Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 15
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
15
Ræða óspilltrar
rey kvískrar æsku
Ágætu félagar!
Haílö þiö leitt hugann aö því sem
höfuðborgin hefur veitt okkur og
hversu lítiö viö höfum lagt á okkur
til aö ná alla leið aö hinum sósíal-
íska aldingarði?
Borgin sér um að allir geti ferð-
ast hring eftir hring innan borgar-
markanna. Hver annar gæti boðiö
upp á slíkt? Auövaldsseggir og ill-
menni myndu arðræna þá sem
minna mega sín fengju þeir aö reka
slíka þjónustu.
Hin góða og mikla borg kemur í
veg fyrir aö borgarastéttin troði
hina smáu ofan í götusteinana á
farþegavögnum sínum. Já, götima
sem viö eigum saman og hin dá-
samlega borg hefur gefið okkur af
örlæti sínu og meö því aö starf-
rækja námur þar sem hetjur sósíal-
ismans höggva og bijóta (og hijóta)
steina sem fluttir eru á undursam-
legum tólum Vélamiðstöðvarinnar
til guödómlegrar verksmiðju mal-
biksins.
Þessa smiðju eigum viö öll saman
og getum þakkað hinum miklu leið-
togum borgarinnar aö kapítalískir
skúrkar fá ekki smánaö öreigana
méö okri á malbiki.
Ástkæra Hitaveita
og Pípugerð
Kvölds og morgna geta hetjur
sósíalismans baðað sig og skrúbbað
frá hvirfli til ilja meö heitu vatni
sem kemur um öruggar og yndis-
legar leiðslur Pípugerðar borgar-
innar frá hinni miklu Hitaveitu.
Það veitir okkur yl í ofnana okkar
og flytur einnig súrefni sem tærir
þá upp svo að fjöldi fólks fær vinnu
Menning í yndis-
legum miðstöðvum
A kvöldin sér hin dásamlega borg
um ýmis menningarleg atriði okk-
ur til sáluhjálpar og frelsunar frá
siðspillingarvélum borgarastéttar-
innar. Við söfnumst saman á þá
staöi sem leiðtogar borgarinnar
hafa ýmist byggt eða hrifsað úr
klóm peningahyggjunnar.
Þetta eru hin dýrlegustu leikhús,
listamiðstöðvar og danshús og af
rausnarskap við sjáaldur okkar og
til að leiða hugann frá ghngri auð-
valdsins hefur borgin okkar byggt
hálfkúlu úr glerefni sem mun snú-
ast eilíflega og vera óræk sönnun
um yfirburði sósíalismans.
Þá hefur borgin yfir að ráða afl-
mestu og bestu hljómflutnings-
tækjum sem völ er á og getur mett-
„Hafið þið leitt hugann að því sem höf-
uðborgin hefur veitt okkur og hversu
lítið við höfum lagt á okkur til að ná
alla leið að hinum sósíalíska aldin-
garði?“
aö hlustir okkar í órafjarlægð.
Þannig má yfirgnæfa skarkala
neysluþjóðfélagsins og vernda okk-
ur fyrir úrkynjuðum veinum
skemmtanaiðnaðarins.
Félagslegt hreinlæti
Allt rusl er fjarlægt á afkasta-
miklum bílum borgarinnar. Allt
verður hreint og fínt. Enginn auð-
viö að smiða nýja og getur satt sár-
asta hungrið.
Allir geta fengið eins mikið vatn
og þeir vilja og við erum þakklát í
huga og klökk þegar við stígum úr
baðkerinu og þerrum okkur og vit-
um að borgin verndar okkur fyrir
því að feitir karlar með dollara-
merki í augunum setji kalt vatn í
kranana okkar.
KjaUariim
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðinemi í HÍ
Skref inn i framtíðina? Framfaraspor borgarinnar með rekstri samyrkju-
bús. - Úr húsdýragarðinum í Laugardal.
valdseggur getur nú hent rusli og
drasli í okkur og heimtað borgun
fyrir að flytja það burt.
Hann getur heldur ekki hagnast
á því að endurvinna það sorp sem
þeir smáu láta frá sér. Gott á hann.
Náttúran beisluð
Og þegar snjóar þá birtast öflugir
bílar frá Vélamiðstöðinni og nátt-
úran má beygja sig fyrir borginni
okkar.
