Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990.
Félagar í Skipstjóra- og
stýrimannafélaginu Kára
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FFSÍ og LlÚ fer
fram daglega á skrifstofu Sjómannafélags Hafnar-
fjarðar, Strandgötu 11, frá kl. 9-16 til föstudagsins
2. nóv. 1990. Öll gögn varðandi samninginn liggja
frammi á skrifstofunní.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári
FÆÐU-
SAMTÖK GECN ASTMA OG OFNÆMI
OFNÆMI
Fræðslufundur um fæóuofnæmi veróur haldinn
í Múlabæ, Ármúla 34,3. hæð,
á morgun, miövikudaginn 31. október, kl. 17.
Björn Árdal læknir, sérfræðingur í of næmissjúk-
dómum barna, heldur erindi og svarar fyrirspurn-
um. Kaffiveitingar. Allt áhugafólk er velkomió á
fundinn.-Athugiö breyttan fundartíma.
SAMTÖK GEGN ASTMA OG OFNÆMi
Bílasalan
Borgarbíllinn
Höfðatúni 10 - í hjarta borgarinnar
Sími 622177
Toyota Corolla XL, árg. '88, ekinn
30 þ. km. Verð 750 þús.
Toyota Tercel árg. ’84, ekinn 91
þ. km. Verð 345 þús.
Vantar allar gerðir bíla á skrá og
á staðinn.
Bílasalan Borgarbíllinn
Honda Civic, árg. ’89, ekinn 26
þ. km. Verð 850 þús.
Opel Kadett, árg. ’86, ekinn 47
þ. km. Verð 490 þús.
MMC Galant GLS 2000, árg. ’86,
ekinn 68 þ. km. Verð 690 þús.
Seat Ibiza, árg. ’86, ekinn 73 þ.
km. Verð 330 þús.
Uflönd
í Frakklandi ríkir mikill fögnuður með að fjöldi Frakka, sem innlyksa varð í Irak og Kúvæt, er nú kominn heim. I
nótt komu gíslarnir til Rossy-flugvallar við París þar sem ættingjar þeirra fögnuðu þeim. Símamynd Reuter
Öryggisráðið tekur harðari afstöðu til íraka:
Saddam á engar
undankomuleiðir
- dómur fyrir stríðsglæpi bíður þótt hann fari frá Kúvæt
en mörg ríki, sem eiga fulltrúa í ráð-
inu, töldu ekki rétt að loka þannig í
reynd leiöum fyrir friðsamlegri
lausn málsins.
Eftir ályktun Öryggisráðsins eru
kostir Saddams í fáir. Hann sleppur
ekki frá málinu með því einu að
draga her sinn frá Kúvæt því Banda-
ríkjamenn virðast staðráðnir í að
hann sleppi ekki án eftirmála.
Sovétmenn reyna enn að finna frið-
samlega lausn á málinu og hefur
Gorbatsjov sent Primakov, sérlegan
sendimanna sinn, í aðra för til íraks
í von um að hann geti talið Saddam
á að draga her sinn til baka. Prima-
kov var svartsýnn eftir fór sína en
Gorbatsjov túlkaði niðurstöðuna
þannig að enn væri möguleiki á því
sem hann kallaði „arabíska lausn“.
Saddam reynir enn að friðmælast
við Frakka og eru nú fjölmargir gísl-
ar komnir heim til Frakklands. Svo
viröist sem Saddam bindi vonir við
að Francois Mitterrand geti miðlað
málum á endanum þótt Frakklands-
forseti hafi ekki tekið undir fagur-
gala leiðtoga íraks.
Reuter
Sænskir þingmenn í Bagdad:
Vonast eftir viðtali
við íraksforseta
Bandaríkjamenn hafa enn varað
Saddam Hussein viö aö þolinmæði
þeirra sé á þrotum og að senn verði
ekki bjá því komist að beita hervaldi
til að hrekja íraka frá Kúvæt. írak
James Baker hefur varað Saddam
Hussein við að þolinmæði þjóða
heims sé á þrotum.
Simamynd Reuter
hefur nú verið nánast í herkví í þrjá
mánuði.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að Saddam
þyrfti ekki að velkjast í vafa um að
Bandaríkjamenn gætu þurft að taka
Kúvæt með hervaldi fyrr eða síðar.
„Saddam Hussein verður að gera sér
ljóst að það eru takmörk fyrir þolin-
mæði þjóða heims,“ sagði Baker í
yfirlýsingu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur samþykkt ályktun þess efnis
að írakar verði látnir svara til saka
fyrir stríðsglæpi í Kúvæt og þeim
veröi óhjákvæmilega gert aö greiöa
stríðsskaðabætur fyrir það tjón sem
þeir hafa valdið Kúvæt.
Saddam var í viðtah hjá sjónvarps-
stöðinni CNN í gær og gaf þá ekkert
í skyn sem benti til að hann ætlaði
aö draga her sinn frá Kúvæt. Álykt-
un Öryggisráðsins taldi hann þar
engu breyta.
Treglega gekk að fá ályktunina
samþykkta í Öryggisráöinu. Banda-
ríkjamenn lögðu mikla áherslu á aö
þrengja enn að Saddam með því að
hóta honum dómi fyrir stríðsglæpi
Sendinefnd sænskra þingmanna í
írak hafði í gær enn ekki fengið til-
kynningu um hvort hún fengi að
hitta Saddam Hussein íraksforseta
að máli. Sendinefndin hefur nú verið
í viku í írak og hefur hún átt viðræð-
ur við upplýsingaráðherra, heil-
brigðismálaráðherra, aðstoðarfor-
sætisráðherra, aðstoðarutanríkis-
ráðherra og aðstoðariðnaðarráð-
herra landsins.
Hafa sænsku þingmennirnir lagt á
það áherslu að þeir eigi erfitt með
að skilja aö frönskum gíslum skuli
vera sleppt þar sem frönsk yfirvöld
hafi sent hermenn til Persaflóasvæð-
isins en Svíum frá hlutlausu landi
skuli vera haldið um kyrrt.
í viðræöunum við íraska heilbrigö-
ismálaráðherrann bauðst sendi-
nefndin tii að ræöa við Rauða kross-
inn í Sviþjóð og aðrar hjálparstofn-
anir um möguleikana á að senda lyf
til íraskra bama. Bíður néfndin nú
eftir lista frá heilbrigöisráðuneytinu.
Sendinefndin hefur frestað fór
sinni frá Bagdad nokkrum sinnum
en gerir nú ráö fyrir að fara frá
Bagdad á morgun.
Norðmenn eru sagðir vera að
skipuleggja för þriggja fyrrverandi
stjórnmálamanna til íraks til að
reyna aö fá látna lausa norska gísla.
Heimildarmenn Arbeiderbladet
segja að stjórnmálamennirnir muni
ekki verða fulltrúar norskra stjórn-
valda.
Sjö Norðmenn í Bagdad og einn í
Kúvæt hafa ekki fengið fararleyfi.
Auk þess er þremur starfsmönnum
sendiráðsins í Kúvæt meinað að fara
fráBagdad. TTogNTB