Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Síða 36
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990. Menning Veisla í tónum Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessum vetri fóru fram í Bústaöakirkju í gærkvöldi. A efnis- skránni var Kvintett fyrir klarínettu og strengjakvart- ett í A-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Strengjakvartett í G-dúr eftir Franz Schubert. Verkin voru flutt af strengjakvartett skipuöum þeim Þórhalli Birgissyni á 1. fiðlu, Kathleen Bearden á 2. fiðlu, Helgu Þórarinsdóttur á lágfiðlu, Noru Komblueh á selló og Óskari fngólfssyni á klarínettu. Kammermúsíkklúbburinn er, þótt hann láti lítið yfir sér, ein af merkari tónlistarstofnunum í borginni. Starf hans byggist á frumkvæði nokkurra einstakhnga sem hafa haft lag á að halda gangandi blómlegu tónieika- haldi ár eftir ár með því að bjóða jafnan upp á fyrsta flokks tónlist og bestu fáanlega flytjendur. Tónleikamir í gærkvöldi voru að þessu leyti engin undantekning. Klarínettukvintett Mozarts er ein af perlum tónbókmenntanna og eitt af bestu kammer- verkum hans. Kvintettinn er saminn um svipað leyti og ópera hans, Cosi fan tutte, og er keimlíkur í anda. Óskar Ingólfsson flutti klarínettupartinn með fógrum tóni og leiftrandi tónelsku. í hinum undurviðkvæma Larghetto kafla virtist Óskar eiga í blaðvandræðum sem trufluðu svolítið en það lagaðist þó fljótt. Frammi- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson staða strengjaleikaranna var einnig upp á það besta. Var það áberandi hve samleikur var góður og greini- legt að mikil vinna hafði verið lögð í að samræma túlkunina. Skilaði það ómak sér fyllilega á tónleikun- um. Strengjakvartett Schuberts í G-dúr er með því besta sem hann samdi fyrir þennan hljóðfærahóp. Verkið er þrungið hljómrænni auðlegð og formlegri smek- kvísi. Flutningurinn á þessu erfiða verki var frábær og greinilega afrakstur samsvarandi íhugunar og und- irbúnings og mátti heyra í Kvintettinum. AUir meðhm- ir skiluðu sínu hlutverki með prýði en mest mæddi þó á forfiðlaranum, Þórhalli Birgissyni, sem sýndi á köfl- um snilldartakta. Bústaðakirkja, sem tekur á fjórða hundrað manns í sæti, var því sem næst fullsetin og létu tónleikagestir ánægju sína óspart í ljós í lokin. Kærar þakkir, mr. Zukovsky Sinfóníuhljómsveit æskunnar hélt tónleika í Há- skólabíói í gær undir stjórn Pauls Zukofsky. Flutt voru verk eftir Claude Debussy, Paul Dukas, Igor Stravin- sky og Erik Satie. Paul Zukofsky er með merkari tónhstarmönnum sem nú eru uppi. Hann er flðlusnillingur sem á fáa sína líka og á seinni árum hefur hann snúið sér að hljómsveitarstjóm með engu minni árangri. Fiðluleik- ur Zukofskys einkennist af frumleika, næmri fegurð- artilfmningu og tæknilegri fullkomnun. Þessir eigin- leikar einkenna einnig hljómsveitarstjórn hans. Zu- kofsky stendur langtum framar obbanum af þeim hljómsveitarstjórum sem Sinfóníuhljómsveit íslands hefur notað gegnum tíðina og er það sorgarsaga sem seint fymist að sú hljómsveit skuh ekki hafa borið gæfu til að hagnýta krafta hans meira en gert hefur verið. Sinfóníuhljómsveitir almennt standa frammi fyrir miklum vanda nú til dags hvað varðar verkefnaval, tónlist samtímans og nýjar kynslóðir hlustenda. Vand- inn stafar af því aö tuttugasta öldin hefur verið van- rækt lengi og sú tónlist er svo frjó og fjölskrúðug