Ljótir eiginhagsmunaseggir aka
um á negldum hjólbörðum og
spæna upp hin góöu efni sem mal-
bikunarverksmiðjan hefur gefið
okkur til að njóta í sameiningu.
Verslunarfíklar sektaðir
Borgin sér hka til þess að viö lát-
um ekki glepjast af lögmálum
markaöarins og sektar auðvitað
alla þá sem dvelja léngur en
klukkustund í verslunum.
Stöðumælasektirnar eru því eitt
helsta vopn öreiganna gegn arðráni
verslunarbraskara. Þá setur borg-
in reglugerðir um afgreiðslutíma
lastabæla Bakkusar og óhollustu-
staða sem nefndir hafa verið
skyndibitastaðir.
Nýr heigidómur
hinna forsjálu
Úr vatni rís nýtt musteri þeirra
sem vaka yfir okkur og gæta þess
er áður er upp talið. í anddyri verð-
ur allt ísland saman komið og verð-
ur hægt að renna því fram og til
baka til mikilla heilla fyrir stöðu
landsins í samfélagi þjóða og færir
okkur nær hinum mörg þúsund
einstaklingum í Brussel sem bera
þungar skjalatöskur fullar af mik-
ilvægum skjölum fram og til baka
í höfuðstöðvum Evrópubandalags-
ins. - En það er nú önnur saga.
Samyrkjubú - skref
inn í framtíðina
Að lokum vil ég minnast á það
framfaraspor borgarinnar okkar
að hefja rekstur samyrkjubús með
öllum dýrategundum landsins.
Örkin hans Nóa er algjör brandari
í samanburði við þetta og dýrunum
hefur verið forðað frá græðgi og
skepnuskap peningasinna. Lifi
minning Lenins.
Glúmur Jón Björnsson
Almálið:
Enn ein mistökin
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. með endemum hvernig hann
hefur att saman ýmsum byggðarlögum og látið þau bjóða i álveriö,"
segir Hallgrímur m.a. í grein sinni.
Undanfama daga hefur það kom-
iö greinilega fram hve vitlaust iðn-
aðarráðherra, Jón Sigurðsson, hef-
ur staðið að samningum um nýtt
álver. í stað þess að ákveða fyrir-
fram að hverju átti að stefna í
mengunarvörnum, raforkuverði,
sköttum og staðsetningu byrjaði
hann á öfugum enda.
Ráðgjafar og samningamenn ráð-
herra hafa margir hverjir féngist
við þessi mál áður. En það er eins
og sumum sé gjörsamlega fyrir-
munað að læra af reynslunni.
Hvað veldur því að íslenskir
ráðamenn kikna strax í hpjáliðun-
um þegar þeir sjá erlendan álfor-
stjóra í nánd? Ég ætla ekki að svara
því að sinni en þess í stað ætla ég
að rifja upp nokkur atriði úr sam-
skiptum íslendinga við álfurstana.
Dómsvald úr landi
Árið 1966 var fyrsti samningur-
inn gerður við Alusuisse um álver-
ið í Straumsvík. Hanp var sam-
þykktur á Alþingi af sjálfstæöis- og
alþýðuflokksmönnum. Samning-
urinn var vægast sagt mjög hag-
stæður fyrir Svisslendingana. Raf-
orkuverðið var hlægilega lágt,
framleiðslugjald, sem koma átti í
stað skattheimtu, var ófullnægþ
andi og ekki var gert ráð fyrir
hreinsitækjum vegna loftmengun-
ar.
Einnig var samþykkt að erlendur
dómstóll ætti aö dæma í ágrein-
ingsmálum. Þennan lélega samn-
ing mátti aö nokkru rekja til þess
aö margir töldu að Íslendingar
væru að missa af stóriðjulestinni
vegna ódýrrar kjarnorku. Það kom
svo fljótlega í ljós að þessi ótti var
ástæðulaus. - Kjarnorkuver reynd-
ust ekki eins hagkvæm og haldið
Kjallaxiim
Hallgrímur Hróðmarsson
kennari í MH
var í fyrstu.
í janúar 1973 var ísal gefmn sex
mánaða frestur af þáverandi heil-
brigðisráðherra, Magnúsi Kjart-
anssyni, til að koma upp hreinsi-
búnaði. í mars 1973 kom svar frá
ísal þar sem lofað var að setja hann
upp. Það tók svo níu ár að efna lof-
orðið.
