Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990.
3
dv Viðtalið
Fréttir
Norðurland:
Flugvallaframkvæmdir
víða í f ullum gangi
Vilsjáskólafyrir
yfirmenn iögregl-
unnar
> . .... i » J
Nafn: Svanhvít Ingólfsdóttir
Aldur:36ára
Starf: Lögregla i Kópavogi og for-
maður Lögreglufélags Kópavogs
Svanhvít Ingólfsdóttir var kjör-
in formaður Lögreglufélags
Kópavogs 11. nóvember síðastlið-
inn. Er hún fyrsta konan sem er
kjörinn formaður lögreglufélags
hér á landi. Svanhvít er fædd og
uppalin í Kópavogi en er nú bú-
sett í Mosfellsbæ ásamt fjöl-
skyldu sinni.
Hún lauk gagníræðaprófi frá
Flensborg í Hafnarfirði 1970 og
hóf að því loknu almenn skrif-
stofustörf hjá Tímanum í Reykja-
vík. Þar vann hun í 7 ár, einkum
viö auglýsingar og bókhald. Hún
hóf störf hjá Lögreglunni í Kópa-
vogi árið 1978 og hefur síðan þá
unnið þar ef undan er skilið eitt
sumar hjá. Rannsóknarlögregíu
ríkisins. Svanhvít lauk prófi frá
Lögregluskóla rfkisins 1981.
Krefjandi en gefandi starf
Svanhvít segist kunna vel við
sig í lögreglunni og segir starfið
vera bæði fiölbreytt og skemmti-
legt. „Það koma vissulega upp
atrfk sem taka á ntann og i raun-
inni mætir maður í vitmu að
morgni í algjörrí óvissu utn hvað
von er á síðar um daginn. Á móti
vegur vitneskjan um að maður
getur orðið einhverjum að gagni,
jafnvel bjargað mannslífum.
Starfið er því í senn erfitt og gef-
andi.“
Að sögn Svanhvitar leggst for-
mennska í Lögreglufélagi Kópa-
vogs vel í hana. „Mér finnst þetta
verkefni spennandi og ber ekki
■ kvíðboga fyrir starfmu enda mik-
ill áhugi: meðal félagsmanna á
ýmsum hagsmunamálum lög-
reglustéttarinnar. Ég tel að lög-
gæslumál hér á landi hafi að
mörgu leyti þokast í rétta átt en
þó þarf að bæta margt, til dæmis
launamálin. Einnig vil ég gjaman
sjá stofnaðan sérstakan skóla fyr-
ir yfirmenn.“
Svanhvít segir Lögregluskól-
ann hafa breyst mikið til batnað-
ar síðan hún stundaði þar nám.
Bæði hefur námskeiðum fiölgað
og kennslan batnað. Hún segir
aö nú sé til dæmis mun meiri
áhersla lögð á sálarfræöí en áður.
Hefyndi afúfreiðartúrum
Aðspurð kveðst Svanhvít eiga
sér mörg áhugamál en að mestu
fari þó frítíminn i hestamennsku.
Hún á fióra hesta, sem að hennar
sögn eru binir mestu gæðingar,
og nýverið festi hún kaup á eins
vetrar gömlu trippi. „Ég hef haft
áhuga á hestum svo lengi sem ég
man eftir mér. Fyrir 10 árum lét
ég svo eftir mér að hella mér út
í þettá ogséekki eftir því. ÖU fiöl-
skyldan tekur þátt í þessu með
mér og núna erum við að byggja
okkur hesthús í Mosfellsbæ. Viö
fórum oft öllsaman í útreiöartúra
en stundum fer ég bara ein. Mér
finnst það unaöslegt að ríða ein
úti í náttúrunni í fylgd hundsins
míns.“
Svanhvit er gift Júlíusi Armann
sem starfar í lögreglunni í
Reykjavík og eiga þau þrjú böm,
tvo litla stráka og eina stóra
stelpu. -kaa
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Flugvallaframkvæmdir á Norður-
landi eystra hafa gengið vel í sumar,
að sögn Rúnars Sigmundssonar,
umdæmisstjóra Flugmálastjórnar,
en unnið hefur verið við fram-
kvæmdir á sex flugvöllum þar.
í Grímsey er enn unnið við leng-
ingu flugbrautarinnar þar úr 800 í
1100 metra. Jarðvegsframkvæmdir
hófust þar 1988, í fyrra var unnið við
sprengingar og í sumar hefur verið
keyrð fylling í brautina. Það er fyrir-
tækið Istak sem vinnur þetta verk.
Efninu í burðarlag brautarinnar er
ekið frá höfninni en þar vinnur ístak
einmitt við framkvæmdir. Þessu
verki á að ljúka næsta sumar og
verða þá m.a. sett upp brautarljós.
Á Húsavík hefur verið unnið við
lengingu flugbrautarinnar úr 1500
metrum í tæplega 2000 metra. Því
verður haldið áfram næsta sumar en
ekki er áætlað að setja varanlegt slit-
lag á þá braut fyrr en eftir 5-6 ár
samkvæmt áætlun.
í Mývatnssveit hefur verið unnið
við öryggissvæði meðfram flugbraut,
einnig á Akureyri og Raufarhöfn og
á Þórshöfn eru framkvæmdir í *ú!i-
um gangi við gerð nýrrar flugbraut-
ar. Brautin verður 1200 metra löng
og er stefnt að því að hægt verði að
taka hana í notkun á næsta ári.
GÆÐATÆKI
Á GÓÐU VERÐI
Þessi glœsilega samstœða býður upp á ótrúlega
mikla möguleika, svo sem tölvustýrt upptöku- og
klippikerfi.
Eftirtalin tæki eru í stæðunni:
Magnari 2x35 vött DIN með 6 innstungum fyrir
tengitæki, þar á meðal fyrir CD, DAT og Video.
Mótordrifin styrkstilling. Innstunga fyrir
hljóðnema ásamt hljóðblöndun. Bassa„boost“.
Tvöfalt kossettutæki. „Fuil logic“
snertitakkar, Dolby B, ,Auto reverse". CCRS EDIT
PRO, Cross Fade tölvustýrð upptöku- og
klippitæki við upptöku af geisladiskum. Kerfið
skilar alltaf bestu mögulegri upptöku og stillir
tækið sjálfvirkt og velur rétta lagalengd miðað
við lengd á kassettu. DPSS sjálfvirk lagaleitun.
Hröð afritun.
Tónjafnari. 7 banda, rafstýrður með 10
minnum og fluorsent ljósum.
Geislaspilari af fullkominni gerð með 10 lykla
beinu lagavali og 20 laga „random“ minni.
Plötuspilari. Reimdrifinn, hálfsjálfvirkur.
Útvarp. FM, MB, LB. 30 stöðva minni.
Sjálfleitun: „Timer“ kveikir og slekkur á tækinu
á fyrirfram ákveðnum tíma.
Hótalarar. 2 WHARFEDALE DELTA-30, 75
vatta, 2ja þrepa gæða hátalarar.
Fullkomin fjarstýring.
KENWOOD
M24 CD. HEILDARVERÐ KR. 88.830,- staögreHt.
TOEJJUD
Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685749, 83176