Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Qupperneq 40
4-> Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritst|óm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990. Dauðaslys á Tjörnesi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyit Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið í bílveltu sem varð á Tjörnesi í Þing- eyjarsýslu aðfaranótt laugardags. Tveir menn voru í bifreiðinni sem valt út af veginum rétt austan Gerði- brekku. Ekki er ljóst hver tildrög slyssins voru en farþeginn mun hafa látist samstundis. Ökumanninum tókst að skr íða upp á veginn og mátti bíða þar í um klukkustund áður en bifreið kom þar að og hægt var aö tilkynna um atburðinn. Ökumaðurinn var mikið slasaður, með mikla höfuðáverka, og var hann fluttur á sjúkrahús á Akureyri og þaðan suður til Reykjavíkur skömmu síðar. Hinn látni hét Jón Trausti Aðal- steinsson. Hann var 23 ára gamall frá Raufarhöfn. Akureyri: Gæsaveiðar á flugvellinum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ekiðáhestaá Suðurlandsvegi lokuð í vikunni „Það er pólitiskt útilokað að skrifað verði undir af ráðherra í þessari ríkisstjóra með fúllu póli- tísku umboði í þessari viku. Það hlýtur að vera misskilningur að hann sé með álsamning tilbúinn til undirritunar í höndunum. Við munum leggja áherslu á að ræða málin og breyta því sem ekki er fullnægjandi að okkar mati. Það getur ekkí veriö að iðnaðarráð- herra vinni þannig að hann ætli að stilla ríkisstjóminni upp við vegg,“ sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra viö DV í morgun en í dag verður samningur um nýtt álver á dagskrá hjá ríkis- stjóminni. Margt bendir til að þetta verði dramatiskur ríkisstjóraarfundur og er álit margra að líf ríkisstjórn- arinnar hangi á bláþræði. Um klukkan 11 í morgun komu þeir Steingrímur Hermannsson, Jón Sigurðsson og Ölafur Ragnar Grímsson til landsins með sömu flugvél frá New York. A fundinum í dag mun Jón síðan kynnaþau drög að yiirlýsingu sem hann hefur gengiö frá og er hug- myndin að hann undirriti hana í vikulokin. Sem iðnaðarráðherra getur hann skrifað undir án full- ttngis allrar ríkisstjómarinnar en það væri boð um stjómarslit. Er búist viö að Steingrimur J. Sigfús- son og Svavar Gestsson gagnrýni samninginn harkalega í dag en af- staða Ólafs Ragnars er óljósari, Innan Alþýðubandalagsins er rætt um að þetta geti orðið heppilegt kosningamál. Það dregur úr mikilvægi fundar- ins í dag að hvorki Jón Baldvin Hannibalsson né Halldór Ásgríms- son mæta á fundinn en þeir em báðir erlendis. Þá er mikilvægur rikisstjórnarfundur á raorgun og fyrirhugað að ræða um fjárlögin. Mun þegar vera kominn upp alvar- legur ágreiningur út af húsnæðis- málum en Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra krefst þess að fá nokkur hundruð milljónir svo unnt sé að halda vöxtunum niöri. -hlh/SMJ Hún var ekkert að fara úr alfara- leið, gæsaskyttan sem lögreglan á Akureyri þurfti að hafa afskipti af um helgina. Skyttan sá gæsahóp við afleggjar- ann frá Drottningarbraut að flugvell- inum og hóf skothríðina. Hávaðinn vakti athygli fólks í flugstöðinni og var hringt á lögreglu, og þegar skytt- an var stöðvuð lágu tvær gæsir í valnum. Fer engum sögum af hantér- ingu þeirra en maðurinn mun hafa þurft aö skila vopni sínu til yflrvald- anna, enda kominn á skyttirí í alfara- leið. Þrjú hross varð að aflífa seint á fostudagskvöldið og eitt til viðbótar sem fannst næsta dag eftir að fólks- bifreið hafði verið ekið á hóp hrossa sem sloppið hafði úr girðingu við Suðurlandsveg, skammt austur af Gunnarshólma. Atburðurinn átti stað rétt fyrir klukkan ellefu á