Bókhaldssvik
Á árunum 1974-75 kom í ljós við
endurskoðun á reikningum ísal að
eitthvað var gruggugt við kaup
dótturfyrirtækisins á súráli frá
mömmunni í Sviss. Endurskoðend-
ur frá Coopers & Lybrandt sýndu
fram á að súrálsverðiö milh
óskyldra aðila væri 10-33% lægra
en verðið sem ísal gaf upp.
Samningarnir við álfélagið voru
svo endurskoðaðir 1975-76 en ekk-
ert var aöhafst af hálfu íslenskra
ráðamanna vegna bókhaldssvik-
anna. Þessi endurskoðaði samn-
ingur var samþykktur á Alþingi af
þingmönnum álflokkanna þriggja:
Alþýðuflokks, Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks. - Samningurinn
gaf hærra orkuverð en skattar
voru lækkaðir ríflega á móti þann-
ig að heldur hallaði á íslenska ríkiö.
í tíð Hjörleifs Guttormssonar iön-
aðarráöherra voru áðurnefndir
endurskoðendur fengnir aftur til
aö kanna reikninga ísal. í ljós kom
að á árunum 1975-81 var hagnaður
ísal 35,8 milljónum dollara meiri
en fram kom í bókhaldi fyrirtækis-
ins. í framhaldi af því var fram-
leiðslugjaldið til ríkisins hækkað
um 6,6 milljónir dala, meö viður-
lögum nam það 10,4 miUjónum.
Þegar Hjörleifur kynnti niður-
stöður endurskoðendanna varð
mikill taugatitringur í herbúðum
álflokkanna þriggja. Fulltrúar
þeirra höfðu aldrei viljað við það
kannast að álfurstarnir hefðu snú-
ið á þá í samningunum. AUt kapp
var nú lagt á það af forystumönn-
um Alþýðuflokks, Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks að gera iðnaðar-
ráðherra tortryggilegan.
Álhringurinn ákvað nú að vísa
málinu í alþjóðlegan gerðardóm og
féllst iðnaðarráðuneytið á það
þann 9. maí 1983 og var málsundir-
búningur hafinn vegna gerðar-
dómsins áður en ríkisstjórnar-
skiptin urðu 26. maí 1983.
Sakaruppgjöf
En ný ríkisstjóm Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks glutraði málinu
niður. Hún samdi um sakaruppgjöf
í bókhaldsmálinu gegn greiðslu 3
mUljóna $. MiUjónirnar tíu
skruppu saman í þrjár og má telja
víst að íslensk fyrirtæki sem staöin
væru að skattsvikum myndu una
shkri lausn vel.
En hvað kom fleira út úr þessum
samningi? Skattareglur voru enn
lagfærðar álhringnum í hag. En á
móti fékkst rafmagnsverðið loks
lagfært. í 12-18 miU/kwh (var 6,45
mill/kwh árið 1985). Þessi nýkla
hækkun, sem alls ekki var nægileg,
sýnir hve fyrri samningar voru
hrikalega lélegir.
Sterk samningsstaða íslands
gegn álhringnum var því alls ekki
nýtt tU fullnustu. A þessum tíma
greiddu álver úti í heimi talsvert
hærra orkuverð þar sem þau
þurftu aö kaupa orkuna frá óskyld-
um aðilum, 16-17 mill í Evrópu og
26 mill í Norður-Ameríku.
Og enn kikna þeir...
Já, þetta er sannkölluö rauna-
saga og það versta við hana er aö
íslenskir ráðamenn neita að læra
af henni. Jón Sigurðsson hefur
reynt ýmsar nýjar kúnstir, ekki
vantar það, en aUt verður auð-
hringunum í vil. - Það er með end-
emum hvernig hann hefur att sam-
an ýmsum byggðarlögum landsins
og látið þau bjóða í álverið.
íslenskir ráðamenn geta ekki vik-
ið sér undan þeirri skyldu að taka
ákvarðanir um staðsetninguna og
eðlilegar kröfur í mengunarvörn-
um. Eins er það með stefnu í skatta-
málum og orkusölu tU erlendrar
stóriðju. Það hefði þjónað hags-
munum íslands betur ef ákvarðan-
irnar hefðu legið fyrir áður en til
samninga var gengið.
Hallgrímur Hróðmarsson
„Það hefði þjónað hagsmunum Islands
betur ef ákvarðanirnar hefðu legið fyr-
ir áður en til samninga var gengið.“