Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 9
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. 9 Utlönd Áætlun um efnahagsmál í Sovétríkjunum: Kemur Ryzhkov í veg fyrir atkvæðagreiðslu? Ráðgert hafði verið að atkvæða- greiðsla færi fram í Æðsta ráði Sov- étríkjanna í dag um áætlanir er varöa framtíðarstefnu á efnahags- sviðinu en seint í gærkvöldi virtist sem málið myndi tefjast vegna ágreinings um ýmis atriði. Forsætisráðherra Sovétríkjanna, Nikolai Ryzhkov, hefur gefið í skyn að hann muni segja af sér ef fimm hundruð daga áætlunin, sem kennd er viö hagfræðinginn Stanislav Sjat- ahn, verður samþykkt. Hún kveður á um að frjálsu markaðshagkerfi veröi komið á í Sovétríkjunum á fimm hundruð dögum. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, styður áætl- unina en Ryzhkov vdll fara hægar í sakirnar. Er jafnvel búist vdð að hann muni á síðustu stundu reyna að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Telja menn ekki ólíklegt að hann muni halda því fram að Æðsta ráðið hafi ekki lagaleg réttindi til þess að samþykkja áætl- unina. Aðstoðarforsætisráðherra Sovétríkjanna, Leonid Abalkin, hélt því fram í þessari viku að einungis fulltrúaþingið gæti tekið ákvörðun. Þing Rússlands, stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, hefur hvatt Ryzhkov til að víkja fyrir nýrri stjórn er njóti stuðnings almennings. Rússneska þingið hefur þegar samþykkt drög að fimm hundruð daga áætluninni. Vegna alls ágreiningsins um efna- hagsáætlunina var í gærkvöldi óljóst hvort Gorbatsjov myndi h&da fast Búist er við að Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, reyni á síðustu stundu að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um áætlun er varðar framtiðar- stefnu á efnahagssviðinu í Sovétríkjunum. Simamynd Reuter vdð þá tillögu sem hann sagði fram á greáðslu. um eignarhald á landi. mánudaginn um þjóðaratkvæða-' Reuter FeUibyljimir Ed og Fló valda usla: Þrjátíu fórust í Japan og ellef u í Víetnam Kröftugur felhbylur gekk inn yfir strönd Víetnams á síðasta sólarhring og olli dauða 11 manna. Felhbylurinn heitir Ed og einn sá kröftugasti á svæðinu í langan tíma. Verst varð veðrið um miðhluta landsins, hrís- gijónayppskera eyðhagðist og vdð ströndina sukku 200 bátar. Nú er ljóst að fellibylurinn, sem gengið hefur yfir Japan síðustu tvo daga, er sá versti í áratugi. Veðurfræðingar segja aö í það minnsta verði að leita aftur um þijá áratugi til að fmna annan sambærilegan. Nú er vdtað að um 30 manns em hefur látið lífið af völdum fehi- bylsins sem á máli veðurfræð- inga hefur fengið nafnið Fló. Þá eru í það minnsta 90 menn slasað- ir og ótölulegur fjöldi fólks hefur orðiö fyrir miklum óþægindum. Mikh úrkoma fylgdi veðrinu fyrir utan vdndhraða sem náði 182 kílómetrum á klukkustund þegar mest gekk á. Veðurhamurinn var verstur á suðureyjunum en stormsins gætti lítið í Tokýo þar sem einn maður lét þó lífið af völdum hans. Reuter Skemmdir urðu víða miklar i Japan og bilar lágu eins og hráviði um götur. Símamynd Reuter EB samþykkir kröfur EFTA Fulltrúar aöildarríkja Evrópu- bandalagsins, EB, féllust í gær á kröf- ur aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, um strangari reglur á sviði heilbrigðismála, umhverfis- mála og öryggis á vinnustöðum. Þetta þykja kaflaskil í viðræðunum um sameiginlegt evrópskt efnahags- svæði sem nefnt er EES. Thslakanir þessar af hálfu EB þykja þó haldast í hendur viö þá stefnu í umhverfisverndarmálum sem nú er að verða ofan á. Bæði inn- an aðildarríkja EB og í bandalaginu sjálfu er lögð áhersla á að þróa um- hverfisverndarpólitíkina. Það þætti því heldur óheppilegt ef svo vdrtist sem ekki væri hægt að samræma umhverfisvernd og evrópska sam- vdnnu. Að fá að halda strangari reglum um umhverfismál hefur verið ein aðalkrafa EFTA-ríkjanna í EES- vdðræðunum við EB. Við upphaf tveggja daga samningafundar í gær- morgun hófu EFTA-ríkin máls á þessari kröfu. Lögðu þau á það áherslu að pólitíska staöan í EFTA- ríkjunum yrði mjög erfið ef þau neyddust til að taka upp vægari regl- ur í umhverfismálum. Til aö koma til móts við EB hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig til þess að aðlaga sig að þeim reglum sem eru strangari í EB-ríkjunum en EFTA- ríkjunum. Þó svo að EB hafi í grundvallarat- riðum fallist á aðalkröfur EFTA þá er eftir að fjalla um þær í smáatrið- um. Verða EFTA-ríkin í hverju ein- stöku tilfelli að færa rök fyrir því að kröfur þeirra séu byggðar á faglegum grundvelli og aö ekki sé um að ræða reglur sem hafa það eitt að markmiði að halda erlendum samkeppnisaðil- um fyrir utan. NTB AfstaðantilEB: Motzfeldt vill samvinnu við íslendinga Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku heimastjórnarinnar, er ekki þeirrar skoðunar að þörf sé á nýrri umræðu einmitt nú um aðild að Evrópubandalaginu, EB. Vill nann heldur að Grænland, ísland og Færeyjar beiti sér vdð það að sam- ræma stefnu sína gagnvart EB. Umræöan um EB-aðild hefur bloss- að upp á ný á Grænlandi eftir aö Atassut-flokkurinn lýsti því yfir að Grænland ætti að gerast aðili að EB frá og með árinu 1995 þegar núver- andi fiskveiðisamningur milli Græn- lands og EB fellur úr gildi. Grænland sagði sig úr bandalaginu 1. janúar 1985 með fullum stuðningi Siumut- flokksins, flokks Motzfeldts. Motzfeldt sagði í Kaupmannahöfn í gær, þar sem hann ræddi meðal annars við Schlúter forsætisráð- herra, að í stað þess að ræða um EB-aðild ættu Grænlendingar að verja tíma sínum í að ræða við ís- lendinga og Færeyinga. Motsfeldt hefur boðið forsætisráð- herra íslands og lögmanni Færeyja til vdðræðna á Grænlandi í október- lok. Ritzau BIZERBH í FARARBRODDI Laxaskurðarvélar og vogir Erum á sjávarútvegssýning unni í Laugardal, bás E 16. RÖKRÁS HF. Rafeinda og Rafverktaki Bíldshöfða 18, s. 671020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.