Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Þingmenn felldir Ólíkt höfðust þeir að, sjálfstæðismenn og framsóknar- menn, nú um helgina. Meðan sjálfstæðisfólk hafnaði sumum þingmönnum sínum í prófkjöri, endurkusu framsóknarmenn sína gömlu þingmenn á færibandi. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisílokksins eru úti í kuldanum eftir rimmu helgarinnar. En hvað þýðir þetta fyrir við- komandi flokka? Vissulega er það einkennilegt í sjálfu sér að fella þingmenn sína en breytingarnar á framboðs- listunum eru yfirieitt hagstæðar Sjálfstæðisflokknum. Þannig hefur sést að Sjálfstæðisflokkurinn er iifandi flokkur sem kann að endurnýja sig. Ekki verður það sagt um Framsókn þótt yfirleitt hggi ekki fyrir að hæf- ara fólk hafi gefið kost á sér í þau sæti sem gömlu þing- mönnunum hefur nú verið raðað í. Á Vestljörðum höfnuðu sjálfstæðismenn sínum gamla þingmanni, Þorvaldi Garðari Kristjánssyni. Hann • komst aðeins í fjórða sætið en Einar Kristinn Guðfmns- son tók annað sætið og þar með þingsætið eftir næstu kosningar. Þorvaldur Garðar sagði í viðtali í DV í gær aö kannski væri erfitt fyrir sig að skiija hvers vegna hann hefði ekki fengið meira fylgi en raun varð á. Hann léti öðrum eftir að skilja það. í raun hljóta Vestfirðingar og aðrir landsmenn að líta svo á að tími hafi verið kom- inn á ÞorvaldGarðar, tími til þess að yngri maður tæki við þessu þingsæti sjálfstæðismanna. Hið sama má segja um hsta sjálfstæðismanna á Suð- urlandi. Árni Johnsen fehdi Eggert Haukdal úr öðru sæti og vann yfirburðasigur. Sjálfstæðismenn eru sterk- ari í kjördæminu eftir þetta. Þá urðu mannaskipti á lista sjálfstæðismanna á Áusturlandi þegar Hrafnkell A. Jónsson felldi Kristin Pétursson alþingismann úr öðru sæti. Að vísu hefur Kristinn staðið sig vel sem þingmað- ur. Hann hefur stigið á stokk og þjóðin kunnað að meta það. En við sætinu tekur litríkur persónuleiki, maður sem reynzt hefur nær ósigrandi. Hrafnkell er verkalýðs- maður, enda veitir ekki af að flokkur, sem kennir sig við allar stéttir, bjóði fram áberandi verkalýðsleiðtoga á landsbyggðinni. Það gerðist á hinn bóginn í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík að verkalýðsmaðurinn Guðmundur H. Garðarsson var fehdur að ósekju. Listi Sjálfstæðisflokksins í borginni er þó mjög sigurstrang- legur eftir prófkjörið í hehd. Lögð er áherzla á prófkjör í Sjálfstæðisflokknum en fámennir hópar velja frambjóðendur Framsóknar- flokksins. Prófkjörin eru umdeilt fyrirkomulag. Reynsla helgarinnar er þó plús fyrir prófkjörin. Sjálfstæðis- mönnum tókst að bæta framboð sín - í stórum dráttum. Það hefði líklega ekki orðið hefðu litlir hópar flokks- klíkna valið listana. Þá hefði verið hægara fyrir gamla þingmenn að skírskota til þeirra sem listana völdu og halda sínum hlut. Prófkjörum fylgja sárindi og ekki grær strax um heilt mihi Árna Johnsen og Eggerts Haukdal. En öhu vali geta fylgt sárindi og þau hefðu orðið mest ef örfáir hefðu ráðið og hyggzt breyta röð á framboðshstum. Sjálfstæðismenn ætla sér stóran hlut í næstu kosning- um og þeir koma vel út úr skoðanakönnunum. Ætla má að fylgi þeirra geti minnkað síðustu mánuði og eink- um vikur fyrir kosningar. Á móti kemur að nú hafa sjálfstæðismenn treyst innviði sína. Fjöldi íslendinga er þreyttur á alþingi og mörgum þeim sem þar sitja. Væntanlegar breytingar virðast ætla að verða til bóta. Haukur Helgason Betri eða lakari lífskjör? Því hefur veriö haldið fram aö hagvöxtur verði aðeins um 2% hér á