Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
Spumingin
Eiga busavígslur
rétt á sér?
Guðmundur Hafsteinsson: Já, þær
eru svo skemmtilegar.
Þórunn Bjarnadóttir nemi: Já, já, en
það mætti standa betur að þeim.
Rakel Jóhannsdóttir nemi: Já, þær
eru skemmtileg hefð.
Ingibjörg ívarsdóttir hjúkrunarfr.:
Æ nei. Eg er á móti þeim. Þær eru
leiðinlega framkvæmdar.
Steindór ögmundsson vélstjóri: Nei,
mér fmnast þær vera ljótar.
Ingibjörg Þórhallsdóttir verslun-
arm.: Ég hef enga skoðun á því.
Lesendur
Álafoss enn á heljarþröm
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Fyrirtækiö Álafoss er enn eina
ferðina í fréttum, nú vegna tap-
reksturs upp á 747 milljónir króna
á sl. ári. Ennfremur kemur fram
að tapiö sé um 2000 milljónir á
tveimur og hálfu ári! Ætli menn
geri sér nokkra grein fyrir því hvað
þetta eru háar tölur sem hér um
ræðir hjá einu fyrirtæki? - Ég held
ekki því ef svo væri myndi næsta
ráðstöfun hreinlega vera sú að loka
fyrirtækinu og gera það upp svo
að ekki þurfi um stærri sár aö
binda að einu ári hðnu.
Ekki er hægt að kenna Sovét-
mönnum um þennan taprekstur
nema að sáralitlu leyti því úti-
standandi skuldir Álafoss í Sovét-
ríkjunum eru þó ekki nema á ann-
að hundrað milljónir króna. - Nú
eru eignir Álafoss sagðar vera bók-
færðar um 2.136 milljónir á móti
heildarskuldum um 2.403 milljón-
um. Úr því ekki er talin ástæða til
að óttast greiðslufali frá hendi Sov-
étmanna hlýtur besti kosturinn
héðan af að vera sá að selja allar
eignir fyrirtækisins, greiöa skuldir
þess með því fé sem þannig fæst
og því til viðbótar sem kemur sem
greiðsla frá Rússum og láta slag
standa með rúmar hundrað millj-
ónir sem væntanlega yrðu greiddar
með öðrum útistandandi skuldum.
Þar sem nú er sögð mikil óvissa
um framtíð Álafoss, og reksturinn
sé því næst „sjálfdauður" eins og
fram kom í Ríkisútvarpinu um
málefni félagsins - ef ekki berist
fljótlega greiðslurnar frá Sovétríkj-
unum - getur vart önnur lausn
verið heppilegri en að gera fyrir-
tækið upp. Ummæli nýráðins for-
stjóra Álafoss á útvarpsstöðinni
Bylgjunni í morgun (19. sept.) þess
efnis, að þeir fái „fullt af peningum
á næstu mánuðum" eru heldur
ekki ný bóla við þær aöstæður að
fyrirtæki er á barmi gjaldþrots. -
Þetta má heyra af vörum hvers for-
stjórans á fætur öðrum þegar neyð-
in er sem stærst.
En ekki dugar aö vitna sífellt til
nýráðins forstjóra sem hefur ekki
lagt línurnar, heldur stjómin sem
er ábyrg gagnvart eignaraðilum.
Hvers vegna fjölmiðlar hlífa stjórn-
armönnum við því að gera grein
fyrir fyrirætlan þeirra til að lag-
færa reksturinn er óskiljanlegt.
Það er ekki við neina aukvisa að
eiga þar sem stjórnendur Áiafoss
eru. Þetta eru ýmist forstjórar eða
stjórnarmenn stærstu fyrirtækja
landsins, ásamt fyrrverandi við-
skiptaráðherra landsins.
Hér ætti því að vera samansöfnuð
nokkur íjármálaþekking. Ekki
gerðu fréttir svo lítiö úr því þegar
þessi nýja stjórn var skipuð og end-
urskipulagning var hafin - meira
segja með aðstoð erlends ráðgjafa-
fyrirtækis! Mér finnst vera kominn
tími til að farið verði aö rekja garn-
irnar úr hinum „fjórum stóru“ í
stjórn Álafoss hf. Það hlýtur að
vera innifalið í stjórnarlaununum
að koma fram fyrir alþjóð og skýra
reksturinn, ekki síst þar sem hann
er ekki ótengdur sameiginlegum
sjóði landsmanna.