aö menn treystast ekki til að demba henni á áheyrendur undirbúningslaust. Það er að renna upp fyrir tlestum að ekki er unnt að byggja á tónlist nítjándu aldar enda- laust. Sumir velja þann kost að flytja verk höfunda sem semja í anda nítjándu aldar, jafnvel þótt þeir lifi á þeirri tuttugustu, eins og náttröll sem dagað hafa uppi. Slik verk eru af skiljanlegum ástæðum ófrumleg og annars flokks og áhugafólk um tónhst hættir að mæta. Á tónleikunum í gær mátti sjá hvernig Zukofsky nálgast þetta viðfangsefni því að verkin voru greini- lega valin af mikilh kostgæfni. Öll verkin voru fyrsta flokks tónsmíðar og engar úrkynjaðar eftirapanir á Tónlist Finnur Torfi Stefánsson yflrborði einhvers annars. Þau hentuðu einnig sérlega vel þörfum hinna ungu tónhstarmanna sem hljóm- sveitina skipuðu. Forleikur Debussys að Síðdegi skóg- arpúkans hefur sígilda fegurð sem ekki verður hermt eftir. Lærisveinn galdramannsins eftir Dukas er fullur af snjöllum hugmyndum og frábærlega útsett verk. Orpheus Stravinskys er seinteknari en býður upp á ótal möguleika fyrir hljómsveitarfólkið til einleiks og hópspils af ýmsu tagi. í lokin, einmitt þegar yngstu fjöiskyldumeðlimirnir voru teknir að ókyrrast, kom Parade eftir Satie þar sem m.a. er leikið á flöskuspil, ritvél, stígvél, sírenur og annað fleira skemmtilegt. Umfram allt réðst þó verkefnavalið af samhengi við heildarstefnu sem Sinfóníuhljómsveit æskunnar hefur sett sér og Zukofsky lýsir í efnisskrá. Með þessum tónleikum hefur jarðvegurinn verið undirbúinn til að taka næsta skref sem er Oliver Messiaen og Turangal- ila, sinfónía hans, og verður það í janúar næstkom- andi. Þetta eru skynsamleg vinnubrögð. Frammistaða hinna ungu tónlistarmanna á tónleik- unum var svo góð að undrun sætir. Gildir það jafnt um samleikinn sem og þá tiltölulega mörgu sem fengu að spreyta sig á einleikssprettum. Þarf engu að kvíða um framtíð tónlistarlífs hér meðan unga kynslóðin sýnir shk tilþrif. Zukofsky stjómaði eins og engill og verður honum seint fullþakkað það gagn sem hann er að vinna íslenskri menningu með starfi sínu hér. 44 Andlát Gísli Tómasson, Melhól, Meðallandi, Vestur-Skaftafehssýslu, andaðist á, Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudag- inn 27. september. Runólfur Guðmundsson bóndi, Ölv- isholti, Hraungerðishreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum að kvöldi 27. september. Ragnar Emilsson arkitekt, andaöist í Landspítalanum að morgni 27. sept- ember. Haraldur Karlsson, Látraströnd 50, Seltjamamesi, lést í Borgarspítalan- um miðvikudaginn 26. september. Kristinn Guðjónsson forstjóri, Víði- mel 55, lést 28. september. Sigurður Bjarnason, fyrrum bif- reiðastjóri hjá BSR, lést í Hrafnistu í Reykjavík 27. september. Sigurrós Guðmundsdóttir frá Guðnabæ, Akranesi, er látin. Jarðarfarir Ingimar Ragnar Sveinsson, Rofabæ 45, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 2. október kl. 15. Björgvin Jóhann Helgason, Keilufelli 6, Reykjavík, lést á heimih sínu 17. september sl. Útfórin hefur farið fram. Sigmar Guðlaugsson, Hólavangi 5, Hellu, Rangárvallasýslu, andaðist aö heimih sínu þann 20. september sl. Útforin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingólfur Guðbrandsson, Nýbýlavegi 90, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. okt- óber kl. 13.30. FINNSKU FRÁBÆRU LFTSJÓNVARPSTÆKIN hi—fi sti:ri:o—black matrix ferkahtaður FLATSKJÁR - FlNASTA UPPLAUSN - TELEFEXT MONnOR ÚTLIT — ALHUDA FJARSTÝRING SEM ÞÝÐIR AÐ HÚN VIRKAR A GERVIHNATTAMÓT- TAKARA SEM HÆGT ER AÐ FA STRAX EÐA KEVPEAN EFTIR A INN f TÆKIN. EINNIG GETUR FJARSTÝTINGIN LÉSIÐ AF FLESTUM MYND- BANDSFJARSTÝRINGUM, OG ÞA GETUR ÞÚ LAGT HENNI OG VERIÐ MEÐ AUT A EINNI HENDI. ..NICAM" STEREO MÓTTAKA - SUPER VHS AFSPILUN. 