Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Page 32
40
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Brigitte Bardot
þótti eitt sinn allra kvenna feg-
urst og gjörvallt karlkyniö fékk
aðsvif af æsingi ef henni brá fyrir
fáklæddri. Bardot hefur á seinni
árum barist mjög harkalega fyrir
dýravernd af öllu mögulegu og
ómögulegu tagi. Síðast komst hún
í fréttimar þegar hún lét gelda
asna nágranna síns að grannan-
um forspurðum. Nú eru það mál-
efni sauðkinda sem fylla gömlu
konuna heilagri reiði. Franskir
mótmælendur slátruðu breskum
kindum sem verið var að flytja á
fæti til Frans og kveiktu síðan í
skrokkunum. Bardot er ævareið
og skammar landa sína blóðug-
um skömmum og ásakar þá um
heigulsskap af verstu sort að ráö-
ast á varnarlausar kindur sem
eigi sér engan málsvara og geti
ekki borið klauf fyrir höfuð sér.
Bjöm Borg
gamla sænska tenniströllið, sem
var að mestu hættur aö keppa,
æfir nú sem aldrei fyrr og hyggst
snúa aftur á tennisvöllinn með
glæsibrag. Borg, sem er 34 ára,
hafði safnast mikill auður á tenn-
isvellinum. í stað tennisins hefur
hann aö undanfórnu fengist við
kaupskap og brask af ýmsu tagi.
En upp á síðkastið hefur hann
verið óheppinn á þeim vettvangi
og slegið hvert vindhöggið á fæt-
ur öðru. Fréttir herma að skuldir
hans nemi 60 milljónum punda
og hafi gengið verulega á höfuð-
stól auðæfa hans. Borg kann ekk-
ert nema að leika tennis og því
snýr hann aftur og ætlar að slá í
gegn.
Nicole Kidman
er áströlsk leikkona og örlög
hennar eru ráðin. Hún hefur að
undanfórnu orðið miklu frægari
en hún nokkurn tíma var fyrir
leik sinn fyrir að vera trúlofuð
stórstjömunni Tom Cruise. Sagt
er að Tom hafi fallið fyrir henni
þegar hann sá hana leika í tryllin-
um Dead Calm og búið í snar-
heitum til hlutverk handa henni
í nýjustu mynd sinni Days of
Thunder. Þessi umtöluðu hjóna-
korn stigu örlagaríkt skref, á
hinni krókóttu leið sem endar
uppi við altarið, þegar Kidman
dröslaði Tomma með sér heim til
Ástrahu þar sem hann var kynnt-
ur fyrir foreldrum hennar. Eins
og flestir karlmenn vita er erfitt
að snúa við eftir það.
Bárður fararstjóri
Bárður Bárðarson heitir ungur
maður sem leiðist að sitja auöum
höndum. Hann býr á sambýli fyrir
þroskahefta í Reykjavík. Bárði fmnst
gaman að feröast en það er ekkert
púður í að ferðast eimr- Hann hefur
því í sumar skipulagt upp á eigin
spýtur og staðið fyrir tveimur hóp-
ferðum fyrir félaga sína.
í fyrra skiptið var farið í dagsferð
að Gullfossi og Geysi og tóku 40
manns þátt í ferðinni sem þótti tak-
ast með miklum ágætum. I byrjun
september var svo efnt til berjaferðar
í Borgarfjörð. Þegar til kom var veör-
ið frekar leiöinlegt svo lítið varð úr
berjatínslu en þess í stað var ekið
um héraðið meö viðkomu á sögustöð-
um eins og Reykholti.
Bárður er ekki af baki dottinn held-
ur vinnur nú af fullum krafti að und-
irbúningi helgarferðar á haustdög-
um þar sem gist veröur í sumarhúsi
á einhverjum fögrum stað.
Bárður Bárðarson fararstjóri í berjaferðinni fyrir framan rútuna
í hópi kátra ferðafélaga með nesti.
Það er kuldalegur starfi að búa til kvikmynd á íslandi þegar vetur sest
snemma að. Þessir leikmunaverðir urðu á vegi Ijósmyndara DV i Straum-
svík en þar er unnið að kvikmyndun víkingamyndar fyrir sjónvarp, Hvíta
víkingsins undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar. DV-mynd GVA
Rushdie skrifar
bamabók
Rithöfundurinn Salman Rush-
die, sem hefur verið í felum síðan
Khomeini erkiklerkur í íran hét á
alla réttrúaða múslíma aö drepa
hann hvar sem til hans næðist,
hefur gefið út nýja bók. Viðfangsef-
nið er nokkuð annað en í Söngvum
Satans því hér er um bamabók að
ræða. Bókin heitir Harotm og
sagnasjórinn og greinir frá ind-
verskum sapaþul sem missir
hæfileikana til frásagnar af völdum
grimmlynds harðstjóra. Haroun,
sonur sagnaþulsins, skorar óvin-
inn á hólm, vinnur sigur og endur-
heimtir þar með skáldgáfu fóður-
ins. Rushdie tileinkar syni sinum
bókina.