fóstudagskvöldið. Ökumaður fólksbílsins, sem var á leið í bæinn, hafði mætt bifreið og því skipt niður ljósunum en er hann setti háu ljósin aiftur á höfðu hrossin hiaupið upp á veginn rétt framan við bílinn. Stúlka, sem var í bílnum, hand- leggsbrotnaöi og ökumaðurinn skarst á hendi. Þá var bílinn töluvert skemmdur. -KGK Nota þurfti klippur til að ná einum mannanna ur bílflakinu. Harður árekstur í Hveradölum HarðuráreksturvarðíSkíðaskála- snerist bifreiðin og lenti framan á þó minni en á horfðist í fyrstu og brekkunni viö Hveradali um hálftíu- leytið á sunnudagsmorguninn er ökumaður fólksbifreiðar á leið í bæ- inn missti stjóm á bifreiðinni við framúrakstur vegna hálku. Viö það bifreið sem kom á móti. Tveir voru í hvorum bíl og voru þeir allir fluttir á slysadeild Borgar- spítalans en nota varð klippur til að ná út einum mannanna. Meiðsl urðu höföu tveir mannanna fengið að fara heim í gærdag. Bifreiöin, sem slysinu olli, er talin ónýt. -KGK EUiheimilið Seljahlíð: Sáttafundurmeð pl safnaðarprestum Sveinn Ragnarsson, félagsmála- [jp stjóri í Reykjavík, mun í dag eiga fund með sóknarprestinum í Selja- sókn, séra Valgeiri Ástráðssyni, og safnaðarprestinum, séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Á fundinn kemur einnig forstöðumaður elliheimilisins Seljahlíðar í Seljahverfl í Reykjavík, María Gísladóttir. Fundurinn er haldinn vegna þess að María Gísla- dóttir hefur ekki óskað eftir að prest- arnir vinni frekari störf á elliheimil inu. Sveinn Ragnarsson reynir að koma á sáttum þannig að sóknar- prestarnir taki aftur við sínum störf- um fyrir íbúana í Seljahlíð. Vegna þessa hafa hvorki séra Valgeir né séra Irma Sjöfn messað í elliheimil- inu síðustu helgar. Séra Cecil Har- aldsson Fríkirkjuprestur hefur verið með helgistundir í stað safnaðar- presta. Forstöðumaður elliheimilisins til- kynnti heimilisfólki og starfsmönn- um um breytingar á prestsstörfum á fundi. Þar var sagt að séra Valgeir og séra Irma Sjöfn yrðu ekki áfram prestar heimilisins. Fundurinn varð mjög átakamikill og stór orö féllu Gamla fólkið tók tíðindunum illa og sumir neituðu að sitja undir ræðu forstöðumannsins. í í í i i i i i Stafholtstungur: ^ Hestamaðurlést | eftirslys Rúmlega þrítugur maður lést eftir slys sem varð á milli bæjanna Hamraenda og Stafholtsveggja í Staf- holtstungum í Borgarfirði um klukk- an hálfníu í gærkvöldi. Maðurinn var ríðandi á hesti er hann varð fyr- ir flutningabíl í slæmu skyggni. Talið er að hesturinn hafl drepist sam- stundist. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluö út til aö flytja hinn alvarlega slasaða mann til Reykjavíkur. Lagði hún af stað klukkan 21.50. Brottfór seinkaði lítillega vegna bilunar á ljósabúnaði. Maöurinn lést nokkru eftir að komið var með hann á Borg- arspítalann. Hann var búsettur í Borgarnesi. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. -ÓTT i i I i t uv-myna jak Naf nvextir lækka Bankar og sparisjóðir lækka nafn- vexti um mánaöamótin. Meðalvextir | af almennum óverðtryggðum1 skuldabréfum lækka úr 14 prósent í 12,9 prósent. Forvextir víxla lækka | úr 13,3 prósentum í 12,7 prósent að j jafnaði. Vextir á almennum spari- sjóðsbókum lækka úr 3 í 2,3 prósent. -JGH Líftryggingar^ AI.IMÓDA LIFTRYGGINGARFELAGIÐ HF. I.ÁGMÚU 5 - RFYKJ AVlK i síiui 681644 Veðrið á morgun: Austlæg- aráttir Á morgun veröur fremur hæg norðaustan- og austanátt um allt land. Smáskúrir á annesjum vestan- og norðanlands og einnig við suðurströndina. Annars stað- ar skýjaö en úrkomulaust. Hiti verður á bilinu 2-7 stig. LOKI Kristilegu kærleiks- blómin spretta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.