28" SÉRTILBOÐ KR. 99.900,- sljír Rétl verð áður KR. I30j050.- stgr. 29" SÉRTILBOÐ KR. 129.255- slgr Rétt vcrð áður KR. 154.310,- stgr. ATHUGAÐU AÐ INNBYGGÐIJR FINLUX GERVIHNATTAMÓTTAKARI KOSTAR AÐEINS HÁLFVIRÐI Á VIÐ AÐRA. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á MYNDLAMPA EB Aíborgunarskilmálar [g] VÖNDUÐ VERSLUN HUÖMCO FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 I Halldóra J. Guðmundsdóttir, Mið- engi, Grímsnesi, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 3. október kl. 13.30. Arngrímur Ragnar Guðjónsson, skipstjóri, Kríuhólum 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriðjudaginn 2. október kl. 15. Sveinn Kjartan Kaaber lögfræðingur verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni þriöjudaginn 2. október kl. 13.30. Óskar Áskelsson frá Bassastöðum, Öldugötu 44, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 2. október kl. 15. Útfor Jónatans Jónssonar fer fram í dag, 1. október, kl. 15. Jarösett verður í Fossvogskirkju. Valborg Haraldsdóttir lést 20. sept- ember. Hún var fædd á Norðfirði 5. desember 1901, dóttir hjónanna Har- alds Brynjólfssonar og Þóreyjar Jónsdóttur. Valborg giftist séra Har- aldi Jónassyni en hann lést árið 1954. Þau eignuðust níu börn og ólu einnig upp son séra Haralds frá fyrra hjóna- bandi og eina fósturdóttur. Útför Valborgar verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Alþýðubandalagið í Kópavogi Fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda keppni verður í Þinghóli, Hamraborg 11, í kvöld, 1. október, kl. 20.30. Spilað veröur annan hvern mánudag. Kaffi og kvöldverðlaun. Allir velkomnir. Námsstefna um alnæmi Rauði kross íslands, Landsnefnd um al- næmisvamir og Samtök áhugafólks um alnæmisvandann, gangast fyrir nám- stefnu sem ber yfirskriftina „Olíkt fólk - ólík viðbrögö“ fostudaginn 5. október nk. Tilgangur námsstefnunnar er að efla þekkingu um alnæmi og vekja umræðu um andlegar, félagslegar og siðfræðilegar hliðár sjúkdómsins. Námsstefnan er ætl- uð fólki sem vinnur að heilbrigðis- og félagsmálum og öllum þeim er hafa áhuga á að auka þekkingu sína á al- næmi. Námstefnugjald er kr. 2.500. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-26722. Ný bók Komin er á markaðinn ný bók eftir dr. Magna Guðmundsson: Líf og landshagir. í formála segir m.a.: „Inngangskafli greinir frá atriðum sem spegla tíðarand- ann á uppvaxtarárum höfundar. Þá koma þjóðmálin í röð stuttra þátta er sameigin- lega mynda hagsögu í hnotskum." í bók- inni er að finna snarpa gagnrýni á ríkis- fjármálin og peningakerfið. Hlutavelta til styrktar Flugbjörgunarsveitinni Mánudaginn 10. september si. færðu þessar myndarlegu stúlkur Flugbjörgun- arsveitinni í Reykjavík 6.425,70 krónur en það er afrakstur hlutaveltu sem þær héldu nýlega. Á myndinni eru þær Guð- rún Erla Sigurðardóttir, Sigríöur Ara- dóttir, Helga Valdís Árnadóttir og Hanna Karítas Báröardóttir að afhenda Grími Laxdal, varaformanni Flugbjörgunar- sveitarinnar í Reykjavík, upphæðina. Dregið í happdrætti Átthaga- félags Strandamanna Þann 23. september var dregið í happ- drætti Átthagafélágs Strandamanna í Reykjavik til styrktar byggingu félags- heimilis á Hólmavík. