgefi írakar ekki Kúvæt.
Það var haft eftir Saddam Hussein
í gær að hann væri reiðubúinn að
heyja langvarandi stríð við Banda-
ríkin, jafnvel svo árum skipti. Upp-
lýsingaráðherra íraksforseta sagði
að írakar myndu svara árásum með
Bagdadbúi kreppir hnefann til að lýsa yfir óánægju sinni með að þurfa að biö? klukkustundum saman eftir mjólk
og brauði sem er skammtaö. Símamynd Reuter
StOiTS't ^
41118*5
613*0*7
7 14 £* 9$
\ ------------
Meðal efnis:
Urval
FYRIR
BLAÐSIÐUR
KRONUR
Nýtt
hefti
á næsta
blaðsölu
stað
Áskriftarsíminn er 27022
Boris Jeltsín í
umferðarslysi
Boris Jeltsín, forseti Rússneska
lýðveldisins, lenti í umferðarslysi í
morgun þegar hann var á leið til
þingfundar í rússneska þinginu.
Hann varð að fara í læknisskoðun
eftir óhappið en ekki er vitað hvort
hann slasaðist eitthvað.
Talsmaöur lögreglunnar í Moskvu
sagði að ekið hefði verið á Volgabif-
reið Jeltsíns á Tverskoi stræti, nærri
heimili hans. Volgan varð óökufær
og forsetinn var fluttur á sjúkrahús
til skoðunar.
Þingfundur var settur án Jeltsíns
en blaðafulltrúi hans sagði að hann
væri við góða heilsu og hefði talað
við konu sína.
Lögreglan sagði fyrst að Jeltsín
hefði haldið fór sinni tii þings áfram
í nýjum bíl en síðar kom í ljós að
hann var fluttur á sjúkrahús
Reuter
Stjóm Búlgaríu endurskipulögð:
Stjórnarandstaðan
neitar að vera með
Ný stjóm hefur verið mynduð í
Búlgaríu. Enn er það þó arftaki
gamla kommúnistaflokksins í
landinu sem situr einn viö stjóm-
vöhnn enda hefur flokkurinn meiri-
hluta á búlgarska þinginu. Þótt
flokkurinn hafi skipt um nafn er
hann þó enn gamli kommúnista-
flokkurinn nánast óbreyttur.
Andrei Lukanov, forsætisráðherra
fyrri stjómar, fékk nýjan ráðherra-
Usta samþykktan í þinginu seint í
gær eftir að hafa reynt að fá stjórnar-
andstæðinga tU að taka sæti í stjóm-
inni.
Bandalag lýðræðisafla, sem kemur
fram sem einn stjónarandstöðu-
flokkur í þinginu, neitaöi með öUu
að vera með og nýtur stjómin því
aðeins stuðnings gamla kommún-
istaflokkins eins og sú fyrri.
Talsmenn Bandalagsins segja að
gömlu kommúnistamir verði að bera
ábyrgð á gerðum kommúnistaflokks-
ins meðan hann hafði óskorað ein-
veldi í landinu. Þessi menn hljóti að
sæta ábyrgð þótt þeir starfi nú í
flokki með nýju nafni.
Vandræði fara nú vaxandi í efna-
hagslífi Búlgaríu. Skortur er á mat-
vælum og erfiðlega gengur að auka
framleiðsluna. Stjómarandstæðing-
ar segja að stjómin hafi engin úr-
ræði til að bæta úr þessu heldur bíði
átekta eftir~að ný efnahagsskipan
komist á í Sovétríkjunum. Þá verði
svipuð áætlun tekin upp í Búlgaríu
eins og alltaf áður jafnvel þótt
ástandið krefiist skjótra aðgerða nú.
Leiðtogi stjómarandstöðunncU'
gekk úr þingsalnum þegar nýja
sfiómin var kjörin til að mótmæla
einræði gömlu kommúnistanna.
Reuter