Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990.
Viðskipti________________________________________________________________________________dv
Ráðning seðlabankastjóra:
Þrjú nöf n mest í umræðunni
Miklar umræöur eru nú um það í
viðskiptalífinu hver verður ráðinn
nýr seðlabankastjóri. Nöfn þriggja
manna ber oftast á góma í þessari
umræðu, þeirra Guðmundar Magn-
ússonar hagfræðiprófessors, Ólafs
B. Thors, forstjóra Sjóvá-Almennra
trygginga, og Ólafs Davíðssonar,
framkvæmdastjóra Félags íslenskra
iðnrekenda. Um er að ræða stöðu þá
sem Geir Hallgrímsson gegndi. Þeir
Guðmundur og Ólafur B. Thors eru
báðir í núverandi bankaráöi Seðla-
bankans.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
sagði við DV í gær að hann hefði átt
samtöl við bankaráösmenn Seðla-
bankans um máhð og þaö yröi senn
að hann skipaði í stööuna. Málið
væri í raun ekki komið lengra. Jón
mun skipa í stöðuna eftir að hafa
fengið álit bankaráös á málinu.
í gær var skipan nýs bankaráðs
Seðlabankans á dagskrá sameinaðs
Alþingis en henni var frestað fram
til fimmtudags. í núverandi banka-
Aðalfundur Stöðvar 2 og íslenska
útvarpsfélagsins hf. verður haldinn
á Holiday Inn hótelinu í dag klukkan
fjögur. A fundinum verður skýrt frá
því aö samkvæmt 8 mánaða uppgjöri
á þessu ári er útlit fyrir hagnað af
Stöð 2 á þessu ári en í fyrra varð um
150 milljóna króna tap á rekstrinum.
Á hluthafafundi frá því í sumar,
þegar gengið var frá sameiningu
Stöðvar 2 og íslenska útvarpsfélags-
ins, Bylgjunnar, var jafnframt
ákveöið að aðalfundur fyrirtækisins
Auglýsingastofan Hvíta húsiö í
Reykjavík hefur veriö valin sem ein
af niutíu auglýsingastofum í fimm
heimsálftun til aö hanna fyrstu al-
þjóðlegu auglýsingaherferðina fyrir
Sameinuðu þjóðimar.
Hvíta húsið, sem er aðili aö al-
þjóðasamtökum sjálfstæðra auglýs-
ingastofa, mun vinna þetta verkefni
með systurfyrirtæKjum sínum og
embættismönnum Sameinuðu þjóð-
anna.
Guðmundur Magnússon, prófessor
í hagfræði.
ráði sitja fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins þeir Ólafur B. Thors, sem
er formaöur, og Guömundur Magn-
ússon prófessor. Þröstur Ólafsson,
fyirum framkvæmdastjóri KRON,
fyrir Alþýðubandalagið, Davíð Aðal-
steinsson, bóndi og fyrrum þingmaö-
ur, fyrir Framsóknarflokkinn og
Ágúst Einarsson prófessor fyrir Al-
þýðuflokkinn.
Frammámaður í Sjálfstæðisflokkn-
um sagði við DV í gær að Sjálfstæðis-
verði í mars í framtíðinni.
Samkvæmt 8 mánaða uppgjörinu
varð lítillegt tap á rekstri Stöðvar 2
en framundan eru tveir bestu mán-
uðimir í auglýsingum þannig að út-
lit er fyrir að reksturinn verði réttum
megin við strikið þegar upp verður
staðið í árslok.
Þá mun fjöldi áskrifenda aö Stöð 2
hafa aukist aö undanfómu en
áskriftir minnka jafnan yfir hásum-
arið þegar fólk horfir minna á sjón-
varp. -JGH
Gert er ráð fyrir aö heildarkostnaö-
ur við herferöina veröi um 57 millj-
ónir dollara sem svarar til liðlega
þriggja milljarða íslenskra króna.
Markmiö kynningarherferðinnar
er að auka skfining almennings um
heim aUan á starfi Sameinuöu þjóð-
anna sem menn telja aö skorti nokk-
uð á þrátt fyrir aö samtökin hafi ver-
ið mjög í sviösljósinu aö undanfómu
vegna PersaflóadeUunnar.
-JGH
Ólafur B. Thors, forstjórl Sjóvá-
Almennra.
flokkurinn „ætti“ þessa stöðu. Hins
vegar hefði máhð ekki verið afgreitt
innan flokksins og línur væru því
ekki skýrar. Þeir sem hefðu mest um
máUð að segja af hálfu flokksins
væm formaðurinn, Þorsteinn Páls-
son, og varaformaðurinn, Davíð
Oddsson.