„Hér ætti aö vera samansöfnuð nokkur fjármálaþekking," segir m.a. í bréfinu. - Hinir „fjórir stóru“ í stjórn Álafoss, Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Granda hf., Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, og Sigurður Heigason, stjórnarformaður
Flugleiða hf.
Veröbólga og vaxtagreiðslur:
Ekki lækka
nafnvextímir
Ámi Árnason hringdi: ekki í takt við lækkandi verðbólgu
Ég tek undir með þeim sem hafa að hann viti ekkert hvenær slíkt
þoraö að láta í sér heyra og frá sér geti gerst. Bankamir verði að fá
fara skrif um þann fáránleika sem að ,jafna sig fyrst", segir hann!
nú viðgengst í efnahagslífi okkar Skyldi nokkurn undra? Ætli þaö
og launamálum, og tengingu verð- séu ekki fieiri sem þurfa aö jafna
bólgunnar við þessa þætti. - Ég er sig á annarri eins furðufrétt og
helst á þvi sem einn lesandi 1 DV þeirri að verðbólga hjá þessari rík-
sagði íyrir helgina að trúa engu af isstjóm sé skyndilega komin niður
því sem nú er verið að mata okkur í 3%!
á, td. því að verðbólgan sé komin Og það er allt eftir þessu. Launa-
niður í um 3%. Hverjir eru þaö sem hækkanir sem nú eru gjaldfallnar
þetta setja fram? - Jú, það eru em afgreiddar með óskipulegum
menn sem em að einhveiju eða hætti og enginn viröist vita eða
ölluleytitengdirflokksböndumvið hafa á hreinu hvernig með skuli
núverandi ríkisstjórn eða einstaka fara. - Það má fyllilega hafa þaö til
ráðherra, jafhvel venslaðir eín- marks um trúveröugheitin, að ef
hveijum ráðherrum. Hvemig á nafhvextír lækka ekki í takt víð
maður að geta tekið þetta alvar- fréttina um lágu veröbólguna, er
lega? það einfaldlega vegna þess að verð-
Oghvernigámaðuraðgetatekið bólgan er í raun miklu, miklu
það alvarlega, að verðbólgan sé hærri en látið er í veðri vaka. -
komin í 3% þegar bankastjóri viö Enda hefur grunnurinn fyrir út-
einn stærsta bankann segir að- reikningi hennar allur verið
spurður um hvort nafnvextir lækki skekktur að yfirlögöu ráði.
Varhugaverður ávinningur
M.H. hringdi:
Kemur forráðamönnum íslendinga
ekki til hugar hve varhugavert það
getur verið að safna landslýðnum
saman á lítinn skika á suðvestur-
horni landsins - þar sem bæði er
jarðskjálfta- og eldgosasvæði?
En fólki er vorkunn þvi þótt flestir
vilji helst búa í heimahögum neyðast
þeir til að flytja þangaö sem atvinnu-
möguleikarnir em. Nú er rætt um
nýja atvinnumöguleika á Suðumesj-
um, þ.e. álverið. - Ekki er það ávinn-
ingur fyrir dreifbýlisfólk. Vonandi
fáum við ekki eldgös eða öskugos
yfir okkur í bráð!
Hringið í síma
, 27022
milli kl. 14 og 16 eða skrifið
ATH.: Nafn og sími verður að fylgja bréfum.
Kvískerjamyndin:
Kúnstugt líf
en kyrrlátt
S.B.B. skrifar:
Ég horfði á myndina um Kvískerja-
systkinin í Sjónvarpinu. Þetta var
hin besta afþreying. Maður hugsar
margt þegar maður sér svona mynd
og horfir á það líf sem þarna er lifað.
Þaö er bæði kúnstugt og virðist eink-
ar kyrrlátt, a.m.k. miðað við það sem
gerist hér í Reykjavík.
