Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. Fréttir___________________________^______________pv Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi um helgina: Olaf ur G. Einarsson er óumdeilanlega í fyrsta sæti - Salóme talin fá annað sætið en hörð barátta er um sæti Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þykir öruggur með að hljóta fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Reykjanesi um helgina. Ólafur G. Einarsson mun vera mjög öruggur um fyrsta sætið í próf- kjöri Sjálfstæöisflokksins á Reykja- nesi sem fram fer um helgina. DV hefur rætt viö sjálfstæöismenn víð- ast hvar í kjördæminu og eru þeir allir á einu máli um að Ólafur sé óumdeilanlega leiðtogi flokksins á Reykjanesi. Salóme Þorkelsdóttir, þriðji þing- maður sjálfstæðismanna í kjördæm- inu, virðist af samtölum við flokks- menn að dæma nokkuð örugg um annað sætið. Salóme virðist eiga sitt trausta fylgi, meðal annars í Mos- fellsbæ, „heimavelli" hennar, og Garðabæ. En hún virðist einnig um- deild, sérstaklega á Suðurnesjum. Nokkrir viðmælendur DV gengu svo langt að útiloka hana frá fimm efstu sætunum og vísuðu þá til þess að sjö af fimmtán frambjóðendum í próf- kjörinu eru konur. Gæti Salóme ekki reiknað með öðru sætinu gefnu í krafti þess að hún væri þingmaður og kona. Þrátt fyrir efasemdir meðal sumra sjálfstæðismanna benda samtöl DV þó ekki til annars en að Salóme verði í öðru sæti. Barist um 3.-5. sæti Ljóst er að baráttan um þriðja til fimmta sætið verður afar hörð þar sem margir eni kallaðir en fáir út- valdir. Fjórir frambjóðenda hafa lýst því yfir að þeir stefni á þriðja sætið. Það eru þau Árni Mathiesen úr Hafn- arfirði, Ámi Ragnar Ámason úr Keflavík, Sveinn Hjörtur Hjartarson úr Kópavogi og María E. Ingvadóttir af Seltjamamesi, sem reyndar stefnir á 2.-4. sæti Viðmælendur DV virtust allflestir á þeirri skoðun að það fylgi sem Matthías Á. Mathiesen á í kjördæm- inu, sem þingmaður Reyknesinga um árabil, skili sér mjög vel til sonar- ins, Árna Mathiesen. „Matthías styö- ur strákinn og stuðningsmenn hans bregðast honum varla í þeim efn- um,“ sagði einn sjálfstæðismaður og fleiri tóku í svipaðan streng. En bar- áttan er hörð þar sem áðumefndir frambjóðendur sækja fast að þriöja sætinu. María E. Ingvadóttir virðist eiga hljómgrunn mjög víða í kjördæminu. Spáðu flestir viðmælendur henni velgengni og sumir öðru efstu sæt- anna. Ámi Ragnar Ámason á sér marga stuðningsmenn á Suðumesj- um en eins og í öðmm kjördæmum stefna einstakir þéttbýliskjarnar að því að koma „sínum manni“ á þing. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræð- ingur hjá LÍU, virtist frekar óræð stærð meðal viðmælenda DV í kjör- dæminu og fóru menn frekar varlega Fréttaljós Haukur L. Hauksson í aö spá honum „öruggu sæti“. Hann var talinn eiga nokkuð á höfuöborg- arsvæðinu en menn efuðust hins vegar um aö það dygði honum í eitt af fimm efstu sætunum. Arfurfrá borgurum í framboði er einnig „arfur frá Borgaraflokknum" eins og einn viö- mælenda orðaði það, þau Hreggviður Jónsson og Kolbrún Jónsdóttir. Hreggviður virðist allt annað en ör- uggur með gott sæti og töldu viðmæl- endur blaðisins að í hans tilfelli yrði um enn eina þingmannsfómina að ræöa. „Hreggviður hefur ekki alveg jafn- að sig eftir að vera kominn aftur í raðir okkar og satt að segja líkar ekki öllum að menn geti flakkað svona úr og í flokkinn. Ef Hreggviður á að ná góðu sæti verður hann að hafa ámóta kosningamaskínu og Ingi Björn hafði í Reykjavík. Slíka mask- ínu hefur hann bara ekki,“ sagöi gamalreyndur sjálfstæðismaður. Lítt þekkt andlit „ Það er í lagi að merkja við fjóra frambjóðendur en þar sem mikið er af tiltölulega óþekktu fólki á ferðinni verður ansi erfitt að setja númer við sjö þeirra," sagði annar gamalreynd- ur sjálfstæðismaður og hreyfði þar við vandamáli sem margir kjósendur gætu þurft að horfast í augu við á laugardaginn. Það þykir einkenna listann að frambjóðendur em, meö undantekningum, tiltölulega lítt þekktir utan sinnar heimabyggðar. Við slíkar aðstæður þykir öflugur áróður síðustu dagana fyrir prófkjör getað skilað nokkrum árangri. Einn hinna lítt þekktari frambjóð- enda er Sigríður A. Þórðardóttir sem flutti í kjördæmið frá Grundarfirði þar sem hún var oddviti. Fram kom í viðtölum að framboð hennar heíði víða hlotið góðan hljómgrunn á stutt- um tíma en það gæti háð henni hve ný.hún væri í kjördæminu. Hún gæti hins vegar komiö á óvart og blandað sér í bráttuna um sæti ofar- lega á listanum. Þó aðrir frambjóðendur en þeir sem hér hefur verið minnst á séu í alla staði hinir frambærilegustu bar þá ekki mikið á góma i samtölum við sjálfstæðismenn í kjördæminu