landi næstu 5-10 árin ef ekkert verður að gert og þess vegna verði að ráðast í ál- og orkuframkvæmd- ic til að auka hagvöxtinn upp í 3% svo lífskjörin dragist ekki aftur úr lífskjörum annarra þjóða. Ég dreg stórlega í efa að þessi fullyrðing fái staðist, og þá sérstaklega í ljósi þeirra miklu breytinga sem fram- undan eru í okkar efnahagsum- hverfi á næstu árum. Hér eru jafn- vel í uppsiglingu enn ein hagstjórn- armistökin. En lítum nánar á þess- ar framkvæmdir og efnahagsum- hverfið. Atvinnuþróun þessa áratugar Verulegar líkur eru á umtals- verðri hagræðingu í efnahagslínnu á næstunni vegna hagræöingar í sjávarútvegi í Kjölfar nýrrar fisk- veiöistefnu og í landbúnaöi vegna aukins samstarfs viö EB og krafna innanlands um lægra vöruverö. Þá mun aukið samstarf viö Evrópu- löndin auka bæði samkeppnina og kröfur um aukna hagræðingu í öðrum atvinnugreinum. Þessi þró- un mun leiöa til verulegs atvinnu- leysis á síðari hluta þessa áratugar og mun minna um margt á þróun- ina í Austur-Þýskalandi þótt um- fangið sé aö sjálfsögöu miklu minna. Ef þetta er líkleg þróun þá er nauösynlegt aö bregöast viö nú þegar meö varanlegri atvinnuupp- byggingu sem taka mun viö þessu vinnuafli. Eöa er skynsamlegra að nýta sparnaðinn til orkuuppbygg- ingar sem þarfnast lítils varanlegs vinnuafls? Hér verður aö velja á milli. Ég er þeirrar skoöunar aö frekari uppbygging í fullvinnslu sjávaraf- uröa, ferðaþjónustu og í samgöngu- málum muni skila meiri hagvexti á þessum áratug en uppbygging í álframleiðslu og muni auk þess falla mun betur að okkar atvinnu- og byggöaþróun. Stærsti hluti af- raksturs ál- og orkuverðs fer til greiðslu vaxta og afborgana, þar sem sá iðnaður er mjög fjármagns- kræfur. Hreinar þjóöartekjur af þeirri framleiðslu verða því innan við 1% þótt verg landsframleiðsla mæhst 3%. Tekst að varðveita stöðugleikann? Flestir geta verið sammála um aö gott jafnvægi ríkir nú í þjóðar- búskapnum. Verðbólgan er lág og viðskiptin viö útlönd í jafnvægi. Atvinnuleysið er hins vegar um 2%. Það er þó nokkuð staðbundiö, minna á höfuðborgarsvæðinu en meira á landsbyggðinni. 2% at- vinnuleysi er frá hagfræðilegu sjónarmiði ekki óeðlilegt í mark- aðshagkerfi þar sem hagkvæmnin ræður ríkjum, því nauðsynlegt er að fólk breyti um störf og atvinnu- svæði svo hagkvæmnin njóti sín. En tekst að viöhalda stöðugleik- anum og því jafnvægi sem nú rík- ir? Góð hagstjóm krefst fyrst og síðast aga og sjálfsafneitunar. Auö- vitað vilja flestir fá sem mest í budduna strax, en ábyrgara er aö velja það sem gefur meira yfir lengri tíma. Að ráðast í ál- og orku- framkvæmdir þýðir að innlend fjárfesting verður í kringum 50 milljarða króna meiri á þremur ánun. Mjög erfitt verður að koma í veg fyrir að þessar framkvæmdir valdi þenslu og verðbólgu. Rætt hefur verið um að fjár- magna þessar framkvæmdir inn- anlands til að draga úr þenslu- og verðbólguhættu en óliklegt er að þaö takist. í fyrsta lagi er slíkt fjár- magn ekki á lausu nema til komi verulegar breytingar á neyslu- Kjallariim Jóhann Rúnar Birgisson þjóðhagfræðingur munstri almennings með ófyrir- séöum afleiðingum fyrir aðra at- vinnustarfsemi. í öðru lagi myndi slík lánsfjáreftirspurn hafa mjög slæm áhrif á lánsfjármarkaðinn. Raunvextir myndu ijúka upp sem þýddi að öll áhvílandi eldri lán með breytilegum vöxtum fengju á sig verulegan aukinn vaxtakostnað með tilheyrandi afleiðingum. Þá hefur veriö rætt um að draga úr öðrum framkvæmdum hér inn- anlands, s.s. opinberum fram- kvæmdum, en í