Sýnarmönnunum Jóni Gunnars-
syni markaðsstjóra og Páli Baldvins-
syni innkaupastjóra hefur verið sagt
upp störfum hjá Sýn. Enn hefur ekki
verið hróflað við ráðningarsamningi
sjónvarpsstjórans Goða Sveinssonar.
Áðrir starfsmenn Sýnar hafa þegar
hætt eða hætta um þessi mánaðamót.
Þrátt fyrir að þeim Jóni og PáU
hafi verið sagt upp en Goða ekki hefj-
ast viöræður á milU þeirra þremenn-
inga og stjórnar Sýnar á miðvikudag-
inn um starfslok þeirra þriggja á
stöðinni. Þær viðræður koma til af
því aö í ráöningarsamningum þeirra
er kveðið á um mjög langan uppsagn-
arfrest.
Samkvæmt upplýsingum DV er
uppsagnarfresturinn í samningi
Goða um þrjú ár en hjá þeim Jóni
og PáU yfir hálft ár. Samningavið-
ræðumar ganga út á greiðslur til
þeirra, hætti þeir strax.
Framtíð Sýnar er í mikilli óvissu.
Gott sjónvarpsefni var beittasta vopn
þess í upphafi. En það vopn er ekki
lengur fyrir hendi. Fyrirtækið hefur
einhUða rift þeim efniskaupum sem
búið var að gera við bandarísku
dreifmgarfyrirtækin New World,
Walt Disney, Columbia og Wamer
Brothers en síöastnefnda fyrirtækið
Ólafur Davíðsson, framkvæmda-
stjóri Félags islenskra iðnrekenda.
Auk þessara þriggja nafna hefur
nafn Sigurgeirs Jónssonar, fyrmm
ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt-
inu, einnig borið á góma. FuUvíst
þykir að Matthías Á. Mathiesen, al-
þingismaður og fyrrum ráðherra,
hafi ekki áhuga á þessari stöðu.
Sjálfstæðismenn munu hafa samið
dreifir efni frá stórfyrirtækjunum
Lorimer og Time-Life.
Samkvæmt heimildum DV standa
yfir viðræður á miUi Stöðvar 2 og
nokkurra fyrrverandi starfsmanna
Sýnar, tæknimanna frá þeim tíma
þegar fyrirtækið framleiddi sjón-
varpsauglýsingar og annað sjón-
varpsefni, um kaup þeirra á tækja-
búnaði Sýnar.
Þá hefur Sýn sagt upp húsnæði
sínu í Brautarholti frá og með þess-
um mánaöamótum eða á sama tíma
og helftin af starfsmönnunum er á
leið út eftir að hafa verið sagt upp
síðla sumars í kjölfarið á kaupum
Stöðvar 2 á fyrirtækinu.
Sýn hefur ekki útsendingarleyfi
lengur. Hins vegar heldur fyrirtækið
sjónvarpsrásinni eftirsóttu ennþá.
Utvarpsréttarnefnd, sem er á vegum
menntamálaráðuneytisins, veitir út-
sendingarleyfið en samgönguráðu-
neytiö veitir leyfi fyrir rásinni.
Utsendingarleyfi Sýnar var fyrst
veitt fil nokkurra mánaöa og rann
það út í ágúst síðastliðnum. Það
fékkst ekki endurnýjað hjá útvarps-
réttarnefnd en færa má rök fyrir því
aö lítið mál sé að endurnýja shkt
leyfi.