og því lítið hægt að spá um gengi þeirra á laugardaginn. Muna prófkjör í Reykjavík Almennt virtist prófkjörið í Reykjavík mönnum mjög í fersku minni og ekki laust við ákveðna til- hneigingu hjá viðmælendum að spá kvenframbjóðendum betra brautar- gengi en raun varð á í höfuðborg- inni. Þá kom fram að þó einhverjir yrðu úti í kuldanum eftir prófkjör þýddi það ekki endilega að neinum hefði verið ýtt til. Væri þröngt á þingi þar sem að minnsta kosti 13 fram- bjóðendur berðust um þrjú sæti. Prófkjöriö er opið, ekki bundið við flokksbundna sjálfstæðismenn. -hlh í dag mælir Dagfari Umboðsmaður Alþingis Fyrir nokkrum árum siðan var sett á laggirnar nýtt embætti, umboös- maður Alþingis. Hugsunin á bak við umboðsmanninn er sú, aö al- menningur geti leitað réttar síns ef ríkisvaldið eða hið opinbera gengur á meintan rétt lítilmagn- ans. Reynslan hefur orðið sú, að mik- ill fjöldi manna hefur snúiö sér til umboðsmanns Alþingis, en því miður ekki alltaf haft erindi sem erfiði. Þaö er ekki umboösmannin- um að kenna, heldur skeytingar- leysi stjórnvalda, sem ekki hafa tekið mark á ábendingum eða leiö- réttingum umboðsmannsins. End- irinn er sá, að umboðsmaðurinn hefur ekki haft annað fyrir stafni en hlusta á nöldur nokkurra viður- kenndra kverólanta. Nú hefur þaö hinsvegar gerst að alþingismenn hafa brugðið á þaö ráð aö leita álits umboðsmannsins um það hvort lög standist stjómar- skrá og hvort þeir eigi að greiða atkvæði með eða á móti í þinginu. Umboðsmaður Alþingis hefur sem sagt verið sveltur í því hlutverki að sinna vanda almennings, en fær nú það hlutverk að segja þing- mönnum til um það hvemig þeir eigi' að greiða atkvæði. Tilefnin eru tvö. Annarsvegar hefur Hreggviður Jónsson, sem einu sinni var þingmaður Borgara- flokksins, seinna þingmaður Frjálslynda hægri flokksins og nú er þingmaöur Sjálfstæðisflokksins, ákveöið að spyrja umboösmann Alþingis hvort hann eigi ekki end- urkröfurétt á hendur fjármálaráð- herra, vegna þess aö þjóðarbók- hlöðuskatturinn hafi alls ekki runnið til þjóðarbókhlöðunnar. Hreggviður vill fá þann hluta skat- tanna endurgreiddan sem ríkis- sjóður hefur tekið í sinn hlut og spyr umboðsmanninn um það hvort þetta sé ekki rétt hjá sér. Hreggviði er vorkunn. Hann hef- ur auðvitað ruglast í ríminu eftir hraðferð sína á milli þriggja flokka og veit ekki sitt ijúkandi ráð. Hann þarf að fá umboðsmann Alþingis til að segja sér hvort hann eigi dá- góða upphæð inni hjá ríkissjóði. Úr þessu fæst ekki skorið á Al- þingi, því Alþingi veit ekki hvert peningamir fara, sem veittireru á íjárlögum og hann fær ekki skorið úr þessu hjá dómstólunum því þeir taka ekki mark á stjórnmálamönn- um. Hitt tilefnið er sú nagandi óvissa sem hijáir Stefán Valgeirsson um þessar mundir. Stefán er löghlýð- inn maður og vandur að virðingu sinni og hann hefur heyrt því fleygt hjá Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna að bráöabirgöa- lögin sem sett voru á BHMR i sum- ar, standist ekki stjórnarskrá. Og af því að Stefán er lítilmagni í þing- inu, smápeð sem ekki er hlustað á, hefur hann ákveðið að spyrja umboðsmann Alþingis, hvort ríkis- stjómin hafi brotið stjórnarskrána. Stefán vill hafa stjómarskrána í heiðri og þar sem hann er ekki lög- lærður maður og hefur ekki setið á þingi nema í þijátíu ár, neyðist hann til að leita álits hjá umboös- manninum, um það hvernig hann, eigi að greiða atkvæði þegar bráða- birgðalögin koma til afgreiöslu í þinginu. Þessi samviskusemi alþingis- manna er auðvitað lofsverð. Menn hrapa ekki lengur að atkvæða- greiðslu í óvissu og vilja hafa vaðiö fyrir neðan sig. Þeir þurfa að leita réttar síns og laganna hjá öðrum og þar til bærum umboðsmönnum meðan þeir búa við það öryggis- leysi að ríkisstjórnin sé stöðugt að plata þá í skattgreiðslum og stjóm- arskrárbrotum. Enginn heiðarleg- ur alþingismaður getur verið þekktur fyrir að láta slíkt viðgang- ast nema hafa hreinan skjöld og fá bevís upp á að lögin séu réttu meg- in. Og að lögin séu lög, sem lög- gjafavaldið er að setja. Hitt er annað mál að það getur orðiö tafsamt fyrir þingstörfin ef þessi fyrirhyggja alþingismanna breiðist út og verður að almennri reglu. Þingstörf munu óneitanlega tefjast verulega, ef þingmenn þurfa sífellt að leita álits umboðsmanns- ins á því, hvernig þeir skuli greiða atkvæði og hinu, hvort lögin sem þeir eru að setja séu lög, sem stand- ast. Á móti kemur að umboösmaður Alþingis stendur þá undir nafni og ætti í hagræðingarskyni að fá kont- or með yfirsýn yfir sali Alþingis, þaöan sem hann getur svo fjarstýrt þingmönnum þegar atkvæða- greiðslur fara fram. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.