Ög það er margt fleira sem manni
kemur í hug, t.d. það hvort þetta fólk
greiði háa skatta af tekjum sínum,
hvort tekjumar séu miklar, hvort
þetta fólk þurfi að rísa úr rekkju kl.
hálfsjö eða sjö á hverjum morgni til
að ganga til starfa sinna. Em störfin
fyrirfram ákveðin hvem dag, eða
getur fólkið tekið sér fyrir hendur
það sem það vill þann og þann dag-
inn, t.d. gengið á jökul og athugað
hvort einhver glufan í honum hefur
stækkað frá því í fyrra?
Allt þetta og miklu fleira kom mér
í hug þegar ég horföi á myndina um
systkinin á Kvískerjum. Mér kom
t.d. það í hug hvort við Islendingar
gætum ekki haft þennan hátt á, að
dunda sér svona, hver og einn í sínu
horni. Gætum jafnvel lokað landinu
í svo sem 4 eöa 5 mánuði og lifað af
því sem landið gefur af sér og því sem
til er í forðabúrunum (kjöti, smjöri
og fiski) og matvælum í verslunun-
um. Myndum við geta sparað gjald-
eyri með þessu, jafnvel greitt niður
umtalsverðar erlendar skuldir? - Já,
því ekki að reyna þetta einu sinni?
Er þaö nokkuð verri uppástunga en
þær sem koma frá hagfræöingunum,
a.m.k. er ekki að sjá neinar úrbætur.
En svona má víst ekki hugsa, hvað
þá skrifa. - Læt það flakka samt, það
er ekki hundrað i hættunni hjá mér.
Ég er hvort eð er að fara af landi
brott. - Einn af þeim sem ætla að
koma mér fyrir annars staðar áður
en landið veröur eitt. af fátækustu
löndunum í Evrópu eins og einn hag-
fræðingurinn spáir nú. - Takk fyrir
samveruna.
Slæm reynsla í vidgerðarþjónustu
Ingibjörg Ólafsdóttir skrifar:
Mig langar til að koma á framfæri
þeirri slæmu reynslu sem ég varð
fyrir nú fyrir skömmu. - Þannig var
að sjónvarpstæki, sem ég á, bilaði.
Ég fór með það í viðgerð á verkstæöi
sem heitir Skjárinn við Bergstaða-
stræti hér í borginni. Viðgerðarmað-
urinn biður mig að hafa samband
daginn eftir því þá átti tækið að verða
tilbúiö.
Ég hringi og tilkynnir hann mér
þá að hann sé að bíða eftir stykki í
tækið og segir mér að hringja aftur
daginn eftir. Þetta gekk í sex daga,
og á sjötta deginum hringdi ég að
morgni. Þá tilkynnir hann mér að
hann sé með tækið í höndunum og
búist við að ljúka viðgerð seinni
hluta dagsins.
Ég hef síðan samband við manninn
rétt fyrir kl. 18 þann dag. Þá segir
hann mér að tækið sé ónýtt vegna
þess að „lampinn sé farinn" í tæk-
inu. - Reikningurinn hljóðaði upp á
3.000 krónur fyrir að dæma tækið
ónýtt. Ég sætti mig engan veginn við
það að rúmlega fjögurra ára gamalt
tæki væri ónýtt og því síður aö greiða
þessar 3 þúsund krónur. - Fyrir
hvað? En eftir mikið þref við mann-
inn var þó hægt aö lækka reikning-
inn niður í 1.000 kr. og ég náði í tækið.
Eftir þessa slæmu þjónustu og
framkomu sneri ég mér aö Litsýn í
Borgartúni til að láta kanna hvort
tækiö væri virkilega ónýtt. Þar fékk
ég snögga og góða þjónustu. Þeir sáu
aö það var ekkert aö myndlampan-
um sem fyrrgreindur viðgerðarmað-
ur fullyrti að væri ónýtur. - Þetta
finnst mér frásagnarvert og hér hefði
getað farið verr en á horíðist, ég heíði
getað tapað svo til nýju sjónvarps-
tæki.