-JGH
um það í fyrra við hina stjórnmála-
flokkana og gengiö frá því aö þeir fái
tvo menn kjörna í hið nýja banka-
ráði Seðlabankans.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
skipar í stöðuna að fengnu áliti
bankaráös Seðlabankans. Kjörtíma-
bil núverandi bankaráðs rennur út
1. nóvember og framlengist umboð
þess ef alþingi frestar kosningu nýs
bankaráðs fram í nóvember.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR <%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 2,0-2.5 Lb.Bb,-
Sb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb
6 mán. uppsögn 3.5-4 Ib.Sb
12mán.uppsögn 4-5 Ib
18mán. uppsögn 10 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 2-2,5 Lb.Bb,- Sb
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib
Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 7-7,25 Ib
Sterlingspund 13,5-13,6 Sp
Vestur-þýskmork 7-7,25 Sp
Danskarkrónur 9-9,4 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(fon/.) 12,25-13,25 Allir
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgongi
Almennskuldabréf 11,25-13,5 Ib
Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-16,0 Bblb
Utlán verðtryggö
. Skuldabréf 7,75-8,5 Lb
Útlán til framleiöslu
Isl. krónur 11,75-13,5 Ib
SDR 11-11,25 Lb.Bb,- Sb
Bandaríkjadalir 10-10,2 Allir nema Sp
Sterlingspund 16,5-16,7 Allir nema Sp
Vestur-þýsk mörk 10-10,2 Allir nema
Húsnæðislán 4,0 Sp
Lifeyrissjóöslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. okt. 90 14,0
Verðtr. okt. 90 8.2
VlSITÖLUR
Lánskjaravisitala okt. 2934 stig
Lánskjarayfsitala nóv. 2938 stig
Byggingavisitala okt. 552 stig
Byggingavlsitala okt. 172,5 stig
Framfærsluvísitala okt. 147,2 stig
Húsaleiguvlsitala óbreytt 1 .okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,135
Einingabréf 2 2,787
Einingabréf 3 3,376
Skammtímabréf 1,728
Lífeyrisbréf
Kjarabréf 5,072
Markbréf 2,697
Tekjubréf 2,003
Skyndibréf 1,511
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2.463
Sjóösbréf 2 1,784
Sjóðsbréf 3 1.716
Sjóðsbréf 4 1,471
Sjóðsbréf 5 1,033
Vaxtarbréf 1,7400
Valbréf 1.6345
Islandsbróf 1,065
Fjórðungsbréf 1,039
Þingbréf 1,065
öndvegisbréf 1,058
Sýslubréf 1,070
Reiöubréf 1,049
HLUTABRÉF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 688 kr.
Eimskip 570 kr.
Flugleiöir 220 kr.
Hampiöjan 176 kr.
Hlutabréfasjóður 174 kr.
Eignfél. Iðnaöarb. 182 kr.
Eignfél. Alþýöub. 131 kr.
Skagstrendingur hf. 420 kr.
Islandsbanki hf. 179 kr.
Eignfél. Verslunarb. 140 kr.
Olíufélagiö hf. 605 kr.
Grandi hf. 210 kr.
Tollvörugeymslan hf. 110 kr.
Skeljungur hf. 662 kr.
Ármannsfell hf. 230 kr.
Útgeröarfélag Ak. 325 kr.
Olls 200 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánarl upplýslngar um peningamarkað-
inn birtast I DV á fimmtudögum.
Aöalfundur Stöövar 2:
Hagnaður á þessu ári
Wallenberg til Islands
Þekktasti athafnamaður Norður-
landanna, Svílnn Peter Wallen-
berg, verður aðalræðumaður á
ráðstefnu á Hótel Sögu á flmmtu-
daglnn.
Þekktasti viðskiptajöfur Norður-
landanna, Svíinn dr. Peter Wallen-
berg, verður aöalræðumaður á ráö-
stefnu Iðntæknistofnunar íslands,
Félags íslenskra iðnrekenda og Út-
flutningsráðs íslands um nýsköp-
un í atvinnulifinu sem haldin verö-
ur á Hótel Sögu á fimmtudaginn.
Fyrirlestur Wallenbergs heítir
Möguleikar islands og Norðurland-
anna í nýsköpun á alþjóöavett-
vangi.
Peter WaUenberg er þekktasti
iönrekandi og athafnamaður á
Norðurlöndunum. Hann er áhrifa-
mestur í þeim fyrirtækjum sem
Wallenberg-ættin í Svíþjóð hefur
ítök 1. Wallenbergfjölskyldan á
stóran hlut í flestum traustustu
fyrirtækjunum í Svíþjóð og má þar
nefna Alfa Laval, Asea, Astra, Atl-
as-Copco, Elektrolux, Ericsson, Sa-
ab-Scania, SAS og mörg fleiri. -JGH
Hvíta húsið með herferð
fyrir Sameinuðu þjóðirnar
Þremenningarnir hjá Sýn sem keyptir voru af Stöð 2 á sínum tíma. Frá
vinstri: Jón Gunnarsson, Páll Baldvinsson og Goði Sveinsson. Viðræður
um verklok þeirra þriggja hjá Sýn hefjast á miðvikudaginn.
Sjónvarpsstöðin Sýn:
Jóni og Páli
sagtupp
- Sýn heldur rásinni en ekki útsendingarleyfinu