Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Síða 21
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990.
29
Fréttir
Hinn nýi bátur Norðfirðinga, Hiifar Pétur. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson
Neskaupstaður:
Flotinn stækkar
Hjörvar Sigurjónsson, DV, Neskaupstað:
Fyrir skömmu bættist 63 tonna bát-
ur, Hlífar Pétur NK-15, í flota Norð-
firðinga.
Eigandi bátsins er Saltfang hf. á
Neskaupstað. Báturinn er keyptur
frá Húsavík og hét áður Skólaberg.
Hlífar Pétur er nú á trolli en fer síð-
ar á línu. Skipstjóri er Jón Ölver
Magnússon.
Akranes:
Metaðsókn í Fjöl-
brautaskólann og
Tónlistarskólann
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi
Metaösókn er að Fjölbrautaskóla
■Vesturlands á Akranesi og Tónlistar-
skólanum á Akranesi í haust. Nem-
endur við Fjölbrautaskólann eru 580
á haustönn og hafa aldrei verið fleiri.
Nemendur við tónhstarskólann eru
220 og hafa heldur ekki verið fleiri.
Þórir Ólafsson, skólameistari Fjöl-
brautaskóla Vesturlands, sagði í
samtali við DV að auk hefðbundins
skólahalds ræki skólinn framhalds-
deildir í Borgarnesi, á Hellissandi, í
Stykkishólmi og Ólafsvík. Um 80
nemendur stunda nám í þessum
deildum.
Að sögn Lárusar Sighvatssonar,
skólastjóra Tónlistarskólans, er nú
mestur áhugi á námi í gítarleik en
hann sagði píanóið alltaf standa fyrir
sínu. Skólinn býr við mikla hús-
næðiseklu og fer kennsla fram á
fimm stöðum í bænum.
Ný vatnsleiðsla á Hvammstanga:
Vatnsskorti bægt frá
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Miklar vatnsveituframkvæmdir
standa nú yfir á Hvammstanga. Fyr-
ir um sex vikum var hafist handa
um lagningu 11 kílómetra langrar
vatnsleiðslu úr lind í Mjóadal, norð-
austan kauptúnsins.
Kostnaður viö þessar framkvæmd-
ir er áætlaður um 17 milljónir króna.
Að sögn Hauks Árnasonar, tækni-
fræðings Hvammstangahrepps, er
um þriðjungi verksins lokið. Vonast
menn eftir góðri tíð í haust til að
unnt verði að ljúka því verki fyrir
veturinn. Þar með yrði vatnsmálum
bæjarbúa borgið til langframa. Til
þessa hefur á tíðum jaðrað við
vatnsskort.
„Rigningarnar undanfarið hafa taf-
ið fyrir og gert okkur erfiðara með
aðdrætti. Þar sem jörð er hvað blaut-
ust höfum við þurft að beita sérút-
búnum dráttarvélum," sagði Hauk-
ur. Þrír verktakar úr röðum heima-
manna tóku verkið að sér, pípari,
vöruflutningabílstjóri og gröfumað-
ur.
lUmARIiUfTHÐAEICEnDUR
muncmiÐimcno
yninnBnnDUR
SUZUKI rafstöðvar
á verði frá
44.510.- stgr.
Vélar & Tæki hf.
Tryggvagata 18-121 Reykjavík
Sími: 91-21460 - Fax.: 623437
SUZUKI
utanborðsmótorar.
10% stgr. afsl.
THERI vatnabátar á
verði frá 59.778.- stgr.
RAÐGREIÐSLUR
FARKORT | FÍF
Ferðaskrifstofan Saga efnir til sérstakrar
hópferðar um Karíbahafið með skemmti-
ferðaskipi.
Farið verður um Orlando til Miami og siglt þaðan með einu glæsi-
legasta skipi heims, Seaward, sem er rekið af norskum aðilum. Siglt
verður til Jamaica og Grand Cayman eyja. Svo og Playa del
Carmen og Conzumel í Mexíkó. Eftir siglinguna verður boðið
upp á dvöl í Flórída.
Brottför: 16. febrúar 1991
Heimkoma 4. mars 1991
Nákvæm ferðaáætlun liggur frammi á skrifstofunni.
FERDASKRIFSTOFAN
Suðurgötu 7
- Sími 624040
FLUGLEIDIR