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur 1118, 2. vinningur 549, 3.-5. vinningur 20, 2958, 374. 6.-13. vinningur 745, 2543, 913, 2589, 894, 1696, 21, 2683. Vinningshafar hafi samband við Sigurbjöm Finnbogason í síma 73310 eftir 11. október. Ný Vera Konur sækja hundmð milljarða í pen- ingaveskin sin á ári hverju. Þær ráðstafa ekki einungis eigin tekjum heldur tekjum allrar fjölskyldunnar. þar sem innkaup, bæði lítil og stór, em oftast í höndum kvenna. í nýjustu Vem er fjallað um inn- kaupastjóra heimilanna. Rætt er við fólk í viðskiptaheiminum um þau völd saem konur hafa sem neytendur. Fimm konur, sem gegna stöðum sem almennt gætu kallast valdastöður, em allar þeirrar skoðunar að þær hafi ekki eiginleg völd. Þar kemur fram í Veru-viðtali um konur og völd. Af öðru efni blaðsins má nefna viðtal við Rannveigu Löve sérkennslu- fulltrúa, Guðnýju Guömundsdóttur húðráðgjafa, Lilju Gunnarsdóttur leik- húsfræðing og Jónu Björgu Jónsdóttur, sem saumar og selur bamaföt. Einnig er frásögn af vorþingi Kvennalistans og endurmati kvennanna á starfsemi sinni. Að lokum má nefna kynningu á fmmefn- inu karlmanni. Vera fæst á flestum blað- sölustöðum og kostar 450 kr. í lausasölu. Áskriftasimi blaðsins er 22188. Fundir Kvenfélag Seljasóknar heldur félagsfund í Seljakirkju þriðju- daginn 2. október kl. 20. Gestur fundarins verður Heiðar Jónsson snyrtir. NYJUNG I SKILTAGERÐ L Jón Jónsson F. 21. október 1800 - D. 9. maí 1900 JM - | - Hvíl ífriði m * •WW^á Stm!L Framleiðum skilti úr álblöndu með Ijósmyndum og skrautrituðum PmrilBI H texta ef óskað er. Mynd og texti afar skýr og rafhúðað yfirborð sem _ oUlilBjl” endist óbreytt í áraraðir utanhúss. nmiq Skeifunni6 • Pósthólf8650 • 128Reykjavík • Sími 687022 • Fax 687332 míúm.á mvnair Fjölmidlar Þáttur um séní og sálarháska Síöast á dagskrá ríkissjónvarps- ins í gærkvöldi var breskur heimild- arþáttur um geðhvarfasýki svo- ne&ida eöa tvílyndi en sá sjúkdómur er ásamt geðklofa fyrirferöarmestur í sjúkdómsgreiningu geðlæknis- fræðinnar. Þátturinn er það athy glisverðasta sem ég hef séð í sjónvarpinu í marg- ar vikur. Hann vakti máls á meiní sem auövitað er miklu algengara og útbreiddara í okkar umhverii en almennar umræður gefa til kynna. Fjallað var um helstu einkenni sjúk- dómsins, geöhæðir og geðlægðir, um erfðir og litninga og um þá kenn- ingu að samhengi sé milli sjúk- dómsins og snilligáfu. Sú kennlng er aö vísu ekki ný af nálinni en engu að síöur var hún skemmtilega reifuð og rök- studd á skemmtilegan hátt Þátturinn var blessunarlega laus við hina óþolandí en engu að síður dæmigerðu drambsemi „sérfræð- inga' ‘ sem oft hafa ekki af öðru að státa en ílóknu fagmáli um tiltölu- lega einföld og almenn sannindi. Reyndar eru það einkum „sér- fræðingar“ á sviði félagsfræöa, sál- arfræði og geölæknisfræði sem þannig fela fáfræði sína á bak við flókiö fagmál og torskilinn texta en sú staðreynd segir einmitt þó nokk- uð til um það hversu skammt þessar fræðigreinar eru á veg komnar og hversu litlu þær hafa áorkað þrátt fyrirallt. Kjartan Gunnar Kjartansson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.