umræðunni hafa tilteknar framkvæmdir þó ekki verið nefndar. Hins vegar hafa ver- ið nefndar nýjar framkvæmdir sem ráðast á í á sama tíma, s.s. Hval- fjarðargöngin, frekari fram- kvæmdir við Vestfjarðagöngin og breikkun Reykjanesbrautar. Þá hefur verið nefnt að launa þurfi landsbyggðinni á einhvern hátt, þar sem ráðgert er að reisa álveriö við höfuðborgarsvæðið. Svigrúm til niöurskurðar í opinberri fjár- festingu er hins vegar ekki mikiö, því á undanfómum árum hefur t.d. fjárlagahallinn verið lækkaður með verulegu aöhaldi í þessum málaflokki. Þensla og verðbólga Mikilvægt er að gera sér fulla grein fyrir að verulegar líkur eru á að þensla og verðbólga fari af stað á nýjan leik. í þessu samhengi er vert aö minna á viöhorf Vestur- Þjóðveija, sem náð hafa góðum árangri í hagstjórn, að verkefni hagstjórnar númer eitt, tvö og þijú sé að halda veröbólgunni lágri. Ef þaö tekst þá er eftirleikurinn ein- faldur, því þaö tryggir ákjósanlegt rekstrarumhverfi fyrir atvinnulíf- ið. Flestar rekstrar- og fjárfesting- arákvarðanir fyrirtækja verða mun markvissari í slíku umhverfi, sem aftur skilar sér ríkulega í auknum hagvexti til lengri tíma Ut- ið. Annað sem skiptir miklu í þessu samhengi er mikilvægi þess að hér ríki stöðugleiki á sama tíma og samstarf okkar viö Evrópulöndin verður aukið. Árangur fijálsra fjármagnsflutninga og aukins efna- hagssamstarfs ræðst mikið til af þeirri tiltrú sem menn hafa á okkar efnahagslífi og hagstjóm. Mistök og agaleysi á þessu sviöi getur hefnt sín rækilega og haft verulega skaðleg áhrif á okkar hagkerfi. Mitt mat er að slæleg hagstjórn undanfarinn áratug á stærstan þátt í lakari hagvaxtarþróun hér á landi en skynsamleg nýting auðlinda gef- ur tilefni til. Samkvæmt ofansögðu er ekki sjálfgefið að ál- og orkufram- kvæmdir gefi meiri hagvöxt en önnur atvinnuuppbygging þegar horft er yfir þennan áratug. Spurn- ingin er um forgangsröðun- í at- vinnuuppbyggingu. Auðvitað eig- um við að nýta orkuauðlindirnar og það í verulegum mæli en í ljósi þeirra miklu breytinga sem fram- undan eru tel ég að frá hagfræði- legu sjónarmiði sé ekki skynsam- legt að ráöast í þessar framkvæmd- ir nú. Stöðugleikinn, opnun hagkerfis- ins, aukinn samkeppni og samstarf við EB eru brýnni verkefni og þurfa á öllum okkar kröftum og fjármagni að halda. Þannig virkj- um við best okkar vinnuafl tíl lengri tíma litíð og stuðlum að betra byggðajafnvægi, en síðar þeg- ar þessum áfanga er lokið og þegar efnahagskerfið verður meira sam- vaxið efnahagskerfum annarra þjóða verður léttara að takast á við svo viðamiklar framkvæmdir án þess að þaö valdi verulegri röskun á okkar efnahagslífi. Auk þess sem orkuhndirnar veröa dýrari með hveiju árinu sem líöur og áhugi umheimsins vex á nýtingu þeirra. Að síðustu vfi ég skora á stjórn- málamenn að hugsa dæmiö til enda og taka tillit til flestra þátta þess en láta ekki stundarávinning og kosningarótta villa sér sýn. Styrk- leiki og virðing stjórnmálamanna eflist fyrst og fremst með ábyrgri og vel rökstuddri afstööu til mál- efna, en ekki með því að berast með vindum samfélagsins. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Ég er þeirrar skoðunar að frekari uppbygpjng í fullvinnslu sjávarafurða, ferðaþjonustu og 1 samgöngumálum muni skila meiri hagvexti a þessum áratug en uppbygging 1 álfram- leiðslu.. „... orkullndlrnar verða dýrarl með hverju árinu sem liður og áhugi umheimsins vex á nýtingu þeirra", segir m.a. i greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.