Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Page 9
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990.
9
Utlönd
Um stundarsakir beindist athygii umheimsins i gær að börnum er tugir
þjóðarieiðtoga komu saman í New York til að ræða lifsskilyrði þeirra. Á
myndinni má sjá starfsmann Rauða krossins með dreng frá Súdan sem
missti fót i átökum skæruliða og stjórnarhermanna. Símamynd Reuter
Tugir þjóðarleiðtoga á ráðstefnu:
Samþykktu áætl-
un um bætt lífs-
skilyrði barna
Yfir sjötíu þjóðarleiðtogar komu
saman í aðalstöðvum Sameinuöu
þjóðanna, SÞ, í New York í gær þar
sem þeir samþykktu áætlun um bætt
lífsskilyrði barna. í yfirlýsingu
þeirra segir að bætt pólitískt and-
rúmsloft í heiminum geri það auð-
veldara að huga að velferð barna og
draga úr þjáningum þeirra.
Samkvæmt yfirlýsingu þjóðarleið-
toganna verður fyrst tekið tilllt til
barna þegar farið verður að ræða
hvernig verja eigi fé því sem sparast
við afvopnun.
Þjóðarleiðtogarnir hvöttu öll lönd
til að staðfesta samþykktina um rétt-
indi barna sem allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna samþykkti í fyrra.
Yfir hundrað lönd hafa undirritað
ályktunina en rúmlega íjörutíu hafa
staðfest hana.
Það kom fram á ráðstefnunni í New
York í gær að helstu markmið þjóð-
arleiðtoganna fyrir næsta áratug eru
að minnka barnadauða um þriðjung
og dauða sængurkvenna um helm-
ing. Stefna á einnig að því að helm-
ingi færri börn undir fimm ára aldri
þjáist af vannæringu. ÖJJ börn í
heiminum eiga að fá aðgang að
hreinu drykkjarvatni og að minnsta
kosti áttatíu prósent allra barna eiga
að fá grundvallarmenntun.
í áætluninni fyrir komandi áratug
er einnig kveðið á um að minnka
þurfi ólæsi meðal fullorðinna um
helming og leggja þurfi sérstaka
áherslu á menntun kvenna í því sam-
bandi. Auk þess vilja þjóðarleiðtog-
arnir tryggja börnum vernd við sérs-
taklega erfiðar aðstæður svo sem
eins og stríð.
Allt þetta kostar auðvitað og lýstu
þjóðarleiðtogarnir yfir vilja sínum til
að greiða fyrir bætt lífsskilyrði en
gáfu engin bein loforð um peninga.
Ritzau
Stof nar Glistrup
nýjanflokk?
Mogens Glistrup, stofnandi Fram-
faraflokksins í Danmörku, lýsti því
yfir í gær að loknu landsþingi flokks-
ins að hann hygöist stofna nýjan
flokk ef hann fengi ekki tryggingu
fyrir því að hann gæti boðið sig fram
til næstu kosninga.
Það er skoðun Glistrups að nýjar
reglur um flokksaga geti verið mis-
notaðar og leitt til ofsókna gegn ein-
stökum aðilum innan flokksins.
Kveðst hann vilja fá tryggingu fyrir
því að ekki sé hægt að fleygja fólki
úr flokknum tíu dögum fyrir kosn-
ingar.
A landsþinginu kom meðal annars
fram að þingmenn Framfaraflokks-
ins ætla að beita sér fyrir því að eng-
ir múhameðstrúarmenn verði í Dan-
mörku. Ritzau
'V J ' "
Mogens Glistrup, stofnandi danska
Framfaraflokksins.
Grænland:
Lokun bandarískra
herstöðvadýr
Þegar Bandaríkjamenn yfirgefa
herstöðina í Syðri Straumfirði, rad-
arstöðina í Kulusuk og fækka starfs-
mönnum í flugstöðinni í Thule
minnka skatttekjur grænlensku
heimastjórnarinnar um hundrað
milljónir danskra króna eða nær
milljarö íslenskra króna. Alls er
búist við að atvinnutilfellum á
bandarísku herstöðvunum fækki um
eitt þúsund næstu tvö árin.
Samfara tekjutapinu þurfa Græn-
lendinar að standa straum af kostn-
aði við að halda flugvöllunum í Syðri
Straumfirði og Kulusuk opnum.
Grænlendingar vona að Banda-
ríkjamenn muni taka þátt í rekstrar-
kostnaðinum þrátt fyrir lokun her-
stöðvanna. Auk þess vonast þeir til
þess að Danir veiti einnig fé til rekst-
urs flugvallarins í Syðri Straumfirði.
Ritzau
m
...ferðirnar sem
* ’ •.
slógu í gegn í fyrra
bjóðast nú aftur...
Frábœrar "stutt"ferdir
meö íslenskum fararstjóra.
Flug og gisting á völdum
hótelum miösvœöis í Edinborg.
Hagstœö heildsöluinnkaup!
Atlantik býður
Edinborgarfarþegum:
• Aðgangspassa að Macro
(beildsölu-) vöruhúsinu
• íslenskan fararstjóra
• Gistingu á góðum hótelum
• Fallega borg -frábærar verslanir
Brottfarir:
10. nóv. -13- nóv.
13• nóv. -17. nóv.
27. nóv. - 01. des.
01. des. - 4. des.
Verð frá kr.
farkort!
F.infaldlega belra greiðslukoit
FERÐASKRIFSTOFAN
: - ■ :•• ;
»r ■ ■ ■■v
HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG-28580
'miðað viðgistingu í tveggja manna herbergi á Stakis Crosvenor Hotel t'3 nœtur
FLUGLEIDIR