Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Page 5
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990. Fréttir íslendingar eru í f immtánda sæti íslendingar eru í 15. sæti yflr mestu fiskveiöiþjóðir heims á síðasta ári. Þetta kemur fram í ritinu Útvegur sem Fiskifélag íslands gefur út. Japanar eru mesta fiskveiðiþjóð heims með samtals 11,8 milljónir lesta en Sovétmenn eru í öðru sæti rétt á eftir með 11,1 milljón lesta. Kínverjar eru í 3. sæti með 9,3 millj- ónir lesta en síðan kemur langt bil þar sem Bandaríkjamenn eru í 4. sæti með 5,7 milljónir lesta. Ársafli Japana hefur verið svo til óbreyttur frá árinu 1978, eða frá 9,9 milljónum lesta minnst árið 1979 og upp í 12 milljónir mest árið 1984. Heimsaflinn hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1978 en þá var hann 70 milljónir lesta. Hann hefur síðan vaxið stöðugt og var mestur í fyrra, 92,6 milljónir iesta. Hér fylgir kort sem sýnir afla þeirra þjóða sem veiddu meira en 500 þúsundlestiraffiskiáriðl989. -S.dór PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA I REYKJANESKJÖRDÆMI 10. NÓVEMBER 1990 SIGURÐUR HELGASON Framboð Sigurðar Helgasonar er einfalt, látlaust og lýðræðislegt. Sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi eru beðnir um að kynna sér starf hans og reynslu á liðnum áratugum, jafnt á sviði lögmennsku sem stjórnmála. Það er kjósenda að ákveða röð á framboðslistann. Sigurður er reiðubúinn til hvaða sætis sem er. STUÐNINGSMENN SIGURÐAR HELGASONAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.