Kollegi Rushdies, Anthony Burg-
ess, reit ritdóm um bókina í breska
bíaðiö Observer. Þar segir hann að
andi Rushdies sé greinilega óbrot-
inn þrátt fyrir harðræðið og bókin
sé heiUandi og fyndin. Aðrir hafa
tekið í sama streng og taliö bókina
hoUa lesningu bæði börnum og
fuUorðnum.
Fjölskylda furstans af Mónakó stillir sér upp fyrir Ijósmyndara í tilefni árlegr-
ar skemmtunar sem haldin er til styrktar minningarsjóði Grace furstaynju.
Skemmtunin var haldin um borð í snekkju fjölskyldunnar i höfn í New York.
Talið frá vinstri: Stefano Casiraghi, eiginmaður Karólínu, Stefanía prins-
essa, Karólína prinsessa, Rainier fursti og Albert prins.
Ingmar Bergman
játar afglöp
Hinn þekkti sænski kvikmynda-
leikstjóri Ingmar Bergman viður-
kennir í óútgefinni ævisögu sinni
að fyrsta stórmyndin sem hann
gerði á erlendri grund hafi verið
afar misheppnuð. Hann kennir um
sálarástandi sínu sem hafi á þeim
tíma varnað honum að sjá mistök
sin.
Ævisaga Bergmans heitir Myndir
og kemur út í haust en útdrættir
úr bókinni hafa birst í sænska blað-
inu Dagens Nyheter. Fyrra bindi
ævisögu Bergmans, Töfraluktin,
kom út 1987.
Myndin, sem Bergman þykir svo
misheppnuð, hét The Serpents Egg
og var gerð í Þýskalandi árið 1977.
Bergman taldi sig vera að skapa
meistaraverk og lét það ekki á sig
fá þótt frægir leikarar á borð við
Redford og Hoffman höfnuðu hlut-
verkum í myndinni sem hlaut að
lokum slaka dóma gagnrýnenda.
Árið áður hafði Bergman verið
handtekinn heima í Svíþjóð og yfir-
heyrður um meint skattamisferh.
Sú aðför olli honum hugarangri
sem skyggði á dómgreind hans um
langa hríð. í kjölfarið reit hann
harðort opið bréf til sænskra yfir-
valda og settist síðan að í Þýska-
landi þar sem hann var í útlegö
allt til ársins 1985.
Þrátt fyrir meint mistök mun það
samdóma álit manna að Bergman
sé einn af meisturum kvikmynda-
gerðar seinni tíma. Meðal helstu
verka hans eru: Myndir úr hjóna-
bandi, Fanny og Alexander og Per-
sona.
Bifreið Saddams Hussein kyrrsett í Ameriku.
Bifreið Sadd-
ams kyrrsett
Viðskiptabann vestrænna ríkja
gegn írak hefur meðal annars haft
þær afleiðingar að Saddam Hussein
forseti er nú án einkabifreiðar
sinnar. Eins og þjóðhöfðingja er sið-
ur ekur hann milli staða í sérhönn-
uðum glæsivögnum.
Einn slíkur var sendur til Banda-
ríkjanna í yfirhalningu rétt áður en
eigandinn blés til ófriðar gegn ná-
grönnum sínum í Kúvæt. Drossían
var send á sérstakt límúsínuverk-
stæði í Michigan þar sem sérfræðing-
ar yfirfóru hana.
Bifreiðin er af gerðinni Cadillac og
vegur fimm tonn. Fullkomin bryn-
vörn verndar hana gegn árásum og
hægt er að skjóta táragassprengjum
úr bifreiðinni ef sótt yrði að far-
þegunum. Kerra eins og þessi kostar
litla 300 þúsund dollara eða tæpar 17
milljónir íslenskra króna.
Hvort Saddam Hussein þarf nú að
ferðast á fæti um eyðimörkina er
ekki vitað en glæsivagninn hefur
verið kyrrsettur í Ameríku og safnar
nú ryki í húsakynnum tollgæslunnar
þar í landi.